Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Komið og skoðið hinar glæsilegu Lowell standklukkur og veggklukkur. Veltusundi 3b Sími 5513014 FORSÆTISRÁÐHERRA Svía, Göran Persson, er ótvírætt í vanda staddur. Eftir rúma þrjá mánuði fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Svíþjóð um það hvort sænska krónan verði aflögð og evran tekin upp. Árum saman hafa ESB-sinnar í Svíþjóð beðið eftir rétta tæki- færinu til að láta þjóðina kjósa um þetta umdeilda mál. Þeir hafa hikað við að láta til skarar skríða vegna þess að þeir vildu vera vissir um að jákvæð niðurstaða fengist. Á s.l. hausti þegar ljómi lék um ESB vegna stækkunar þess til austurs var ákveð- ið að láta til skarar skríða og for- ystumenn hægriflokkanna studdu þessa ákvörðun ríkisstjórnar sósíal- demókrata. En það óvænta gerðist að mögnuð andstaða reis og brátt varð ljóst af skoðanakönnunum að meiri- hluti þjóðarinnar hafði snúist til and- stöðu við þessi áform. Ekkert skal um það fullyrt hvort andstæðingar evr- unnar halda velli þegar áróðursstríð og auglýsingaflóðið nær hámarki en evrusinnar hafa tvímælalaust öflugri flokksvélar og margfalt meira fjár- magn á bak við sig en fylgismenn krónunnar. En hver sem úrslitin verða er umræðan lærdómsrík fyrir okkur Íslendinga. Þess hafði verið vænst að evran nyti þess að hún er vinsæl í hópi ferðamanna. Sú röksemd er einföld og auðskilin að hentugt sé og ódýrara fyrir fyrirtæki og ferðamenn að geta notað sömu myntina sem víðast. Því þótti líklegt að allur fjöldinn léti það sjónarmið ráða afstöðu sinni. En meirihluti kjósenda virðist ekki hafa fallið fyrir þeim rökum enda gera langflestir ferðamenn upp útgjöld sín erlendis með greiðslukortum rétt eins og þeir væru heima hjá sér. Það er ekki myntin sjálf sem málið snýst um. Hún reynist léttvæg í sam- anburði við ýmsar aðrar hliðar máls- ins. Það er sveigjanlegt gengi mynt- arinnar sem allt veltur á. Til lengdar má það ekki verða of hátt gagnvart öðrum myntsvæðum því að ella lenda útflutningsatvinnuvegir í háskalegri kreppu og af hlýst atvinnuleysi og stöðnun. En gengið má heldur ekki síga um of því að þá er hætt við að magnist upp verðbólga, kaupmáttur launa falli og efnahagslegu jafnvægi sé raskað. Hér sem víðar gildir að meðalhófið er vandratað. Hagsveiflurnar ekki í takt Mikill fjöldi nafnkunnra sænskra hagfræðinga hefur varað við því að Svíar afsali sér valdi til beinna eða óbeinna áhrifa á gengi eigin myntar með hliðsjón af efnhagsástandi innan- lands á hverjum tíma. Þeir telja að of oft sé gengi evrunnar ekki í samræmi við hagsmuni sænsks efnahags- og atvinnulífs en ráðist af því sem best hentar kjarnalöndunum í ESB, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Hagkerfin og viðskiptasamböndin eru of ólík. Að sjálfsögðu standa Svíar ekki einir frammi fyrir þessari stað- reynd. Hún var aðalástæðan fyrir því að deGaulle hafnaði aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu 1963 (eins og ESB hét þá) og þetta er ein- mitt helsta ástæðan fyrir því að Bret- ar eru nú tregir til að taka upp evr- una. Hagsveiflur í Bretlandi hníga ekki og rísa í takt við sveiflur á meg- inlandinu. Munurinn á hagsveiflum á Íslandi og í kjarnalöndum ESB er þó enn meiri vegna gjörólíkra atvinnu- hátta. Fyrir þá sem fylgst hafa með um- ræðum hagfræðinga hér á landi eru þetta engin ný sannindi. Í ritum Más Guðmundssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, er