Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR plötutitlar okkarhafa verið tilraunir tilað endurspegla tíðar-andann hverju sinni,það skeið sem gat af sér lögin. Hail to the Thief (Dýrð sé þjófnum) gengur út á þá lyk- ilspurningu hvort fólkið ætli að standa upp og neita að kyngja þeim óleik sem ráðamenn eru að gera heimsbyggðinni eða fela sig innan veggja heimilis og bíða að- gerðarlaust í von eða óvon um að hlutirnir falli í rétt horf að sjálfum sér.“ Það er Ed O’Brien, gítarleik- ari einnar virtustu rokksveitar í heimi Radiohead, sem á orðið á hinum enda línunnar. Samtalið við blaðamann Morgunblaðsins fór fram fyrr í vikunni en tilefni þess var að umrædd plata kemur út á morgun. Fátt þykir markverðara í tónlistarheiminum en þegar þessi Oxford-sveit sendir frá sér plötu af þeirri einföldu ástæðu að leit er að annarri hljómsveit sem nýtur við- líka hylli, jafnt hjá almenningi sem skríbentum. Beðið eftir OK2 En það er ekki tekið út með sældinni að hafa gefið út meist- araverkið – sem menn ýmist telja vera The Bends eða OK Computer – snemma á ferlinum, að það skuli vera önnur eða þriðja plata sveitar sem ennþá telur sig eiga nóg inni og vera einungis skammt komin á þroskabrautinni. Og enn og aftur falla gagnrýn- endur í þann fúla pitt að bera plöt- una saman við meistaraverkin The Bends og OK Computer og velta sér upp úr þeirri forinni þar til plássið er á þrotum og ekkert svigrúm eftir til að ræða sjálft við- fangsefnið, plötuna Hail To The Thief, klárlega eina mikilvægustu hljómplötu sem gefin er út á þessu ári, hugsanlega yfir lengra skeið. Þetta er engin OK Computer, gott og vel. Slái þeir sem vilja á fingur drengjanna fyrir það. En aðrir, þar með taldir sjálfir liðsmenn sveitarinnar, hafa alls engan áhuga á að gera þá plötu aftur. Þeirra hjartansmál hefur alltaf verið að vaxa, þróa sig áfram, reyna eitthvað nýtt, eitthvað ann- að. En gjarnan hafa menn með- vitað eða ómeðvitað túlkað það sem viðleitni, tilraunir, til að vera eitthvað annað, einhver annar. Allt frá árdögum sveitarinnar hefur þessum blessuðu Oxford-fimm- menningum legið á hálsi að vera undir of sterkum áhrifum frá öðr- um. Í heimalandinu var fyrsti smellur sveitarinnar „Creep“ af- greiddur snarlega sem einhver Nivana-stæling, og sveitin og lagið náðu ekki vinsældum fyrr en Kan- inn hafði lagt blessun sína yfir það. Og svo þegar sveitin skipti öllum að óvörum rækilega um gír á Kid A, næstu plötu á eftir hinni farsælu og rómuðu OK Computer, þá fór enn að heyrast í þeim rödd- um sem sögðu tónlist Radiohead annars flokks útgáfu af annarri samskonar, þá raftónlist sveita á borð við Aphex Twin og Autechre. Enn heyrast þessar raddir í um- ræðunni um Hail to the Thief. Gagnrýnandi NME eyðir t.a.m. heilmiklu púðri í að furða sig á hvers vegna sveitin bögglast við að búa til eftirhermuraftónlist á með- an hún leiðir hjá sér sérgrein sína, grípandi og tilfinningaríkt popp- rokk í anda áður umræddra horn- steina, The Bends og OK Comput- er. Hvers vegna að sóa slíkum hæfileikum, er gjarnan spurt. Því- lík sóun, þvílík minnimáttarkennd? Af hverju ekki OK2? En hvers vegna að hjakka í sama farinu? Hvers vegna að gera sömu plöturnar aftur? Vægðarlaus sjálfsgagnrýni „Hver einasta plata okkar hefur verið svar við þeirri næstu á und- an, sem við einhverra hluta vegna eigum jafnan erfitt með að sætta okkur við,“ segir pollrólegur og vel máli farinn O’Brien. „Nú erum við að gera upp Amnesiac, erum ekki alveg nógu sáttir við hana, en það viðhorf kann vel að breytast með tímanum. Rétt eins og þegar við tókum OK Computer og Kid A í sátt.