Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 33 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR ÁGÚSTSSON, Miðleiti 5, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30. Steinunn Björk Birgisdóttir, Ágúst Birgisson, Jóhanna Hermansen, Kristín Birgisdóttir, Heiðar Sigurðsson, Sigurbjörn Birgisson, Helga Sigurðardóttir, Helgi Birgisson, Barbara Linda Birgisdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐMUNDSSON, Blöndubakka 3, áður Skipholti 12, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 1. júní, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30. Stefanía Lóa Valentínusdóttir, Sævar Þór Sveinsson, Lucis Kristín Sveinsdóttir, Halldór Hafsteinsson, Kristbjörg Sveinsdóttir, Guðni Jensen, María Sveinsdóttir, Guðmundur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BIRNA KRISTBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, er lést þriðjudaginn 3. júní, verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 14.00. Gunnar Björnsson, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU PÉTURSDÓTTUR GUÐMUNDSSON, 16 Pitt Place, Church Street, Epsom, Surrey, Bretlandi, sem lést föstudaginn 23. maí sl., verður gerð frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 13. júní nk. kl. 13.30. Ólafur Guðmundsson, Guðmundur Bjarni Ólafsson, Catherine Stormont, Richard Jón Ólafsson, Elena Ólafsson, Róbert Pétur Ólafsson, Andrew Antonio Ólafsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Kolgröfum, Eyrarsveit, Grundarfirði, sem varð bráðkvödd á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 3. júní sl., verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 14.00. Magnús Ingvarsson, Kristín Pálsdóttir, Jóhanna Ingvarsdóttir, Sigurður Baldursson, Gunnar Ingvarsson, Elís Ingvarsson, Bopit Kamjorn, Gróa Herdís Ingvarsdóttir, Ragnar Eyþórsson, Guðríður Arndís Ingvarsdóttir, Lúðvík Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðrún Pálma-dóttir matráðs- kona fæddist í Kálfa- gerði í Eyjafirði 18. júlí 1917. Hún lést á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Pálmi Jóhannesson bóndi í Kálfagerði og verka- maður á Akureyri, f. 1.10. 1875, d. 21.11. 1961, og kona hans Kristín Sigfúsdóttir skáldkona og hús- freyja í Kálfagerði og á Akureyri, f. 13.7. 1876, d. 28.9. 1953. Systkini Guðrúnar voru Hólmgeir, f. 1903, d. 1956, Sigrún, f. 1907, d. 1932, Hannes, f. 1909, d. 1910, Jakobína, f. 1912, d. 1983, og Jóhannes, f. 1914, d. 1978. Fóst- ursystir Guðrúnar er Lilja Jóns- dóttir, f. 1921, búsett á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus. Guðrún sótti sér menntun til Dan- merkur. 1939 lauk hún prófi frá Hus- assistenternes fag- skole í Kaupmanna- höfn og síðar, árið 1958, lauk hún prófi frá Økonomskolen í Kaupmannahöfn sem sérfræðingur í matreiðslu sjúkra- fæðis. Hún starfaði eftir það á árunum 1958-1963 sem yfirmatráðskona Kristneshælis og á árunum 1963-1983 aðstoðaryfir- matráðskona á Landspítalanum. Útför Guðrúnar var gerð 26. maí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mánudaginn 26. maí kvöddu ætt- ingjar og vinir Guðrúnu Pálmadótt- ur hinsta sinni. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var fastur þáttur í tilverunni að fjölskylda föður míns hittist hjá þeim systrum Bínu og Gunnu á Háaleitisbrautinni á sunnudögum, enda hafði myndast þar sú hefð að fólkið að norðan kæmi saman og ræktaði sinn fjölskyldugarð. Þar var oft glatt á hjalla, og ýmsar hefð- ir sem fylgt höfðu þessu fólki, eins og laufabrauðsgerð, urðu að föstum þáttum í lífi okkar og tilveru. Þar mynduðust tengsl við aðra ættingja sem hafa haldist, og kunningsskap- ur okkar bræðra við ættmenni okk- ar var styrktur. Þegar Bína lést fyr- ir nokkrum árum ákvað Gunna að flytja búferlum norður til