Morgunblaðið - 08.06.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.06.2003, Qupperneq 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Nýja svið NAPÓLÍ 23 - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson, Matthias Hemstock, Eyvind Kang Fi 12/6 kl. 20 15:15 TÓNLEIKAR - FERÐALÖG Bergmál Finnlands: Poulenc hópurinn Lau 14/6 kl. 15:15 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 13/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR DON GIOVANNI EFTIR W. A. MOZART ÓPERUSTÚDÍÓ AUSTURLANDS Su 15/6 kl. 17 Má 16/6 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ SUNNUDAGURINN 8. JÚNÍ Kl. 20.00 Orgeltónleikar: Olivier Latry frá Notre Dame í París, einn frægasti organisti heims, leikur tónlist eftir Bach, Franck, Vierne, Dupré o.fl. auk þess að spinna á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Kr. 2.000. MÁNUDAGURINN 9. JÚNÍ Kl. 20.00 Lokatónleikar Kirkjulista- hátíðar Mótettur meistara Bachs, BWV 225 - 230. Einar Jóhannesson klarinettuleikari frumflyt- ur Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson á milli mótettanna. Mótettukór Hallgrímskirkju Das Neue Orchester frá Köln Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kr. 2500. HALLGRÍMSKIRKJA Miðasölusími 510 1000 Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní HARMUR PATREKS eftir Auði Haralds 2. sýn. sun. 8. júní kl. 20 3. sýn. fös. 13. júní kl. 20 4. sýn. lau. 14. júní kl. 20 Dansleikhús með ekka frumsýnir LÍNEIK OG LAUFEY lau. 14. júní kl. 14 lau. 14. júní kl. 16 sun. 15. júní kl. 14 Miðaverð kr. 500 sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 19. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is HANN er alveg tilbúinn að við- urkenna það, hann er gluggagægir í eðli sínu. Til að orða það á smekk- vísari og öllu jákvæðari máta skulum við segja hann sé mannfræðingur í eðli sínu. Sem kvikmyndagerð- armaður sér hann sig ætíð sem áhorf- anda, vitni, gjarnan að voveiflegum viðburðum, hrottafengnum morðum eða öðru ofbeldi. Hvað sem sagt verður um feril Bri- an De Palma og gæði mynda hans eru fáir bandarískir kvikmyndagerð- armenn af hans kynslóð sem bera eins sterk höfundareinkenni og hann. Og síðastur er hann til að þræta fyrir hver undirrót þeirra einkenna er, svarthvítar rökkurmyndir frá því um miðbik síðustu ald- ar, einkum þó og sér í lagi myndir Alfreds heitins Hitchcocks. Áhugann á blóði drifnu ofbeldinu segir hann hins vegar alfarið af- leiðingu af því að hafa ungur fylgst með föður sínum að störfum, en hann var bæklunar- skurðlæknir. Rannsóknir á skuggahliðum mann- lífsins hóf De Palma á 7. áratugnum, á námsárum sínum í Columbia- háskólanum. Gerði hann nokkrar litl- ar lítt þekktar myndir, sem m.a. skörtuðu óþekktum Robert De Niro. Fyrsta mynd hans sem sýnd var í kvikmyndahúsi heitir Murder a la Mod og var frumsýnd 1968. Henni fylgdu nokkrar lítt markverðar myndir en það var ekki fyrr en hann tók að stæla Hitchcock í Sisters frá 1973 sem hann vakti athygli, einkum fyrir sérstæð og sterk stílbrigði þar sem hann beitti óspart þeirri ný- breytni sem fram hafði komið á 7. áratugnum að ramma niður myndina og sýna tvö atriði í einu. Til að kóróna Hitchcock-vísunina fékk De Palma gamla tónskáldið hans, Bernard Her- mann, til að semja tónlistina fyrir Sisters og þar með var De Palma bundinn Hitchcock órjúfanlegum böndum, sem enn hafa ekki verið rof- in. Í Obsession var vísunin í Hitchc- ock enn greinilegri og tónlistin enn eftir Hermann. Næst kom kvik- myndagerð á hryllingssögu Stephens nokkurs Kings. Carrie var frumsýnd árið 1976 og er enn einhver farsæl- asta myndin sem gerð hefur verið eft- ir sögu Kings og um leið er hún