Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 18. júní. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Vikuferð til Costa del Sol 18. júní frá kr. 39.965 Verð kr. 39.965 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 18. júní, 7 nætur. Almennt verð kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 18. iúní, 7 nætur. Almennt verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. MIKIÐ fjölmenni var á barnaskákmóti Nb.is sem skákfélagið Hrókurinn hélt á Broadway á Hvítasunnudag. Hátt í tvöhundruð grunnskólabörn tóku þátt í mótinu en keppt var í fjórum flokkum og fengu fjölmargir upprennandi skáksnillingar að spreyta sig. Friðrik Ólafsson, fyrsti stór- meistari Íslendinga, krýndi síðan fjóra Nb.is meistara, þau Júlíu Guð- mundsdóttur, Helga Brynjarsson, Önnu Maríu Hrafnsdóttur og Mikael Luis Gunnarsson. Morgunblaðið/Ómar Ungir og upprenn- andi spreyta sig TALSMENN Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, Sjómannasam- bands Íslands og Vélstjórafélags Ís- lands eru nokkuð sáttir við tillögur Hafrannsóknastofnunar um há- marksafla helstu stofna fyrir næsta fiskveiðiár. Staða hörpudisks- og rækjustofns sé vissulega áhyggjuefni en að öðru leyti hafi tillögurnar ekki komið á óvart. Framkvæmdastjóri LÍU vonast til þess að stjórnvöld standi við það að þorskaflinn verði 209 þúsund tonn og aukist ekki síðar vegna umframveiða sóknardagabáta. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, segir að ef hörpudisk- ur og rækja sé undanskilin þá sé nið- urstaða Hafró almennt jákvæð. „Fyrir okkur friðunarsinna sem hafa viljað að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga er sá árangur mjög ánægjulegur sem er að nást núna. Mest er aukningin í þorski og ýsu og við bara fögnum því. Niðurstaðan er að flestu leyti eins og menn bjuggust við. Mér sýnist meginvandamálið geta skapast við sölu á ýsunni. Fram- boðið hefur verið slíkt að verð á mörk- uðum hefur verið að lækka töluvert. Að öðru leyti ætti ástandið að geta verið gott næstu árin,“ segir Helgi. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að fátt hafi komið á óvart í tillögum Hafrann- sóknastofnunar, einkum varðandi þorskinn. Jákvætt sé að aflinn sé ekki eingöngu upp á við á næsta fiskveiði- ári heldur einnig á þarnæsta tímabili. Hrygningarstofn þorsks sé hins veg- ar enn of lítill. „Mikilvægt er að þessi þorskafli sem verið er að ákveða, 209 þúsund tonn, standi. Ef að sjávarútvegsráð- herra hagar þessu með sama hætti og hann hefur gert undanfarin ár þá er hann ekki að gera það sem hann seg- ist vera að gera. Sóknardagabátar veiddu á síðasta ári meira en 10 þús- und tonn umfram það sem þeim var ætlað og hið sama gæti gerst aftur. Svona fiskveiðistjórnun gengur ekki. Aflamarksskipin hafa tekið á sig skerðingar árum saman til að byggja upp þorskstofninn á meðan hluti flot- ans hefur veitt langt umfram það sem honum er ætlað. Það er gjörsamlega óþolandi ef það gerist eina ferðina enn,“ segir Friðrik. Ástand sjávar stóru tíðindin Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að botn- fiskaflinn sé klárlega á uppleið, eink- um ufsi og ýsa, og bjartari tímar séu framundan varðandi þorskinn. Síldin virðist vera í góðu lagi og ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af loðnunni þó að byrjunarkvótinn sé minni en síðast. „Almennt séð þá er það mín skoðun að fiskistofnarnir virðast vera á góðu róli. Það verður að segjast eins og er að tillögurnar komu mér ekki á óvart. Vísbendingar um ýsu og ufsa hafa verið til staðar og reyndar í flestum stofnum. Meiri óvissa en oft áður er í karfanum en þær tillögur komu held- ur ekki á óvart. Stóru og góðu tíðindin eru ástand sjávar, bæði hita-, seltu- og átustig. Þetta er náttúrulega það sem allt byggist á,“ segir Sævar. Talsmenn útgerðarmanna, sjómanna og vélstjóra Sáttir við tillögur Hafró Morgunblaðið/Brynjar Gauti TILLAGA Hafrannsóknarstofnunar um bann við veiðum á hörpudiski á næsta fiskveiðiári kemur kunnugum ekki á óvart. „Við vissum að það gæti brugðið til beggja vona. Við vorum við þessu búnir og við reiknuðum með slæmri niðurstöðu en þetta er auðvitað versta mögulega niðurstað- an. Þetta kemur okkur hins vegar ekki alveg í opna skjöldu,“ segir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Ljóst er að hér eru um mikið áfall að ræða fyrir þær byggðir sem á undanförnum árum hafa byggt upp mikið atvinnulíf í kringum hörpu- disksvinnslu. Á síðasta áratug hefur heildarafli hörpudisks dregist saman um nálægt 50%. Talið er að hækkun sjávarhita sé ein meginorsökin fyrir hruni sem nú blasir við í stofninum en einnig hefur skæð sýking fundist í hörpudisknum og rannsóknir standa nú yfir á áhrifum hennar. 