Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Gal- ea, skúta, MioPalmo, skúta, Mistress, skúta, Union Commercaiale, skúta koma í dag. Discovery kemur og fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Farið verður til sumarmessu í Áskirkju miðvikudaginn 11. júní kl.13.30 skráning í síma 562 2571. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur fellur niður í kvöld . Dalasýsla – Snæfells- nes 18.-21. júní nokkur sæti laus. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. „Opið Hús“ Sumargleði, fimmtudaginn 12. júní kl. 14 í Hraunseli Flata- hrauni 3. Upplestur, söngur, Magnús Kjart- ans og og félagar, gam- anmál og fleira. Nánari upplýsingar í Hraunseli í síma 555 0142 Gerðuberg, félagsstarf. Gleðilega Hvítasunnu- helgi til samstarfsaðila og gesta félagsstarfs- ins. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans í Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560- 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnu- tíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Írisi í Miðgarði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma Í dag er sunnudagur 8. júní 159.dagur ársins 2003. Hvíta- sunnudagur, Medardusdagur. Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn á réttum tíma. Helli- skúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins. (Sak. 10, 1.)     Persónulega held égekki að það sé hægt eða æskilegt að banna gerð eða sölu kláms. Þeir sem vilja nota það eiga að geta gert það og lang- anir þeirra koma okkur ekkert við. Við eigum ekki að fordæma, rit- skoða eða reyna að stjórna því sem aðrir velja fyrir sig svo fremi sem það brýtur ekki í bága við landslög og skerðir ekki okkar eigið valfrelsi,“ segir Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, í pistli á vefritinu Kist- an.is þar sem hún ávarp- ar femínista. Hún segir erótískar myndir af fólki í samförum sennilega jafn gamlar myndlistinni og klámmyndir vissulega jafngamlar kvikmynd- inni.     Dagný segir að siða-postular hafi alltaf gert klámiðnaðinum erf- itt fyrir og mjög var sótt að honum í Bandaríkj- unum í stjórnartíð Ron- alds Reagan á níunda áratugnum. „Og ég bið ykkur að athuga eitt – aukinn púrítanismi, boð og bönn og lagasetningar gegn kynlífi hittir oftast homma og lesbíur fyrir – hópa sem við viljum sennilega öll að fái meiri mannréttindi en ekki minni.“     Vorið 2000 sótti Dagnýnámskeið við háskól- ann í Santa Barbara í Kaliforníu hjá Constance Penley, prófessor í kvik- myndafræðum, sem hún segir frægan femínista og kvikmyndafræðing. Námskeiðið var um klámmyndir sem kvik- myndagrein og varði prófessor Penley gerð slíkra mynda. „Ástæðan fyrir því að Constance Penley ver klámið fram í rauðan dauðann er sú að hún segir að það sé al- þýðulist, fyndið og rusta- legt, það sé í uppreisn gegn tepruskap og hræsni eignastéttanna. Hún segir að klámmynd- in sé hliðstæð við dans- og söngvamyndir þar sem söguþráður skiptir engu máli miðað við dans- og söngatriðin. Hún segir að klámmynd- in hylli kvenlíkamann og sýni konuna bæði sem geranda og þolanda en fyrst og fremst sem kyn- veru. Hún segir að klám- ið geri ekki upp á milli kynhneigða eða minnihlutahópa – lostinn og leikurinn sé allra eign.“     Dagný segir að aldreináist samstaða um hvað sé niðurlægjandi fyrir konur og særi blygðunarkennd okkar. Hins vegar verði allir að koma sér niður á tækni- lega skilgreiningu á því hvað teljist klám. Hún segir reiði sína svipa til reiði andstæðinga kláms; frelsi klámneytenda og klámvæðing fjölmiðla sé farið að þrengja að henn- ar frelsi. Fólk eigi ekki að þurfa að mæta klám- efni hvar sem það komi. STAKSTEINAR Ekki hægt að banna sölu eða gerð klámefnis Víkverji skrifar... VÍKVERJI vill sjá breytingar áLönguhlíð í Reykjavík. Hann býr rétt við Lönguhlíðina en gatan er tvöföld í báðar áttir. Víkverji hefur oft furðað sig á þessu þar sem umferðin um hana er sáralítil, en hefur komist að þeirri nið- urstöðu að sennilega hefur Langa- hlíðin gegnt veigameira hlutverki sem umferðaræð á árum áður. Nú hefur Kringlumýrarbrautin tekið að miklu leyti við því hlutverki svo og aðrar nálægar götur. Víkverja finnst þess vegna nóg að umferðin um Lönguhlíðina sé um eina akrein í hvora átt. Þó að umferðin um göt- una sé ekki mikil er þar samt sem áður og jafnvel vegna þess gríð- arleg slysahætta, framúrakstur töluverður og oft er hraðinn meiri en góðu hófi gegnir. Helmingur Hlíðabúa þarf að taka á sig stóran krók vilji