Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 37 Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð um tengdamóður mína, Höllu, sem lést fyrir aldur fram eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Höllu þegar ég var sautján ára og ég man enn hversu dugleg og sjálfstæð kona mér þótti hún. Hún hafði búið í Nor- egi og í Bandaríkjunum og ferðast víða. Eitthvað sem ég hafði ekki gert en langaði til. Ég fann það fljótt að Halla var mér ákaflega vinveitt og ég var alltaf velkomin á heimilið. Og sama gilti um Sólveigu systur sem á margar minningar um spjall við Höllu við eldhúsborðið í Laufbrekk- unni. Árin liðu og seinna bjuggum við í íbúð í húsi tengdaforeldra minna. Þar var gott að búa vegna þeirrar velvildar og hlýju sem frá þeim staf- aði. Halla var einnig dugleg að gefa mér góð ráð, sem ég auðvitað huns- aði af ungæðislegum hroka en sá seinna að voru góð. Eftir að við flutt- umst til Bandaríkjanna urðu sam- verustundirnar færri en við áttum þó gleðistundir um jól og þegar við komum í frí til Íslands. Tengdafor- eldrar mínir komu líka að heim- sækja okkur og veittu mér þann heiður að taka þátt í útskrift minni. Okkur auðnaðist líka sú gæfa að fá þau hjónin í heimsókn til okkar eftir fæðingu yngri dóttur okkar síðasta haust. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir. Í þeim myndum sem ég finn í huga mér af Höllu skín sterkast milda og hlýja brosið hennar. Sú hlýja umvafði okkur. Ég get ekki annað en tekið undir með eldri dótt- ur minni, Unu, þegar hún sagði um litlu systur sína: „Aumingja Eyrún, hún fær aldrei að kynnast ömmu Höllu.“ Það kemur í okkar hlut að segja henni frá Höllu ömmu. Ég kveð þig, Halla, með kvöld- bæninni sem þú fórst svo oft með fyrir barnabörnin þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, vilt þú við mér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sigrún Hrafnsdóttir. Með örfáum orðum langar mig til að minnast mágkonu minnar Höllu Sigtryggsdóttur. Fyrir tæpum fimmtíu árum kynn- ist ég Höllu. Ég minnist þess eins og það hefði gerst í gær. Þessi unga kona kom með bróður sínum og eig- inmanni að sækja mig og vinkonu mína sem dvöldumst í sumarbústað fyrir sunnan Hafnarfjörð. Ég man þegar ég sá hana hvað mér þótti hún aðlaðandi kona. Þetta var að hausti til og haustlitirnir voru svo fallegir. Ég man að hún gekk í logagylltu hrauninu, smekkleg en látlaus. Hún gekk með sitt fyrsta barn og var ný- gift honum Baldri sínum. Þau bjuggu hjá móðursystur hennar á Nýbýlaveginum og áttu þar yndis- legt heimili og mikil umhyggja fylgdi þeim. Á Nýbýlaveginum fæddust Dísa og Óskar. Árið 1961 fluttist fjöl- skyldan til Noregs, þar sem Baldur starfaði. Þar eignuðust þau Sig- trygg. Svo komu þau heim nokkrum árum síðar í sitt hús í Auðbrekkunni og fæddist þá Guðjón. Baldur var oft erlendis vegna vinnu sinnar og ég veit að Halla saknaði hans mikið þegar hann var í burtu. Hún sat oft á síðkvöldum við prjónana sína, en hún var mjög dugleg við prjónaskap HALLA SIGTRYGGSDÓTTIR ✝ Halla Sigtryggs-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1933. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 27. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 5. júní. allt fram á síðasta dag. Halla fór í Fósturskól- ann og starfaði sem leikskólakennari í nokkur ár. Hún starf- aði síðar í Sunnuhlíð í nokkur ár og vann mik- ið fyrir eldra fólk. Hún var mjög natin og um- hyggjusöm og það sem einkenndi hana mest var hvað hún hafði sanna trú. Hún fylgdist mjög vel með fjölskyld- unni hvar sem hún var stödd. Þau fluttu síðan til Bandaríkjanna með allan hópinn sinn. Hún var alltaf trú landi sínu og þjóð og bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldunni. Þau hjón- in fluttu á Blönduós fyrir nokkrum árum, en þau langaði til að vera í ná- vist dóttur sinnar og fjölskyldu sem þar bjó. Þeim leið