Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Hæfileikar þínir eru sífellt að aukast. Þú skalt ávallt gera þitt besta í hverju því sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Það eu miklir möguleikar í stöðunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsaðu alvarlega um dval- arstað þinn. Á þessari stundu skiptir það þig miklu máli að eiga öruggt skjól. Naut (20. apríl - 20. maí)  Breytingar í starfi eru yf- irvofandi. Byrjaðu að íhuga möguleika þína núna því það gefst ekki vel að taka skyndi- ákvarðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gera þér grein fyrir því hverjar þínar lífs- reglur eru. Það mun hindra að þú iðrist gjörða þinna í framtíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Erfið verkefni munu út- heimta mikið hugrekki af þinni hálfu. Einbeittu þér vel, þá nærðu eftirsóknarverðum árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Miklar breytingar varðandi hagi þinna nánustu munu eiga sér stað á næstunni. Ef þú veist að þær munu eiga sér stað skaltu undirbúa þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu þátt í einhverju sem skiptir þig miklu. Fáðu vini þína og fjölskyldu til þess að taka þátt í því með þér. Þetta mun treysta böndin á milli ykkar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Nú sérðu hvort að gjörðir þínar færa þér árang- ur eður eigi. Ef ekki þá ertu ekki að leggja nógu hart að þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er viturlegt að leggja mikið á sig til þess að ná settu marki. Öll erfiðisvinna mun á endanum borga sig. Sýndu þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Til allrar hamingju mun orð- spor þitt og ferill blómstra á komandi tímum. Einhver ná- kominn þér mun þó þurfa að skoða sinn gang. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Um leið og styrkur þinn og sjálfstraust eflist gæti nán- ustu samböndum þínum verið ógnað. Komandi tímar munu reynast mikil prófraun á þessa hluti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Færni þín í starfi hefur auk- ist. Það er því kominn tími til að sýna hvað í þér býr. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að ná árangri, þú munt ekki sjá eftir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aukin samskipti við börn eru líkleg. Þú veltir því fyrir þér í laumi hvað þig langar að vera er þú verður stór. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HUGGUN Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð og blómin á fjarrum heiðar mó! Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanhvít á dúni svanafríð söngfugla gladdist við ástarklið? Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. LJÓÐABROT 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. júní, er 75 ára Magnús Guðmundsson, Strandgötu 3, Patreksfirði. Hann og konan hans, Valdís Vikt- oría, verða að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 8. júní, er sjötugur Steindór Guð- mundsson, bóndi og hesta- maður frá Egilsstöðum, Ölfusi, Sóltúni 28, Selfossi. Eiginkona hans er Odd- björg Haraldsdóttir. Þau verða að heiman á afmæl- isdaginn. LÍKINDAFRÆÐIN kemur oft við sögu við sundurgreiningu á spilaleiðum, en ekki alltaf á sama hátt. Líkur eru sí- breytilegar eftir því sem spili vindur fram og nýjar upplýs- ingar koma í ljós. Þá er hug- myndin um „laus sæti“ ráð- andi í mati á leiðum. En þegar lítið sem ekkert er vit- að, styðjast menn gjarnan við svokallaðar fyrirfram- líkur. Dæmi: Ef NS eiga 8 spil í spaða er hægt að reikna út fyrirfram hverjar líkurnar eru á því að 5 spað- ar varnarinnar skiptist 3-2, 4-1 og 5-0. Flestir spilarar kannast við slíkar tölur: 3-2 legan er 68%, 4-1 legan 28% og 5-0 legan 4%. Ef vörnin á 6 spil í tilteknum lit er mik- ilvægt að vita að 3-3 legan er frekar sjaldgæf (35,5% ), en 4-2 legan algeng (48,5%). Spilurum lærist að þekkja slíkar tölur (í grófum drátt- um a.m.k.) og nýta sér við borðið. Norður ♠ K43 ♥ D102 ♦ ÁKD43 ♣Á6 Suður ♠ ÁDG72 ♥ ÁG9 ♦ 72 ♣854 Þetta spil er dæmigert um það hvernig fyrirframlíkur móta áætlunargerð sagn- hafa. Suður spilar sex spaða og fær út lítið lauf. AV hafa ekkert skipt sér af sögnum. Hver skyldi nú vera besta áætlunin? Phillip Alder skrifar um spilið í „bridsdagatali“ sem gefið er út í Bandaríkjunum (eitt spil á dag kemur skap- inu í lag). Alder segir svo frá: „Fyrsti slagurinn er tekinn á laufás og ÁD í trompi spilað. Ef trompið reynist vera 4-1, er best að spila spaða á kónginn og svína fyrir hjartakóng. En ef báðir fylgja lit í fyrstu tvö trompin (68%) kemur tvenns konar framhald til greina: (a) Taka síðasta trompið og spila þremur efstu í tígli. Þá er slemman í húsi ef tíg- ullinn kemur 3-3 (35,5%) eða ef hjartasvíningin gengur (50%). Báðir möguleikar skila 67,75% vinningslíkum. (b) Spaðakóngurinn er geymdur sem innkoma og ÁK í tígli spilað og tígull stunginn með gosa. Þá vinnst spilið ef tígullinn skil- ar sér 3-3 eða 4-2, sem gefur 84% líkur (35,5 + 48,5). Valið ætti því að vera ein- falt,“ lýkur Alder máli sínu. Kannski, en við borðið hafa menn ekki handbær uppsláttarrit eða reiknivél og verða að treysta á reynslu og tilfinningu. Auk þess eru reikningskúnstir Alders ekki alveg nákvæmar. Hann sleppur t.d. nokkuð billega frá 4-1 legunni í trompi. Sem er þrátt fyrir allt 28%. Með því að taka fyrst ÁD í spaða er ógerlegt að samnýta möguleikana í rauðu litunum ef trompið er 4-1. Sem er hins vegar hægt ef spaðakóngurinn er tekinn á undan. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. júní, er sextugur Jón Ingi Ragnarsson, mál- arameistari, Logafold 22, Reykjavík. Hann er að heiman á afmælisdaginn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 c5 6. d5 O-O 7. Rf3 b5 8. cxb5 a6 9. a4 e6 10. b6 Dxb6 11. a5 Dc7 12. Bc4 exd5 13. Bxd5 Rc6 14. O-O Hb8 15. f5 Rb4 16. Bf4 Hd8 17. Bc4 Rh5 18. Bg5 Hd7 19. Rh4 Bd4+ 20. Kh1 Kg7 21. fxg6 hxg6 22. Df3 d5 23. exd5 De5 24. Bd2 Rc2 25. Hac1 Rb4 26. Hce1 Df6 27. De4 Dd8 28. d6 Bb7 Staðan kom upp í Stigamóti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Bragi Þorfinns- son (2351) hafði hvítt gegn Kristjáni Eðvarðs- syni (2238). 29. Hxf7+! Hxf7 30. Dxg6+ Kh8 31. Bxf7 Df6 32. Dxh5+ Kg7 33. Rf5+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Afmælisþakkir Alúðarþakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig með gjöfum, hlýhug og vináttu á áttræðis- afmæli mínu 4. júní síðastliðinn. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vel- farnaðar í bráð og lengd. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Dal. Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu, tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu. Húsbílasýning í Vestmannaeyjum Laugardag, sunnudag og mánudag Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 - Sími 462 2520 Er ... ekki ... með ... net- fang ... fábjáni! ÁRNAÐ HEILLA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.