Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Hvað varstu að gera í Tallin? Ég fór þangað sem fulltrúi Íslands á stjórnarfund í EUTO, European Union Of Tourist Officers. Í þeirri stjórn er einn fulltrúi frá hverju aðildarlandi að Evr- ópusamtökum ferðamálafulltrúa. Það var tekið á móti okkur í Eistlandi af mikilli gest- risni og okkur sýnt brot af því besta sem borgin og nágrenni hennar hefur upp á að bjóða. Hvar gistuð þið? Við gistum á Villa Stahl sem er aldeilis frábær stað- ur og þar var fundurinn einnig haldinn. Húsið tengist mjög sögu landsins, það var byggt af Stahl-fjölskyldunni 1936, en í seinni heimsstyrjöld- inni var það yfirtekið af rússneska hernum. Og það var ekki fyrr en 1993 að Villa Stahl komst aftur í hendur réttra eigenda. Fjölskyldan endurnýjaði húsið þá hátt og lágt og opnaði þar lítið hótel árið 2002. Herbergin eru aðeins 8 talsins, öll vel búin og hvert þeirra hefur sitt eigið nafn á stórborgum Evrópu. Fundarherbergi er á efstu hæðinni fyrir 14 manns og veitingastofa í kjallaranum. Villa Stahl er vel staðsett í Kadriorg Park í göngufæri frá for- setahöllinni og sjónum. Aðeins nokkrar mínútur tekur að komast í miðbæinn. Mælir þú með sérstökum stöðum til að skoða? Já, já, það voru margir skemmtilegir staðir sem við skoðuðum. Kadriorg Park umlykur höllina sem Pét- ur mikli byggði sér í Tallin 1718. Þar er nú listasafn sem gaman er að heimsækja, m.a. eru þar fjöl- breytt verk vestur-evrópskra og rússneskra meist- ara, myndlist og postulín, auk þess sem höllin sjálf er sannkallað listaverk í barokkstíl. Gamli bærinn í Tallin er á heimsminjaskrá Unesco vegna vel varðveittra bygginga og minja frá mið- öldum. Hann er sjarmerandi með þröngar stein- lagðar götur og þar leyndust skemmtilegir staðir og iðandi mannlíf. Í matarmenningunni kennir áhrifa frá Þýskalandi að sögn heimamanna, en tungumálið hljómar eins og finnska, enda skylt. Í miðbæ Tallin heimsóttum við t.d. nokkur skemmti- leg veitingahús. Eitt þeirra, Kuldse Notsu Körts Estonian Country Restaurant, var með þjóðlegan mat en við snæddum líka á mjög vinsælum veit- ingastað, Balthasar, sem þeir kalla fyrsta eistneska hvítlauksstaðinn en hann var opnaður árið 1999 í miðaldabyggingu sem áður hýsti apótek á torginu í miðbænum. Þá bauð þriðji staðurinn, Medieval restaurant Olde Hansa, sem er í sögulegu húsi frá 15. öld, upp á franskan matseðil og þar voru þjón- arnir klæddir upp eins og skytturnar þrjár.“ Er landið fallegt? „Landið er skógi vaxið og ströndin falleg og án efa verður þetta einn af fjölsóttum ferðamannastöð- um framtíðarinnar. Við heimsóttum, þjóðgarðinn Lahemaa National Park og Altja, fallegt lítið sjáv- arpláss. Við snæddum í Altja Tavern þar sem boðið var upp á bráðskemmtilegt sjávarréttahlaðborð að hætti heimamanna. Í þjóðgarðinum hafa fjölmörg höfðingjasetur verið opnuð almenningi og við heimsóttum eitt slíkt, Palmse manor frá 18 öld. Þar sáum við hvernig þýskur jarl hafði búið í glæsilegri höll með stóran lystigarð, vetrargarð undir gleri og sitt hvort brugghúsið, annað fyrir vodka. og hitt fyrir bjór." Gamli bærinn í Tallin er mjög sjarmerandi, þröngar steinlagðar götur, og þar leynast ýmsir skemmtilegir staðir sem gaman er að heimsækja segir Ásborg Arnþórsdóttir sem er nýkomin úr vel heppnaðri reisu frá Eistlandi. Ásborg segir að gamli bærinn í Tallin sé á heimsminjaskrá Unesco. Iðandi mannlíf í Tallin Bændagisting á við 5 stjarna hótel Í útjaðri þorpsins er síðan bænda- gisting sem Dominique segir að jafn- ist á við fimm stjarna hótel. „Hún er í stóru húsi frá 17. öld og herbergin stór og falleg. Hjónin sem reka heimagistinguna eru vínbændur og það var stórkostlegt að borða hjá þeim. Á morgnana eru þau með árbít á veröndinni en á kvöldin reiða þau fram himneskar krásir enda kom það á daginn þegar ég kynntist þessum hjónum að hann hefur yndi af mat- argerð. Hann lauk upp fyrir mér Þ ETTA er lítið, ynd- islegt þorp á mörk- um Toscana og Liguria,“ segir Dominique Pledel sem í fyrrahaust lagði land undir fót og fór að heimsækja Tai Chi kennarann sinn sem búsettur er á Ítalíu í norð- urhluta Toscana við þorpið Licciana Nardi. „Landslagið er ekki eins og víðast hvar í Toscana. Þarna er fjalllendið meira og allt skógi vaxið. Kastalar frá miðöldum eru á hverju strái og stutt niður að sjó og að stórkostlegum þjóðgarði sem heitir Cinque Terre. Það má í raun segja að þorpið og sveitin í kring hafi kosti Liguria héraðsins og Tosc- ana en þorpið liggur eiginlega á mörkum þessara tveggja héraða.