Akureyr- ar, sem var henni alltaf ofarlega í hjarta. Hún hafði þar Lilju og Hall- grím sér til halds og trausts. Heim- sóknirnar urðu færri, en hjá Gunnu frænku átti maður alltaf skjól þegar ferðinni var heitið norður. Pabbi var þar sumarlangt, að jafna sig á veik- indum sínum, og við bræður komum iðulega við er við áttum erindi norð- ur. Fengum kaffi og góðan pistil um framtíðaráformin, en Gunna var sérlegur fylgismaður menntunar, og enn meiri menntunar, sem hún taldi það eina sem gæti bjargað þjóðinni, enda mikill Íslendingur í eðli sínu. Við vorum það ævintýragjarnir eftir víðsýnt uppeldi og þrá til að takast á við hverskyns sköpun, að tíminn til framkvæmda var alltaf það sem lífið að okkar mati snerist um. Gunna frænka sætti sig að lokum við þessa niðurstöðu, vitandi það að eplin falla sjaldan langt frá eikinni. Við vorum einfaldlega of líkir karli föður okkar til að hægt væri að snúa okkur frá þeim vegvísi sem við höfðum kosið að fylgja. Guðrún Pálmadóttir var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá því ég var barn. Hún var sá ættingi minn sem ég hélt mestu sambandi við, og ég gerði mér sérstaklega far um að hitta eins oft og mér var unnt á lífsleiðinni. Hún hafði yfir að ráða staðfastri skapgerð, og þótt ákveðin væri deildum við sama lúmska húm- ornum. Það var alltaf stutt í hann. Ég leit alltaf á Gunnu frænku mína sem einskonar ömmu, enda var hún systir föðurafa míns, sem ég kynnt- ist aldrei, hann lést áður en ég fæddist. Hún reyndist bróður sínum stoð og stytta við uppeldi föður míns, er móðir hans Freygerður lést langt um aldur fram. Bínu minnist ég líka með söknuði, hún reyndist okkur alltaf góð, og sér- staklega föður mínum. Hún var allt- af reiðubúin að rétta honum hjálp- arhönd, og hann var henni ávallt þakklátur. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni. Snorri Jóhann- esson var borinn til grafar fyrir stuttu, og því er skrítið til þess að hugsa að síðast þegar ég sá þau bæði var það einmitt heima hjá Snorra og Siggu í Kópavoginum, en þau höfðu af miklum rausnarskap tekið Gunnu að sér eftir að veikindi hennar komu upp og hjálpað henni á erfiðistímum. Fyrir það eiga þau þakkir skildar. Við ættingjar hennar og vinir, samferðafólk hennar á lífsbrautinni, geymum í hjarta okkar minningu um góða konu, minningu um Gunnu frænku eins og hún var. Guð geymi hana. Hólmgeir Baldursson. Guðrún Pálmadóttir, eða Gunna frænka eins og hún var alltaf kölluð í okkar systkinahópi, hefur nú kvatt þennan heim, síðust okkar föður- systkina. Margs er að minnast og margt sem við viljum að leiðarlok- um þakka þessari ákveðnu, duglegu og góðu konu sem hún var. Gunna tók snemma þá stefnu að starfa við matseld og menntaði sig í því fagi. Hún var ein sú fyrsta á Ís- landi sem lærði matreiðslu sjúkra- fæðis og starfaði lengstum við mat- reiðslu á sjúkrahúsum, fyrst á Kristneshæli og síðar við Landspít- alann þar sem hún var aðstoðaryf- irmatráðskona í 20 ár. Hún giftist aldrei en naut samveru við foreldra sína, systkini og systkinabörn. Eftir að hún færði sig til Reykjavíkur og tók við stöðunni á Landspítalanum flutti hún til systur sinnar, Jakob- ínu, sem var þá handavinnukennari við Húsmæðraskólann í Reykjavík og bjuggu þær saman í Reykjavík uns Jakobína lést 1983. