Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR FRESTA EVRU Breski fjármálaráðherrann, Gord- on Brown, tilkynnti þingheimi sínum í gær að ekki væru skilyrði fyrir því í Bretlandi að taka upp evruna nú, sú ákvörðun yrði þó endurskoðuð á næsta ári og hugsanlega færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á næstu árum. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segja að ákvörðun Breta komi þeim ekki á óvart. Álverktakar valdir Alcoa hefur valið bandaríska fyr- irtækið Bechtel og íslensku verk- fræðisamsteypuna HRV (Hönnun, Rafhönnun og VST) til að hanna og reisa álverið í Reyðarfirði. Sjálf hönnunin gæti skapað nærri 200 árs- verk en alls er reiknað með að bygg- ing álversins skapi 2.300 ársverk. Milljónatap í Stykkishólmi Talið er að allt að 750 milljónir króna tapist á einu ári í Stykkis- hólmi vegna veiðibanns á hörpudiski á Breiðafirði. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri segir að bannið hafi mik- il áhrif og líta megi á aukið hitastig í sjónum sem náttúruhamfarir. Góð síldveiði Síldveiðiskipin byrjuðu að tínast inn til löndunar á Austfjörðum um helgina eftir góða veiði nálægt lög- sögu Svalbarða. Þannig komu Beitir NK og Birtingur NK með fullfermi inn til Neskaupstaðar á sunnudag. Löng sigling er á þessi mið og von- ast útgerðarmenn eftir því að síldin veiðist nær landi. Útvarðarstöðvar fjarlægðar Ísraelskir hermenn hófust í gær handa við að rífa niður nokkrar mannlausar útvarðarstöðvar gyð- inga á Vesturbakkanum þrátt fyrir hörð mótmæli þeirra. Stjórn Ísraels afhenti leiðtogum landtökumann- anna lista yfir fjórtán útvarð- arstöðvar sem ráðgert er að fjar- lægja. ESB-aðild samþykkt Um 77% Pólverja samþykktu að- ild Póllands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag og sunnudag. Kjörsóknin var tæp 59% og atkvæðagreiðslan er því bindandi. 2003  ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLENSKA KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ KOMIÐ TIL LITHÁENS / B12 PÉTUR Gunnarsson skotmaður gerði sér lítið fyrir og náði Ól- ympíulágmarkinu í leirdúfu- skotfimi á laugardaginn á Smá- þjóðaleikunum á Möltu. Pétur náði þessum áfanga í undan- úrslitum mótsins og fékk þar 118 stig þar en lágmarkið er 114 stig. Pétur, sem er eini Íslendingurinn sem hefur náð ÓL-lágmarki í greininni fyrir leikana í Aþenu, endaði í fjórða sæti. Pétur náði Ólympíu- lágmarki ÍSLENSKIR keppendur hrepptu 18 verðlaun og settu 11 Íslandsmet á opna breska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem fram fór í Sheffield um helgina. Kristín Rós Hákonar- dóttir fékk 5 gullverðlaun og Gunn- ar Örn Ólafsson tvenn en auk þess fékk Gunnar Örn þrenn silfurverð- laun og ein bronsverðlaun, Bára Bergmann Erlingsdóttir fékk þrenn silfurverðlaun og ein brons- verðlaun, Bjarki Birgisson fékk tvenn silfurverðlaun og Guðrún Lilja Sigurðardóttir ein brons- verðlaun. Gunnar Örn setti hvorki fleiri né færri en sex Íslandsmet á mótinu, Bjarki þrjú og Bára tvö. Tíu Íslend- ingar tóku þátt í mótinu en kepp- endur komu víða að úr heiminum og mótið því sterkt. Átján verðlaun og ellefu met í Sheffield LOGI Ólafsson aðstoðarlandsliðs- þjálfari landsliðsins verður ekki næsti þjálfari Fram en nafn hans hefur sterklega verið orðað við starfið eftir að stjórn knatt- spyrnudeildar Fram sagði Kristni Rúnari Jónssyni upp störfum í síð- ustu viku. ,,Framarar settu sig í samband við mig og óskuðu eftir viðræðum varðandi þjálfarastarfið. Ég sagði þeim hins vegar að ég gæti ekki hitt þá þar sem ég væri upptekinn í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands og ekki stæði til að ég tæki að mér önnur verkefni með því,“ sagði Logi í samtali við Morg- unblaðið í Kaunas í Litháen í gær þar sem hann er staddur með ís- lenska landsliðinu. Logi neitaði Frömurum Íslendingar vörðu titla sína í kvenna-flokki og unglingaflokki og urðu í fyrsta skipti Norðurlandameistarar í opnum flokki. Ragnar Ingi Sigurðs- son varð Norðurlandameistari í opn- um