Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 19 Í RÓMANTÍSKUM skáldsögum, sem ég drakk í mig á sokkabands- árunum, var stundum fjallað um ungar stúlkur, sem skiptu svo fal- lega litum. Ungar stúlkur skipta sjálfsagt fallega lit- um ennþá, en það gerir garðurinn okk- ar líka. Fyrstu blóm- in á hverju vori í garðinum mínum, vetrargosinn og snæ- klukkan, eru bæði skínandi hvít, þannig að garðurinn verður hvítur ásýndum. Síð- an koma krókusarnir í fjölmörgum litum en loks tekur garður- inn á sig þann lit, sem er litur vorsins í mín- um huga. Þetta er guli liturinn; vorboð- inn, sem er mjög lág- vaxinn, státnar páskaliljur í ótal útgáfum og stærðum, huldulykillinn og fleiri og fleiri blómplöntur eru allar fal- lega gular, hver með sínu móti. Þess vegna vekja þær plöntur, sem eru í gagnstæðum lit við gult, enn meiri athygli í vorgarðinum. Það er tiltölulega stutt síðan ég eignaðist vorertur, en ég hafði oft dáðst að þeim í garði Ólafs Björns læriföður míns í garðrækt. Vorert- urnar eru af belgjurtaættinni, Leguminosae, ættkvíslin heitir Lathyrus, sem hefur fengið heitið villiertur á íslensku. Þessi ættkvísl telur um 130 tegundir og uppruna- svæði hennar er einkum í Evrópu, en það teygir sig austur í Mið-As- íu. Í ættkvíslinni eru bæði einærar og fjölærar plöntur og smárunnar, en hérlendis er fyrst og fremst ræktuð ein tegund sem er einær. Þetta eru ilmbaunir, Lathyrus odoratus, stórskemmtileg klifur- planta, sem hefur notið mikilla vin- sælda. Ilmbaunirnar klifra upp eftir neti eða þráðum og festa sig að mestu sjálfar með klifurþráð- um. Þær verða allt að 2 m háar, sem er ljómandi góð frammistaða svona á einu sumri. Blóm ilm- bauna eru stór og litskrúðið mikið en ákaflega fínlegt, hvítir, fölbleik- ir og fínlillabláir litir eru einkenn- andi fyrir ilmbaunir en líka eru laxableik, rósrauð og jafnvel fjólublá afbrigði. Ilmbaunir eru mjög góðar til afskurðar, standa lengi og ilmurinn er ólýsanlegur. En það voru vorerturnar, Lathyrus vernus, sem ég ætlaði að tala um. Þótt vorerturnar séu ná- skyldar ilmbaununum er margt ólíkt með þeim. Vorertur eru fjöl- ærar og verða bara fallegri og fal- legri með árunum. Þær eru frem- ur lágvaxnar, líklega 30–40 cm á hæð. Blöðin eru samsett eins og hjá öðrum blómum úr belgjurta- fjölskyldunni. Þau eru byggð upp af blaðpörum, þar sem smálaufin eru tiltölulega stór, nokkuð breið, með áberandi miðtaug og enda í mjóum oddi. Þessi blaðpör sitja gagnstæð á blaðleggnum í tveimur eða þremur pörum. Ólíkt ilmbaun- unum og mörgum öðrum náfrænk- um vorertna eru þær ekki klifur- plöntur. Þess vegna er síðasta blaðparið hjá vorert- um ekki ummyndað í klifurþræði eins og er hjá klifurjurtum í fjölskyldunni. Blað- liturinn er fallega skærgrænn. Blómin sitja nokkur saman á stöngli, sem lyftir sér smávegis upp yf- ir blöðin. Liturinn á blómunum sker sig stórkostlega frá grænu laufinu og gulblómstrandi um- hverfinu. Hann er ólíkur lit ilmbaun- anna, mjög skær- fjólublár eða blá- rauður, en innst í blóminu er hvítur blettur. Vorerturnar eru mjög snemma á ferðinni, eins og nafnið bendir til. Þær blómgast snemma í maí í garðinum mínum, en auðvitað er blómgunartími háður vaxtarstað og árferði. Þær eru líka búnar að þroska fræ snemma sumars og síðan visnar laufið svo plantan er horfin síðsumars. Vorertum er auðvelt að fjölga með fræi (sem er oft að finna á frælista Garðyrkju- félagsins) og ólíkt flestum belg- jurtum er unnt að skipta þeim eftir blómgun og fá þannig smájurtir utan af hnausnum. Blóm belgjurta eru mjög sér- kennileg. Þau eru einsamhverf, en með því er átt við að blóminu sé að- eins unnt að skipta upp á einn veg þannig að báðir blómhlutar séu samstæðir. Blómblöðin eru ólík, efsta krónublaðið er langstærst og kallast fáni, til hliðar við það koma tvö mjórri blöð, sem heita vængir og neðst eru tvö samgróin krónu- blöð, kjölur. Eins og áður sagði er Evrópa upprunasvæði jurta af Lathyrus- ættkvíslinni. Tvær plöntur af þeirri ættkvísl vaxa villtar hér á landi. Báðar vaxa aðeins á stöku stað, en þó í öllum landsfjórðung- um. Önnur þeirra er baunagras, Lathyrus japonicus ssp. maritim- us, blómlitur þess minnir á vorert- urnar, blómin eru tiltölulega stór og skarta þremur litbrigðum í fjólubláu. Fuglaerturnar, Lathyr- us pratensis, eru gjörólíkar; blóm- in eru einlit, sterkgul og blaðparið er aðeins eitt sem er með hefð- bundið vaxtarlag, þótt síðasta blaðparið hafi klifurþræði. Plöntur af belgjurtaættinni eru óskaplöntur hvers garðeiganda. Þær eru áburðarverksmiðjur, þar sem á rótum þeirra lifa bakteríur, sem vinna köfnunarefni. Þetta á við allar þær plöntur, sem hér hafa verið