víða vikið að þessu vandamáli og hefur hann reikn- að út að samhverfni (symmetry) ís- lenskra og norskra hagsveiflna við hagþróun í ESB hafi aðeins verið 5–7% á seinustu áratugum en tæp 49% í Svíþjóð og Bretlandi og um 63% í Danmörku og Hollandi. Mun- urinn er þó enn meiri hvað varðar breytingar á viðskiptakjörum ríkjanna þar sem samhverfnin hefur verið því sem næst 0% á Íslandi og í Noregi, 12% í Bretlandi, 63% í Sví- þjóð og 71,6% í Danmörku. Ragnar Árnason, prófessor, hefur einnig lýst þessum vanda ítarlega, m.a. í fyr- irlestrum á opnum fundi Heimssýnar og í málstofu Seðlabankans. Áhætta tekin með einni mynt Nú fyrir skemmstu gafst mér færi á að kynna mér þá líflegu umræðu sem fram fer í Svíþjóð um krónuna og evruna. Mér þótti fróðlegt að verða þess var að umræðan um muninn á hagsveiflum í Svíþjóð og á meg- inlandinu gegnir þar lykilhlutverki. Eftirtektarvert er að í hópi þeirra sem berjast fyrir því að krónan verði ekki aflögð er mikill fjöldi hagfræð- inga og bankamanna. Tveir fyrrver- andi bankastjórar sænska Seðla- bankans taka þátt í kosningabaráttunni, en annar þeirra, Lars Wohlin, er væntanlegur til Ís- lands í haust á vegum Heimssýnar. Niels Lundgren, sem áður var aðal- hagfræðingur Nordea bankans, hefur ritað bók sem vakið hefur mikla at- hygli, einnig stjórnar hann vefsíðunni www.euronej.nu. Lundgren leggur áherslu á að eigin mynt og sjálfstæð peningapólitík sé nauðsynleg forsenda fyrir háu at- vinnustigi og fullnægjandi arðsemi fyrirtækja. Með sveigjanlegu gengi lagi krónan sig að kostnaðarstigi og verðbreytingum. Ein mynt og sam- eiginleg peningapólitík fyrir 25–30 lönd með mjög mismunandi efna- hagskerfi sé áform sem feli í sér mikla áhættu þegar að kreppir og gangi hreint ekki upp nema fólk á vinnumarkaði sé almennt reiðubúið að flytjast búferlum milli landa frá þeim svæðum þar sem atvinnuleysi ríkir og þangað sem eftirspurn eftir vinnuafli er mest hverju sinni. Þótt nokkuð sé um það að íbúar í núver- andi ESB-ríkjum fari milli landa í at- vinnuleit sé hreyfanleiki á vinnuafli miklu minni þar en í Bandaríkjunum þar sem ýmsar aðstæður, m.a. sam- eiginlegt tungumál, valdi því að fólk er ekki eins bundið heimaslóðum og í Evrópu. Jafnframt séu atvinnuleys- istryggingar mun hagstæðari í ríkj- um ESB en í Bandaríkjunum og því sé fólk ekki knúið til þess í sama mæli að flytja til fjarlægra staða. Lund- gren spyr, hvort fýsilegt sé að byggja gengissamstarf á þeirri grunn- forsendu að launafólk þurfi að vera reiðubúið að flytjast til annarra landa í langan tíma. Í bók sinni svarar Lundgren ít- arlega þeim fullyrðingum að lítil myntsvæði séu lakari kostur en stór og hafnar því algerlega að Svíar ein- angrist efnahagslega þótt þeir taki ekki upp evru. Hann minnir á að landamæri Kanada og Bandaríkj- anna séu gríðarlöng. Fólksfjöldi í Kanada sé aðeins tíundi hluti af íbúa- tölu Bandaríkjanna. Sama tunga sé töluð í báðum ríkjum og feikimikil samskipti yfir landamæri, meira að segja sameiginlegur vinnumarkaður og fríverslun. Þó sjáist þess engin merki að Kanada sé að einangrast efnahagslega eða bandaríski doll- arinn að yfirtaka Kanadadollarann. Sama gildi um Sviss sem er umkringt núverandi eða verðandi evrulöndum á alla vegu. Þverklofin ríkisstjórn Ljóst er að stærsti flokkur lands- ins, sósíaldemókratar, er þverklofinn upp úr og niður úr í afstöðu sinni til