Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 49
Trujillo í brimbrettaferð til Los Ang- eles. Fjórir bassaleikarar voru reynd- ir og allir, að Bob Rock meðtöldum, voru með það á hreinu að Trujillo væri rétti maðurinn. Og hann var samstundis innlimaður í Metallicu- fjölskylduna, gerður að félaga í Met- allicu-stofnuninni, fékk sæti í stjórn Metallicu, þar sem hið eina sanna lýð- ræði, fullkomið jafnrétti er haft í heiðri. St. Anger er nefnilega fyrsta plata sveitarinnar þar sem liðsmenn sömdu öll lögin saman allt niður í ein- staka hljóma og orð – en fram að því hafði sú ábyrgð að mestu hvílt á Hetf- ield . Naflaskoðunin, endurnærður vin- skapur Hetfields, Ulrichs og Hamm- etts, fyrirmæli Bobs Rocks, liðs- styrkur nýja bassaleikarans og lýðræðisskipanin nýja gáfu þann ávöxt, að sögn allra, að aldrei fyrr hafði verið eins auðvelt að gera plötu. Öll neikvæðnin sem gegnsýrt hafði samstarfið allt frá upphafi var á bak og burt og í staðinn var uppbyggileg gagnrýni og gagnkvæm virðing höfð í heiðri – einkunnarorð endurhæfðra, þroskaðra og upplýstra manna. Bræðralag En þrátt fyrir alla þessa jákvæðu strauma sem ríktu við gerð plötunnar þá reyndist útkoman kannski reið- asta og háværasta plata sveitarinnar frá ... And Justice For All, eins og nafn plötunnar, St. Anger, og tit- illagið sjálft gefa greinilega til kynna. Þeir segjast vel meðvitaðir um það og Ulrich segir orðið „anger“ eða „reiði“ lýsa best þeim 75 mínútum af tónlist sem platan samanstendur af. „En það er ekki þar með sagt að þessi kraftur sem hún býr yfir þurfi að vera neikvæður. Platan er einfaldlega upp- full af áleitinni reiði, geðshræringu og fítonskrafti. Titillinn finnst mér því frábær og gefa vel til kynna stemn- inguna á þessari plötu.“ Það var Hetfield sem datt niður á þennan viðeigandi titil. Það var við upptökur sem hann rak augun í nisti sem Hammett bar um hálsinn og spurði hann út í það. Hammett sagði það mynd af heilögum Kristófer (St. Christopher), verndara ferðalanga, nisti sem hann fengi sálarró af að bera er hann bærist milli báranna á brimbretti sínu. Þá á Hetfield að hafa sagt út í bláinn „St. Anger“ sem gæti útfærst „heilög reiði“ á íslensku. Og Hammett stökk um leið á nafnið og sagði það steinliggja. Upp frá því var platan aldrei kölluð neitt annað. Til stendur að fylgja eftir St. Anger með því að gera víðreist um gervallan heiminn og markmið sveitarinnar er að leika í eins mörgum löndum og mögulegt er. „Þetta bræðralag er orðið það öfl- ugt og við viljum endilega fá að sýna hversu vel stemmd Metallica er um þessar mundir.“ Í Bandaríkjunum mun sveitin spila ásamt öðrum rokksveitum undir yf- irskriftinni Summer Sanatorium ásam Limp Bizkit og Linkin Park m.a. „Þetta eru sveitir sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þeir taka allar eftirhermurnar sem fylgt hafa í kjöl- farið gjörsamlega í nefið,“ segir Lars Ulrich. skarpi@mbl.is St. Anger er komin út. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 49 HANNIBAL Lecter, morðóður maður með tilhneigingu til að borða fórnarlömb sín, og hugsjónamað- urinn og lögfræðing- urinn Atticus Finch, eru í efsta sæti yfir illmenni og hetjur kvikmyndasögunnar, samkvæmt Banda- rísku kvikmynda- stofnuninni, AFI. Anthony Hopkins lék geðlækninn Lect- er í Lömbin þagna (Silence of the Lambs) frá 1991 og tveimur framhalds- myndum en Gregory Peck var í hlutverki samviskusama lögfræðingsins Finch í Hermikráka drepin (To Kill a Mockingbird) frá árinu 1962. Báðir unnu þeir til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn. Næstmesta hetjan er Indiana Jones í Leitin að týndu örkinni (Raiders of the Lost Ark), sem Harrison Ford lék við góðan orð- stír. Í þriðja sæti kemur síðan James Bond (Sean Connery) í Dr. No frá 1962, sem var greinilega gott ár fyrir góðmenni. Rick Blaine (Humphrey Bogart) úr Casablanca frá 1942 skipar fjórða sætið. Konur eru líka vondar Af illmennum er líka nóg að taka í kvikmyndum og fær Norman Bates (Anthony Perkins) úr Psycho frá árinu 1960 heiðurinn af því að vera næstmesta illmenni kvikmyndasögunnar. Enginn annar en Svarthöfði úr annarri Stjörnu- stríðs-myndinni, sem gerð var (Star Wars – The Empire Strikes Back) frá árinu 1980, lendir svo í þriðja sæti enda hefur það aldrei þótt góð- ur kostur fyrir föður að reyna að fá son sinn til liðs við myrkraöfl. Konur fá smá pláss á lista yfir hetjur og illmenni því Hin illa norn vestursins úr Galdrakarlinum frá Oz (The Wizard of Oz) frá árinu 1938 og hjúkrunarkonan Mildred Ratched (Louise Fletcher) úr Gauks- hreiðrinu (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) fylgir fast á hæla henn- ar. Listi Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar var gerður eftir að 1.500 leikarar, leikstjórar, gagnrýnendur og kvikmyndasagnfræðingar kusu 100 óþokka og góðmenni úr 400 tilnefningum. Hundur, hákarl og tölva Einnig komust á hetjulistann anstæðingur Lecters, FBI-rannsókn- arlögreglumaðurinn Clarice Starling (Jodie Foster), T.E. Lawrence í Arabíu-Lawrence (Lawrence of Arabia), Spartacus, Superman og Bat- man í samnefndum myndum. Ein óvenjuleg hetja að því leytinu til að hún er ekki mennsk komst í 39. sæti listans en það var Lassie í mynd- inni Lassie komdu heim (Lassie Come Home). Af fleiri óþokkum sem komust á illmennalistann voru Regan Mac- Neil í Særingarmanninum (The Exorcist) og drottningin illa í Mjallhvít og dvergunum sjö (Snow White and the Seven Dwarfs). Ómennskar verur komust líka á illmennalistann því þar var að finna hákarlinn í Ókindinni (Jaws) og tölvuna HAL 9000 í 2001: Geimferðin (2001: A Space Odyssey). Mestu illmenni og hetjur Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecters í Lömbin þagna. Harrison Ford í hlutverki sínu sem fornleifafræð- ingurinn og ævintýramaðurinn Indiana Jones. kvikmyndasögunnar valin Presslink Hannibal Lecter og Indiana Jon- es ofarlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.