Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18
Einn góður … Á veitingahúsinu: – Þjónn! Þú gleymdir að þurrka af súpudisknum mínum! – Hvaða vitleysa! Þetta er súpan! ba rn @ m bl .is Hún er vot, rennandi blaut og niðurrignd krossgátan okkar þessa vikuna – en samt skemmti- leg! Eins og fyrr þurfið þið að reikna út með ykkar snilligáfu hvaða orð af listanum passar hvar. Við mælum með að þið byrjið á langa ljósbláa orðinu og fikrið ykkur áfram út frá því. Góða skemmtun! ✽ ánamaðkur ✽ demba ✽ dögg ✽ leðja ✽ pollabuxur ✽ regn ✽ regnbogi ✽ skúr ✽ úði ✽ votviðri Blaut krakka-krossgáta Komið þið öll margsæl og blessuð. Einsog þið hafið áreiðanlega komist að, góurnar mínar, er fátt skemmtilegra en að skilja heiminn og gang náttúrunnar í gegn- um vísindarannsóknir. Í dag ætlum við að færa veðrið sjálft inn í húsin okkar, og bæði endurskapa vatnshringrásina og búa til eld- ingu. Vatnshringrás í glugga Fylgið nú þessum leiðbeiningum: 1) Grípið lítinn plastpoka og hellið í hann tveimur teskeiðum af vatni. 2) Blásið síðan lofti í pokann og lokið fast og rækilega fyrir með góðri gúmmíteygju. 3) Setjið síðan plastpokann í glugga þar sem sólin skín. Hvað gerist nú? Því er vert að komast að, rýjurnar mínar. Sólin skapar kraft til þess að vatns- hringrásin fari af stað. Hitinn sem af henni liggur, lætur vatnið gufa upp af botni plastpokans, eða litla stöðuvatninu sem þið bjugguð til. Um leið og vatnið síðan kólnar, breytist það í litla vatnsdropa sem setjast innan á hliðar plastpokans. En í and- rúmsloftinu gufar það upp og breytist í ský – ekki satt? Ef þið síðan hafið þolinmæði, getið þið fylgst með þegar droparnir falla og vatnshringrásin endurtekur sig. Elding í myrkrinu Eldingu er auðvelt að skapa þótt ótrúlegt megi virðast. En farið þó nákvæmlega eftir þessu: 1) Finnið til eftirfarandi hluti: hvítan plast- disk, teiknibólu, blýant með strokleðri á endanum, hringlaga kökuform úr áli og örlitla ullartusku. 2) Finnið miðjuna á álforminu, stingið teiknibólunni upp í gegnum það og festið blýantinn á. 3) Setjið plastdiskinn hvíta á hvolf á borð og nuddið botninn í eina mínútu með ull- artuskunni. 4) Takið nú álformið upp á „handfanginu“ og setjið hann ofan á diskinn (sjá mynd) svo þeir loði saman, prófið jafnvel að lyfta frá borðinu. 5) Slökkvið nú ljósið og snertið áldiskinn. Hvað gerist? Ja, það er nú það. Því komist þið að með því að reyna rannsókn- ina. Góðar stundir. Vísindahorn Vitsmunds Fróða Veður- rannsóknir Húsið er að gráta alveg einsog ég. Það eru tár á rúðunni sem leka svo niður veggina. Húsið getur aldrei lokað augunum og látið sig dreyma. Ætli það fái martraðir? Hárið mér er ljóst þakið á húsinu er grænt. Ég Íslendingur það Grænlendingur. Mér finnst rigningin góð … (Vilborg Halldórsdóttir) Við reiknum alltaf með að það verði glaða- sólskin á sumrin og við úti að leika okkur, í fót- bolta og í sundi allan daginn. En einsog við vit- um þá er bara oft rigning. En einsog höfundi þessa lags, sem var mjög vinsælt með hljómsveitinni Grafík í gamla- daga, þá er ekki öllum sem finnst ömurlegt þegar það rignir – heldur finnst rigningin góð! Stundum er gott að liggja inni uppi í rúmi að lesa, heyra rigninguna berja á gluggann, fá sér heitt kakó og vorkenna