flokki og Guðrún Jóhannsdóttir sigraði í kvennaflokki. Í opnum ung- lingaflokki varð Sigríður María Sig- marsdóttir í fyrsta sæti en hún sigr- aði einnig í unglingaflokki stúlkna. Sævar Lúðvíksson varð Norður- landameistari í 13-14 ára drengja- flokki og Ingibjörg Guðlaugsdóttir sigraði í 13-14 ára stúlknaflokki. Í 10-12 ára drengjaflokki var það Andri Már Guðmundsson sem tryggði sér fyrsta sætið. Ragnar Ingi, Norðurlandameistari í opnum flokki, var mjög sáttur við ár- angurinn hjá sér og öðrum Íslending- um þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Ég stefndi að því að sigra í opnum flokki en þetta er í fyrsta sinn sem ég verð Norðurlandameistari í opnum flokki. Fyrst maður var á heimavelli kom ekkert annað til greina en að taka titilinn. Í heildina gekk mótið mjög vel og það var vel skipulagt í alla staði. Það var skemmtilegt hve íslensku keppendunum gekk vel og það er glæsilegur árangur að sigra í öllum einstaklingsflokkunum. Það eru efni- legir krakkar í unglingaflokkunum, til dæmis Sigríður María sem sigrar í opnum unglingaflokki og vinnur stráka á svipuðu aldri. Hún er mikið framtíðarefni og þetta var frábær ár- angur hjá henni.“ Á sunnudeginum fór fram liða- keppni en fimm lið tóku þátt í henni. A-lið Íslands sigraði og Finnar lentu í öðru sæti. Andri H. Kristinsson, Hró- ar Hugosson og Ragnar Ingi Sigurðs- son kepptu fyrir hönd A-lið Íslands. Heiðursgestir á Norðurlanda- mótinu voru Sophie G. Dumas Jó- hannesson, sem hefur verið baráttu- kona fyrir framgöngu skylminga- íþróttarinnar á Íslandi, Berent Th. Sveinsson, einn af elstu skylmingar- mönnum Íslands og Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Íslendingar Norðurlanda- meistarar í skylmingum NORÐURLANDAMÓT í skylmingum með höggsverði fór fram um helgina í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppt var í sjö flokkum í einstaklingskeppni og urðu Íslendingar Norðurlandameistarar í öll- um einstaklingsflokkum. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á sínu þriðja móti í röð hér á landi um helgina. Hann sigraði 2000 í Grafarholtinu og einnig 1996 á sama stað. HAFSTEINN Ægir Geirsson, siglingakappi, náði að krækja sér í bronsverðlaun í keppni á Laserbátum á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Haf- steinn náði fjórða sætinu í áttundu og síðustu umferð keppninnar á Laserbátum. Þessi árang- ur Hafsteins Ægis í síðustu umferð dugði hon- um til að krækja sér í þriðju verðlaun og brons- verðlaunapening. Þetta er í fyrsta sinn sem siglingamaður vinnur til verðlauna á stóru móti erlendis. Haf- steinn Ægir stóð sig vel á leikunumog nú hyggst hann reyna að tryggja sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu að ári en hann keppti á síðustu leikum – komst inn á boðskorti – en ætlar sér nú að komast inn á leikana á eigin verðleikum. Nils Daníelsson hafnaði í 12. sæti í sama flokki og Hafsteinn Ægir. Hafsteinn fékk brons á Möltu MICHAEL Ballack, miðjumaður Þýskalands, er óánægður með spila- mennsku Þýskalands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Á móti Skotum, síðastliðinn laugardag, lék Ballack sinn fyrsta landsleik á árinu. Þrátt fyrir nærveru Ballacks náðu Þjóðverjar aðeins, 1:1, jafntefli gegn baráttuglöðum Skotum og hef- ur Ballack gagnrýnt spilamennsku Þjóðverja. „Miðað við það að við lentum í öðru sæti á HM síðasta sumar ætt- um við að leika með miklu meira sjálfstrausti en við höfum gert í und- anförnum leikjum. Okkur virðist vanta sjálfstraust í riðlakeppninni til að sækja stíft gegn mótherjum okk- ar og þetta er vandamál sem við verðum að fást við,“ sagði Ballack. Þjóðverjar hafa fengið mikla gagnrýni í þýskum fjölmiðlum fyrir spilamennskuna í riðlakeppninni. Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti þýska knattspyrnusambandsins, tók undir þessa gagnrýni eftir leikinn á móti Skotum. „Lykilleikmenn eins og Michael Ballack, Bernd Schneider og Miros- lav Klose léku langt undir getu og það háði þýska landsliðinu. Miðju- mennirnir léku illa og þeir sem áttu að búa til færin fyrir sóknarmennina brugðust,“ sagði Vorfelder. Þjóðverjar leika á miðvikudaginn við Færeyinga í Færeyjum og ekk- ert annað en sannfærandi sigur Þjóðverja dugir til að þagga niður í gagnrýnisröddunum. Michael Ballack óánægður Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 24 Viðskipti 12/13 Þjónustan 24 Erlent 14/15 Bréf 26 Neytendur 16 Dagbók 28/29 Listir 17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Umræðan 20 Ljósvakar 34 Minningar 20/24 Veður 35 * * * LÖGREGLAN í Reykjavík lokaði á hvítasunnu- dag tveimur matvöruverslunum, verslun Europris og verslun 10-11 við Lágmúla, en samkvæmt lög- um um helgidagafrið er óheimilt að hafa matvöru- verslanir opnar á stórhátíðum. Verslanir Europris við Lyngháls og Skútuvog voru opnar frá því klukkan tíu um morguninn þar til lögregla lokaði þeim á sjöunda tímanum. Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europr- is, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að opna búðirnar vegna mikillar eftirspurnar frá við- skiptavinum. „Við vildum einfaldlega þjóna okkar viðskiptavinum. Á þessum degi er fólk á ferðinni og þarf á þessari þjónustu að halda og mér finnst óþarft að fólk þurfi að sækja það út fyrir bæj- armörkin sem það getur fengið hér. Þessi þjón- usta er alls staðar fyrir hendi utan Reykjavík- ursvæðisins og í Reykjavík eru allskyns minni verslanir með opið. Ég sé enga ástæðu fyrir því að bensínstöðvar með matvöruúrval fái að hafa opið en ekki verslun með samskonar vöru,“ segir Matthías. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið sótt um leyfi til að hafa verslanirnar opnar. „Við héldum satt að segja að þetta væri orðið nokkurn veginn frjálst. Við vissum að það væri ekki hefð fyrir því að hafa opið en þetta hefur verið að breyt- ast og í þeirri trú reiknuðum við með því að við fengjum að vera óáreittir,“ segir Matthías. Spurning um jafnræði Guðjón Karl Reynisson, framkvæmdastjóri 10- 11, sagði að þeir hefðu ekki verið með áætlanir um að hafa opið, en fólk væri orðið vant því að það væri alltaf opið í Lágmúlanum og hefði gert kröfur um þessa þjónustu. Þeir hefðu því látið undan þrýstingi og ákveðið að opna og það hefði verið eins og við manninn mælt að verslunin hefði fyllst af fólki. Lögreglan hefði síðan komið um tveimur tímum síðar og farið fram á að versluninni yrðu lokað og þeir hefðu orðið við þeim tilmælum. Guðjón Karl sagði að þeir væru mjög ósáttir við að keppinautar þeirra, litlar hverfisverslanir, stór- ir söluturnar, bensínstöðvar sem seldu matvæli og fleiri, hefðu heimild til að hafa opið þennan dag en þeir ekki. „Þetta er spurning um jafnræðisregluna, að eitt skuli yfir alla ganga, og við munum í kjölfarið á þessu fara í það af fullum krafti að reyna að fá menn til að gera á þessum lögum breytingar,“ sagði Guðjón Karl ennfremur. Skv. lögum um helgidagafrið frá árinu 1997 er starfsemi verslana og markaða ekki leyfð á stórhátíðisdögum. Undanþegin því er hins vegar starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blóma- verslana, söluturna og myndbandaleigna og hið sama gildir um gististarfsemi og tengda þjónustu. Guðjón Karl segist hafa tvö ár í röð sótt um leyfi til að vera með opið þessa daga, en því hafi jafnan verið hafnað. Lögreglan lokaði tveimur matvöruverslunum á hvítasunnudag „Vildum einfaldlega þjóna okkar viðskiptavinum“ ÞÝSK-FRÖNSK flotadeild heimsækir Reykjavík í dag og verður þar fram á föstudag. Skipin Bremen, Lütjens, Berlin og Lafayette leggjast að bryggju í Sundahöfn í dag. Á morgun og á fimmtudaginn gefst almenn- ingi kostur á að skoða tvö fyrst nefndu skipin. Samtals eru tæplega 900 manns í áhöfnum skipanna, en á morgun mun heiðursfylking þýska og franska flotans leggja krans að minn- ismerki drukknaðra franskra sjómanna í Foss- vogskirkjugarði, svo og að minnismerki þýskra hermanna, sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Morgunblaðið/Júlíus Þýsk-frönsk flotadeild í heimsókn TÖLUVERÐ umferð var til Reykja- víkur eftir hádegið í gær en að sögn lögreglu gekk hún vel og án óhappa. Mikil umferð var víða um land um helgina og margir teknir fyrir of hraðan akstur. 