þeir komast á gangbraut yfir Lönguhlíðina og í búðina hin- um megin. Því er töluvert um það að fólk fari yfir götuna þar sem ekki er gangbraut. Slysahættan eykst því ennþá meira. x x x UMFERÐARNEFND Hlíða-skóla hefur lýst miklum áhyggjum af Lönguhlíðinni enda varð þar alvarlegt umferðarslys fyrir nokkrum misserum. Gerði nefndin þá tillögur að einföldun götunnar og sendi þær borgaryf- irvöldum í máli og skýrum mynd- um. Forvitnilegt væri að vita hver staðan er og hvenær yfirvöld ætla að láta til skrarar skríða og bæta umferðaröryggi Hlíðabúa. x x x VÍKVERJI fór ásamt syni sínumí Dótabúðina í Kringlunni á dögunum í þeim tilgangi að fjár- festa í fjarstýrðum bíl. Sá sem heillaði mest var trukkur á beltum sem getur bæði farið yfir vatn og land. Ástæðan fyrir því að þetta tryllitæki varð að lokum fyrir val- inu var ekki síst sú að frábær starfsstúlka var höfð með í ráðum en hún vissi upp á hár hvernig bíllinn virkaði og var ekki lengi að sannfæra Vík- verja og soninn um að þetta væri rétti grip- urinn. Það sem Víkverja fannst ánægjulegast var að hún beindi orðum sínum iðulega að þeim stutta enda er hann sá sem stýrir bílnum um stræti og torg. Dótabúðin fær mörg prik frá Vík- verja fyrir þessa líflegu þjónustu. x x x SYSTIR Víkverja er ráðagóð.Tveir ungir synir hennar eru misduglegir að borða það sem borið er á borð fyrir þá. Hafragrauturinn var t.d. farinn að vera fullhvers- dagslegur í þeirra augum. Greip systir Víkverja þá á það ráð að bæta náttúrulegum matarlit í grautinn. Blár grautur var mun meira spennandi en sá gamli grái og því báðu synirnir ítrekað um meiri bláan graut og fengu bleika mjólk út á! Morgunblaðið/Kristinn Umferðin er lítil um Lönguhlíð en samt er gatan tvöföld! LÁRÉTT 1 depill, 4 forbjóða, 7 byssubógs, 8 loftgatið, 9 rödd, 11 forar, 13 innyfli, 14 herkvöð, 15 flói, 17 blása, 20 tjara, 22 kulda- blær, 23 heimild, 24 þvaðra, 25 illa. LÓÐRÉTT 1 blotna, 2 árar, 3 kven- fugl, 4 lagað, 5 róin, 6 mannsnafn, 10 hárflóki, 12 áhyggjur, 13 svelgur, 15 kroppur, 16 borguðu, 18 nef, 19 gera fjáðan, 20 aðeins, 21 urgur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 trúrækinn, 8 þykkt, 9 sötra, 10 net, 11 grafa, 13 auðna, 15 skálm, 18 eisan, 21 ári, 22 starf, 23 teymi, 24 taumhalds. Lóðrétt: 2 rakna, 3 rætna, 4 kústa, 5 notað, 6 óþæg, 7 hala, 12 fyl, 14 uxi, 15 sósa, 16 ábata, 17 máfum, 18 eitla, 19 skyld, 20 náin. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Dýrahald Fallegir kettlingar fást gefins 5 GULLFALLEGIR kett- lingar fást gefins. Eru til af- hendingar í kringum 17. júní. Upplýsingar í síma 564 1204 eða 893 3989. Magni er enn týndur EKKERT hefur sést til norska skógarkattarins Magna síðan 11. maí. Hann fór frá Vallengi 4 í Grafarvogi og er fólk í ná- grenninu vinsamlegast beð- ið um að kíkja í bílskúra og geymslur. Hann var með ól og merkispjald. Hans er sárt saknað og fundarlaun eru í boði. Þeir sem hafa séð til Magna eru vinsamlegast beðnir að hringja í Guðrúnu Elínu í síma 564 6423 og 820 3708 Tapað/fundið Hlaupahjól tapaðist SILFURLITAÐ hlaupahjól af tegundinni Gizmo, hvarf úr anddyri íþróttahúss Gróttu. Hjólið er merkt eig- anda sínum, Önju Rún, ásamt símanúmeri. Hafi einhver hjólið undir höndum eða hefur komið auga á það væri ráð að hafa samband í síma 867 6943. Flíshúfa og töskur FUNDIST hefur flíshúfa merkt Heiðar Aron, á Laugavegi. En dóttir mín hefur týnt tveimur íþrótta- töskum, báðar merktar með nafni og símanúmeri. Önnur er svört puma-taska með svörtu bikiníi með gulum köntum, hin er ný Man- chester United-taska með gulum fótboltaskóm í og rauðum háum sokkum. Upplýsingar í síma 554 3608 eða 892 3608 Bíllyklar fundust ÞANN 4. júní sl. fundust Land Rover-bíllyklar ásamt húslyklum í Breiðholtinu. Lyklarnir fundust um tvö- leytið. Hægt er að hafa sam- band í síma 863 3780. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is VEIT nokkur hvar þessi litkrítarmynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur, listmálara, (1889–1966) er niðurkomin? Myndin er úr Fljótshlíð, teiknuð þar ca 1925, er list- málarinn dvaldi á Barkarstöðum. Guðrún Haralz (1910–1983) átti mynd þessa, en þegar hún flutti frá Lindargötu 27 til Hafnarfjarðar, kann myndin að hafa týnst í flutningum. Þeir, sem kynnu að geta gefið upp- lýsingar um mynd þessa vinsamlegast hafi samband við undirritaðan. Leifur Sveinsson, sími 551 3224. Fax: 551 3227. Hvar er myndin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.