Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 16
Landnám á Ítalíu Á ferð um Evrópu með mafíuna á hælunum.  SEM kunnugt er vann Arn- aldur Indriðason þann fá- heyrða sigur fyrir skemmstu að hljóta Glerlykilinn annað ár- ið í röð. Þessi eftirsóttu verð- laun eru veitt fyrir bestu saka- málasögu skrifaða af Norðurlandabúa. Arnaldur skrifar einstaklega myndræn verk sem stökkva nánast fullbúin á tjaldið, en þessi vin- sælasti rithöfundur þjóðar- innar nú um stundir var einmitt kvikmynda- gagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil. Það kemur því ekki á óvart að kvikmyndaframleið- endur fylgjast grannt með því sem úr penna met- söluskáldsins flýtur. Hefur hann þegar selt réttinn á Mýrinni, verðlaunabókinni um Erlend Sveinsson og félaga hans í rannsóknarlögreglunni, og Napóleonsskjölunum. Sú bók er af toga al- þjóðlegra spennusagna um leyniþjónustumakk stórveldanna, forherta spæjara og óbótamenn og stríðsglæpi frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Bragðbætt með jökulköldu, alíslensku ívafi. Snorri Þórisson, sem er með Napóleonsskjölin á sinni könnu, tjáði blaðinu að vinna við handritsgerð bókarinnar væri vel á veg komin og von á end- anlegri gerð þess í næsta mánuði. Upp úr því geta hjólin farið að snúast. Undirbúningur Napóleons- skjalanna í fullum gangi Arnaldur Indriðason  ÍRSKI leikarinn Liam Nee- son er að undirbúa sig við Há- skóla Indianafylkis fyrir hlut- verk kynlífskönnuðarins Alfred Kinsey. Sem kunnugt er gerði Kinsey garðinn frægan sem frumkvöðull í rannsóknum á kynlífshegðun landa sinna á síðasta áratug, en í þær er oftlega vitnað enn í dag. Mun myndin bera eftirnafn þessa nafntogaða vísindamanns sem varpaði nýju og oft óvæntu ljósi á þennan áður ofur viðkvæma málaflokk og enginn vafi á að hér er kjarnmikið myndefni á ferðinni ef vel er með farið. Kvik- myndagerðin lofar góðu enn sem komið er því handrit og leikstjórn er í höndum Bills Condon, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit Gods and Monsters (sem hann leikstýrði einnig) og var tilnefndur í sama flokki í vetur fyrir Chicago. Með önnur aðalhlutverk fer mannvalið Ian McKellen, en sigrar hans á leiklistarsviðinu gætu fyllt síð- una, og Laura Linney, sem hlaut fjölda verðlauna og Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í You Can Count On Me (’00). Fer hún með hlutverk eiginkonu og samstarfsmanns höfundar Kinsey- skýrslnanna. Hjónin unnu þessar yfirgripsmiklu rannsóknir á vegum Indianaháskóla. Kynlífskönnuður kvikmyndaður Liam Neeson  KANADÍSKI söngfuglinn Al- anis Morissette er nýjasta skrautfjöðrin í stórmyndinni One of Those Things, sem fjallar um ævi tónlistar- goðsagnarinnar Cole Porter. Tökur hefjast í London síðar í mánuðinum og mun Kevin Kline fara með hlutverk tón- skáldsins, Ashley Judd leikur eiginkonu hans og fjölmargir tónlistarmenn koma við sögu, þ. á m. Robbie Williams, Elvis Costello, Sheryl Crowe og Diana Krall. Alanis leikur í mynd un goðsögn Alanis Morissette  SYLVESTERStallone er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir slakt gengi að und- anförnu, en síðasta myndin hans fór beint í myndbanda- dreifingu. Nú er kappinn að undirbúa tökur á Rampart Scandal, sem fjallar um morðin á rappstjörnunum Tupac Shakur og Biggie Smalls. Sjálfur mun Stallone leika Rus- sell Poole, lögreglumanninn sem rannsakaði morðmálin í Los Angeles. Stallone mun einnig leikstýra og skrifa handritið. Tökur hefj- ast í september. Stallone í startholunum Sylvester Stallone ÁTVAGLIÐ Grettir er búinnað hjálpa lesendum að kom-ast á léttu nótunum inn í daginn (jafnvel bjarga honum), í á annan áratug en sjálf á þessi þrif- lega teiknimyndahetja 25 ára af- mæli seinna í mánuðinum. Það er því við hæfi að Hollywood sýni honum