“ Dominique segir að þorpið Licc- iana Nardi sé lítið og þar sé ekki mik- ið um ferðamenn en það sé ótrúlega lifandi og skemmtilegt. „Þarna röltir maður ásamt ítölsku húsmæðrunum í þorpsbakaríið og kaupir kastaníubrauð af bakaranum sjálfum og síðan gengur maður yfir til kjötiðnaðarmannsins sem er með sín- ar heimalöguðu ítölsku pylsur. Þorpið Licciana Nardi í Toscana á Ítalíu Gönguleiðirnar um þjóðgarðinn eru vinsælar og vel skipulagðar innan um vín- ekrur og ólífutrjálundi. Gengið er milli fimm þorpa sem eru við Miðjarðarhafið. Hægt er að taka lest til næsta þorps ef fólk vill hvíla sig, eða taka lest til baka. Morgunblaðið/Arnaldur Dominique Pledel Hún borðaði nýtínda sveppi í morgunmat, keypti kastaníubrauð hjá þorpsbakaranum og vínbóndinn lauk upp fyrir henni leynd- ardómum ítalskrar matargerðar. Dom- inique Pledel segir að það hafi verið æv- intýri líkast að heimsækja þorpið Licciana Nardi í Toscana á Ítalíu.                                                         Dominique tíndi sveppi á Ítalíu og segist nú kunna að meta nýsteikta sveppi og tebolla í morgunmat. Þarna er fólk ekki alltaf að flýta sér Hvaðan ertu að koma? Í sumar verður á ferðasíðunum vikulega sagt frá ýmsum uppákomum og hátíð- um víða um land sem ferðalangar geta tekið þátt í. JÚNÍ 12. Fransmenn á Íslandi. Safn með þessu nafni opnað á Fá- skrúðsfirði. Safnið verður opið alla daga í sumar. 12.–15. Kórstefna við Mývatn. Fyrsta kórastefnan á Íslandi, Tónleikar þátttökukóra og sameiginlegur hátíðar- kór flytur tónverk 13.–17. Borgfirðingahátíð í Borgarfirði. Hátíðin hefst óformlega á tónleikum 12. júní með Grábrókartríóinu sem nefnast Forleikur að Borgfirðingahátíð. Á föstu- deginum verða sýndar stuttmyndir eftir Óskar Þór Óskarsson þar sem sagt er frá lífinu í Borgarnesi á stríðsárunum og frá netaveiðum í Hvítá. Þessar myndir verða einnig sýndar á laugardeginum. Einnig verða í íþróttahúsinu ýmsar uppákomur og skemmtiatriði. Meðal dagskrárliða á hátíðinni er baðstofu- kvöld, kvennaskokk, markaðstorg, fyr- irtækjakynningar, leiktæki, andlitsmálun fyrir börn, flugdrekamót, afmælis- golfmót, kassaklifur, veiði, þríþraut, sveitaböll, kajaksiglingar og bátasigl- ingar, varðeldur, tónleikar og fleira. Á sunnudag er öllum boðið í morgunverð í Skallagrímsgarðinum og útimessa í framhaldi af því. Vélhjólaklúbbur Borg- arfjarðar verður með hópkeyrslu og sýn- ingu á hjólunum. Í Skorradalsskógi verða skógarverðir með leiðsögn og skipulagðar gönguferð- ir verða um allan Borgarfjörð og Sögu- hringur í Borgarnesi. Alla helgina verður opin sýning í Safna- húsi Borgarfjarðar í Borgarnesi um skóga og nýtingu þeirra áður fyrr og í Reykholti – Heimskringlu er einnig sögu- sýning. Nánari upplýsingar um dagskrárliði há- tíðarinnar fást á slóðinni www.borgarbyggd.is. 14. og 15. Bláskógablíðan. Bláskógablíða í Bláskógabyggð. Kynning á svæðinu, þjónustu, búsetu og frístundabyggð. Ýmsar uppákomur, opin hús og fleira um alla sveit. 14. Vígsla listamannastofu í Fróðá á Safna- svæðinu Görðum á Akranesi. Listastofa í Fróðá verður í einu af upp- gerðu húsunum á Safnasvæðinu Görð- um. Þar verður fagfólk í handverki með vinnuaðstöðu og um helgina verður handverksmarkaður á svæðinu. 15. Menningarhátíð í Galtalæk. Á menningarhátíð í Galtalæk kemur Scooter Lee kántrýsöngkona í heimsókn og m.a. Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfs- son. Göngudagur í Tungusveit. Fjallganga fyrir fjölskylduna og kaffiveit- ingar í Sævangi. Afmælishátíð Heimilisiðnaðarfélagsins í Árbæjarsafni. Fyrirlesarar og fróðleikur um bátasmíð, vattarsaum og þjóðbúninga. Þjóð- dansar. Vikan framundan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.