Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AMBÚÐIN við Jökulsá áDal getur verið háskaleg;fljót sem rutt hefurDimmugljúfrin, hrikaleg-ustu gljúfur á Íslandi. Andstæðurnar eru miklar. Á fallegu bæjarstæði í hlíðinni ofan við fljótið stendur Klaustursel. Og iðjagræn túnin liggja upp með ánni hvert af öðru; stundum er eins og þau hangi utan í berginu og á einum stað er ekið undir háan fossinn í Fossá til að komast upp með Jöklu, þetta gruggugasta vatnsfall á Íslandi, yfir á næsta tún. Heimkeyrslan liggur yfir Jöklu á mjórri járnbrautarbrú, sem flutt var frá New York. Þau hjónin, lista- konan Ólavía Sigmarsdóttir, og Að- alsteinn Jónsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda hafa beitt sér fyrir því að fá nýja brú, því um hana komast ekki rútur og erfitt er um aðföng. Ólavía er í vinnufötum þegar hún tekur á móti blaðamanni í saumastofunni. – Fyrirgefðu útganginn á mér; ég var að mála, segir hún vingjarnleg og blátt áfram. – Nú ertu líka listmálari? spyr blaðamaður hissa. – Ég var nú bara að mála klósett- hurðina, svarar hún og hlær. Tvö þúsund gestir Hún opnaði saumastofuna al- menningi fyrir tæpum áratug og gestirnir hafa aldrei verið fleiri en í fyrrasumar. – Það komu hingað tvö þúsund manns, segir Ólavía. – Mamma, þeir voru 2.313, segir Marteinn, 11 ára sonur hennar, og vill hafa töluna rétta. – Koma þá rútur með ferðamenn? spyr blaðamaður forvitinn, því Jök- uldalur telst vart í alfaraleið. – Nei, straumurinn er mestur í júní, júlí og ágúst, aðallega Íslend- ingar á einkabílum. Það koma líka rútur, en ekki margar. – Er þetta fólk þá að gera sér ferð sérstaklega til að koma á vinnustofuna? – Sumir, svarar hún, en það er líka hægt að aka hring, þar sem far- ið er um Fljótsdalinn að Snæfelli, niður í Hrafnkelsdal, þaðan að Kárahnjúkum og síðan áfram hér út Jökuldalinn. Einnig er hægt að fara hring með því að aka upp Jökuldal- inn, koma við hér, fara upp á heið- ina hjá Brú og út í Sænautasel og síðan út á hringveginn. – Hefurðu nóg af vörum fyrir allt þetta fólk? – Það er nú varla, svarar hún. Ég er yfirleitt búin með allar mínar vörur þegar líður á ágúst. En ég sel líka fyrir fólk hér í sveitinni. Byrjaði á eldhúsborðinu Í saumastofunni gerir Ólavía töskur, hatta, pyngjur, myndir og margt fleira úr hreindýraskinni. Skinnið kaupir hún af veiðimönnum og sendir í sútun til Skinnaiðnaðar á Akureyri. Þar fær hún skinnið litað og tilbúið til vinnslu. Að auki vefur hún trefla, veski og fleira úr ull. Svo selur hún vörur á vinnustofunni frá þremur til fjórum konum í sveitinni. – Það er ekkert komið af þeirra vörum ennþá, segir hún. Ævar son- ur minn verður fermdur um helgina [í dag] og ég vil ekki fá neitt fyrr en eftir það. Enda er mesti annatíminn ekki byrjaður. – Hvað er það sem konurnar búa til? – Það er fjölmargt, s.s. skartgrip- ir úr leðri, handmálaðir steinar, laufabrauð úr leir, lopapeysur og sokkar. – Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér. – Það er erfitt, svarar hún og dæsir. Það eru engir dagar eins. Þegar ég er að gera vörur úr hrein- dýraskinni, eins og töskurnar, þá byrja ég á að teikna upp hugmyndir og bý til sniðin. Svo fer ég að sníða og vinn mig út frá því. Ég