virðingu og geri um hann mynd í fullri lengd á þessum tím- um aragrúa kvikmynda byggðra á hasarblaðafígúrum. Grettir er með vinsælustu teiknimyndasögum samtímans og kvikmynd byggð á kaldhæðnisleg- um samskiptum hans við eigand- ann Jón, hefur lengi verið á óska- lista framleiðenda. Reyndar er spurning hvor þeirra fer með hús- bóndavaldið á heimilinu en hitt fer ekki á milli mála að sá sem ber höfuð og herðar yfir aðra þar á bæ hvað and- legt atgervi snertir er fressið bröndótta. Jón og hundur hans, Oddi, eru hinsvegar á svipuðu róli í þokudumbungi gáfna- tregðu. Myndir eru oft lengi á teikniborðinu í Hollywood og ástæðurnar jafn margar og þær eru ólíkar. Orsök langra fæðingarhríða kvik- myndarinnar um Gretti er aug- ljós: Leikari fær um að túlka margslungið eðli þessa sjálfs- elska og húðlata fyrirbrigðis lá ekki á lausu. Síðan kom CGI, stafræna tölvugrafíkin til sögunnar og þar með var sá vandi leystur. Við höfum séð hana notaða í myndum á borð við Babe og Scooby Doo og Grettir verður á sömu nótum; Að- alsöguhetjan tölvuteiknuð, en með hefðbundinn bakgrunn og alvöru- leikurum. Reyndar mun hund- urinn Oddi vera bæði unn- inn með CGI tækninni og „leikinn“ af raunveruleg- um hundi. Grettir hefur reyndar brotið sér leið út af síðum blaðanna því það hefur verið gerður um hann röskur tugur teiknimynda fyrir sjónvarp og kom fressið þar í kjölfar félaga sinna úr teiknimyndasöguheimin- um eins og Peanuts, sem eru les- endum að góðu kunnir undir nafn- inu Smáfólkið. Græðgi er góð Margir hafa velt því fyrir sér hversvegna Grettir varð jafn vin- sæll og raun ber vitni. Allt frá því hann birtist í bandarískum blöðum og skömmu síðar um heiminn þveran og endilangann, hefur hann haldið frægðinni óskiptri í 25 ár. Prýðir nú síður 2.600 dagblaða Lísa, mjólkurpósturinn og dular- fullur náungi að nafni Kátur. Að öðru leyti hefur enn sem komið er lítið spurst til sögupersóna og at- hafna þeirra. Mannskapurinn á bak við myndina Breski leikstjórinn Peter Hew- itt hefur verið ráðinn að gerð myndarinnar um Gretti, en hann á að baki vel lukkaðar gamanmyndir eins og The Borrowers og Þrumu- brækur – Thunderpants, sem ver- ið er að sýna hérlendis um þessar mundir. Handritshöfundarnir eru heldur ekki af verri endanum því auk Davis eru það engir aðrir en Joel Cohen og Alec Sokolow sem sjá um þann veigamikla þátt. Tví- menningarnir eiga m.a. að baki Toy Story, eina bestu af mörgum frábærum tölvugrafíkmyndum sögunnar. Dean Cundy, sem sér um kvikmyndatökuna, er heldur enginn aukvisi, á að baki fjölmörg stórvirki og hefur tölvugrafíkin komið við sögu í mörgum þeirra. Meðal mynda hans má nefna Júra- garðinn, Honey I Shrunk the Kids, Flubber, Aftur til framtíðar-bálk- inn, Apollo XIII:, og síðar á árinu verður frumsýnd nýjasta myndin hans, Looney Tunes Back in Bus- iness. Það er enginn vafi á því að fram- leiðendurnir hafa fundið hárréttan mann til að raddsetja letihlunkinn Gretti, því hann er engin annar en Bill Murray, einn svæsnasti háð- fugl og lúmskasti gamanleikari samtímans. Jón verður í höndum Breckins Meyer, sem sýndi að hann á gott með að leika algjör flón í gaman- myndinni Road Trip. Jennifer Love Hewitt, sem lék m.a. í The Tuxedo og Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar, fer með hlutverk dýralæknisins Lísu og gamall kunningi úr milljón myndum, Stephen Tobolowsky, leikur Kát – sem að líkindum er skúrkurinn. John Davis framleiðir myndina fyrir 20th Century Fox, en hann á að baki einar 75 myndir á borð við Daddy Day Care, Dr. Dolittle I. og II., Behind Enemy Lines, Cour- age Under Fire, og er einn lang- farsælasti framleiðandi kvik- myndaborgarinnar. Jim Davis, höfundurinn og heil- inn á bak við Grettisveldið (sem auk útgáfuréttarins stendur á bak við stóriðnað tengdan fígúrunum, fatnað, leikföng, gjafavörur, ofl.), hefur látið hafa eftir sér: „Myndin verður sígildur Grettir, og það þýðir FYNDIN!