Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 41 MIKIÐ var sorglegt að lesa sam- nefnda grein Arnars Thoroddsen í Morgunblaðinu 2. júní sl. Hann er þar að gagnrýna tónleika hinnar ótrúlegu strengjasveitar sem haldnir voru 30. maí eða „fella dóminn“ eins og hann kýs að von- um að kalla það. Það er hinn stóri dómur sem þar fellur. Svo nokkr- ir frasar séu tíndir til þá var þetta að mati Arnars „ekki neinum boð- legt“, „hraklegar þjóðlagastemm- ur“, „gömlum perlum nuddað upp úr drullu“, „manni leið hreinlega illa“, „að horfa á Clive Palmer, sem leit út fyrir að vera 300 ára, rugla og þrugla“, „hundleiðinlegt“, „úr sér gengin gamalmenni verða sér til skammar“, „skömm að þessu og sveiattan bara!“ Ég verð að segja að mig setti hljóðan við að lesa þennan yfirgengilega hroka. Og er þó ýmsu vanur frá þessum víg- stöðvum. Strengjasveitin ótrúlega hefur áreiðanlega átt betri daga en þenn- an föstudag í Íslensku óperunni. Þeir voru óöruggir og leitandi á köflum en náðu sér upp á milli og enduðu með glimrandi góðri syrpu. En þeir áttu hylli salarins sem klappaði og hrópaði eftir hvert lag. Móttökurnar voru áreiðanlega blandaðar nostalgíu enda sjálfsagt flestir að berja þá augum í fyrsta skiptið. Og Robins Williamsonar var sárt saknað enda þeir Mike bæði heilinn og hjartað í sveitinni í þá gömlu daga. Annars þótt mér Mike vera vel á sig kominn og ung- legur. Clive er sennilega e-ð eldri og annar fótur hans mun styttri en hinn. Dómarinn mikli kallar hann úr sér gengið gamalmenni og hæð- ist að fötlun hans. Óvíða þykir slíkt við hæfi í dag og er ég nokkuð hissa að sjá það á síðum Morg- unblaðsins undir titlinum tónlistar- gagnrýni. Verður ekki annað sagt en sorglega sé komið fyrir þeirri grein. Því má bæta við að Clive lék á sitt banjó með höndum en ekki fótum og hefur þar engu gleymt. Hann talaði nokkrum sinnum á milli laga og gat ég ekki heyrt bet- ur en maðurinn færi með fullkom- lega skiljanlegt mál og heldur skemmtilegt ef mér misheyrðist ekki. En ég er náttúrlega kominn yfir fimmtugt! Og svo kemur það sérkennileg- asta í hinum stóra dómi Thorodd- sen: „Þessi gagnrýni mín væri ekki svona ef tónleikarnir hefðu verið á Dubliner.“ Hér hætti ég alveg að skilja þennan unga mann sem kom í heiminn það óheillaár sem strengja- sveitin ótrúlega hætti störfum. Það hlaut að vera, það var ekki hljóm- sveitin sem var svona léleg, heldur salurinn, húsið, áheyrendur! Á kránni ríkir „græskulaust gaman“ og þar er „innilegra umhverfi“. Þetta er niðurstaðan. Ég veit ekki á hvaða tónleikum maðurinn var en á tónleikum The Incredible String Band ríkti mikil gleði, bæði í sal og smám saman á sviði líka. Sú gleði virtist mér vera græskulaus eftir því sem ég gat best skynjað. Víst var að þakið ætlaði að rifna af hús- inu vegna fagnaðarláta. Það er því vægast sagt undarlegt að opna blaðið sitt á mánudegi og lesa svo hrokafullt níð um sveit sem kom og sigraði salinn þrátt fyrir að hún hefði bætt við sig árum, nokkuð sem efalaust mun koma fyrir Arnar Thoroddsen um síðir – ef hann drepst ekki úr hroka áður! INGÓLFUR STEINSSON, Mánastíg 2, 220 Hafnarfirði. Hin sorglega grein Frá Ingólfi Steinssyni tónlistarmanni: Ingólfur Steinsson www.nowfoods.com Fyrirtæki til sölu Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum, tryggur kúnnahópur.  Kvenfataverslun á Akureyri með góð merki, eigin innflutningur.  Höfum nokkur góð fyrirtæki á Suðurnesjum fyrir rétta aðila.  Mjög góð sólbaðsstofa í Breiðholti fáanleg á rekstrarleigu með kaup- rétti. Tilvalið fyrir hressar konur sem vilja eigin rekstur.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur. Auðveld kaup.  Ein besta sólbaðsstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnuhúsnæði.  Listasmiðja með áherslu á steinavinnslu, gler og leir. Tilvalið til flutnings út á land.  Stafræn ljósmyndaþjónusta og hefðbundin á besta stað í miðbænum. Tilvalið fyrir hjón sem vilja fara í eigin rekstur. Auðveld kaup.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með myndbönd, gott tækifæri fyrir sam- henta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti.  Lítil en góð heildverslun með gjafavöru, tilvalið fyrir 1—2 eða sem við- bót við annan rekstur. Auðveld kaup.  Fyrirtæki í auglýsingageiranum fáanlegt fyrir rétta aðila.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Söluturn og myndbandaleiga í Hafnafirði, tilvalið sem fyrsta fyrirtækið, verð 4,5 m. kr.  Viðgerðarverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerðir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið. Hvers vegna að kaupa fyrirtæki? Þeir sem vilja fara út í rekstur fyrirtækja geta valið tvær leiðir. Önnur er að stofna fyrirtæki frá grunni, hin er að kaupa fyrirtæki í rekstri. Reyndum fyr- irtækjastjórnendum ber flestum saman um að auðveldasta og ódýrasta leiðin til að stækka sé að kaupa fyrirtæki í rekstri til að sameina þeim rekst- ri sem fyrir er. Þetta á enn frekar við þegar um er að ræða að hefja rekst- ur. Sá tími sem það tekur að byggja upp viðskipti nýs fyrirtækis þar til það skil- ar hagnaði getur verið nokkuð langur. Þegar litið er á kostnað í byrjun og þann tíma sem tekur að koma rekstri í hagnað, er sennilega mun ódýrara að kaupa fyrirtæki sem komið er í hagnaðarrekstur. Þá er augljóslega minni áhætta fólgin í kaupum á fyrirtæki því útilokað er að spá með vissu um það hvernig nýjum rekstri muni vegna. Fyrirtæki í rekstri hefur rekstarsögu sem segir til um hversu mikil velta og hagnaður hefur verið af rekstrinum og því nokkuð ljóst við hverju má búast í náinni framtíð. Fyrirtæki í rekstri eru komin yfir erfiðasta hjallann og búin að sanna sig á markaði. Á vefnum okkar er svo ýmis fróðleikur fyrirtækjakaup og sölu. Slóðin er www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Sími 511 2900 Til sölu Til leigu Hyrjarhöfði Vorum að fá í sölu mjög gott tæpl. 590 m² iðnaðarhús- næði með allt að 6,5 m lofthæð og 4 m hárri innkeyrsludyr. Grunnflötur húss- ins er um 500 m², þar af um 95 m² í kálfi með ikd. Hlaupaköttur. Lokað úti- port. Efri hæðin er 88 m² með skrifst. og starfsmannaaðst. o.fl. Verð 48 millj. Áhv. 17,3 millj. Stórhöfði Gott 425 m² verslunar- og þjónustuhúsnæði á þessum vax- andi stað á Stórhöfðanum til sölu og afh. strax tilb. til innr. að innan m. fullb. sameign og malb. bílast. Á sama stað er til leigu 423 m² fullinnr. glæsilegt skrifstofuhúsnæði með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Hagstæð verð í báðum tilvikum. Tryggvagata Fullinnréttað 420 m² skrifstofuhúsn. á annari hæð í lyftuhúsi í miðbæ Rvk. 11 skrifst. herb., mót- taka, stórt fundarherb. og eldhús. Dúkur á gólfum. Gluggar og gler nýl. endurn. Gott húsnæði í sérstöku húsi á framtíðar stað. Verð 39 millj. Ekkert áhv. mögul. að útvega lán. Laugavegur Nýstandsett rúmlega 300 m² skrifstofuhúsnæði á efstu hæð í þessu landsþekkta húsi sem áður hýsti Ríkissjónvarpið. Stórkostlegt út- sýni. Svalir. Nýjar tölvulagnir. Lyfta beint upp í rýmið. Húsnæðið skiptist í lokaðar skrifstofur, fundarherbergi og opið vinnurými. Laust til afhendingar. Sanngjarnt leiguverð. Ármúli Gott 527 m² verslunarhús- næði á horni Ármúla og Hallarmúla. Húsnæðið skiptist í verslun, lager og skrifstofuaðstöðu. Sýnilegt húsnæði með góðri aðkomu fyrir bíla. Mögul. á minni einingu. Vörudyr á austurgafli. Mánaðarleiga kr. 525.000. Faxafen - ódýrt Gott 315 m² fullinnréttað skrifstofuhúsnæði á einum besta stað í bænum. Laust til afh. strax á frábæru verði eða kr. 780/m². Parket á gólfum. Tvær lokaðar skrif- stofur og opið rými. Fyrstir koma fyrst- ir fá! Hlíðasmári Fullinnréttað stórglæsilegt 400 m² skrifstofuhúsnæði til sölu eða leigu og afh. strax. Fundarherb. Parket. Halogenlýsing. Nýjar tölvulagnir (rekki). Lyfta. Sturta. Svalir. Sanngjarnt verð. Bakkabraut 112 m² iðnaðarhúsnæði, tiltölulega hrátt en getur skilast fullbú- ið. Lofthæð 3,8 m , innkeyrsludyr 3,2x3,6. Verð 7,7 millj. Kringlan - Penthouse Glæsileg 133 m² skrifstofueining til leigu á efstu hæð, parket, tölvulagnir, flottur bar fylgir, sturta, svalir og gluggar hringinn, frá- bært útsýni. Verð tilboð. Síðumúli Gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, einingar frá 100-450 m², góðir gluggar, dúkur, lagnastokkar, mikil lofthæð. Mjög hagstætt leiguverð. Tangarbryggja Glæsil. 1.969 m² skrifstofu- og verslunarhúsnæði til sölu eða leigu í bryggjuhverfinu. Grunnfl. 560 m². Húsið er staðsett beint við hafnarbakkann með útsýni yfir smá- bátahöfnina. Um er að ræða vandaða byggingu á 3 hæðum auk millilofts. Engar súlur eru í húsnæðinu. Næg bílastæði. Húsið selst í núverandi ástandi en það er fullbúið að utan og allt að því tilbúið að innan. Laust til afh. strax. Ath. makaskipti koma til greina. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.