Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 B 17 bíó ÞAÐ eru jafnan ánægjuleg tíðindi þegar landanum vegnar vel á er- lendri grund. Ekki síst í jafn lok- aðri og harðsnúinni veröld og al- þjóðlegri kvikmyndagerð þar sem peningar vaxa ekki á trjánum. Þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson eru nýbúnir að vinna það afrek að vera langt komnir að fjármagna kvikmyndina Siracusa Siracusa, gamansama vegamynd sem tekin verður (á filmu) næsta sumar á vegum Markels kvik- myndagerðar sem er í eigu þeirra félaga. Markell fékk úthlutað þróunar- styrk Kvikmyndasjóðs í janúar 2002 og þá fóru hjólin að snúast. Þeir Örn og Þorkell, sem jafnframt leikstýra, segjast hafa notið með- byrs og fengið margskonar aðstoð frá ýmsum aðilum og vilja sér- staklega nefna Vincenzo Failla, einn þekktasta leikara Sikileyjar sem hefur verið Markeli mjög inn- an handar og liðkað til í samskipt- um þess við leikara og ráðamenn á eyjunni. Kvikmyndaframleiðandinn Jim Stark, Kvikmyndamiðstöð Ís- lands og Kvikmyndasjóður hafa einnig lagt hönd á plóginn og þá er Markell í samningaviðræðum við evrópskt fyrirtæki sem mun annast heimsdreifingu. Handritið hefur verið þróað und- ir leiðsögn ráðgjafans Micks Cass- ale, sem er Íslendingum að góðu kunnur. Gaetano Gallito, þekktur, sikileyskur rithöfundur, sér um að þýða samtölin á mállýsku eyjar- skeggja, en myndin verður að mestu leyti á ítölsku. Sem fyrr segir er Siracusa Sirac- usa vegamynd á léttu nótunum. Aðalpersónurnar eru Roberto og Vincenzo, seinheppnir tónlistar- menn sem hafa dregið fram lífið á spilverki á torgum. Það er hásumar og svæsin hitabylgja að kæfa Sikil- eyinga, ekki síst offitusjúklinginn Vincenzo og nú eru góð ráð dýr. Félagarnir sjá ekki nema tvær leiðir út úr ógöngunum: að kaupa loftkælingu eða drífa sig á brott. Kælitækin eru gjörsamlega ofviða fjárhagnum, ódýrara að lappa upp á lífsþreyttan Fiatgarm og taka stefnuna norður á bóginn... Þannig hefst ferðalag tvímenn- inganna sem hefur ekki staðið lengi er Walter, verðandi tengda- sonur aðalmafíósans á eyjunni, slæst í hópinn, hefur flúið brúð- kaupið. Nú bætist enn við vand- ræði félaganna því útsendarar mafíunnar sem eru til allrar bless- unar á svipuðu, andlegu róli og tónlistarmennirnir, komast á hæla þeirra. Með mafíósana í bakspeglinum aka þremenningarnir norður um Evrópu og vinna fyrir bensíni og lífsnauðsynjum með götuspili og smáþjófnuðum. Fyrir gráglettni ör- laganna lenda þeir á siglingu til Ís- lands og þá er ekki hálf sagan sögð. Spannar endilanga álfuna Áætlað er að hefja tökurnar á Sikiley sumarið 2004, í bænum sem myndin dregur nafn sitt af. Síðan verður haldið í norðurátt, en kvik- myndagerðarmennirnir munu fara í tökustaðaleit í Þýskalandi og Frakklandi í sumar. Þar sem myndin spannar nánast endilanga álfuna og gerist mikið til í og við bíl félaganna á vegum úti, þurfa kvikmyndagerðarmennirnir á öfl- ugum tökubíl að halda – sem þeir fundu ekki þrátt fyrir mikla leit. „Við leituðum þá til Jóns Hinriks Garðarssonar,“ segja þeir Örn og Þorkell, „hann er einn reyndasti og virtasti flutningastjóri tökuliða í Evrópu og varð úr að hann gerði gamlan draum að veruleika og sér- smíðaði sexhjóladrifinn tökubíl og vagn fyrir myndina.“ Ítalarnir Vincenzo Failla og Ang- elo Tosto hafa þegar verið ráðnir til að fara með aðalhlutverkin tvö en báðir eru virtir og þekktir leik- arar sem hafa starfað við fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta og í leikhúsi í heimalandinu. Eins og sjá má af efninu skipar tónlistin stóran sess í Siracusa Siracusa og mun Steingrímur Ey- fjörð Guðmundsson sjá um þá hlið mála og notast bæði við sikileysk þjóðög og frumsamda kvikmynda- tónlist. Kvikmyndatökustjórn verð- ur í höndum Halldórs Gunnarsson- ar, Helga I. Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og framleið- andi er Hrönn Kristinsdóttir. „Áhöfn“ myndarinnar verður skipuð íslensku lykilfólki með að- stoðarfólk frá viðkomandi tökul- andi. Ásamt Markeli kvikmyndagerð kemur ítalska fyrirtækið Mediterr- ano Film að meðframleiðslu ásamt Disco Film í Þýskalandi. Tökubíllinn góði sem mun þeysa um Evrópu með áhöfn Ciracusa Ciracusa að sumri. Íslensk innrás á Ítalíu Íslenskir kvikmynda- gerðarmenn nema land á Sikiley Driffjaðrirnar á bak við Ciracusa Ciracusa: Örn Marinó (með gleraugu), Þorkell Harðarson og Fíatpúta trúbadoranna í forgrunni. saebjorn@mbl.is m TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003 Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Auglýsendur! Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar um mat og vín, kemur út föstudaginn 27. júni næstkomandi. Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000 eintökum til allra kaupenda blaðsins um land allt. Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi landsmanna og margir sem hafa það sem sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að endurspegla þennan nýja lífsstíl landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt. Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það skorið og heftað. Pantanafrestur auglýsinga er til mánudagsins 23. júní kl. 16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.