17 ára piltur mældist á 137 km hraða skammt frá Egilsstöðum, 14 kærur voru vegna hraðaksturs á Húsavík, á Blönduósi voru tugir bíla stöðvaðir vegna hraðaksturs, níu í Reykjavík og nokkrir á Hvols- velli, svo dæmi séu tekin. Annars gekk umferð almennt vel, að sögn lögreglu, og lítið um óhöpp fyrstu ferðahelgi sumarsins. Morgunblaðið/Arnaldur Mikil umferð gekk vel FRAMKVÆMDASTJÓRI Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, Friðrik J. Arngrímsson, segir að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir gengislækkun krónunnar og tíma- bært sé orðið fyrir Seðlabankann að grípa til róttækra aðgerða. Tel- ur hann að gengið eigi að geta lækkað um 10%. Allur hagnaður sé nánast að hverfa úr sjávarútveg- inum og fleiri atvinnugreinum, m.a. ferðaþjónustunni. Friðrik segir að þó að gengið sé ekki hátt í sögulegu samhengi þá verði menn að horfa á innlendar kostnaðarhækkanir. Ekki verði hið sama úr rúmum 70 krónum fyrir dollarann og fyrir nokkrum árum. „Við erum einfaldlega að benda á að ríkið er stór þátttakandi á pen- ingamarkaðnum. Þegar það veldur þessu með ákvörðunum um stór- framkvæmdir á Austfjörðum þá gerum við kröfu til að ríkið grípi til þeirra mótvægisaðgerða sem mögulegar eru. Þegar sagt er að Seðlabankinn geti aðeins haft áhrif á gengið til skamms tíma þá er það nákvæmlega það sem við erum að biðja um. Á meðan væntingar um innstreymi gjaldeyris valda geng- ishækkun krónunnar þá verður rík- ið að taka á málinu,“ segir Friðrik. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist fyrir sitt leyti geta tekið undir málflutning LÍÚ í gengismálum en bendir um leið á að þau séu í sjálfstæðum höndum Seðlabankans, ríkisstjórnin hafi ekkert með þau að gera. Vextir mættu lækka, segir sjávarútvegsráðherra „Mín skoðun er sú að gengið sé of hátt, miðað við stöðuna í dag. Það er að stærstum hluta til vegna þess hve dollarinn er veikur á al- þjóðagjaldeyrismarkaði en hefur að miklum minnihluta til að gera með stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi. Þetta sést með samanburði á því hve íslenska krónan hefur breyst gagnvart evrunni annars vegar og gagnvart dollarnum hins vegar. Þess vegna er mjög erfitt fyrir Seðlabanka Íslands að gera eitthvað í því til að styrkja stöðu dollarans. Hins vegar finnst mér sjálfum að vextir mættu gjarnan lækka og þeir myndu þá hafa ein- hver áhrif á að veikja gengi krón- unnar. Það myndi örugglega aldrei vega upp á móti breytingum doll- ars nema í litlum mæli en gerðist frekar gagnvart evrunni,“ segir Árni. Framkvæmdastjóri LÍU telur að gengi krónunnar eigi að lækka um 10% Allur hagnaður að hverfa úr sjávarútveginum LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir Guðrúnu Svanbjörns- dóttur. Guðrún er fædd 1971. Hún er 172 cm á hæð, áberandi grönn með dökkt stuttklippt hár. Guðrún fór frá Landspítal- anum 8. júní sl. en grunur leikur á að hún hafi farið með flugi til Bíldudals og þaðan til Patreks- fjarðar. Hún var klædd í svart- ar, þröngar buxur, munstraða peysu og græna vatteraða úlpu. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 569 9012. Lýst eftir konu ÖKUMAÐUR jeppa, sem valt á Jök- ulhálsi á Snæfellsnesi laust fyrir há- degi á sunnudag, liggur slasaður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, en kona, sem var farþegi í bifreiðinni, fékk að fara heim að lokinni skoðun og aðhlynningu. Karlmaður og kona, sem lentu í bílveltunni, voru að aka niður Jökulháls, milli Arnarstapa og Ólafsvíkur, þegar jeppi þeirra valt í lausamöl. Að sögn lögreglu voru meiðsl konunnar talin minni háttar. Önnur bílvelta varð austan við Mal- arrif á sunnudagskvöld en ökumaður og farþegi, sem bæði voru í bílbelt- um, sluppu með minniháttar meiðsl. Bílveltur á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.