nefndar, hvort heldur eru garðplönturnar ilmbaunir og vor- ertur eða íslensku plönturnar baunagras og fuglaertur. VORERTUR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 490. þáttur sem koma að ánni hefðu á tíðum lent í góðum skotum og séð talsvert af laxi. „Þessi tvö veiða-sleppa sumur sem liðin eru hafa þegar skilað betra seiðamagni í ánni,“ sagði Pétur. Ætlun leigutakans og ábúenda í Reykjadalnum er að gera ána og vatnið að veiðiparadís. Veiðihús fyrir sex stangir verður reist fyrir næstu vertíð, en í sumar munu veiðimenn hafa aðstöðu í góðu íbúðarhúsi að Brún í ofanverðum dalnum. Áin verður, a.m.k. fyrst um sinn, verð- lögð í anda þess að um góða silungs- veiði sé að ræða með góðri laxavon, 8.500 krónur á stöng á dag og miðast við að hópar taki allar stangirnar. Leyfin verða mun ódýrari á vorin, áður en laxinn gengur. „Þetta er bæði fjölskylduvænt og heppilegt fyrir vinahópa. Vestmannsvatnið fylgir og þar er leyfilegt að veiða á spón, annars er bara fluguveiði. Laxi skal sleppt, en menn mega hirða það sem þeir vilja af silungi, enda er af honum nóg,“ bætti Pétur við. PÉTUR Pétursson, sem leigt hefur Vatnsdalsá ásamt Frakkanum Guy Geffroy síðustu árin, hefur nú tekið Reykjadalsá í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu á leigu og er ekki tjaldað til einnar nætur; leigusamn- ingurinn er til tíu ára og eru stór plön komin á teikniborðið hjá Pétri. „Þetta er gríðarlega falleg á og þarna var hrein veiðiparadís fyrir ekkert allt of mörgum árum. mikill lax og áin ásamt Vestmannsvatni að auki full af urriða og bleikju. Áin er hins vegar viðkvæm og það kom í hana niðursveifla eins og aðrar ár, sérstaklega á norðanverðu landinu. Hún hefur síðan verið seinni til að taka við sér aftur eftir að við fórum að sjá batnandi göngur síðustu sumrin. Sú vinna sem nú er í gangi við Reykjadalsá hófst raunar fyrir tveimur árum, þegar þáverandi leigutaki setti ána í gjörgæslu og lét einungis fluguveiða ána og sleppa öllum laxi. Þetta er frjósöm og góð á frá náttúrunnar hendi, það er því ekki víst að það taki nema fá ár að rétta hana alveg við á ný,“ sagði Pét- ur í samtali við Morgunblaðið. Er að koma Meðalveiði á stöng áranna 1977– 1997 var að sögn Péturs um 310 lax- ar og alveg um 400 með netaveiði í Vestmannsvatni sem nú er aflögð. Í bestu árum veiddust bæði í net og á stöng um þúsund laxar og óhemja af silungi að auki. Raunar er ekki víst að aflatölur síðustu tveggja sumra segi alla söguna, rúmlega 70 laxar fyrra sumrið og rúmir 40 laxar það síðara, eða í fyrra. Áin var frekar lít- ið veidd að sögn Péturs og veiðimenn Ætlar að endurreisa veiðiparadís Veiðileg breiða í Reykjadalsá í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? UNDANFARNA mánuði hafa staðið yfir miklar breytingar á Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit. Nú er búið að auka rýmið veru- lega án þess að stækka húsið sjálft, sem var 35 fermetar nema lítilega því viðbyggingin sem er um 110 fermetrar var að mestu byggð neðanjarðar. Einnig var reistur stór og mikill turn en í honum er stórt og glæsilegt jóla- dagatal sem Sunna Björk Hreið- arsdóttir málaði en það er talið vera eitt hið stærsta í heimi, ef ekki það stærsta. Eigendur Jóla- garðsins eru Benedikt Grét- arsson og Ragnheiður Hreið- arsdóttir. „Hugmyndin er sú að fólk komi að litla húsinu eins og það var áður en breytingar hóf- ust og gangi svo niður í kjall- arann úr því. Okkur þótti nauð- synlegt að byggja við vegna þess að algengt var að það þurfti að skipta ferðamannahópum niður ef margir komu í einu og því þurfti fólk að bíða úti eftir því að komast inn. Það er fyrst og fremst verið að reyna að gera staðinn fjölskylduvænni, að sem flestir geti notið þess að koma til okkar og vera í ró og næði. Nú gefst fólki tækifæri á að gefa sér góðan tíma til að skoða og ekki spillir ef einhver sér eitthvað fal- legt og kaupir það en þá eru menn búnir að búa sér til minn- ingu um staðinn í leiðinni,“ sagði Benedikt. Í sumar munu fjórir starfs- menn vinna í Jólagarðinum en frá 1. júní til 1. september er hann opinn alla daga frá tíu til tíu. „Nú getum við aukið vöruúr- val og bætt alla þjónustu við gesti. Við erum að gera hluti þarna inni sem eiga enga sína líka í verslun, en menn verða bara að kom til að sjá þá og finna,“ sagði Benedikt. Morgunblaðið/Kristján Jólagarðurinn hefur stækkað mikið en þar hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir að undanförnu. Jólagarðurinn stækkar Morgunblaðið/Kristján Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Grétarsson, eigendur Jólagarðsins, í nýja kjallaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.