Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LÖNGUM hefur Mosfellssveitin verið aðdráttarafl bókmennta og lista. Ég þrammaði þangað um há- vetur í leit að heimildum um Sverri Haraldsson listmálara. Sem ég ásamt öðrum listunnendum átti hlutdeild í á mínum yngri árum. Þegar náttúran og listin frusu sam- an eins og vetur og sumar gerir hjá þeim sem öllu ráða, og útkom- an er sól og birta svo maður verður að standa frammi fyrir sannleik- anum. Mér tókst að koma á blað 8 síðna ritgerð um Sverri. Þegar ég beið spennt eftir prófniðurstöðu var mér boðið á sýningu hjá Stein- unni Marteinsdóttur leirkerasmið og upprennandi listmálara. Ég lagði í þetta fyrirtæki og mætti við opnunina eins og ég hefði ekki gert neitt annað, teygaði rósavínið og rýndi á listaverkin og las út úr þeim eftir bestu getu. Það hafði ég lært hjá Eddu Kristjánsdóttur, kennara í listasögu við öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð. Þegar ég heimsótti Steinunni í vetur var ég búin að sjá spóa hjá henni, rósir og kertastjaka um há- vetur. Nú var spóinn kominn á flug og oft voru þeir tveir saman. Ann- ar átti það til að stinga sér niður og hverfa svo hinn spóinn var eftir einn. Steinunn fer mikið í göngu- túra og virkjar náttúruna í kring- um sig. Þessar spóamyndir eru málaðar í kringum 2002–2003 þær eru flestar olíulitir og krít. Það er ein blómamynd sem er fremri öll- um öðrum, þar tekst henni að galdra fram fallega skugga og speglun eins og miðaldamálari. Blómin lyftast í æðra veldi upp úr mýrinni, enda heitir myndin sem er máluð í olíulitum: Nú er sumar. Steinunn dvaldi í Kjarvalsstofu í París um skeið í kringum 1987. Þar fæðast myndir sem eru ákall til ljóssins, þær eru afar dulúðugar eins og mörg hennar verk. Það er greinilegt að áköllum hennar hefur verið svarað. Blómamyndin sem ég vék að áðan sem hún nefnir: Nú er sumar er eins og upprisa. Til ham- ingju, Steinunn! GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR, Veghúsum 31, 112 Reykjavík. Sigurhátíð á Hulduhólum Frá Guðrúnu Ísleifsdóttur: FYRIR alllöngu var sett á laggirnar nefnd, svokölluð samráðsnefnd, sem var falið það vandasama verk að fjalla um kjör aldraðra. Sæti í henni áttu fulltrúar þeirra, Ólafur Ólafs- son, Benedikt Davíðsson og Pétur Guðmundsson auk formannsins, Þórarins V. Þórarinssonar, starfslokasamn- ingsmannsins bráðsnjalla, er skipaður var af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Nokkrir ónefndir ráð- herrar létu svo sig hafa það að heiðra nefndar- menn með nær- veru sinni, ef mig misminnir ekki. Þarna var víst skrafað og skeggrætt um bjarta framtíð eldri borgara, en eina góða eða réttara sagt vonda fundarstund bárust fyrirskipanir frá fjármálaráðherra þess efnis að nefndarmönnum væri með öllu óheimilt að ræða skattamál. Mér og reyndar ýmsum öðrum er spurn hvaðan Geir H. Haarde kemur vald til að skipa þannig fyrir. Mér er næst að halda að hann hafi allþokukennda hugmynd um hvað lýðræði merkir í reynd. Ef hann ímyndar sér að svona íhlutun eða frekleg fjarstýring sé í anda lýðræðis á hann enn býsna margt ólært og svo ekki sé meira sagt. Þótt mér þætti framkoma fjár- málaráðherra afar blöskranleg þá var ég engu að síður langtum hneykslaðri á viðbrögðum félaga minna. Yfir þeim var lítil reisn. Hvernig í ósköpunum gátu þeir látið bjóða sér slíkt og annað eins? Í þeirra sporum hefði ég gengið út af fundinum og það þegar í stað og síst af öllu hefði ég haft geð í mér til að taka í hönd þessara háu herra rík- isstjórnarinnar að nefndarstörfum loknum. Ef helstu fulltrúar okkar eldri borgara hefðu verið skeleggari í bar- áttu okkar fyrir bættum kjörum þá hefðum við ef til vill uppskorið meira en skítnar kr. 613 á mánuði eins og raunin var, samkvæmt útreikningi Björgvins Guðmundssonar. Auðsætt er að Þórarinn v. Þórarinsson á hæg- ara með að semja fyrir sjálfan sig en sér eldri menn og svo er ekki með öllu útilokað að hann hafi fengið fyr- irmæli frá æðri stöðum hvernig sam- ið skyldi, svona á bakvið tjöldin. P.S. Hver ákveður laun kjara- dómara og hver eru þau? Lengi lifi réttlætið! HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, 105 Reykjavík Hver er skilningur Geirs H. Haarde á lýðræði? Frá Halldóri Þorsteinssyni skólastjóra: Halldór Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.