614 – 750 milljóna tjón í Stykkishólmi Langstærstur hluti hörpudisk- veiða fer fram á Breiðafirði, eða um 97% á síðasta fiskveiðiári. Í Stykk- ishólmi hefur risið öflug landvinnsla þar sem hörpudiskurinn er fullunn- inn til útflutnings. Í skýrslu sem Vífill Karlsson, hag- fræðingur, hefur unnið fyrir Stykk- ishólm, er gert ráð fyrir að verð- mætatap í sveitarfélaginu vegna banns við hörpudiskveiðum nemi á bilinu 614 til 660 milljóna króna á fyrsta ári. Þar er þó ekki gert ráð fyrir ýmsum kostnaði s.s. vegna fé- lagslegra vandamála sem kynnu að fylgja þessari atvinnuháttaröskun eða kostnaði við að endurvinna markaði erlendis. Hins vegar má gera ráð fyrir því að ef veiðibannið stendur í lengri tíma yrði verðmæta- tapið minna með hverju árinu sem líður. Óli Jón Gunnarsson telur að tjónið vegna veiðibannsins nemi um 750 milljónum króna. „Þetta hefur af- skaplega mikil áhrif hérna hjá okk- ur. Við lítum á aukið hitastig í sjón- um sem náttúruhamfarir,“ segir Óli Jón. Botnfiskkvóti aukinn til mótvægis Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, hefur lýst því yfir að Stykk- ishólmi verði bættur skaðinn vegna hruns hörpudiskstofnsins. Aðspurð- ur segir Árni að samkvæmt heimild- arákvæði í lögum sé hægt að bæta útgerðum upp fyrirsjáanlegan afla- samdrátt með annars konar afla- heimildum. Ákvæðinu hafi verið beitt síðastliðin fjögur ár en hver ný staða gefi tilefni til að fara yfir hana á ný. Bótum hafi verið úthlutað í Breiðafirði vegna yfirstandandi fisk- veiðiárs. „Við munum leggja fyrri aðferðafræði til grundvallar en gera hugsanlega einhverjar breytingar miðað við þær aðstæður sem skapast hafa í Breiðafirði. Þær verða hins vegar að vera í samræmi við það sem gert er annars staðar,“ segir Árni, sem á von á að fjallað verði um þess- ar aðgerðir í ráðuneytinu á næstu vikum. Óvissa varðandi landvinnslu „Það er ekki búið að leysa það end- anlega hvernig þetta hefur áhrif gagnvart vinnslunni. Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er ljóst að aflaheimildarnar sem fást í stað- inn verða væntanlega í bolfiskteg- undum. Uppbótin kemur því fyrst og fremst í staðinn fyrir veiðarnar en vandamálið sem við stöndum frammi fyrir hefur þó ekkert með kvótaleysi að gera. Þetta er fyrst og fremst vandamál gagnvart landvinnslunni því í hörpudisknum hefur verið um algjöra fullvinnslu að ræða. Erfið- leikarnir eru fyrir landvinnslufólkið. Maður getur því ekki fullyrt um hvort þetta leysist með auknum kvóta í öðrum tegundum nema það verði farið út í einhverja aðra vinnslu,“ segir Óli Jón. Sérhæfing gæti glatast Óli Jón segir að landvinnslufyrir- tækin í Stykkishólmi hafi sérhæft sig mjög í hörpuskelinni. Hörpudiskur- inn hafi verið veiddur á Breiðafirði og unninn í landi. Hins vegar gildi önnur lögmál um botnfiskinn sem gjarnan er seldur á markaði. „Það veit enginn hvar botnfiskurinn lend- ir á endanum,“ segir Óli Jón. Þrátt fyrir erfiðleikana sem nú stafa að atvinnulífinu í Stykkishólmi er að finna ákveðna von í niðurstöð- um Hafrannsóknarstofnunar. Í skýrslu stofnunarinnar um nytja- stofna sjávar, sem út kom sl. laug- ardag, segir að „með veiðibanninu á næsta fiskveiðiári verði spornað við frekara hruni veiðistofnsins og dreg- ið úr afföllum vegna veiða á vænleg- um árgöngum af smáskel frá 1999- 20001.“ Óli Jón segir að þessi nið- urstaða Hafrannsóknarstofnunar feli í sér ákveðna vonarglætu: „Ný- liðun er talin allgóð. Tegundin vex hins vegar hægt þannig að þetta tek- ur tíma en við ætlumst til að þetta fari upp aftur. Ég vænti þess að allir leggist á árarnar á meðan við róum okkur út úr þessum erfiðleikum.“ Veiðibann á hörpuskel hefur alvarleg áhrif í Stykkishólmi Tap vegna veiðibanns talið allt að 750 milljónir Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason „Við vorum við þessu búnir og við reiknuðum með slæmri niðurstöðu en þetta er auðvitað versta mögulega niður- staðan. Þetta kemur okkur hins vegar ekki alveg í opna skjöldu,“ segir Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.