Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Þorkell Þorkels-son fæddist á Valdastöðum í Kjós 28. júlí 1919. Hann varð bráðkvaddur á Hrafnistu 23. maí síðastliðinn. Foreldrar Þorkels voru Þorkell Guð- mundsson, f. 1884, d. 1918, og Halldóra Halldórsdóttir, f. 1879, d. 1962. Þorkell var yngst- ur fimm systkina. Hin voru: 1) Guð- mundur, f. 1909, d. 1969; 2) Hákon, f. 1910, d. 1996; 3) Guðrún, f. 1911, d. 1982; 4) Björg, f. 1918 og lifir hún bróður sinn. Þorkell kvæntist 9. nóvember 1945 Jóhönnu S. Guðjónsdóttur, f. 5. september 1924. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson tré- smiður, f. 1882, d. 1961, og Kristín Jónsdóttir, f. 1890, d. 1968. Þorkell og Jóhanna bjuggu á æskuheimili hennar á Grettisgötu 31 til ársins 1969, er þau fluttu með fjölskyldu sína í nýbyggt hús sitt í sambúð með Ásdísi Leifsdóttur. Dóttir þeirra er Halldóra, d) Þor- kell, f. 1958, ógiftur og barnlaus. Þorkell vann við ýmis störf þar til hann fór að starfa við útkeyrslu hjá Vífilfelli. Hann varð síðan verk- smiðjustjóri þar og starfaði þar allt til ársins 1955 er hann stofnaði, ásamt fleirum, Bifreiðastöðina Bæjarleiðir hf. Hann starfaði þar ötullega sem framkvæmdastjóri, allt þar til hann lét af störfum 1993. Hann hafði dálæti á söng og tón- list og á sínum yngri árum lék hann á harmoniku á skemmtunum víða um sveitir. Þorkell lét alla tíð stjórnmál til sín taka og starfaði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann hafði mikið dálæti á íþróttum og stundaði hann glímu og keppti í þeirri íþróttagrein fyrir Ármann og KR á sínum yngri ár- um, einnig var hann dyggur stuðn- ingsmaður Knattspyrnufélagsins Fram og gegndi mörgum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Fyrir þau störf fékk hann margar viðurkenningar og var heiðurs- félagi í Knattspyrnufélaginu Fram. Þorkell var mikill áhugamaður um stangaveiði og var félagi í SVFR. Útför Þorkels Þorkelssonar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna, frá Áskirkju 4. júní sl. Staðarbakka 18 í Breiðholti og bjuggu þar allt til ársins 2001 er þau fluttu á Hrafn- istu við Kleppsveg. Synir Þorkels og Jó- hönnu eru: 1) Hallkell, f. 1945, kvæntur Vig- dísi Ársælsdóttur. Synir þeirra eru: a) Hrannar Már, kvænt- ur Önnu Lilju Þóris- dóttur og eiga þau dæturnar Lilju Hrönn og Helgu Guðrúnu, b) Kjartan Már, í sambúð með Önnu Maríu Guð- mundsdóttur og eiga þau soninn Felix Má. Fyrir átti Hallkell dótt- urina Hildi sem er í sambúð með Guðmundi Smára Valssyni og eiga þau synina Elvar Atla og Aron Dag; 2) Kristbjörn, f. 1950, kvænt- ur Guðríði Pálsdóttur. Börn þeirra eru: a) Jóhann Páll, kvæntur Ing- unni Rán Kristinsdóttur og eiga þau synina Atla Þór og Einar Frey, b) Hildur María, gift Arnþóri Þórð- arsyni og eiga þau dóttur, fædda 26. maí 2003, c) Kristjón, f. 1955, í Afi fæddist á Valdastöðum í Kjós 28. júlí 1919. Hann fæddist föður- laus en faðir hans lést af völdum spænsku veikinnar skömmu áður. Afi ólst upp hjá móður sinni, Hall- dóru Halldórsdóttur, við kröpp kjör. Hún var honum afar hjartfólgin og hann minntist oft á hana við okkur barnabörnin með hlýju í hjarta. Afi var duglegur maður, vinnu- samur og fylginn sér. Hann gat ver- ið afar harður í horn að taka, stund- um þrjóskur, en yfirleitt sanngjarn. Hann var skemmtilegur og ekki kallaður „Lói létti“ að ástæðulausu. Um æðar afa rann „blátt blóð“ í tvennum skilningi. Hann var mikill sjálfstæðismaður og var iðinn við að „breiða út boðskapinn“. En hann var einnig sannur Framari. Hann starfaði mikið fyrir Fram og var heiðraður margvíslega fyrir störf sín. Afa þótti mjög gaman að veiða. Hann fór í veiðitúra svo lengi sem heilsan leyfði og veitti það honum mjög mikla ánægju. Minningin um afa er góð. Hann var afar barngóður og skemmtileg- ur. Við barnabörnin og síðar barna- barnabörnin ærslaðist hann og sagði oft æsilegar „lygasögur“ þar sem hann var oftar en ekki í aðal- hlutverki. Þá fékk hann viðurnefnið „Lói lygalaupur“. Að lokum viljum við þakka Lóa afa samfylgdina. Guð blessi minn- ingu hans. Hrannar Már, Anna Lilja, Lilja Hrönn og Helga Guðrún. Mig langar að minnast í örfáum orðum afa míns, Þorkels Þorkels- sonar frá Valdastöðum. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman í gegnum árin. Alltaf var hann í góðu skapi og stutt í glensið, enda var hann ekki kallaður Lói létti að ástæðulausu. Hann lék sér við okkur barnabörnin og sagði okk- ur sögur af sér og öðrum (lygasög- urnar hans afa). Þegar við vorum saman komin í Staðarbakkanum öll barnabörnin var oft handagangur í öskjunni en aldrei minnist ég þess að hann hafi orðið þreyttur á lát- unum nema síður sé, hann tók frek- ar þátt í þeim. Þetta voru verulega skemmtilegar stundir og eftirminni- legar. Eftir því sem ég varð eldri kom í ljós að áhugamál okkar lágu saman, báðir höfðum við áhuga á fótbolta og studdum Fram heilshugar, og báðir höfðum við brennandi áhuga á stangaveiði. Fórum við nokkrar ferðir saman í veiði, þá var farið í Elliðaárnar eða Hvítá. Eftir að hann eltist og hætti að geta stundað veið- arnar sjálfur gátum við setið og spjallað um veiði, skipst á veiðisög- um eins og gjarnt er meðal veiði- manna. Hafði Lói frá mörgu að segja og hef ég lært mikið af hon- um. Meðal þess sem hann kenndi mér var að kasta flugu og fór sú kennslustund fram á milli húsa í Staðarbakkanum. Það var gaman að fylgjast með Lóa veiða, ég man í Elliðaánum eitt skiptið er við vorum að veiðum við Hraunið. Við höfðum ekki orðið var- ir við fisk allan morguninn. Lói lét það ekki fara í taugarnar á sér og var rólegur og yfirvegaður. Hann var að renna maðki í hylinn þegar hann reisti lax. Þá urðu umskipti á manninum, hann réð ekki við sig. Hann henti stönginni í barnabarnið og sagði mér að setja nýjan maðk undir, greip flugustöngina og byrj- aði að berja með henni. Svo renndi hann maðkinum aftur. Ekkert fékk hann nú í þetta skiptið en það var verulega gaman að fylgjast með honum, sjá hvað maður sem var bú- inn að veiða áratugum saman gat breyst í lítinn strák með veiðistöng þegar ákefðin greip hann. Enda hlógum við að honum á eftir. Það var gott að koma til ömmu og afa í Staðarbakkann, fyrst sem lítill strákur og síðar sem fullorðinn maður með litlu strákana mína. Það var gott að sjá gamla mann- inn með langafabörnunum sínum, hvað hann gladdist einlægt yfir þeim. Ég man hvað hann var stoltur þegar Atli minn fæddist, þá fyrsta barnabarnabarnið. Ég hélt að hann myndi rifna af monti og hann var óspar á að sýna það. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Jóhann Páll Kristbjörnsson. ÞORKELL ÞORKELSSON ✝ Jón DaníelssonJónsson fæddist á Fagranesi á Langa- nesi 20. nóvember 1914. Hann lést á hjúkrunardeild Heil- brigðisstofnunar Suðausturlands 1. júní síðastliðinn. For- eldrar Jóns voru hjónin Sigríður Sig- urðardóttir og Jón Jónasson. Systkini voru Margrét og Sig- urður. Móður sína missti Jón þegar hann var á öðru ári og einnig Margréti systur sína mánuði seinna. Jón kvæntist ekki en eignaðist eina dóttur, Júlíu Imsland, maki Ragnar Imsland. Barnsmóðir hans er Ragnheiður Þyri Jónsdóttir frá Sandfellshaga. Barnabörn Jóns eru fjögur, lang- afabörn 13 og eitt langa-lang-afa barn. Jón ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans Stefaníu Arn- fríði Friðriksdóttur ljósmóður. Árið 1930 flutti fjöl- skyldan í Ytra-Lón í sömu sveit og var Jón í búskap með föður sínum til árs- ins 1954 þá flutti hann til Þórshafnar og fór að vinna í frystihúsi. Jón flutt- ist til Hafnar í Hornafirði árið 1963 og settist þar að hjá dóttur sinni og tengdasyni. Frysti- húsið varð sem fyrr vinnustaður Jóns og hafði hann unnið þar í 34 ár þegar hann hætti sökum veikinda 83 ára gamall. Síðustu árin dvaldi Jón ýmist á sjúkradeild Skjólgarðs eða á dval- arheimilinu. Jón var alla tíð mikill veiðimað- ur og hans mesta yndi var að fara út í sveit á hjólinu sínu og fylgdu þá oftast byssan eða veiðistöngin með í ferðina. Útför Jóns var gerð frá Hafn- arkirkju föstudaginn 6. júní. Langanes og Hornafjörður voru þeir staðir þar sem hann