Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fræðslufyrirlestur Stafganga - Nordic walking Stafganga eða Nordic walking á rætur sínar að rekja til Finnlands og er stunduð af milljónum manna og kvenna um heim allan. Þetta er hreyfing, sem hentar jafnt ungum sem öldnum, trimmurum sem og keppnisfólki. Stafganga hefur einnig verið mikið not- uð sem sem hluti af endurhæfingu, t.d. baksjúklinga og hjartasjúklinga. Tími: Þriðjudagurinn 10. júní kl. 17:00 - 19:00 Staður: Íþróttamiðstöðin í Laugardal, 3. hæð Cris Griffin, sjúkraþjálfari, mun kynna niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið á áhrifum stafgöngu fyrir heilsu fólks. Hvernig getur fólk í misgóðu líkamsástandi og á mismunandi aldri nýtt stafgöngu sér til ánægju og heilsubótar. Hvernig nýtist stafganga sem endurhæfing? Jóna Hildur Bjarnadóttir, íþróttakennari og þjálfari hjá Almenningsíþróttadeild Fram, greinir frá reynslu sinni af þjálfun tilraunahóps Kvennahlaups ÍSÍ í stafgöngu. Aki Karihtala forseti Alþjóða stafgöngusambandsins kynnir sambandið og starfsemi þess. Í lokin verður þátttakendum boðið út fyrir þar sem farið verður yfir grunntækni í stafgöngu. Fyrirlestrarnir eru á ensku (Chris og Aki) og opnir öllu áhugafólki um heilsueflingu al- mennings s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingum, íþróttakennurum og þjálfurum. Þátttaka er án endugjalds! Hlíðasmári 1-3 Til leigu/sölu Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér- lega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. FYRIRTÆKI verða að vera ábyrg og mega aldrei gera ráð fyrir að stjórnvöld setji þeim reglur til að fara eftir,“ segir Maria Livanos Cattaui, aðalritari Alþjóðaverslun- arráðsins (ICC) sem er væntanleg hingað til lands á morgun. Cattaui kemur til Íslands í boði Landsnefndar ICC í tilefni af 20 ára afmæli nefndarinnar. Starfsemi ICC teygir anga sína til 140 landa og fjöldi fyrirtækja í heiminum eru aðilar að samtökunum. Cattaui, sem er grísk að uppruna en sviss- neskur ríkisborgari, kemur fram fyrir hönd samtakanna og starfar í raun sem framkvæmdastjóri þeirra. Formaður samtakanna er Frakkinn Jean-René Fourtou, for- stjóri Vivendi Universal. ICC eru 84 ára gömul samtök og hafa í gegnum tíðina unnið að því að sam- ræma reglur og búa til ýmsa staðla svo viðskipti milli fyrirtækja heimsins geti gengið á sem skil- virkastan hátt. Cattaui vill þó ekki gera of mikið úr hlutverki samtak- anna sjálfra. Umbætur komi innan frá Í samtali við Morgunblaðið sagði Cattaui að hegðun fyrirtækjanna sjálfra skipti höfuðmáli „ICC telur almennt séð að meiri árangri sé hægt að ná með því að setja þrýst- ing á fyrirtæki og hvetja þau til að ganga lengra en lög og reglugerðir segja til um. Ekki fara bara eftir reglunum og láta þar við sitja held- ur gera enn betur. Raunar teljum við að of mikið af reglugerðum frá stjórnvöldum auki á hættu á spill- ingu og óstjórn hjá fyrirtækjum. Við teljum best að gera umbætur innan frá. Við teljum mikilvægt að stuðla að því að fyrirtækin hegði sér og starfi af ábyrgð. Þess vegna teljum við að þrýstingur innan frá og frá neytendum sé meira virði en reglugerðir. Við einbeitum okkur ekki sér- staklega að hlutverki ICC heldur hlutverki fyrirtækja. Við skoðum hver er ábyrgð fyrirtækja og hvernig þau eiga að hegða sér í samfélaginu til að starf þeirra skili sem mestu. Um þetta er búið að setja alþjóðlegan staðal handa fyr- irtækjum. Þau geta sjálf haft áhrif á staðalinn með því að taka virkan þátt í samtökunum,“ segir Cattaui. Fjallar um aukna hagsæld á Íslandi Cattaui hyggst leggja áherslu á þrennt í erindi sínu hér á landi. „Í fyrsta lagi ætla ég að segja frá því mikilvæga starfi sem ICC er að vinna um allan heim.