Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is FYRIR tveimur árum leit allt útfyrir að Metallica, rokkstofn-unin sem þá var orðin, værivið það að liðast í sundur, rokka sig út í horn. Þrjár vafasamar plötur voru þá að baki, ein sem ekki uppfyllti væntingar og tvær sem gáfu til kynna rækilega sköpunarstíflu. Í kjölfar opinskárra og vægast sagt undarlegra viðtala sem Playboy- tímaritið tók við liðsmennina fjóra, hvern í sínu lagi, kom svo á daginn að eitthvað væri rotið í Danaveldi. Bassaleikarinn Jason Newsted lýsti þar yfir, félögum sínum algjörlega að óvörum, að það væri algjört helvíti að vera í Metallicu og sagði sig formlega úr bandinu fljótlega í kjölfarið. En það var ekki það eina sem kom í ljós í þessum örlagaríku viðtölum. Við lestur þeirra rann upp fyrir hinum þremur að sveitin væri komin ræki- lega út af sporinu. Hvers vegna voru þeir t.d. að veita viðtal hver í sínu horni? Hvað þýddi það annað en að þeir gætu ekki talað hreint út saman, að það væri greinilega einhver innri togstreita í bandinu sem enginn hefði lagt í að vekja máls á, þ.e.a.s. ef þeir þá áttuðu sig á því yfir höfuð að eitt- hvað amaði að. Við þessa löngu tíma- bæru naflaskoðun vaknaði James Hetfield, aðallagahöfundur, söngvari og gítarleikari, upp af vondum draumi. Í einkalífinu stefndi hann með ofsahraða á steinsteyptan vegg og tæki hann ekki væna forstjóra- beygju yrðu voveiflegar afleiðingar óumflýjanlegar, árekstur sem jafnvel yrði banvænn. Frelsi Þessi annars stolti og staðfasti leið- togi sveitarinnar þurfti því að horfast í augu við staðreyndirnar, kyngja stoltinu og taka á sínum málum, drífa sig í meðferð, leita aðstoðar við að frelsast úr fjötrum fíkniefnanna. „Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég ákvað að hugsa um sjálfan mig fyrst og fremst. Fyrsta skipti sem ég tók mína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sveitarinnar. Ég þurfti bara að komast í burtu og ég vissi ekkert hvað myndi gerast. Mér var skítsama um Metallicu og hvað öðr- um fannst um hvað ég væri að gera.“ Lars Ulrich segist þá í fyrsta skipti hafa velt því alvarlega fyrir sér hvort ferðalaginu – sem staðið hefði yfir í heil tuttugu ár – væri virkilega að ljúka. „Ég var alveg farinn að búa mig undir það andlega að vera ekki lengur í hljómsveit.“ En þeim Hammett og Ulrich til ómældrar ánægju kom Hetfield tvíefldur úr meðferðinni og virkaði sem vítamínsprauta á þá. „Hann var æstur í að búa til nýja tónlist þegar hann sneri aftur,“ segir Hammett. „Það gladdi okkur Lars innilega að sjá hann svona vel stemmdan og upp frá því vorum við staðráðnir í að ná aftur saman. End- urnýja vinskapinn og kryfja til mergjar hvað það væri sem við vild- um gera. Og það var aðeins eitt sem komst að – plata.“ Þeir þremenningar voru sammála um það er þeir hófu vinnuna við nýja plötu á síðasta ári, sinni sjöundu eig- inlegu hljóðversskífu, að þeir þyrftu að taka sig rækilega saman í andlit- inu. Þeir segjast allir hafa fundið fyrir því á Load og Reload hversu ræki- lega þeir væru farnir að fjarlægjast rætur sínar, það sem Metallica hafði upphaflega staðið fyrir sem hljóm- sveit. „Allt þetta daður við sinfóníuna og annað var eins og að hafa verið of lengi að heiman. Við urðum vissulega víðsýnni fyrir vikið en heimþráin hafði gripið okkur heljartökum.“ Bob Rock, sem stjórnað hefur upp- tökum ásamt sveitarmönnum á öllum plötum sveitarinnar frá og með Svörtu plötunni, segir það hafa verið afar áhugavert og gefandi að fylgjast með þessu heilbrigða breytingaskeiði sveitarinnar. „Það er meira en að segja það fyrir hljómsveit sem búin er að starfa í tvo áratugi og ná hæð- um Svörtu plötunnar að fara í gegn- um slíkt skeið og koma ósködduð út úr því. Sagan hefur sýnt að fæstar sveitir lifa aðra eins kreppu af. Að þeir skuli hafa gert það og í ofanálag tvíeflst er vitnisburður um vinskap þeirra og sterkan persónuleika.“ Þeir bera greinilega mikla virðingu fyrir Bob Rock og lýstu því meira að segja yfir eftir brotthvarf Newsted að þeir vildu frekar fá hann sem fjórða liðsmanninn en að ráða nýjan bassa- leikara. Rock er því orðinn óopinber Metallica-maður. En hann gaf drengjunum skýr fyrirmæli. Ef þeir vildu vinna áfram með honum yrðu þeir að tileinka sér ný vinnubrögð, nálgast plötugerðina á allt annan máta en þeir hefðu gert á síðustu fjór- um plötum. Þetta leit hann á sem nauðsynlegt spark í rassinn á ráð- settri hljómsveit, hefði hún á annað borð hug á að endurglæða gamlan kulnaðan neista. Jafnrétti Svo fór á endanum að bassaleikari var ráðinn. Hann heitir Rob Trujilllo. Þeir kynntust honum fyrst á tónleika- ferðalagi 1993. Þá var hann í sveitinni Suicidal Tendencies sem hitaði upp fyrir Metallica. Þeir segjast þá þegar hafa tekið eftir þessum vígalega bassaleikara. „Sviðsframkoma hans var mögnuð, hann framkallaði feitan bassahljóm og var eðalnáungi,“ lýsir Hammett þessum fyrstu kynnum sínum af Trujillo. „Þetta var nákvæmlega sá bassa- leikari sem við þurftum á að halda fyrir nýja Metallicu,“ bætir Hetfield við. Trujillo lék á bassa í sveit Ozzys Osbournes þegar kallið frá Metallicu kom. Það var í gegnum Hammett en hann hafði endurnýjað kynnin við Tónlist á sunnudegi Skarphéðinn Guðmundsson Skiptir ný plata með Metallicu ennþá einhverju máli? Á þessi mikilvægasta harðrokksveit síðustu tveggja áratuga enn erindi við rokkunnendur nýrr- ar aldar? St. Anger er argasti reiðilestur, hávær yf- irlýsing frá endurnærðri hljómsveit um að hún eigi nóg inni, sé enn aðal og hananú! Reiðir, miðaldra menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.