Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 56

Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 56
VONIR standa til þess að nýstár- legur tannlæknabor sem hægt er að stýra utan munns sjúklingsins, uppfinning Egils Jónssonar, tann- læknis á Akureyri, verði tilbúinn í haust til prófunar á fólki. Gangi þær „klínísku“ prófanir vel gæti sala á tækinu hafist um mitt næsta ár, að sögn Geirs A. Gunnlaugs- sonar, stjórnarformanns Globo- dent, fyrirtækis sem stofnað var vegna verkefnisins. Hér ræðir um tæki sem á að gera það jafneinfalt og fljótlegt fyrir tannlækni að nota staðlaða postulínsfyllingu og „silfur-“ eða plastfyllingar. Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að kostnaður við postulínsfyllingar verði sambæri- legur við aðrar, en þær eru mun dýrari í dag. Tækið verður framleitt í Dan- mörku en fyllingarnar á Akureyri. Búist er við því að um 80% tekna verði einmitt af sölu þeirra. Prófanir hafa sýnt fram á að ná- kvæmni við borun er meiri en framleiðendur gerðu sér vonir um í upphafi. Nái Globodent-aðferðin út- breiðslu breytist vinnuaðstaða læknisins sjálfs talsvert. „Í dag gerir tannlæknirinn holu í tönnina fríhendis og reynir að takmarka hana við þá skemmd sem þar er. Það er eiginlega engin fylling eins í neinni tönn en ef farin er þessi leið er valin stöðluð fylling sem passar við skemmd sem er fyrir hendi, síðan boruð nákvæm hola, með að- stoð þessa tækis, sem passar fyrir fyllinguna,“ segir Geir. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Harðarsonar verkefnisstjóra telja ýmsir, sem komið hafa að málinu, það stærsta ávinninginn hversu vinnuaðstaða tannlæknisins batni; að loksins sé eitthvað í sjón- máli sem tekur á því vandamáli tannlækna að þurfa að bogra mikið við vinnu sína. „Því fylgja eymsli í öxlum, herðum og hálsi – en með þessari nýju tækni er verið að færa vinnuna út úr munninum að veru- legu leyti og þar með verður vinnuaðstaða tannlæknisins allt önnur.“ Prófanir nýstárlegs tannlæknabors lofa góðu Vinnuaðstaða tannlækna sögð breytast mjög til batnaðar  Borað/22 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 10. júní. Að venju verður fréttaþjónusta alla hvítasunnuhelgina á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið mbl.is eða í síma 861-7970. Fréttavakt á mbl.is ÍSLENDINGAR eru meðal þeirra þjóða sem birta flestar vísindagreinar í viðurkenndum vís- indaritum, miðað við fólksfjölda. Frá 1997 til 2001 fjölgaði fræðigreinum íslenskra vísinda- manna í slíkum ritum um 66%. Þá hefur einka- leyfaumsóknum Íslendinga fjölgað verulega, bæði hjá Einkaleyfastofu Íslands og einkaleyfa- stofum Evrópu og Bandaríkjanna. Árið 2001 fengu íslenskir vísindamenn t.d. 19 skráð einka- leyfi hjá bandarísku einkaleyfastofunni, en fjór- um árum áður voru þau einungis þrjú. Þá hefur alþjóðasamstarf í vísindum og tækni vaxið ört og nú er svo komið að 21,3% af rannsóknarfé Íslendinga koma að utan. Í skýrslu Rannsóknarráðs Íslands til mennta- málaráðherra kemur fram að framlög til rann- sókna og þróunar hér á landi hafa vaxið ár frá ári. Árið 2001 náðu þau 3% af vergri þjóðar- framleiðslu, en það er viðmiðið sem ESB hefur sett aðildarríkjum sínum að ná fyrir árið 2010. Fyrirtæki, sem byggja á háþróaðri þekkingu, afla nú um 10% gjaldeyristekna landsmanna. Árið 2001 vörðu Íslendingar 22,5 milljörðum króna til rannsókna og þróunar. Tæpir 2⁄3 voru á vegum fyrirtækja en rúmur þriðjungur á vegum hins opinbera. Rannsóknarráð segir í skýrslu sinni að árið 1987 hafi hlutfall styrkja úr sjóðum ráðsins verið um 11–12% af heildarfjármagni til rannsókna og þróunar á Íslandi. Nú sé þetta hlutfall nálægt 3% af heild. „Árið 1993 var því lýst yfir af þáverandi ríkisstjórn að auka ætti hlutfall samkeppnissjóða í 25% af heildar- umsvifum rannsókna. Þróunin hefur því gengið í öfuga átt.“ 2.700 ársverk eru unnin í rannsóknum og þróun á Íslandi Fræðiritagreinum og einkaleyfum fjölgar ört  Góður árangur/20 GRÓÐUR virðist almennt vera tveim vikum fyrr á ferðinni í ár en venjulega og svo er einnig um frjókornin sem honum fylgja. Líklegt þykir að tíðni grasfrjóa nái hámarki í vikunni, en þau eru einn helsti valdur frjókornaofnæmis. Morgunblaðið/Jim Smart Gróður óvenju- snemma á ferð  Útlit er fyrir/6 SÆMUNDUR Jóhannsson var mættur að vanda í laugina eldsnemma í gær- morgun, en hann er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem taka daginn snemma og synda sér til heilsubótar. Sæmundur segist yfirleitt mæta í laugarnar um leið og þær eru opnaðar á morgnana, ef hann er ekki að vinna. Oftast fer hann í Kópavogslaugina en í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann hafði Árbæjarlaugin orðið fyrir valinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Sundsprettur í morgunsárið Á AKUREYRI verður í fyrsta skipti á Íslandi haldin alþjóðleg brúðuleikhúshátíð dagana 20.–23. júní næstkomandi. Það verða aðilar frá Svíþjóð, Danmörku, Reykjavík og úr Eyjafirði sem munu sýna brúðuleik og halda námskeið í brúðugerð. Brúðuleik- húshátíð á Akureyri  Fyrsta/C18 ÁHUGI Bandaríkjamanna á að vita meira um Ísland, íslenskar vörur og möguleika á ferðalögum til landsins hefur aukist, samkvæmt viðhorfs- könnun sem gerð var fyrir „Iceland naturally“, samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja sem starfa á Bandaríkjamarkaði. Þetta er þriðja könnunin sem gerð er á fjórum árum, segir í fréttatil- kynningu. Könnunin var gerð 19.–21. maí sl. og 1.039 Bandaríkjamenn svöruðu henni. Þegar spurt var hvort fólk hefði áhuga á að vita meira um Ísland fjölgaði þeim sem svöruðu játandi úr 22% í 34% frá árinu 2001. Merkjan- leg aukning varð á því hversu líklegt Bandaríkjamönnum þótti að þeir myndu ferðast til Íslands. 18% töldu það mjög líklegt en hlutfallið var 13% árið 2001. Þeim sem töldu afar ólíklegt að þeir myndu ferðast fækkaði úr 55% í 38%. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn sem hafa áhuga á útivist, náttúru og hreinleika áhugasamari um Ísland en aðrir hópar. Áhugi Banda- ríkjamanna á Íslandi eykst ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.