“ Kannski er það einmitt þessi vægðarlausa sjálfsgagnrýni sem gert hefur að verkum að sveitin hefur aldrei farið þá leið sem til hefur verið ætlast af henni, þeir hrökkvi hreinlega í kút þegar þeir skynja að þeir séu komnir í gömul hjólför. En liðsmenn eru ekki ein- asta gagnrýnir á sjálfa sig. Allt síðan þeir komust til áhrifa hafa þeir reynt hvað þeir geta til að beita þessum áhrifum sínum á uppbyggjandi máta og þeir eru fá- ir tónlistarmennirnir í dag sem öt- ulli eru og berorðari í þjóðfélags- gagnrýninni. Og sjaldan eða aldrei hefur þeim verið eins mikið niðri fyrir og á nýju plötunni. „Það er rétt, okkur lýst engan veginn á blikuna. Við óttumst í einlægni um framtíðina enda engin furða því ráðamenn heimsins hafa alið á þessum ótta, innprentað í okkur tilfinningu um ótta og óör- yggi í garð framtíðar, byggða á fortíðaróttanum, biturri og blóð- ugri reynslu mannkynsins.“ O’Brien segir þessa óttakenn- ingu Radiohead sambærilega þeirri sem Michael Moore leggur fram í heimildarmyndinni Í keilu fyrir Columbine. „Við höfum orðið varir við að fólk telji skilaboðin á plötunni and- amerísk, að það telji George W. Bush þjófinn sem getið er í titl- inum, en það er ekki svo einfalt. Við eigum ekki við neinn ákveðinn þjóðarleiðtoga, heldur getur það átt við alla vafasama valdamikla ráðamenn og stjórnendur stórfyr- irtækja. Þeir eru þjófarnir. Stel- andi völdum og eignum fólksins.“ Framtíðinni líka? „Nákvæmlega, vel orðað. Þjófar sem eru að stela frá okkur fram- tíðinni. Það er sannarlega eitthvað til að óttast.“ Aðgerðarleysið verst O’Brien segist vel gera sér grein fyrir hvernig þessi hræðsluáróður sveitarinnar kunni að virka á menn: „Auðvitað hljómar þetta eins og einhver samsæriskenning soðin saman af langt leiddum vænisjúklingum. En ég er þess fullviss að við tölum fyrir munn milljóna manna, fólks sem á fyrir einhverra hluta sakir ekki eins greiða leið að fjölmiðlum og við. Það væri því í raun óábyrgt af okkur að nýta ekki þá kærkomnu stöðu sem við erum í sem lista- menn.“ O’Brien segir þessi skilaboð rista dýpra og ná lengra en að fel- ast í titli plötunnar. „Það má vel greina þau sem rauðan þráð í gegnum plötuna allra. Þótt text- arnir fjalli kannski á yfirborðinu um eitthvað allt annað þá vísa ófá- ir þeirra misjafnlega beint til þessa megininntaks. Svo er það náttúrlega tónlistin sjálf, hún end- urspeglar á sinn hátt þennan ótta, þessa togstreitu sem heltekið hef- ur mannkynið og framtíð þess nú á tímum.“ O’Brien segist þess fullviss að listamenn geti lagt sitt af mörkum til að breyta heiminum, þó ekki væri nema með því að senda þau skilaboð til fólks að það skipti höf- uðmáli að taka afstöðu, láta sig umhverfið, stjórnmálin og framtíð- ina varða. „Verst af öllu er nátt- úrlega að sitja aðgerðarlaus og láta valta yfir sig. Ef við getum hreyft þannig við fólki, vakið það til vitundar um að rödd þess skipt- ir máli þá er ætlunarverkinu náð. Annars erum við engir pólitíkusar, bara popparar sem ekki stendur á sama.“ Ekki vill hann þó meina að þeir líti á sjálfa sig sem predikara. „Við erum ekki beint að upplýsa fólk, heldur kannski frekar að veita ákveðnum viðhorfum stuðning, viðhorfum sem einhverra hluta vegna eiga mjög undir högg að sækja í nútímasamfélagi. Þannig veitum við þessu fólki líka nauð- synlegan styrk, látum það vita að það standi ekki eitt í þessari bar- áttu.“ O’Brien segist löngu hættur að skilja markaðsráðandi fjölmiðla í heiminum, skoðanir sem þeir miðli séu svo algjörlega á skjön við þær sem fólkið, í kringum hann hafi. „Mér finnst allt hugrekki vera horfið úr blaðamennsku. Það þorir enginn lengur að viðra skoðanir sem sigla á móti meginstraumnum vegna þeirrar hættu við að vera stimplaður öfgasinnaður eða hættulega mikið á jaðrinum. Þetta á ekki aðeins við þá blaðamenn sem fjalla um alþjóðapólitíkina heldur einnig tónlistarblaðamenn og gagnrýnendur. Þeir lýsa allir meira og minna yfir sömu einsleitu og hættulausu skoðuninni. Auðvit- að eru inni á milli mjög færir og vandaðir blaðamenn sem fylgja eigin sannfæringu og gefa öllum hagsmunatengslum og valdatafli langt nef. En upp til hópa er þetta vel launað lið á mála hjá risafyr- irtækjum sem teygja anga sína og hagsmuni í allar áttir samfélags- ins, blaðamenn sem vinna fyrir Rupert Murdock og hans líka. Fjölmiðlar hans lúta aðeins einu lögmáli, sem er að selja nógu mik- ið, græða eins mikinn pening og hægt er, með öllum mögulegum ráðum. Á slíkum fjölmiðlum eru aldrei sagðar fréttir sem mögulega gætu skaðað hagsmuni eig- endanna. Ég er ekki að kenna blaðamönnum þessara miðla um slægleg vinnubrög, þeir eiga fárra annarra kosta völ, vilji þeir halda vinnunni.