vel á Blönduósi og alls staðar bjuggu þau sér til ynd- islegt heimili. Við eigum ótalmargar góðar minningar með þeim hjónum og fjölskyldu. Það eru svo margar góðar sögur sem bróðir þinn hefur sagt mér frá ykkar uppvaxtarárum á Bergþórugötunni og ferðalögum ykkar í sveitina á vorin til ættingja og vina. Halla greindist með krabbamein upp úr áramótum. Hún barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm en aldrei kvartaði hún, alltaf sama æðruleysið. Það var fallegt að sjá hve mikla umhyggju eiginmaðurinn og fjölskyldan sýndu henni allt til síðustu stundar. En gleymum ekki að þakka, því að enginn getur misst nema sá er átt hefur. Og við sem átt- um því láni að fagna að hafa kynnst Höllu og mannkostum hennar skilj- um við hana víðsýnni og þroskaðri. Baldri og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Herdís Guðmundsdóttir. Halla frænka kveður þegar vor- angan er í lofti og sumarið fram- undan. Henni gafst ekki tími til þess að eiga eitt sumar enn, það sjötug- asta, en hún var sumarbarn, fædd í júlí. Fólkinu hennar og okkur gafst ekki langur tími til að búa okkur undir þessi ótímabæru umskipti. Við erum harmi slegin. Veikindastríðið stóð stutt og var erfitt. Halla var frá upphafi afar náin okkur systkinunum, börnum móður- systur hennar. Hún var okkur nán- ast sem stóra systir sem við litum upp til og leituðum mikið til í bernsku og á unglingsárum okkar. Hún kom fyrst inn í líf okkar eldri bræðranna þegar hún passaði okkur á sumrin norður á Vöglum í Fnjóskadal, í stríðslok. Síðar eftir að hún giftist settu ungu hjónin Halla og Baldur saman sitt fyrsta heimili í kjallaranum hjá foreldrum okkar við Nýbýlaveginn í Kópavogi. Þetta var um miðjan sjötta áratuginn og hún rétt rúmlega 21 árs. Í hönd fór afar skemmtilegur tími og náinn milli heimilanna. Þarna fæddust þeim eldri börnin tvö, Þórdís og Óskar. Halla átti Ósk- ar heima í kjallaranum, fæddi hann þar með styrkri aðstoð Huldu Jens- dóttur ljósmóður. Á meðan á fæðing- unni stóð fór faðir okkar með Baldur í göngu um holtið til að fá hann til að slaka á. Þá var ekki siður að feður væru til aðstoðar við fæðingar. Með Höllu og Baldri kom ferskur blær í húsin, hann flugvirki hjá Loft- leiðum og flaug áætlunarflug milli landa og Halla ung og alltaf hress og glöð í bragði. Oft var litið í heimsókn til þeirra í kjallarann til að spjalla og fræðast. Það vakti forvitni að heyra hvernig túrinn hafði gengið hjá bóndanum og hvað hafði drifið á daga hans í ferðunum og ekki var það verra að oftar enn ekki fengum við að smakka á gotteríi sem hann hafði keypt í útlandinu. Þessi óbeina snerting við hinn stóra heim í gegn- um þau varpaði ævintýraljóma inn í huga ungviðisins í húsinu. Halla og þau sýndu okkur mikið langlundar- geð og aldrei urðum við vör við að þeim þætti nóg um. Dísa og síðar Óskar urðu líka eins og litlu syst- kinin í þessum barnahópi sem óx upp þarna á hlaðinu. Síðar reistu þau sér framtíðar- heimili við Auðbrekku, í næstu götu aðeins ofar í Kópavogshálsinum, og áttu þar heimili í rúm þrjátíu ár. Eft- ir 1960 breyttust aðstæður og hagir þeirra og var Baldur kallaður til starfa fyrir Loftleiðir erlendis, fyrst til Stafangurs í Noregi og síðar til New York. Í rúman áratug bjuggu þau og störfuðu erlendis. Á þessum árum fæddust yngri synirnir, Sig- tryggur og Guðjón. Meðan þau bjuggu í Noregi hélst áfram gott samband milli okkar, því að við hleyptum líka heimdraganum og vorum um svipað leyti við nám bæði í Noregi og Danmörku. Þá var oft skroppið í sumarfríum til Stafangurs og dvalið hjá þeim. Margar ánægju- legar minningar eigum við frá þess- um tímum. Í lífi manna skiptast á skin og skúrir, lífið er þannig. Bjart er yfir minningu okkar um Höllu frænku. Árin líða og það verða eðlilega breytingar á daglegu sambandi okk- ar. Þessi miklu og nánu kynni á mót- unarskeiði okkar allra urðu hinsveg- ar