Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 39 FYRIR nákvæmlega 10 ár-um, í júní árið 1993, hafðiMorgunblaðið þetta eftirÓmari Smára Ármanns-syni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni í Reykjavík: „Við tökum yfirleitt eftir því að á vorin þegar göturnar verða auðar, malbikið þornar og sólin hækkar á lofti, eykst ökuhraðinn og ökumenn eru með augun annars staðar en fram undan sér. Þeir beina athygli sinni að umhverfinu í kring og vilja gleyma sér …“ Þetta er að stórum hluta enn við lýði áratug síðar, nema það að vet- urinn kom bara aldrei að heitið gæti að þessu sinni. Og ekki að það bæti úr skák. Umferðin hér á landi tók 257 mannslíf á árunum 1971–1980, 255 á árunum 1981–1990 og 226 á ár- unum 1991–2000. Samtals eru þetta 738 einstaklingar af holdi og blóði, fólk sem var elskað heitt og er nú sárlega tregað. Tíminn læknar nefnilega engin sár, hann einungis mildar, deyfir, gerir hlut- ina bærilega, en sjaldnast meira en það. Seint mun ég þreytast á að rifja upp orð Karls Sigurbjörnssonar biskups, frá 26. júlí árið 2000, sem hann mælti í tilefni afhjúpunar mannvirkisins um fórnarlömb um- ferðarslysa á Íslandi, í Svína- hrauni, milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Hér er um að ræða pall með tveimur bifreiðum, sem lent hafa í árekstri.Þar var líka komið fyrir áberandi skilti, þar sem við blasir kross, svartur að lit, og í hann er fest tala látinna, eins og hún er frá einum degi til annars. Biskup gerði þarna að umtalsefni töluna á skiltinu; hún var þá 15, en átti eftir að hækka til muna og enda í 24 á áramótum. Hann bað áheyrendur um að hafa það hug- fast, að merkið í krossinum væri ekki bara tala, heldur annað og meira. Og orðrétt sagði hann m.a.: „Á bak við þessa tölu eru mannslíf, mann- eskjur, ungar og gamlar, konur og karlar, fólk eins og þú og ég, fólk sem beið bana í slysum á götum og þjóðvegum landsins á þessu yfirstandandi ári. Þetta var fólk með sín sérkenni, sína sögu, hæfileika, væntingar, drauma. Að baki þessari tölu er saga, örlög, oft mikil skelfing, sársauki og kvöl. Og síðast en ekki síst sorg þeirra sem eftir lifa og þurfa að lifa við söknuðinn og missinn og sár sem seint eða aldrei gróa. Á bak við þessa tölu er líka fólk sem lifði af, en berst við afleiðingar slysa sem hefðu ekki átt að verða. Nei, þetta er ekki bara tala, alltof há tala, þetta er fólk, einstaklingar, þar sem hver og einn er óendanlega mikils virði. Og þetta er áminning til okkar allra, hvar sem við erum og hvar sem við erum á ferð; við getum ekki og við megum ekki sætta okkur við þetta. Þessum mannfórnum á vegunum verður að linna. Leggjum okkur fram um það hvert fyrir sig að stöðva þessa óheillaþróun. Það þarf samstillt þjóðarátak. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvert og eitt að við höfum það í okkar valdi. Það sem þarf er að hvert og eitt okkar göngum fram með það að leiðarljósi sem gullna reglan segir: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul- uð þér og þeim gjöra“. Sú tillitssemi sem þú vilt að þér sé sýnd á veginum, sýndu hana. Sú aðgæsla sem þú vilt að aðrir sýni, þar sem þeir eru á ferð, sýndu hana sjálfur.“ Eins og allir vita hafði biskup rétt fyrir sér; þetta er ekki bara ópersónuleg tala í krossinum, held- ur á bak við hana mannslíf, ein- staklingar, þar sem hver og einn er óendanlega mikils virði. Og á bak við hana eru líka grátandi hjörtu. Fimm árum áður, hinn 4. júní árið 1995, sagði aukinheldur í rit- stjórnargrein Morgunblaðsins: Ævi sérhvers manns er vegferð, sem vanda verður. Hún lýtur, ef grannt er gáð, hlið- stæðum lögmálum um aðgát og tillitssemi við náungann sem aðrar vegferðir. Aðgátar er þörf í nærveru sálar, í umgengni við fólk og lífríki jarðar. Það sem mestu máli skiptir fyr- ir hamingju og velferð manna á lífsleiðinni er að kærleikurinn nái að móta hugarfar þeirra, bæði sem einstaklinga og heildar; að þeir virði þær samskiptareglur sem kristinn boð- skapur hefur fært þeim í hendur. Allt er þetta á sömu nótum. Hugarfarið, samskiptamynstrið, er það sem verður að bæta, til þess að gera okkur lífið öruggara og tryggara. Okkur ber, m.