“ Aðdáendur myndasögunnar geta tekið undir það og vonað að þessi snjalli brandarakarl standi við orð sín. flaður nægir ekki til grípur belg- urinn til óyndisúrræða, ofbeldis og svika. Er ekkert heilagt. Heimilishundurinn Oddi er á sama hátt ýkt mynd af „besta vini mannsins“. Davis er greinilega „kattamaður“ frekar en hundavin- ur, því í Odda greyinu er einkum að finna þá eðlisþætti hunda sem fara í taugarnar á sumum katta- vinum. Undirlægjuhátt, sleikju- skap – í orðsins fyllstu merkingu og blint trúnaðartraust. Þá er Davis greinilega þeirrar skoðun- ar að rakkar séu köttum miklum mun heimskari. Sem vitaskuld er tóm della! Yfir gæludýrunum vakir eig- andinn Jón. Hann er ekki síður kúnstugur því tæpast er að finna hallærislegri lúða nema ef vera skyldi í vesælustu aukapersónum bóka rithöfunda á borð við Hiia- sen, Leonard og Lansdale. Jóni mistekst flest sem hann tekur sér fyrir hendur og Grettir sér jafn- an við honum, ekki síst við mat- arborðið. Jón hefur mikið álit á sér sem kvennamaður en er einn um þá skoðun. Allar tilraunir hans við að nálgast „veikara kyn- ið“, enda með ósköpum sem gefa Gretti tækifæri á meinlegum at- hugasemdum. Efnisþráðurinn Grettir, Jón og Oddi verða í forgrunninum og sjálfsagt í þesari röð. Grettir í aðalkastljósinu, hafandi sambýlinga sína að ginningarfíflum sem endranær. Raktar verða ástæðurnar fyrir því að Jón tekur Odda inn á heimilið, dekurdýrinu og matargatinu Gretti til mikillar bölvunar. Kötturinn sér aðeins eitt úrræði í stöðunni: Að losa sig við samkeppnina og koma þessu gáfnasljóa hundkvikindi út af heimilinu og úr lífi sínu, því fyrr því betra. Sjálfsagt gengur hann of langt, því þegar Odda garminum er rænt af bíræfnum og illa inn- rættum hundatemjara finnur Grettir í fyrsta sinn fyrir ábyrgð- artilfinningu. Slítur sig lausan frá sjónvarpsskjánum og kökuboxum Jóns bónda og tekur til sinna ráða. Til sögunnar koma allnokkrar aukapersónur eins og læknirinn með um 260 milljóna lesendahóp. Ein ástæðan er vafalaust inntakið sem er óvenju óforskammað oft á tíðum en gálgahúmor hefur átt miklum vinsældum að fagna á síð- ustu áratugum. Teiknararnir, und- ir stjórn höfundarins, Jim Davis, fylgjast grannt með tíðarandan- um. Hann endurspeglast í viðhorf- um Grettis sem einkennast oftar en ekki af græðginni, sjálfselsk- unni og ófyrirleitninni sem allt er að drepa á vorum tímum. Þessu hugarfarsástandi, sem oft er nefnt í tengslum við unga fjárplógs- menn, voru hvað fyrst gerð skil í Wall Street, þeirri ágætu mynd Olivers Stone frá 1987, þar sem kjarni málsins komst fyrir í frægri setningu verðbréfa- gúrúsins Gordons Gekko (Michael Douglas): „Græðgi er góð.“ Grettir á vissulega sínar heillandi hliðar eins og bræður hans í raunveruleikanum. Hann er skynsamur og út undir sig, kann að haga seglum eftir vindunum í Jónshúsi. Kettir eru sérfræðingar í að láta dást að sér og stjana við sig, öfugt við hundana sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þóknast eigandanum. Grettir er ofurlaginn við að ná fram sínum málum en þegar almennt katta- Grettir á hvíta tjaldið Skilgreiningin á vandræðamönnum sem „góðkunn- ingjum lögreglunnar“, hljómar jafnan líkt og öf- ugmæli. Hinsvegar er óhætt að fullyrða að fress- kötturinn Grettir (Garfield) er sannarlega einn af góðkunningjum lesenda Morgunblaðsins. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að nú er verið að hefja tökur á stórmynd um þessa vinsælu teikni- myndafígúru. Grettir á ekki alltaf sjö dagana sæla í Jónshúsi Fitukeppur- inn háðski verður kvik- myndastjarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.