öllum hinum sem neyðast til að vera úti. Svo er líka gaman að klæða sig vel, fara út, drullumalla og stappa í pollum. Nei, rigningin er sko ekkert leiðinleg, auk þess sem hún er stórmerkilegt fyrirbæri. Ó já! Hring eftir hring Rigningin er til dæmis mjög mikilvægur hlekkur í „vatnshringrásinni“, sem er lífs- nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Sú hringrás samanstendur af uppgufun, samþjöppun, Ógnvekjandi þrumuveður Í bíómyndum getum við oft séð þrumur og eldingar, sem gera allt mjög draugalegt og hrollvekjandi. Það gerist á mjög heitum og rökum dögum, að þrumský myndast. Þá eru sterkir loftstraumar í skýinu sem gera það að verkum að regndropar og íshögl sem eru í skýinu rekast saman og við það myndast raf- magn, eða elding, sem lýsir upp himininn. Stundum fer eldingin á milli tveggja skýja, en stundum slær henni niður í jörðina, oft í tré eða háa turna. Þrumurnar heyrast af því að eld- ingin hitar loftið sem hún fer í gegnum og við það myndast ógnarhávaði. Það koma sjaldan eldingar á Íslandi því það er ekki nógu heitt og rakt nógu oft eða nógu lengi til að þrumuskýið geti myndast. Sumum þykir það fúlt en satt að segja deyja 1.000 manns á ári um allan heim eftir að eldingu hefur slegið niður í þá. Kannski er bara betra að horfa á þær í sjónvarpinu? söfnun og úrkomunni sem dreifir vatninu um jörðina. Virkar þetta flókið? Nei, nei, haltu bara áfram að lesa og skoðaðu litlu skýring- armyndina sem fylgir með. Sko, sólin hitar jörðina þannig að vatnið í höfunum og í jarðveginum gufar upp (a). Það vatn breytist í gufu og verður hluti af and- rúmsloftinu, sem við meðal annars öndum að okkur. Síðan kólnar þessi gufa lengst uppi í himninum, þjappast saman (b) og breytist í ský. Innan í skýinu verða svo til smádropar, og þegar þeir stækka og verða þungir falla þeir til jarðar. Það er úrkoma (c). Það fer allt eftir hitastiginu hvernig úrkoman er, en hún getur verið rigning, slydda, snjókoma eða haglél. Þessi úrkoma fellur á jörðina sem drekkur hana í sig, og dettur líka í árnar og sjóinn. Það kallast söfnun (d). Og nú byrjar vatnshringrásin aftur upp á nýtt. Þannig vex gróðurinn, við fáum vatn og allar lífverur eru glaðar. Hvernig er veðrið í dag? Mér finnst rigningin góð! Lumarðu á sumarsögu? Viltu vinna sumarbol? Nú er komið að ykkur krakkar að skrá niður skemmti- lega sumarsögu, eins og ykkur einum er lagið. Ekki satt? Og hvernig væri að hafa smá lýsingar á ís- lensku sumarveðri í sögunni? Það má jafnvel setja strik í reikninginn hjá sögupersónunum. En til að vinna sumarbol frá Mogganum þarf sagan fyrst og fremst að vera góð, auk þess skal höfundur fara eft- ir eftirfarandi keppnisreglum: 1) Sagan má vera stutt, en ekki lengri en 250 orð. 2) Sagan á að gerast í íslensku sumarveðri. Verið nú hugmyndarík. 3) Sniðugt gæti verið að senda mynd með eftir sjálf- an sig eða vin – en það er ekki skylda. 4) Sendið söguna fyrir 17. júní til: Barnablað Moggans – Sumarsaga – Kringlunni 1, 103 Reykajvík eða barn@mbl.is  Æ og ó! Aumingja amma er ný- komin úr lagningu og svo lendir hún í hellidembu á leiðinni út í kaup- félag. Skutlastu nú eftir rósóttu regnhlífinni fyrir gömlu konuna. Rósótta regnhlífin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.