reyni að nota hugarflugið til að skreyta vör- urnar, t.d. nota ég alltaf efnivið úr hreindýrahorni á hattana. Hafði aðeins prjónað á börnin Ólavía byrjaði að vinna úr hrein- dýraskinni að frumkvæði Aðalsteins Aðalsteinssonar frá Vaðbrekku fyrir um fimmtán árum, en hann vildi finna leið til þess að nýta þessar af- urðir. – Hann fór að gera tilraunir með hreindýraskinn og lét súta það til að athuga hvort ekki væri hægt að nýta skinnið, segir hún. Svo fórum við að spreyta okkur á því að vinna úr því. Það var í fyrsta skipti sem ég fékkst við svona lagað. Ég hafði aldrei gert meira en að prjóna á börnin og því síður selt neitt. Hún hafði fyrst aðstöðu í litlu herbergi inni í bænum, sneið vör- urnar á eldhúsborðinu og fór með þær á markað á Egilsstöðum. – Ég áttaði mig fljótlega á því að ef ég ætlaði að halda þessu áfram yrði ég að gera eitthvað því þetta gekk ekki upp eins og það var. Þá kviknaði sú hugmynd að byggja saumastofu, þannig að ég hefði nægt rými. – Hefurðu nógan tíma til að sinna þessu fyrir bústörfum? – Ég kem ekki mikið að bústörf- unum yfir veturinn. Það kemur fyrir að ég þarf að hugsa um féð ef bónd- inn er á fundum. En annars nota ég allan veturinn og sumrin eins og ég get. Þá hef ég skamman tíma, en reyni að sauma á morgnana og aftur á kvöldin. Yfir daginn kemst nánast ekkert annað að en að sinna gest- um. Hann kom í heimsókn Ólavía er fædd í Reykjavík og uppalin í Laugarási í Biskupstung- um. Móðir hennar heitir Sigríður Pétursdóttir og faðir hennar hét Sigmar Sigfússon. Sigríður kann ýmislegt fyrir sér í hannyrðum og saumar út og Sigmar var einnig lag- inn í höndunum, lærður rennismið- ur og rak verkstæði. Á saumastof- unni hjá Ólavíu er falleg kertaljósakróna sem Sigmar smíð- aði og gaf dóttur sinni í afmælisgjöf. – Það segir svolítið um hvað hann var laghentur, segir hún og heldur áfram: Síðustu árin sem hann lifði fékkst hann við að gera við gamla hluti, gera upp gamlar ljósakrónur, smíða lamir í gömul hús og fleira. Ólavía bjó í Biskupstungum þar til hún var 18 ára. Þá settist hún að í Klausturseli með Aðalsteini, en það eru æskustöðvar hans. – Þegar ég var 17 ára fór ég í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og þar kynntumst við, segir hún. – Hvernig bar það að? – Æ, það er bara eins og gerist. Hann kom í heimsókn. – Og þér leist svona vel á hann? Morgunblaðið/Pétur Blöndal Hreindýrin Sóley og Baldursbrá hlýða kalli Ólavíu. Dýravinirnir Marteinn, með kanínuna, og Guðrún, hjá álftinni. Ólavía vefur ull á vefstólnum og hjá henni er trefill og veski sem hún hefur ofið. Á ekki eftir að sakna Jöklu Á saumastofu listakonunnar Ólavíu Sigmarsdóttur í Klausturseli fást heimaunnar vörur úr hreindýraskinni og sitthvað fleira. Pétur Blöndal talaði við hana um hrein- dýrin í heimahaganum, lífið á saumastofunni og sambúðina við Jöklu. ’ Skömmu eftir að við opnuðumsaumastofuna ákváðum við að vera með hreindýr til að trekkja að gesti. ‘ ’ Í saumastofunni gerir Ólavía tösk-ur, hatta, pyngjur, myndir og margt fleira úr hreindýraskinni. ‘ ’ Þetta [Kárahnjúkavirkjun] er ekkigott fyrir landið, en það þarf að finna fólki eitthvað að gera. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.