Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ – Þig vantar í hópinn www.oddi.is J7 89 1- O DD IH F Prentsmiðjan Oddi hf. leitar að viðskiptastjóra í sölu- og markaðsdeild. Helstu verkefni: Sala á prentverki og ráðgjöf til viðskiptavina Starfið er lifandi, felur í sér mannleg samskipti og náin tengsl við atvinnulífið. Jákvætt hugarfar, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar eru lykilatriði. Hjá Odda starfa um 240 manns, litríkur hópur karla og kvenna á öllum aldri, sem vinnur saman að því að skapa góðan starfsanda þar sem er tekið vel á móti viðskiptavinum og reynsla, þekking og séreiginleikar starfsmanna fá að njóta sín. Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum til Prentsmiðjunnar Odda hf. Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík eða með tölvupósti til hannes@oddi.is merkt „Viðskiptastjóri”, fyrir 16. júní n.k. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Lyf & heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki sem rekur samtals 31 verslun víðsvegar um landið. Lyf & heilsa leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum þjónustu sem tengist heilsu, heilbrigði og lífsgæðum. Umsjón með snyrtivörudeild Lyf & heilsa Kringlunni óskar að ráða snyrti- eða förðunarfræðing í krefjandi og fjölbreytt starf. Í Lyf & heilsu Kringlunni starfar áhugasamt og lífsglatt fólk. Vinnutími er 10.00-18.00/18.30 alla virka daga auk þess sem unnið er um helgar eftir samkomulagi. Vertu með á skemmtilegum vinnustað. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 16. júní nk. Nánari upplýsingar veita Guðný Sævinsdóttir og Rannveig Haraldsdóttir. Netföng: gudny@hagvangur.is og rannveig@hagvangur.is Starfssvið: Yfirumsjón með snyrtivörudeild. Sala og ráðgjöf. Þátttaka í vali á snyrtivörum. Hæfniskröfur: Sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Skipulögð vinnubrögð og dugnaður. Söluhæfileikar og rík þjónustulund. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Húsavík Leikskólinn Bestibær Auglýst er eftir deildarstjóra og leikskólakenn- urum að leikskólanum Bestabæ á Húsavík. Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag. Þar er öflugt félags- og menningarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vega- lengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsu- gæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Leikskólakennarar, sem ráða sig að leikskólum á Húsavík, fá greiddan flutningsstyrk sam- kvæmt reglum bæjarfélagsins. Aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis. Bestibær er 4 deilda leikskóli. Stefna leikskól- ans mótast af uppeldiskenningum John Dewey og Caroline Pratt. Á öllum deildum leikskólans er unnið með TMT. Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörg Frið- bjarnardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, vs. 464 1255 (bestibaer@husavik.is), hs. 464 2611. Umsóknarfrestur er til 18. júní — umsóknum skal skila til leikskólastjóra. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður 1. Félagsráðgjafi á fagsviði þroskahamlana. Um er að ræða þverfaglega teymisvinnu með sér- stakri áherslu á starf með ungum börnum með fötlun og fjölskyldum þeirra. Einnig þátttöku í fræðslu- og rannsóknarstarfi stofnunarinnar. Ekki er krafist sérstakrar starfsreynslu og eru félagsráðgjafar, sem hyggja á starfssferil í snemmtækri íhlutun hvattir til að sækja um. Þekking á aðferðafræði, sem nýst getur við rannsóknir er æskileg. 2. Uppeldismenntaður starfsmaður til að taka þátt í snemmtækri íhlutun á fagsviði þroska- hamlana. Um er að ræða þátttöku í þverfag- legu starfi með áherslu á þjálfun og ráðgjöf vegna ungra barna með alvarleg þroskafrávik, auk þátttöku í fræðslu- og rannsóknarstarfi stofnunarinnar. 3. Uppeldismenntaður starfsmaður á fagsvið einhverfu og málhamlana. Um er að ræða þátttöku í þverfaglegu starfi við ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna á leikskólaaldri með einhverfu og skyldar raskanir. Um er að ræða afleysingastarf til 12 mánaða. Um hlutastörf getur verið að ræða. Laun eru sam- kvæmt gildandi kjarasamningum og stofnana- samningum. Nauðsynlegt er að umsækjendur eigi auðvelt með samskipti og hópvinnu. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsæk- in stofnun, sem þjónar öllu landinu. Meginhlut- verk hennar er greining á röskunum í tauga- þroska og fötlunum, ásamt ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og með- ferð. Unnið er út frá hugmyndum um snemm- tæka íhlutun (early intervention) með áherslu á þverfaglega samvinnu. Stöðinni berast árlega ríflega tvö hundruð nýjar tilvísanir vegna barna og ungmenna. Við hana starfa tæplega fjörutíu manns (barnalæknar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sérkennarar, sjúkraþjálfarar, tal- meinafræðingar og þroskaþjálfar). Umfangs- mikið fræðslustarf er rekið á vegum stöðvarinnar og rannsóknir skipa síaukinn sess. Sjá nánar um starfsemina á heimasíðu: www.greining.is Umsóknarfrestur er til 14. júní. Nánari upplýs- ingar gefa viðkomandi sviðsstjórar og forstöðu- maður í síma 510 8400. Hefur þú það í þér? Vegna aukinna verkefna vantar okkur sölumann hið fyrsta. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem býr yfir metnaði og frumkvæði. Viðkomandi þarf að hafa jákvæða og vandaða framkomu og vera lipur í samskiptum. Viðskipta-/lögfræðimenntun eða löggilding í fasteignasölu skilyrði. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á skjalagerð í fasteignaviðskiptum. Umsóknarfrestur er t.o.m. 16. júní nk. Umsjón með starfinu hefur Hanna B. Vilhjálmsdóttir, hanna@lidsauki.is hjá Liðsauka, sími 562 1355. Umsóknum skal skilað á www.lidsauki.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.