Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kárahnjúkavirkjun Útboð KAR-04g Stöðvarhússvegur Endurbygging og slitlag Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í lagningu stöðvarhússvegar ásamt gerð vinnubúðaplans í Norðurdal (Fljótsdal) samkvæmt útboðsgögn- um KAR-04g. Stöðvarhússvegur er vegkaflinn frá Valþjófs- stað að væntanlegu stöðvarhúsi Kárahnjúka- virkjunar. Heildarlengd vegkaflans er um 1,7 km. Verkið felst í gerð vegarins með klæðingu, nokkurn veginn á sömu slóðum og núverandi vegur er inn Norðurdal vestan við Jökulsá í Fljótsdal. Einnig er innifalið í þessu verki fylling undir væntanlegt vinnubúðasvæði á áreyrum Jökulsár austan vegarins. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með föstudeginum 30. maí nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 2.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 19. júní 2003, þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Akranes ljósleið- aralögn“. Leggja skal ídráttarrör fyrir ljósleiðara á Akranesi innanbæjar. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 1850 m Lagning ídráttaröra 1850 m Malbikun 90 m2 Steypa 90 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 11. júní 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 18. júní 2003 kl. 10:30 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR039/03 TIL SÖLU SALA Tilboð óskast í jörðina Kol- freyju, Fáskrúðsfirði, S-Múlasýslu Sala 13070 Kolfreyja, Fáskrúðsfirði, S-Múlasýslu. Um er að ræða jörðina Kolfreyju, Fáskrúðsfirði, S-Múlasýslu (án greiðslumarks), sem stendur á fallum stað við sjó. Á jörðinni eru nokkur hús, sem eru léleg, þ. á m. einbýlishús 109 fermetrar, byggt árið 1912, hlaða, geymsla og fjárhús. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, í síma 530 1412. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 25. júní 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Verslunarinnréttingar Veggeiningar, afgreiðsluborð, gólfstandar, fataslár, gínur og sjóðvélar til sölu vegna breytinga. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 660 3510 eða 660 3502. Akraneskaupstaður Útboð Akraneskaupstaður og Vegagerðin óska eftir til- boðum í malbiksyfirlögn á steyptar götur, samtals 2.690 m² og malbikun göngustíga (yfirlögn og ný- lögn), samtals 2.650 m². Verklok skulu vera 29. júlí nk. Útboðsgögn eru til sölu á kr. 5.000 á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar á Dalbraut 8, Akranesi, f.o.m. 10. júní nk. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. júní nk. kl. 11:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs. TILKYNNINGAR Hæstaréttardómar Til sölu Hæstaréttardómar 1920—1986, regist- ur með. Innbundið svart skinnband. Bókavarðan - Antikvariat, Vesturgötu 17, símar 552 9720 og 867 9832. Til sölu Höfum til sölu ca 70 fm timburhús til flutn- ings. Húsið selst í því ástandi sem það er í, en húsið hefur verið notað sem tónlistar- hús. Húsið stendur á íþróttasvæði Fylkis í Árbæ. Húsið er til sýnis virka daga á milli kl. 9 og 16. Vinsamlega hafið samband við Örn eða Guðmann í Fylkis- heimili í s. 567 6467. Glæsileg kælilína Til sölu er þessi hálfs árs gamla kælilína fyrir verslun, ef rétt verð fæst. Ný loft- kæld vél og tölvustýr- ing fylgir. Einingin er 5 metra löng (2x2,5) og 2,20 á hæð. Eina sinnar tegundar á landinu og öll hin vandaðasta. Uppl. í síma 894 1057. Jörð í Borgarfirði Til sölu jörðin Hvassafell II, Norðurárdal. Um er að ræða land, íbúðarhús 276 fm, sem þarfnast viðhalds, byggt 1965, gömul útihús (fjárhús og hlaða) og lítils- háttar hlunnindi í Norðurá. Jörðin stend- ur skammt frá þjóðvegi nr. 1 og býður upp á ýmsa möguleika. Fjalllendi jarðar- innar er mjög víðáttumikið og fallegt en er í óskiptri sameign með jörðinni Hvassafelli sem og hlunnindi jarðanna. Hentar m.a. vel til rjúpnaveiða. Tilboð- um skal skila til undirritaðs, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali, Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi, s. 437 1700, 860 2181, fax 437 1017. Netfang lit@isholf.is Læknastöðin ehf. í Glæsibæ hefur fengið nýtt símanúmer: 535 6800 Athugið nánar í símaskrá TIL SÖLU Ársfundur Byggðastofnunar og málþing um aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni að lánsfjármagni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 13. júní 2003 í Nýheimum, Höfn í Hornafirði. Fundurinn hefst kl. 10.00 og áætluð fundarlok eru kl. 12.00. Eftir matarhlé verður haldið málþing um að- gengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lands- byggðinni að lánsfjármagni. Málþingið hefst kl. 13.30 og áætlað að því ljúki um kl. 15.00. Ársfundur kl. 10.00—12.00 Setning fundarins. Valgerður Sverrisdóttir, ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jón Sigurðsson, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar. Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar. Fundarstjóri Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn. Matarhlé kl. 12.00—13.30. Málþing um aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni að lánsfjármagni. Sjónarmið: Vilhjálmur Baldursson, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Byggðastofnunar. Hermann Hansson, framkvæmdastjóri. Friðgeir M. Baldursson, svæðisstjóri Landsb- anka Íslands á Suðurlandi. Umræður og fyrirspurnir. Vinsamlega tilkynnið þátttöku með tölvupósti til lovisa@byggdastofnun.is eða í síma 455 5445 og 455 5400 eigi síðar en miðvikudaginn 19. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.