Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðstoðarskólastjóri Safamýrarskóla Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Safamýr- arskóla frá 1. ágúst 2003. Safamýrarskóli er sérskóli fyrir fjölfatlaða nem- endur í 1.-10 bekk. Leitað er að umsækjendum með:  Kennaramenntun og kennslureynslu.  Framhaldsmenntun á sviði sérkennslu.  Ennfremur er æskilegt að umsækjandi hafi framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og rekstrar eða í uppeldis- og kennslufræðum.  Stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Þekking á sviði rekstrar er æskileg, en ekki skilyrði. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Upplýsingar um starfið veita Erla Gunnarsdótt- ir, skólastjóri Safamýrarskóla, sími 568 6262, netfang: erlagunn@ismennt.is og Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri á Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, sími 535 5000, netfang: ingunng@rvk.is. Umsóknir sendist Safamýrarskóla. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf, gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála auk annarra gagna sem málið varðar. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2003. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Barnaverndarstofa Meðferðarheimili Barnaheilla á Geldingalæk Rekstur — meðferð Barnaverndarstofa leitar eftir sérhæfðu fólki til að taka að sér rekstur meðferðarheimilis Barnaheilla á Geldingalæk. Geldingalækur er staðsettur á Rangárvöllum í ca 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Um er að ræða meðferðarheimili fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem fram fer enduruppeldi, meðferð, nám, vinna og fjöl- skyldustarf. Heimilið er einkarekið skv. þjón- ustusamningi við Barnaverndarstofu. Búseta á staðnum er skilyrði. Leitað er eftir fólki sem m.a. býr yfir eftirfarandi kostum:  Reynslu og menntun á sviði meðferðar barna og unglinga.  Reynslu af fjölskyldumeðferð.  Áhuga og getu til að skapa börnunum jákvætt fjölskylduumhverfi.  Góðum samskiptahæfileikum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf eigi síðar en 1. sept. 2003. Umsóknarfrestur er til 27. júní 2003 og skal skila umsóknum til Barna- verndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir forstjóri eða stað- gengill hans í síma 530 2600. Athugið að upp- lýsingar um Barnaverndarstofu má finna á heimasíðu www.bvs.is . Gröfumaður SSG verktakar óska eftir að ráða gröfumann á nýlega traktorsgröfu og mínivélar. Einungis vanir menn með reynslu kom til greina. Upplýsingar um nafn, síma, aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „G — 13775“ eða box@mbl.is Störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2003—2004 Austurbæjarskóli, sími 561 2680 Almenn kennsla á yngsta stigi. Almenn kennsla á miðstigi. Heimilisfræðikennsla. Námsráðgjafi. Borgaskóli, sími 577 2900 Almenn kennsla í 1. bekk. Skólaliði, 80—90% staða. Breiðagerðisskóli, símar 510 2600 og 899 8652 Almenn kennsla. Skólaliðar 50—100% stöður. Umsjónarmaður með skóladagvist. Engjaskóli, sími 510 1300 Almenn kennsla á miðstigi. Foldaskóli, sími 567 2222 Almenn kennsla á unglingastigi, kennslugrein- ar danska og stærðfræði eða íslenska. Almenn kennsla á miðstigi. Matráður. Skólaliðar. Hlíðaskóli, símar 552 5080 og 691 4831 Íslenskukennsla á unglingastigi með áherslu á bókmenntir. Náttúrufræði, samfélagsfræði, 50% staða. Sérkennsla, 75% staða. Langholtsskóli, símar 553 3188 og 824 2288 Sérkennsla. Danskennsla, 11-12 tímar á viku. Rimaskóli, símar 567 6464 og 897 9491 Tölvukennsla - tölvuumsjón. Þroskaþjálfi til að annast nemendur á yngsta stigi. Víkurskóli, sími 545 2700 Umsjónarmaður mötuneytis. Umsjónarmaður skólahúsnæðis. Vogaskóli, sími 553 2600 Smíðakennsla, 50—75% staða. Ölduselsskóli, sími 557 5522 Danskennsla, 67% staða. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Forstöðumaður í skóladagvist. Uppeldisfræðileg menntun áskilin og reynsla af starfi með fólki með fötlun er æskileg. Ráðning frá 18. ágúst. Stuðningsfulltrúar. 50—100% stöður. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Blaðamaður óskast á Hús og híbýli Okkur vantar manneskju í fullt starf frá og með 1. júlí:  Með reynslu af blaðamennsku (æskilegt en ekki skilyrði).  Með gott auga og hugmyndaflug og hæfi- leikann til að beita því.  Með áhuga á fallegum, skrýtnum og skemmtilegum heimilum.  Sem finnst gaman að rápa í búðir.  Sem er forvitin(n) og ófeimin(n).  Og að sjálfsögðu lifandi og góður penni. Umsóknir þarf að senda til augldeildar Morg- unblaðsins fyrir mánudaginn 16. júní. Eldri umsóknir þarf að endurnýja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.