evrunnar. Göran Persson, forsætis- ráðherra, fer fyrir já-liðinu en fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru and- vígir því að fórna krónunni fyrir evru, þ.e. Leif Pagrotsky, atvinnu- málaráðherra, Margaretha Vinberg, varaforsætisráðherra, Marita Ulv- skog, menningarmálaráðherra, Lena Sommestad, umhverfismálaráðherra og Morgan Johansson, heilbrigð- isráðherra. Þau neyðast hins vegar til að hafa hægt um sig og hefur Pagr- otsky hlotið tiltal frá Göran Persson fyrir að lúta ekki yfirlýstri stefnu rík- isstjórnar og þingflokks. Er Persson vændur um að vilja kefla ráðherra sína og svipta þá málfrelsi og er sú umræða nefnd „munnkavledebatt- en“. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist meirihluti kjósenda sósíal- demókrata vera á móti því að fórna krónunni og sama gildir um fé- lagsmenn Alþýðusambandsins. „Demparasjóðir“ „Socialdemokrater mot EMU“ er nýstofnuð hreyfing sem þingmað- urinn, Sören Wibe, veitir forystu ásamt tveimur öðrum þingmönnum úr sama flokki og hefur hún skrif- stofur sínar í höfuðstöðvum Samtaka verslunarmanna. Þau samtök hafa tekið mjög eindregna afstöðu gegn evrunni og er formaður þeirra, Ninel Jansson, og hagfræðingur, Stefan Carlén, þar einnig í stjórn. Ég ræddi við Tony Johansson, skrifstofustjóra hreyfingarinnar, sem lýsti fyrir mér umræðunni innan verkalýðshreyfing- arinnar undanfarin ár. Langt er síðan farið var að ræða um það í Svíþjóð hvað komið gæti í staðinn fyrir sjálf- stætt gengi eigin myntar til sveiflu- jöfnunar í atvinnulífi ef Svíar tækju upp evru. Menn veltu því fyrir sér hvernig komist yrði hjá stórauknu at- vinnuleysi, undir þeim kring- umstæðum að hagsveiflan væri í lág- marki en gengi evrunnar alltof hátt fyrir aðstæður í Svíþjóð. Fram komu hugmyndir um volduga sjóði sem grípa mætti til þegar harðnaði í ári og útflutningsframleiðslan lenti í klemmu. Sjóðirnir áttu að gegna hlut- verki sjálfstæðs gengis sem högg- deyfar í atvinnulífinu til að komist yrði hjá þungbærum áföllum og voru sjóðirnir kenndir við dempara bílsins og kallaðir „buffertfonder“. Aðalgallinn á hugmyndinni um sveiflujöfnunarsjóðina er þó sá að þeir yrðu ekki til nema fyrir mikla skattlagningu til viðbótar háum sköttum sem fyrir eru. Ef gengi evr- unnar yrði 15% hærra en sænskir út- flutningsatvinnuvegir væru taldir þola myndi það kosta 150 milljarða sænskra króna á ári í útflutnings- bótum ef komast ætti hjá því að fram- leiðslan drægist stórlega saman og fyrirtækin flyttu úr landi með því fjöldaatvinnuleysi sem því gæti fylgt. Þing sænska alþýðusambandsins gerði sjóðamyndun af þessu tagi að skilyrði fyrir stuðningi við evruna. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að ganga að þessu skilyrði en hefur þó heitið því að reyna að leggja til hliðar 10 milljarða sænskra króna árlega í þessu skyni. Það segja andstæðingar evrunnar að væri aðeins dropi í hafið ef á reyndi og kæmi að litlu gagni. Japanska sýkin til Evrópu? Rökræður um gildi þess að varð- veita það stjórntæki sem felst í sjálf- stæðri gengisskráningu hafa magn- ast enn frekar í ljósi þess sem er að gerast í efnahagslífi Þjóðverja. Þar eru mjög versnandi horfur og jafnvel vaxandi hætta á svonefndri verð- hjöðnun. Þetta hugtak hagfræðinnar hefur sannarlega jákvætt yfirbragð því að verðbólga hefur löngum verið háskaleg ógnun. En verðhjöðnun má þó alls ekki rugla saman við hjöðnun verðbólgu. Stöðug lækkun verðlags stöðvar hagvöxt og veldur almennri stöðnun. Þetta er sá efnahags- sjúkdómur sem herjað hefur í Japan en þar hefur enginn hagvöxtur verið í áratug. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði nýlega við því að sams konar uppdráttarsýki gæti komið upp í Þýskalandi og haft lamandi áhrif á efnahagslíf í ESB-ríkjum, þar á með- al í Svíþjóð. Ef í ljós kemur á næstu mánuðum að efnahagshorfur í for- ysturíki ESB fara enn versnandi mun það hafa áhrif á það hvort sænskir kjósendur ákveða að afsala sér sjálf- stæðri gengisskráningu. „Valdið flutt of langt burt“ En hvers vegna er þá svo mikið kapp lagt á að Svíar afsali sér krón- unni og taki upp evru. Niels Lund- gren leggur áherslu á að upptaka evr- unnar sé miklu frekar pólitísk ákvörðun stjórnmálamanna sem reyna að hraða þróun ESB í átt til evrópsks risaveldis með sameig- inlegri mynt fremur en vænta megi efnahagslegs ávinnings. Svíar skuld- bundu sig ekki til að taka upp evru þegar þeir gengu í ESB en ljóst er að sænska ríkisstjórnin hefur legið und- ir þungum þrýstingi frá leiðtogum ESB að Svíar slái því ekki lengur á frest að taka upp evru. Undanþágur frá meginreglum eru óvinsælar á þeim bæ og þar er lögð á það höf- uðáhersla að auka miðstýringu og samruna. Hagfræðingur Samtaka versl- unarmanna, Stefan Carlén, við- urkennir í bók sem hann hefur gefið út um þetta mál að þegar hann spyrji fólk í verkalýðshreyfingunni sem þegar hefur ákveðið að greiða at- kvæði gegn evrunni hvað móti af- stöðu þess þá sé algengasta svarið ekki á hagfræðilegum nótum. Flestir svari því til að þeir vilji ekki „að vald- ið sé flutt of langt burt.“ Margir telja að aðildin að ESB hafi verið sam- þykkt á röngum forsendum. Fólk átt- aði sig ekki á því að Svíar voru að skuldbinda sig til að afsala sér fjöl- mörgum þáttum sjálfstæðis síns í hendur stofnunum ESB. Hins vegar er flestum ljóst að það skref verður ekki auðveldlega stigið til baka enda er ekkert uppsagnarákvæði í þeim skuldbindingum sem aðildarríki ját- ast undir. Fólk hefur nú áttað sig á því að stefnt er að því leynt og ljóst að ESB verði sambandsríki þótt ekki sé það opinber stefna ESB ennþá. Enda þótt fólk geri sér litlar vonir um úr- sögn Svíþjóðar úr ESB munu margir nýta sér kjörseðilinn í haust til að segja leiðtogum þjóðarinnar að nú sé komið nóg og Svíum beri að vinna af alefli gegn frekari miðstýringu innan ESB. Sveigjanlegt gengi er höggdeyfir atvinnulífsins Eftir Ragnar Arnalds Höfundur er formaður Heims- sýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Oft er réttilega kvartað yfir miklum sveiflum í gengi ísl. krónunnar. Því er fróðlegt að skoða þessa mynd af þróun- arferlum þriggja mynta árin 1998 – 2003: evrunnar, sænsku- og íslensku krónunnar. Ferlarnir á myndinni sýna að evran sveiflast meira en sænska krónan og álíka mikið og íslenska krónan. Í árslok fór evran á flug en íslenska krónan féll. Þá hafði verið mikill halli á viðskiptum Íslands við önnur lönd í tvö ár eða um 7 % og fór enn vaxandi. Gengið hlaut að falla. Ef krónan hefði hins vegar fylgt evrunni haustið 1999 þegar hún fór á flug hefði gengið hækkað um 15 % og var þó mjög hátt fyrir. Það hefði leitt til stærri og verri kollsteypu en varð. Einu ári síðar fór evran að falla og féll þá álíka hratt og krónan hafði fallið. – Línurit: Seðlabanki Íslands. www.fotur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.