ö.o., að virða bæði umferðarreglur lífsins sem og þjóðarinnar. Elskurnar mínar, akið nú með sérstakri gát um vegi og götur landsins í dag og á morgun. Ekki hverfa á brott ótímabært af þess- ari jörð og úr þessum heimi fyrir verkan eigin glæfraaksturs eða annarra. Þið eruð allt of dýrmæt, ættingjum, vinum og kunningjum. Komið heil á leiðarenda. Það er fólk sem bíður ykkar og treystir á að fá að sjá ykkur aftur og hafa með sér á komandi árum. Ekki verða aðalfrétt helg- arinnar. Sú á að fjalla um heilagan anda, þriðju persónu guðdómsins, og afmæli kristindómsins, sem er í dag. Þetta er hátíð gleði, en ekki sorgar. Í Guðs friði og með kveðju og ósk um góða hvítasunnudaga, slysa- og ofbeldislausa. Morgunblaðið/Ásdís Aðalfrétt helgarinnar Ein af þremur stórhátíðum kirkjuársins er runnin upp. Hún er jafnframt ein mesta um- ferðarhelgi ársins. Sigurður Ægisson óskar landsmönnum Guðs blessunar og hvetur veg- farendur jafnframt til að sýna ítrustu gætni í dag og á morgun. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Páll Höskuldsson - sími 864 0500 pall@remax.is Viggó Jörgensson lögg. fastsali Heimilisfang: Gautavík 11. Stærð eignar: 116,4 fm. Bílskúr: 31,6 fm. Brunabótamat: 17,8 millj. Byggingarár: 1996. Áhvílandi: 0 millj. Verð: 18,9 millj. Falleg eign í Víkurhverfi - Grafarvogi. Sérlega smekkleg 4ra herbergja 116,4 fm íbúð ásamt 31,6 fm bílskúr. Íbúðin er á jarðhæð í fallegu viðhaldsfríu 2ja hæða húsi. Gengið er úr stofu út á sérverönd og suðurgarð. Þetta er glæsieign sem vert er að skoða Páll Höskuldsson, sölufulltrúi Re/max, tekur á móti gestum frá kl. 14-16. OPIÐ HÚS - Gautavík 11 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Nýtt á skrá: Til sölu/leigu samtals 1.000 fm tveir eignahlutar 706 fm á tveimur hæðum, innréttaðir sem aðgerða- og læknastofur. Einnig 294 fm á annarri hæð, innréttaðir fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. Mjög góð staðsetning, mjög góð aðkoma. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Til sölu einbýlishúsið við Þrúðvang 29, Hellu. Húsið er steinsteypt 131 fm að stærð og skiptist m.a. í 3 góð svefnherbergi, eldhús með borðkrók, þvottaherb., baðherbergi, hol og stóra stofu. Vandaðar innréttingar. Húsið stendur á mjög fallegum útsýnisstað alveg við ánna. Stór og falleg ræktuð lóð. LANDSBYGGÐIN Þrúðvangur 29, Hellu HUGVEKJA Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánud. 2. júní 2003. Spilað var á 8 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S. Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 200 Sigtryggur Ellerts.– Þórarinn Árnason 189 Július Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 182 Árangur A-V. Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 204 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 186 Ingibjörg Stefánsd. – Jóhann Lútherss. 179 Tvímenningskeppni spiluð fimmt- ud. 5. júní. Spilað var á 7 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S. Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 201 Halldór Magnússon – Þórður Björnsson 187 Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 183 Árangur A-V. Alda Hansen – Jón Lárusson 192 Jón Karlsson – Valur Magnússon 179 Björn E. Pétursson – Kristján Ólafsson 172 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Spilað var hjá eldri borgurum í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. júní 2003. Úrslit urðu þessi. Norður/suður-riðill Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 120 Árni Bjarnas. – Þorvarður S. Guðm. 118 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 102 Austur/vestur-riðill Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 113 Sófus Berthelsen – Sigurður Hallgr. 111 Jón Ól. Bjarnas. – Jón Rafn Guðm. 95 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og Edda útgáfa hf. munu halda áfram samstarfi sínu og dreifa bókinni Skák og mát eftir Anatoly Karpov til grunnskólabarna. Í vetur hefur bókinni verið dreift til allra þriðju- bekkinga í grunnskólum landsins. Skák og mát er kennslubók í skák, allt frá grunni og að flóknum leikfléttum. Bókin er myndskreytt af listamönnum Walt Disney og teiknimyndapersónur aðstoða les- endur við að kynnast skákinni. Til- gangur bókagjafanna er að stuðla að auknu skáklífi í grunnskólum en að sögn Hrafns Jökulssonar, for- seta Hróksins, hefur árangurinn í vetur farið langt fram úr vonum. Hrókurinn og Edda útgáfa hf. munu halda áfram samstarfi Árangurinn vonum framar Nemendur í 3. bekk í Ingunnarskóla með bókina Skák og mát.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.