Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð óskast í húseignir fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal 13187 Um er að ræða heimavistarskólahúsnæði fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla, sem er á Jökuldal, 56 km frá Egilsstöðum og 210 km frá Akureyri. Húsin standa á eignarlóð. Öll húsin eru kynnt með rafmagnskyndingu sem tengd er heimaraf- stöð í eigu annars aðila og einnig er uppsett olíu- kynding sem varaafl. Eftirfarandi hús tilheyra skólanum: Heimavistarhús 335 m² byggt 1945; steypt með valmaþaki, einangrað og klætt að utan og skipt um glugga á níunda áratugnum, gólfefni mikið til endurnýjuð og eldhús sömuleiðis á síðustu árum. Skólastjóraíbúð 162 m² byggð 1964; steypt með timburþaki, máluð að utan og innan og baðher- bergi endurnýjað 2000 og eldhúsinnrétting frá tíunda áratungum. Íþróttahús með anddyri 258 m² byggt 1980; steypt með timburþaki, salur u.þ.b. 7x14 m og lítið svið við enda salar með baðherbergjum í kjallara. Sundlaug byggð 1996; sundlaugarker 12x6 m, heitur pottur, sundlaugarhús alls 178 m², steypt- ur kjallari fyrir tækjabúnað og timburhús með búningsherbergjum. Brunabótamat eignanna er kr. 83.151.000 og fasteignamat er kr. 28.522.000. Nánari upplýsingar um ofangreint veita Jónas Þór Jóhannsson, símar 471 2715 og 853 1001 og Ríkiskaup í síma 530 1412, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, þar sem tilboðseyðublöð ásamt leið- beiningum um útfyllingu tilboðseyðublaða liggja frammi. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 25. júní 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Útboð — gatnagerð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir til- boðum í endurgerð gatna og lagna í Hlíðar- og Lindarhvamm. Í verkinu felst að jarðvegsskipta í hluta götu- stæðis, endurnýja hluta holræsalagna, lagningu nýrra regnvatnslagna, lagnir veitu- stofnana og ganga endanlega frá yfirborði gatnanna. Helstu magntölur eru: Gröftur 5.000 m3 Fylling 4.500 m3 Malbik 5.800 m2 Holræsalagnir 1.100 m Vatnslagnir. 500 m Strenglagnir veitust. 8.300 m Verkið er áfangaskipt, en skal skila fullbúnu fyrir 1. júlí 2004. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs frá og með 11. júní 2003 gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 25. júní 2003 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. Alútboð - Forval F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu alútboði á hönnun og byggingu tveggja deilda steinsteypts leikskóla í Stakkahlíð 19. Áætlaður verktími er júní 2003 til janúar 2004. Stærð byggingar: Flatarmál húss um 364 m2. Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur frá og með 21. maí 2003. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, 16. júní 2003. F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í málun innahúss í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Grófpússaðir veggfletir: 800 m² Gipsplötuveggir: 750 m² Gipsplötuklædd loft: 650 m² Endurmálun eldri steinveggja 560 m² Lok verkáfanga eru: 15. ágúst og 30. desember 2003. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 11. júní 2003, kl. 9.30, á sama stað. FAS 72/3 TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Útboð nr. 13336 — Amtmannsstígur 2, endurbygging Ríkiskaup, fyrir hönd menntamálaráðuneytis- ins, efna til opins útboðs vegna endurbygging- ar á Amtmannsstíg 2 í Reykjavík. Verkefnið tek- ur til alls frágangs innanhúss og endurnýjunar glugga og hurða í kjallara auk frágangs innan- húss. Verkefnið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til. Amtmannsstígur 2 er járnklætt timburhús reist árið 1901. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris. Brúttóstærð hverrar hæðar er u.þ.b. 140 m² eða samtals um 420 m². Lokið hefur verið við endurgerð hússins að utan að öðru leyti en kjallaragluggar og hurðir hafa ekki verið endurgerðar. Húsið er í eigu íslenska ríkisins og hefur Menntaskólinn í Reykjavík húsið til afnota. Til- gangur verkefnisins er að færa húsið í nýjan búning í sem næst upprunalegri mynd. Verk- efninu á að vera lokið 1. febrúar 2004. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 1. júlí 2003, kl. 11.00 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu hjá Ríkis- kaupum, frá og með miðvikudeginum 11. júní kl. 13.00. Verð útboðsgagna er kr. 6.000. F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í gerð malbikaðra gangstíga ásamt ræktun í austanverðri borginni og á Kjalarnesi. Verkið nefnist: Gangstígar 2003 - Útboð II. Helstu magntölur eru: Flatarmál gangstíga: u.þ.b. 9.800 m2 Ræktun: u.þ.b 12.800 m2 Lokaskiladagur verksins er 1 nóv. 2003. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 á skrifstofu okkar frá og með 11. júní 2003. Opnun tilboða: 19. júní 2003 kl. 10:00, á sama stað. GAT 78/3 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í ýmsar staðbundnar aðgerðir til úrbóta í umferðaröryggismálum. Aðallega er um að ræða gerð steinlagðra gönguleiða yfir götur ásamt gerð miðeyja og hausa á gönguleiðum. Einnig felur verkið í sér gerð bið- stöðva og útskota fyrir strætó, gerð bílastæða og ýmsar breytingar á götum og gatnamótum. Verkið nefnist: Úrbætur í umferðarmálum 2003 - Útboð I. Helstu magntölur eru: Stein- og hellulagðir fletir: u.þ.b. 2.125 m2 Steyptir fletir: u.þ.b. 625 m2 Malbikaðir fletir: u.þ.b. 1.350 m2 Þökulögn: u.þ.b. 1.600 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. október 2003. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar frá og með 11. júní 2003. Opnun tilboða: 20. júní 2003 kl. 11:00, á sama stað. GAT 79/3 SALA Tilboð óskast í byggingarlóðir í Reykjanesbæ Sala 13169 á byggingalóðum í Reykjanesbæ Um er að ræða þrjár landspildur sem eru sam- tals ca 51,5 ha að stærð. Óskað er tilboða í landið í heild sinni en heimilt er að bjóða í hverja land- spildu fyrir sig: Landspilda nr. 1 — 57,649,5 m² að stærð, bygg- ingarmagn um það bil 30 einbýlishúsalóðir og 1 leikskólalóð. Landspilda nr. 2 — 119,597,3 m² að stærð, bygg- ingarmagn um það bil 24 einbýlishúsalóðir, 62 parhúsalóðir og 13 raðhúsalóðir (4 raðhús). Landspilda nr. 3 — 338,368,2 m² að stærð, úti- vistarsvæði. Kaupandi hefur möguleika á að sjá um gatna- hönnun, frágang opinna svæða og gatnagerð og greiðir því engin gatnagerðargjöld til Reykja- nesbæjar. Hins vegar greiðir kaupandi bygging- arleyfisgjöld og tengigjöld vegna eigin bygginga á svæðinu. Byggingarleyfisgjald er kr. 192 kr./ m³. Kröfur-forsendur til húsanna vegna hávaða- mengunar o.fl. unnar af Almennu verkfræðistof- unni hf. í samráði við Steindór Guðmundsson verkfræðings dags. 7. janúar 2003. Um forkaupsrétt landeigendafélags Ytri-Njarð- víkurhverfis með Vatnsnesi er að ræða. Upplýsingar um landspilduna eru veittar hjá Rík- iskaupum, sími 530 1400 þar sem tilboðs- eyðu- blöð liggja frammi. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum á þar til gerðum tilboðseyðublöðum fyrir kl. 11.00 hinn 3. júlí 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.