til þess að þótt lengra hafi verið á milli funda okkar hin síðari ár var alltaf eins og við hefðum nýlega hist. Halla frænka var skörungur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, ákveð- in og engin lognmolla í kringum hana. Þegar hún hafði lokið því mik- ilvæga hlutverki að koma börnunum sínum á legg ákvað hún að mennta sig frekar og lauk námi sem leik- skólakennari komin um fimmtugt. Hún starfaði sem leikskólakennari í nokkur ár að loknu námi. Þar var hún örugglega á réttri hillu því að henni voru börn ávallt hjartfólgin og hún hafði unun af að umgangast sér yngra fólk eins og við ungviðið og unglingarnir í húsunum við Nýbýlaveg kynntumst forðum daga. Það sást líka vel á jólaböllum stórfjölskyldunnar sem haldin eru reglulega annað hvert ár að þar fór hún fremst í flokki með hóp lítilla frænda og frænkna umhverfis sig og stjórnaði söng og dansi við jólatréð. Þannig verður minningin um hana geymd í huga okkar, brosmilda og glaða að stjórna söng. Við vottum öllu hennar fólki inni- lega samúð okkar um leið og við þökkum allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Sigríðar- og Einarsbörn og fjölskyldur. Kveðja frá Soroptimista- klúbbi Kópavogs Í dag er borinn til grafar félagi okkar úr Soroptimistaklúbbi Kópa- vogs, Halla Sigtryggsdóttir. Halla gekk til starfa með klúbbnum árið 1981. Við sem störfuðum með henni áttum því láni að fagna að kynnast lífsglaðri og kraftmikilli konu. Hún hafði mikla útgeislun og gat ætíð slegið á létta strengi. Hún gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn enda var hún ætíð tilbúin að taka að sér störf fyrir klúbbinn. Hún var í skemmtinefnd árin 1989–1990 og endurskoðandi klúbbsins árin 1991–1992. Halla tók við varaformennsku árið 1992 og var formaður klúbbsins 1993–1994 og stjórnaði starfi hans af mikilli rögg- semi og dugnaði. Hún var síðan með- stjórnandi og varafulltrúi árin 1995– 1996. Soroptimistaklúbburinn hefur um árabil rekið verslun í hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð og hafa Soropt- imistasystur séð um rekstur hennar. Halla tók að sér að sjá um búðina fyrir okkar hönd í nokkur ár og vann hún það starf með miklum sóma eins og önnur störf sem hún vann í þágu klúbbsins. Hún lét sér mjög annt um félaga sína í klúbbnum og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Fyrir tveimur árum fluttist hún ásamt eiginmanni sínum til Blöndu- óss til að geta verið í nábýli við dótt- ur sína en vildi þó ekki segja sig úr klúbbnum heldur fékk leyfi. Hugur hennar stóð til þess að flytja aftur í Kópavog og taka þá fullan þátt í starfi klúbbsins. Þegar hún kom suð- ur til að sinna erindum kom hún á fundi eða fór í heimsóknir til félaga sinna í klúbbnum enda hafði hún bundist mörgum þeirra sterkum og órjúfanlegum böndum. Nú þegar við félagar í Soroptimistaklúbbi Kópavogs kveðj- um þessa heiðurskonu er skilið eftir skarð í okkar hópi. Við þökkum góð kynni. Blessuð sé minning hennar, við munum ætíð minnast hennar sem lífsglaðrar baráttukonu. Við vottum Baldri, börnum og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður Soroptim- istaklúbbs Kópavogs. Mér finnst enn hálfóraunverulegt að ég eigi aldrei eftir að hitta hana Höllu frænku aftur því hún hefur verið svo stór partur af lífi mínu. Hún var „dagmamman“ mín þegar mamma byrjaði að vinna þegar ég var rúmlega eins árs og var oft sú eina, að mér skilst, sem náði að tjónka eitthvað við litlu dekurróf- una. Ég fékk oft að njóta þess að öll hennar afkvæmi voru flogin úr hreiðrinu, nema kannski Gaui, því ég fékk oft að gista hjá þeim Baldri ef mamma og pabbi fóru til útlanda eða eitthvert annað. Maður var alltaf troðinn út af bæði mat og heimabök- uðu bakkelsi og ekki var nú leiðin- legt að fá að kíkja í nammiskúffuna undir ofninum því þar leyndist ým- islegt amerískt gotterí sem Baldur kom með heim og fékkst ekki