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur systkinunum í Súg- andafirði þegar von var á Gunnu frænku í heimsókn. Hún var verald- arvön, það leyndi sér ekki á tösk- unum hennar, alsettum marglitum límmiðum frá hótelum eða flugvöll- um í Danmörku, Þýskalandi, Sviss og fleiri löndum. Það fundum við líka á fasi hennar og klæðnaði, hún bar með sér eitthvað ferskt og framandlegt. Hún hafði frá mörgu að segja, sagði það hátt og skýrt á syngjandi norðlensku, alltaf hressi- leg og hrein og bein. Þegar við systkinin uxum úr grasi og leiðin lá til Reykjavíkur, til náms og starfa, varð Gunna okkur miklu meira en venjuleg frænka. Þær systur, Bína og Gunna, voru okkur systkinabörnunum utan af landi eins og aukamömmur, til þeirra leituðum við þegar aðstoðar var þörf með húsnæði vegna skóla- vistar, með barnapössun, sauma- skap og viðgerðir, og líka þegar þörf var fyrir skemmtilegan fé- lagsskap og samveru. Þann tíma sem þær bjuggu saman í Reykjavík áttu þær stóra íbúð og fallegt heim- ili á Háaleitisbraut 43 sem stóð ávallt öllum vinum og vandamönn- um opið til lengri eða skemmri dval- ar. Þær voru báðar vel menntaðar, víðlesnar og skemmtilegar, stór- myndarlegar til allra verka og gest- risnar enda var gestkvæmt hjá þeim. Gunna sá um matreiðslu en Bína um annan undirbúning. Þær voru ekki fáar veislurnar sem Gunna töfraði fram með meistara- legri matreiðslu. Systurnar höfðu báðar lært í Danmörku og setti það sinn svip á heimilið. Við minnumst danska kaffibrauðsins og svína- kjötsmáltíðanna að dönskum hætti og að sjálfsögðu var allt borið fram á mávastelli. Handsaumaðir dúkar prýddu borðin, jafnvel þegar mola- sopi var drukkinn við eldhúsborðið. Þær höfðu einnig þann sið að bjóða systkinabörnum sínum og fjölskyld- um þeirra til laufabrauðsgerðar í byrjun desember. Þá var Gunna yf- irleitt búin að hnoða og fletja laufa- brauðsdeigið og Bína að raða öllu upp í stofunni og merkja hverri fjöl- skyldu sinn bunka. Við þurftum svo ekki annað að gera en sitja og skera út og gæða okkur á veitingum sem Gunna bar fram. Dagurinn endaði á hangikjötsmáltíð. Þetta var þeirra jólaboð, heill dagur í skemmtun, mat og drykk og allir fóru heim með stafla af laufabrauði. Gunna vann mikið og það var erf- ið vinna. Hún var mætt í eldhúsið á Landspítalanum á hverjum degi klukkan 7 á morgnana. Þangað gekk hún af Háaleitisbrautinni þar sem ekki hentaði að taka strætó. Í verstu veðrum tók hún þó leigubíl. Hún var afar stundvís og vönd að virðingu sinni og líklega er hægt að telja á fingrum annarrar handar veikindadaga hennar þessi 20 ár. En hún kunni líka að njóta lífsins. Hún hafði ánægju af ferðalögum, hafði ferðast um fjölmörg lönd Evr- ópu, fór með Bínu systur sinni á heimssýninguna í Montreal, saman ferðuðust þær um Bandaríkin og heimsóttu nokkrum sinnum frænd- fólk sitt í Íslendingabyggðum í Kan- ada. Þar og í Danmörku átti Gunna marga vini til æviloka. Þá var hún bókhneigð, las bækur á íslensku, dönsku og ensku og var gefin fyrir leikhús. Gunna hafði ákveðnar stjórn- málaskoðanir og var oft hvatvís í ummælum sínum um menn og mál- efni en bætti það upp með gjallandi hlátri ef hún skynjaði að einhver tæki ummæli hennar of hátíðlega. Hún vildi engan styggja en oft var henni mikið niðri fyrir. Dvöl hennar í Danmörku stríðsárin og ýmislegt sem hún varð þá vitni að mótaði skoðanir hennar og ummæli. Eftir að Gunna hætti að vinna fluttist hún á æskuslóðir sínar á Ak- ureyri, þar vildi hún vera næst fóst- ursystur sinni og gömlum vinum. Hún bjó í 20 ár á Akureyri og tók á móti ættingjum og vinum í fallegri og hlýlegri íbúð á Tjarnarlundi af sömu rausn og myndarskap og áður uns ellihrumleiki gerði henni ókleift að sjá um sig sjálf. Síðasta hálfa ár- ið dvaldi hún hjá Snorra bróðursyni sínum og Sigríði konu hans í Kópa- vogi en fékk að lokum vist á Grund þar sem hún lést þrem vikum síðar. Gengin er góð kona sem lifði tím- ana tvenna, sjálfstæð kona sem aldrei vildi láta neinn eiga hjá sér, dugleg kona og skyldurækin sem stóð við sitt og ætlaðist til þess sama af öðrum. Með þakklæti Sigrún Jóhannesdóttir, Pálmi Jóhannesson, Sigurður Jóhannesson. GUÐRÚN PÁLMADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upp- lýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.