dvaldist lengst ævi sinnar. Hann fæddist á Fagranesi á Langanesi og sleit þar barnsskónum við klettótta brim- strönd og útsýn til víðáttu hafsins en einnig sýn til fagurra fjalla. En hvað hann var að hugsa, dreng- urinn, sem átti þarna bernskusporin sín vitum við ekkert um, það vissum við heldur ekki mikið um seinna. Hann fór í skóla og kom aftur heim til föður síns, bróður og stjúpu, móð- ur sína og systur hafði hann ungur misst. Frá Fagranesi fluttist hann með föður sínum og skylduliði að Ytra- Lóni á Langanesi og við þann bæ er nafn hans tengdast í mínum huga. Þaðan var hann þessi herra sem dansaði svo vel að eftir var tekið. Góður liðsmaður þótti hann þar sem íþróttir fóru fram. Ég held að ekki sé ofmælt þó ég segi að hann hafi verið í betra lagi liðtækur hvar í sveit sem hann skipaði sér og ekki hafi þurft að finna að þeim störfum er hann vann. Hann var mjög hógvær og prúður maður og sómdi sér allsstaðar vel, hvort sem var á dansgólfi eða við hversdagsleg störf. Hann var einn af þeim góðu sonum Íslands, sem aldrei bregðast því trausti, sem til þeirra er borið. Dóttir Jóns D. Jónssonar og fjöl- skylda fylgir nú góðum föður til graf- ar. Ættingjar og samferðamenn af Langanesi og Hornafirði votta hon- um virðingu og þökk. Veri Guðs blessun yfir öllum. Guðrún Ólafsdóttir. JÓN D. JÓNSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig að kveðja einstaka konu. Helga Tryggva- dóttir var fjölhæf, falleg og gjafmild manneskja. Fegurð hennar kom innan frá því hún var með óvenju yndislega nærveru. Bros hennar gleymist engum, það sagði allt sem þurfti að segja. Fyrri maður minn, Kristján Ingi Einarsson, og Helga voru systrabörn. Þegar við vorum trúlofuð og nýgift voru margar ferðir og heimsóknir farnar á Smiðju- stíg 4, en þar bjó Helga með foreldr- um sínum. Þangað var alltaf gaman HELGA TRYGGVADÓTTIR ✝ Helga Tryggva-dóttir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1920. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 11. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. apríl. að koma og mér var tek- ið opnum örmum frá fyrstu kynnum. Mikið var spjallað og miklar innanbæjarfréttir, allt vissi Lára mamma Helgu. Þær mæðgurnar hjálpuðu mér að velja brúðarkjólinn því Helga var mjög flink og smekkleg við allt sem viðkom hönnun og tísku. Svo skildu leiðir, við Kristján Ingi fórum til útlanda, komum svo aftur eftir nokkur ár en þá var Helga gift. Við heimsóttum hana í íbúðina hennar en það var öðruvísi. Auðvitað var hún alltaf sama Helga, ljúf og góð, gestris- in og ræddi af hreinskilni sínar skoð- anir. Aftur kvöddum við hjónin ætt- jörðina, núna með tvö börn, sjóleiðis með Tröllafossi. Elsku Helga kom um borð að athuga klefann okkar og kveðja. Hún var með einhverjar áhyggjur út af velferð barnanna á leiðinni og lét það í ljós, en kvaddi okkur svo með kossum og faðmlög- um. Hún stóð á bryggjunni veifandi okkur þegar við lögðum frá landi. Þessi minning er rík í huga mér. Svo liða mörg ár en fréttir að heiman ber- ast oft, tengsl við ættingja og vini haldast að nokkru leyti eins og geng- ur og gerist en alltaf fréttum við af fólkinu á Smiðjustíg 4 því mikill sam- gangur er milli systranna tengdamóð- ur minnar Guðrúnar Guðlaugsdóttur og Láru systur hennar. Örlögin hög- uðu því þannig að í desember 1966 flyt ég til Íslands með fjögur börn. Aftur kemur Helga til skjalanna og eins og frelsandi engill inn í líf barnanna minna sem hvorki skildu né töluðu íslensku en hún þessi yndis- lega frænka talar reiprennandi ensku og sýnir þeim hlýhug og skemmtileg- heit, fer með þeim á íslenskt jólaball sem dóttir mín Ellen talar enn um. Árin líða og alltaf hlýnar mér um hjartarætur þegar ég hitti Helgu í fjölskylduboðum eða á förnum vegi. Ætíð opinn faðmur hennar og þetta fágæta bros sem varpaði birtu á allt umhverfis hana. Hjartans þakkir til elsku Helgu fyrir umhyggju hennar og ástúð. Englar guðs lýsi hennar veg til hulinna heima. Sigríður Söebech.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.