“ ICC starfar náið með alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum að því meðal annars að samræma reglur um við- skipti á milli landa, stemma stigu við spillingu og minnka hindranir á flæði upplýsinga, vöru og þjónustu milli markaða. „Annað svið sem mig langar að fara inn á er hlutverk og ábyrgð fyrirtækja á öld alþjóðlegs hag- kerfis. Ábyrgð fyrirtækjanna og góðir stjórnunarhættir koma þar við sögu. Auk þess legg ég áherslu á að skýra hlutverk fyrirtækja og hlutverk stjórnvalda. Það er mik- ilvægt að fyrirtæki séu ábyrg og setji sér sínar eigin leikreglur en geri ekki ráð fyrir að stjórnvöld setji þeim þær. Raunverulegur styrkur fyrirtækja sprettur upp úr þeirra eigin starfi, þótt ytri reglur skipti einnig máli. Þriðja málið sem ég myndi vilja skoða er það hvernig atvinnulífið á Íslandi getur tekið virkari þátt í starfi ICC og hvernig hægt er með því að auka hagsæld á Íslandi.“ Cattaui segir ICC ekki tjá sig um mál einstakra fyrirtækja heldur séu málin sett í alþjóðlegt sam- hengi. Við lítum almennt á hvað fyrirtæki geta gert til að bæta stöðu sína og skoðum sérstaklega hvernig það á við á Íslandi,“ segir Maria Livanos Cattaui. Starfaði við ritstjórn Britannica Cattaui hlaut menntun sína við Harvard-háskólann í Bandaríkjun- um. Hún situr í fjölmörgum stjórn- um víðsvegar um heim, m.a. the El- liot School of International Affairs (George Washington University) og í stjórn the London Symphony Orchestra. Áður en hún tók við starfi aðalritara hjá ICC hafði hún meðal annars starfað sem einn af ritstjórum Encyclopaedia Britann- ica og sem ritstjóri hjá Time-Life Books. Cattaui heldur erindi yfir hátíð- arkvöldverði ICC á Íslandi í Grill- inu á morgun. Cattaui hefur ritað fjölda bóka og greina og er vinsæll fyrirlesari um heim allan. Aðalritari Alþjóðaverslunarráðsins, Maria Livanos Cattaui, á Íslandi Ábyrgð fyrirtækja mikilvæg- ari en reglugerðir stjórnvalda „Of margar reglugerðir auka hættu á spillingu og óstjórn hjá fyr- irtækjum,“ segir Maria Livanos Cattaui, aðalritari ICC. ÞRJÚ stærstu skipafélög heims sem stunda skemmtisiglingar, P&O, Princess Cruises og Carnival Cruises, hafa sameinast undir nafn- inu Carnival Corporation & Carniv- al plc. Hið nýja fyrirtæki er hið stærsta í heiminum á sínu sviði og sameinar rekstur alls 13 skipafélaga með 66 skemmtiferðaskip og gistingu fyrir 100 þúsund manns, auk þess sem í smíðum eru á þeirra vegum 17 ný skip með rúm fyrir 42 þúsund far- þega. Á síðasta ári fluttu skip hins sameinaða félags hátt í fimm millj- ón farþega á leiðum sínum um heimshöfin. Samkvæmt fréttatilkynningu frá hinu sameinaða félagi verður Carnival Corporation & Carnival plc. eina félagið í heiminum til að vera bæði í S&P 500 hlutabréfa- vísitölunni bandarísku og hinni bresku FTSE 100 vísitölu. Umboðsmaður hins sameinaða félags á Íslandi er Heimsklúbbur- inn-PRÍMA. Þrjú félög í skemmti- siglingum sameinast GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um 1,6 milljarða króna milli mánaða og nam 36,9 millj- örðum króna í lok maí (jafnvirði 518 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlend skammtímalán bankans lækkuðu í mánuðinum um 1,2 milljarða og námu þau 9,9 millj- örðum króna í lok hans. Í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að Seðlabankinn keypti gjaldeyri á inn- lendum millibankamarkaði fyrir 2,8 milljarða króna í maí, og er það í sam- ræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Þrátt fyrir þessi gjaldeyriskaup lækkaði gjaldeyrisforðinn og er það rakið til lánahreyfinga ríkissjóðs, lækkunar á erlendum skammtíma- lánum bankans og styrkingar krón- unnar en gengi íslensku krónunnar hækkaði um rúmlega 1% í maí. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,3 milljörðum króna í maílok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf rík- issjóðs 1,2 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 4,7 milljarða króna í maí og námu 66,3 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir lækkuðu um hálfan milljarð króna og námu 7,9 milljörð- um króna í mánaðarlok. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um eitt hundrað milljónir í maí og námu nettóinnstæður ríkis- sjóðs 25,8 milljörðum króna í lok mánaðarins. Grunnfé bankans lækk- aði í maí um 4,2 milljarða króna og nam það 32,6 milljörðum króna í mánaðarlok. Erlend skamm- tímalán Seðla- bankans lækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.