vin- sælasta mynd De Palmas. Kom þar fram eitt af höfuðeinkennum De Palmas, sláandi endalokin, nokkuð sem síðar átti eftir að einkenna marg- ar ef ekki flestar mynda hans. Þannig var klæðskiptingatryllirinn Dressed To Kill frá 1980, Blow-Out ein hans allra besta mynd og óður til Blow-Up Antonionis sem frumsýnd var árinu síðar. Fáar mynda hans De Palmas eru eins blóðugar og umdeildar og Scarface frá 1983 og ekki jók hann vinsældir sínar með viðlíka hrotta- fenginni níunda áratugar rökk- urmynd sem hét Body Double. Ein dáðasta og um leið hefðbundnasta mynd De Palmas hvað stílbrigði áhrærir er The Untouchables en síð- an hún sló í gegn 1987 hefur fátt verið um fína drætti, ef undan eru skildar klassamyndirnar Casualties of War, Carlito’s Way og svo auðvitað fyrsta Mission Impossible, þar sem karlinn fékk aldeilis að spila út í stílbrögðunum, með góðum árangri. Rökkurmynd á nú- tímasögusviði Blóði drifin slóð of- beldisins liggur alla leið til Parísar að þessu sinni. Nýjasta mynd hans Tálkvendi, eða Femme Fatale eins og hún heitir á frummálinu, er hreinræktuð De Palma-ræma, skartar þeim Antonio Banderas og Rebeccu Romijn- Stamos úr X-Men í aðalhlutverkum, og gerist einmitt í París og í sjálfri bíóborginni Cannes. „Mig hafði alltaf langað til að gera mynd í París. Ég var staddur þar í öðrum erindagjörðum þegar ég fékk hugmyndina og skrifaði handritið í einum rykk á hótelherberginu,“ sagði De Palma er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann um mynd- ina nýverið. – Var París þá beinn innblástur? „Það má segja það. Stemningin þar var tvímælalaust sú sem ég vildi ná að skapa, þessi erill, óvissan um hvað væri handan við götuhornið í þröngu húsasundinu.“ – Maður skynjar alltaf einhvern blæbrigðamun á spennumynd sem gerist í evrópskri borg og banda- rískri. Hefur eitthvað með lýsinguna að gera og þessi þrengsli. Nægir þar að nefna Feneyjamynd Nicolas Roeg Don’t Look Now og Frantic eftir Roman Polanski sem skýr dæmi um það. Var það eitthvað sem þú varst meðvitaður um? „Það er vissulega eitthvað við evr- ópska sögusviðið sem greinir það frá því bandaríska. Lýsingin trúlega. Þetta þungbúna veðurfar, skörpu skuggar sem gömlu byggingarnar varpa yfir heilu borgarhverfin. Á meðan er maður berskjaldaðri fyrir sólinni í New York og Los Angeles, nokkuð sem óhjákvæmilega skilar sér á filmu í mismunandi lýsingu. Það skýrir þetta „evrópska borgarútlit“.“ – Var það hluti af aðdráttaraflinu að skjóta mynd í París? „Nei, fegurð borgarinnar var að- aladráttaraflið.“ – Myndin virkar á mann sem enn einn óðurinn til gömlu rökkurmynd- anna? „Ég er vissulega að gera tilraun til að endurskapa stemningu rökk- urmyndanna á nútímasögusviði. Mér þótt best að gera það með því að nota skapa dreymna stemningu.“ – Það hlýtur að vera hægara sagt en gert að ná að skapa þessa rökk- urstemningu. Manni finnst nefnilega einhvern veginn eins og nostalgían spili þar svo stóra rullu. „Það er rétt, en stíllinn er samt mjög markviss og niðurnjörvaður. Lýsingin, kvikmyndatakan og örlaga- sagan, allt er þetta háð ákveðnum rökkurmyndalögmálum sem maður tekur tillit til.“ – Datt þér aldrei í hug að skjóta myndina í svarthvítu? „Jú, ég gerði meira að segja prufutökur í svart- hvítu, en komst svo að þeirri niðurstöðu að það hefði fjarlægt áhorf- endur of mikið frá sögu- sviðinu. Ég vildi láta þá dreyma sig inn í mynd- ina.“ Hitchcock ofbeld- isfyllri í dag – Rökkurmyndir samtím- ans eru óneitanlega ofbeld- isfyllri og djarfari en gömlu rökk- urmyndirnar. Heldurðu að menn á borð við Hitchcock og Billy Wilder væru að gera ofbeldisfyllri myndir í dag en þeir gerðu hér forðum. „Tvímælalaust. Þeir áttu í stöðugu stríði við kvikmyndaeftirlit þeirra tíma, alltaf að ögra ríkjandi siðferð- isgildum, reyna að ganga lengra en áður þótti boðlegt.“ – Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lykilpersóna myndar þinnar, vitnið að glæpnum, er ljósmyndari. Travolta lék t.a.m. líka ljósmyndara í Blow- Out. Sérðu þig í þessum persónum? „Ekkert endilega. Ég lít bara á kvikmyndirnar sem myndlist fyrst og síðast. Ljósmyndarinn er mynd- listamaður, sér heiminn í myndum en ekki texta, rétt eins og ég.“ – Vísarðu í einhverjar ákveðnar myndir í Tálkvendinu, líkt og þú hef- ur áður gert? „Það eru gagnrýnendurnir sem vilja velta sér upp úr slíku. Sjálfur leiði ég hugann sjaldan að því þegar ég geri myndir, allavega ekki með- vitað. Ég var einfaldlega að spreyta mig á rökkurmyndaforminu og leika mér með draumaflæði.“ Kvikmyndin er málverk – Leikaravalið kann að virðast í fyrstu nokkuð sérstakt, Rebeccu Romijn-Stamos sér í lagi, því hún er fremur lítt þekkt. „En hún var langhæfust í starfið. Hefur allt til að bera til að leika tálkv- endið; fegurðina, kynþokkann, dýpt- ina, óútreiknanleikann. Hún er tálkv- endi.“ – Í alvörunni? „Frammistaða hennar segir allt sem segja þarf um það, nærvera hennar á skjánum.“ – Þegar fólk talar um að myndin sé mjög mikið De Palma-mynd, hvað segir það þér? „Það er einfalt, myndir mínar bera blessunarlega mjög sterk höfund- areinkenni.“ – Hefurðu aldrei áhyggjur af því að stíllinn yfirkeyri frásögnina? Það eru alveg nógu margir kvik- myndagerðarmenn uppteknir af sög- unni, fremur en útlitinu. Ég er einn fárra kvikmyndagerðarmanna sem enn sjá kvikmyndir eins og málverk. 99% allra mynda eru gerð án meðvit- undar um það og þá tækni sem í þess- ari grein myndlistarinnar er fólgin.“ Amerískur glugga- gægir í París Gagnrýnendur elska að hata hann og hata að elska hann. Sem yfirlýst- ur gluggagægir notar hann tökuvél- ina, helst án þess að klippa, til að skyggnast inn í Hitchcock-heima kvikmyndanna hvar í rökkrinu allt er vaðandi í tvíförum, klæðskipt- ingum og tálkvendum. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Brian De Palma um nýjustu mynd hans, sem heitir einmitt Tálkvendi. Tálkvendið og ljósmyndarinn: Rebeccu Romijn-Stamos og Ant- onio Banderas í dæmigerðum De Palma hlutverkum. skarpi@mbl.is Tálkvendi eða Femme Fatale er komin út á leigumyndbandi. Rebeccu Romijn-Stamos hefur að sögn De Palmas allt til að bera til að leika tálkvendi. Brian De Palma MIÐASALA á tónleika kan- adíska söngfugls- ins Díönu Krall hefst mánudag- inn 16. júní. Ein- ungis verður selt í sæti og fer miðasala fram á skrifstofu Sinfón- íuhljómsveitar Íslands en tónleik- arnir verða í Laugardalshöll 9. ágúst. 2.600 sæti eru í boði. …Rokk- sveitin Rolling Stones ætlar ekki að banna þýsku sveitinni Böhse Onkelz að hita upp fyrir sig á tón- leikum í Hannover hinn 8. ágúst, en liðsmenn þýsku sveitarinnar hafa tengst hægriöfgamönnum. Enn- fremur hafði Böhse Onkelz samið lag þar sem andúð gegn Tyrkjum kom fram. Þýsku rokkararnir segj- ast hafa slitið tengslin við hægri- öfgamenn fyrir löngu og benda jafn- framt á að lagið „Turks Out“, sem var samið þegar þeir voru undir tví- tugt á níunda áratugnum, hafi aldrei átt að komast í almenna dreif- ingu. … Mick Jagger kvartar yfir því að brjóstahöldum sem kastað er upp á svið þegar hljómsveitin heldur tón- leika fari mjög fækkandi en hins vegar hafi þó nokkrum karlmanns- nærbuxum verið varpað á sviðið. Hljómsveitin hóf tónleikaferð um Evrópu á miðvikudagskvöld með tónleikum í München í Þýskalandi. „Það voru tómir kallar í salnum,“ sagði Jagger á blaðamannafundi eft- ir tónleikana. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.