“ Aðspurður hvort hann starfi ekki við viðlíka skilyrði, vel laun- aður launþegi risafyrirtækis, út- gáfurisans EMI, þá svarar O’Brien því til að hann sé sem betur fer það lánsamur að geta viðrað skoð- anir sínar óáreittur; „kannski vegna þeirrar óvenjulegu stöðu að það þjónar fjárhagslegum hags- munum vinnuveitanda míns að ég og við séum við sjálfir og segjum hvað okkur liggur á hjarta. Við tækjum reyndar ekki annað mál. En við áttum okkur alveg á þeim forréttindum sem við njótum sem vinsælir listamenn. Það eru mikil forréttindi að geta viðrað skoðanir sínar og listsköpun við fólk sem vill hlusta og taka eftir.“ Unnið í anda The Smiths Liðið er rétt um það bil ár síðan vinnan við plötuna hófst. Það var í febrúar 2002 sem Thom Yorke fékk félögum sínum í hendur 3 geisladiska fulla af hugmyndum, prufuupptökum og hálf- eða full- kláruðum lögum. Sveitin tók tvo mánuði í að melta efnið. Æfingar hófust svo í maí og júní, en tón- leikaferð í júlí setti strik í reikn- inginn og plötugerð í salt. Það var svo um haustið sem æfingar voru teknar upp aftur og hljóðritunin hófst svo fljótlega upp úr því. Í það heila vörðu þeir sjö vikum í hljóðverinu, bæði heima í Oxford- skíri og í Hollywood, sem er stysti tími sem hefur tekið sveitina að gera plötu síðan fyrsta platan Pablo Honey var tekin upp á þremur vikum. Miðað við þessar tvær, nýjustu og fyrstu, tók gerð hinna heila eilífð, The Bends sex- tán vikur, OK Computer hálft ár og Kid A ár. O’Brien ítrekar þó, til að gæta sanngirni, að taka beri æfingartímann með að þessu sinni, því öll hin skiptin æfði sveitin lög- in í hljóðverinu, en nú mætti hún fullæfð með lögin svo gott sem klár, enda fullyrðir hann að hljóð- ritanirnar á plötunni séu þær mest lifandi sem sveitin hafi gert. „Vild- um líka sanna fyrir sjálfum okkur að við gætum unnið eins og fyr- irmyndin okkar The Smiths.“ Sigur Rós og íslenska náttúran O’Brien segir það lengi hafa ver- ið á stefnuskránni hjá honum og öðrum í sveitinni að heimsækja Ís- land. „Okkur dauðlangar í rauninni. Allt síðan við vorum á tónleika- ferðalagi með Sigur Rós og þeir sögðu okkur frá fegurðinni og kraftinum í náttúru landsins. Þeir sögðu okkur líka frá því að það jafnaðist ekkert á við það að fara í siglingu að kvöldlagi og sigla með vogskorinni strandlengjunni.“ O’Brien segist þess fullviss að töfrarnir í tónlist Sigur Rósar eigi rætur að rekja til náttúruaflanna, að allan þennan kraft og tilfinn- ingar í tónlist þeirra hljóti þeir að einhverju að sækja í íslensku náttúruna. „Það væri ekki amalegt að geta sótt innblástur í slík öfl. Við eigum örugglega eftir að leika það eftir einn góðan veðurdag, þegar við þörfnust slíks innblást- urs.“ Hail to the Thief kemur út á morgun mánudag. Sala á plötunni hérlendis hefst á miðnætti í kvöld sunnudag í verslun Skífunnar, Laugavegi 26. Dýrð sé þjófum framtíðar Þeir taka sjálfa sig og tónlist sína grafalvarlega og hafa alltaf gert. Þeir eiga tvær af rómuðustu plötum síðustu áratuga en vilja síst af öllu gera þær plötur aftur – og aftur. Skarphéðinn Guð- mundsson ræddi við Ed O’Brien, gítarleikara Radio- head, um sjöttu plötu sveit- arinnar Hail to the Thief, sem er beint til ráðamanna heimsins, þjófa framtíðar- innar. AF EÐA Á: Radiohead-liðar vilja öðru fremur koma því til leiðar með tónlist sinni að fólkið taki afstöðu, segi já eða nei. Fyr- irsæta sveitarinnar, Thom Yorke, sýnir og sannar hér að öllum brögðum er beitt til að koma skilaboðum áleiðis. skarpi@mbl.is ED O’BRIEN: „Við óttumst í einlægni um framtíðina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.