hérna heima. Ég man heldur ekki eftir Höllu öðruvísi en með prjóna í hendi og peysurnar og allt fíneríið sem hún hefur prjónað í gegnum tíðina myndi örugglega fylla heilan gám. Ég á eft- ir að geyma eins og gull peysuna, húfuna og sokkana sem hún gaf Vil- helm Frey í sængurgjöf á síðasta ári. Halla var ofsalega barngóð og hafði gott lag á krökkum og það er alveg frábært að hún skuli hafa drif- ið sig í Fósturskólann á „besta aldri“, það voru sko heppnir krakkar sem fengu hana sem fóstru. Hún var ákveðin og mjög hreinskilin og mað- ur komst ekki upp með neitt múður hjá Höllu, en hún var alveg ofboðs- lega góð við mann og vildi allt fyrir mann gera og það var sko ekki fyrir ekki neitt sem hún var í algjöru uppáhaldi og ég á eftir að sakna hennar mjög mikið. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja frænku mína sem var mér alltaf góð og vildi mér og öllum í kringum sig ávallt hið besta. Elsku Baldur, Dísa, Óskar, Siggi, Gaui og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur. Kær kveðja, Vildís Ósk. Pálína vinkona mín var mikil félagsvera og hafði gaman af líf- inu og naut þess að taka þátt í ýmsum uppákomum eftir því sem hún hafði tök á. T.d. í ferðalögum með eldri borgurum, þar var hún óþreytandi að segja frá, bæði því sem markvert var í umhverfinu og eins að rifja upp gamlar sagnir og sögur. Það var alltaf viss upplifun að heimsækja hana Pálínu. Hún settist niður með manni og spjallaði um það sem var að gerast þá stundina eða hún rifjaði eitthvað upp frá þeim liðnu árum, sem hún var bóndakona í Hraungerði eða barn heima á Seljalandi. Þótt hún virtist ekkert vera að flýta sér var hún búin að framreiða veisluborð á nokkrum mínútum. Það voru miklir kærleikar með PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR ✝ Pálína Pálsdótt-ir fæddist á Seljalandi í Fljóts- hverfi í Vestur- Skaftafellssýslu 1. nóvember 1919. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þykkvabæj- arklausturskirkju í Álftaveri 10. maí. Pálínu og Þóru Þor- bergsdóttur frá Hraunbæ í Álftaveri og þær vinkonurnar brölluðu ýmisleg sam- an, þær fóru í ferða- lög, þær prjónuðu hvor í kapp við aðra, og fallegar voru lopa- peysurnar hjá þeim. Pálína fann upp t.d. allsérstætt munstur sem var Lundinn, okk- ar þjóðartákn og Vest- mannaeyinga. Margar voru peysurnar með lundamunstrinu sem hún skilaði af sér. Og saman fluttu þær vinkonurnar, Þóra og hún, á Hjallatún, þar undu þær sér vel. Pálína var alltaf tilbúin að gleðja aðra og gera þeim greiða og aldrei heyrði ég hana leggja misjafnt orð til nokkurs manns. Hjá Fréttabúa er skarð fyrir skildi, svo margar frásögur og ljóð var hún búin að miðla honum. Og nú er hún farin í ferðina sem okkar allra bíður. Já, það er mikill sjónarsviptir þegar góðir samferða- menn kveðja, sem maður hefði kos- ið sem ferðafélaga áfram. Ég votta börnum hennar og af- komendum öllum dýpstu samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Sæunn Sigurlaugsdóttir. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur vinarhug og samúð í veikindum og við andlát okkar ástkæru, BIRNU AÐALHEIÐAR ÁRDAL JÓNSDÓTTUR, Torfastöðum 1, Grafningi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir frábæra umönnun og einstakan hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Steingrímur Gíslason, Birgir Árdal Gíslason, Margrét Jónsdóttir, Árný Valgerður Steingrímsdóttir, Friðgeir Jónsson, Jensína Sæunn Steingrímsdóttir, Ægir Stefán Hilmarsson, Aðalheiður Jóna Steingrímsdóttir, Björn Magnússon, Gísli Steingrímsson, Marlín Aldís Stefánsdóttir, Kristín Rósa Steingrímsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson, Sigurður Þór Steingrímsson, Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Bergur Geir Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, ömmubörn og langömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.