Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Hæfileikar þínir eru sífellt að aukast. Þú skalt ávallt gera þitt besta í hverju því sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Það eu miklir möguleikar í stöðunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsaðu alvarlega um dval- arstað þinn. Á þessari stundu skiptir það þig miklu máli að eiga öruggt skjól. Naut (20. apríl - 20. maí)  Breytingar í starfi eru yf- irvofandi. Byrjaðu að íhuga möguleika þína núna því það gefst ekki vel að taka skyndi- ákvarðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gera þér grein fyrir því hverjar þínar lífs- reglur eru. Það mun hindra að þú iðrist gjörða þinna í framtíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Erfið verkefni munu út- heimta mikið hugrekki af þinni hálfu. Einbeittu þér vel, þá nærðu eftirsóknarverðum árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Miklar breytingar varðandi hagi þinna nánustu munu eiga sér stað á næstunni. Ef þú veist að þær munu eiga sér stað skaltu undirbúa þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu þátt í einhverju sem skiptir þig miklu. Fáðu vini þína og fjölskyldu til þess að taka þátt í því með þér. Þetta mun treysta böndin á milli ykkar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Nú sérðu hvort að gjörðir þínar færa þér árang- ur eður eigi. Ef ekki þá ertu ekki að leggja nógu hart að þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er viturlegt að leggja mikið á sig til þess að ná settu marki. Öll erfiðisvinna mun á endanum borga sig. Sýndu þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Til allrar hamingju mun orð- spor þitt og ferill blómstra á komandi tímum. Einhver ná- kominn þér mun þó þurfa að skoða sinn gang. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Um leið og styrkur þinn og sjálfstraust eflist gæti nán- ustu samböndum þínum verið ógnað. Komandi tímar munu reynast mikil prófraun á þessa hluti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Færni þín í starfi hefur auk- ist. Það er því kominn tími til að sýna hvað í þér býr. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að ná árangri, þú munt ekki sjá eftir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aukin samskipti við börn eru líkleg. Þú veltir því fyrir þér í laumi hvað þig langar að vera er þú verður stór. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HUGGUN Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð og blómin á fjarrum heiðar mó! Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanhvít á dúni svanafríð söngfugla gladdist við ástarklið? Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. LJÓÐABROT 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. júní, er 75 ára Magnús Guðmundsson, Strandgötu 3, Patreksfirði. Hann og konan hans, Valdís Vikt- oría, verða að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 8. júní, er sjötugur Steindór Guð- mundsson, bóndi og hesta- maður frá Egilsstöðum, Ölfusi, Sóltúni 28, Selfossi. Eiginkona hans er Odd- björg Haraldsdóttir. Þau verða að heiman á afmæl- isdaginn. LÍKINDAFRÆÐIN kemur oft við sögu við sundurgreiningu á spilaleiðum, en ekki alltaf á sama hátt. Líkur eru sí- breytilegar eftir því sem spili vindur fram og nýjar upplýs- ingar koma í ljós. Þá er hug- myndin um „laus sæti“ ráð- andi í mati á leiðum. En þegar lítið sem ekkert er vit- að, styðjast menn gjarnan við svokallaðar fyrirfram- líkur. Dæmi: Ef NS eiga 8 spil í spaða er hægt að reikna út fyrirfram hverjar líkurnar eru á því að 5 spað- ar varnarinnar skiptist 3-2, 4-1 og 5-0. Flestir spilarar kannast við slíkar tölur: 3-2 legan er 68%, 4-1 legan 28% og 5-0 legan 4%. Ef vörnin á 6 spil í tilteknum lit er mik- ilvægt að vita að 3-3 legan er frekar sjaldgæf (35,5% ), en 4-2 legan algeng (48,5%). Spilurum lærist að þekkja slíkar tölur (í grófum drátt- um a.m.k.) og nýta sér við borðið. Norður ♠ K43 ♥ D102 ♦ ÁKD43 ♣Á6 Suður ♠ ÁDG72 ♥ ÁG9 ♦ 72 ♣854 Þetta spil er dæmigert um það hvernig fyrirframlíkur móta áætlunargerð sagn- hafa. Suður spilar sex spaða og fær út lítið lauf. AV hafa ekkert skipt sér af sögnum. Hver skyldi nú vera besta áætlunin? Phillip Alder skrifar um spilið í „bridsdagatali“ sem gefið er út í Bandaríkjunum (eitt spil á dag kemur skap- inu í lag). Alder segir svo frá: „Fyrsti slagurinn er tekinn á laufás og ÁD í trompi spilað. Ef trompið reynist vera 4-1, er best að spila spaða á kónginn og svína fyrir hjartakóng. En ef báðir fylgja lit í fyrstu tvö trompin (68%) kemur tvenns konar framhald til greina: (a) Taka síðasta trompið og spila þremur efstu í tígli. Þá er slemman í húsi ef tíg- ullinn kemur 3-3 (35,5%) eða ef hjartasvíningin gengur (50%). Báðir möguleikar skila 67,75% vinningslíkum. (b) Spaðakóngurinn er geymdur sem innkoma og ÁK í tígli spilað og tígull stunginn með gosa. Þá vinnst spilið ef tígullinn skil- ar sér 3-3 eða 4-2, sem gefur 84% líkur (35,5 + 48,5). Valið ætti því að vera ein- falt,“ lýkur Alder máli sínu. Kannski, en við borðið hafa menn ekki handbær uppsláttarrit eða reiknivél og verða að treysta á reynslu og tilfinningu. Auk þess eru reikningskúnstir Alders ekki alveg nákvæmar. Hann sleppur t.d. nokkuð billega frá 4-1 legunni í trompi. Sem er þrátt fyrir allt 28%. Með því að taka fyrst ÁD í spaða er ógerlegt að samnýta möguleikana í rauðu litunum ef trompið er 4-1. Sem er hins vegar hægt ef spaðakóngurinn er tekinn á undan. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. júní, er sextugur Jón Ingi Ragnarsson, mál- arameistari, Logafold 22, Reykjavík. Hann er að heiman á afmælisdaginn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 c5 6. d5 O-O 7. Rf3 b5 8. cxb5 a6 9. a4 e6 10. b6 Dxb6 11. a5 Dc7 12. Bc4 exd5 13. Bxd5 Rc6 14. O-O Hb8 15. f5 Rb4 16. Bf4 Hd8 17. Bc4 Rh5 18. Bg5 Hd7 19. Rh4 Bd4+ 20. Kh1 Kg7 21. fxg6 hxg6 22. Df3 d5 23. exd5 De5 24. Bd2 Rc2 25. Hac1 Rb4 26. Hce1 Df6 27. De4 Dd8 28. d6 Bb7 Staðan kom upp í Stigamóti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Bragi Þorfinns- son (2351) hafði hvítt gegn Kristjáni Eðvarðs- syni (2238). 29. Hxf7+! Hxf7 30. Dxg6+ Kh8 31. Bxf7 Df6 32. Dxh5+ Kg7 33. Rf5+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Afmælisþakkir Alúðarþakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig með gjöfum, hlýhug og vináttu á áttræðis- afmæli mínu 4. júní síðastliðinn. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vel- farnaðar í bráð og lengd. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Dal. Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu, tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu. Húsbílasýning í Vestmannaeyjum Laugardag, sunnudag og mánudag Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 - Sími 462 2520 Er ... ekki ... með ... net- fang ... fábjáni! ÁRNAÐ HEILLA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.