Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 13 BRESKIR fjölmiðlar fylgjast náið þessa dagana með mögulegri yfirtöku Baugs á bresku leikfangakeðjunni Hamleys. Verð hlutabréfa Hamleys hefur hækkað mjög í kjölfar umræð- unnar og var lokaverð Hamleys 193,5 pens í gær. Á baksíðu Financial Times í gær veltir blaðamaðurinn Sophy Buckley fyrir sér áhuga tveggja af þeim þrem- ur sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir kaupendur á leik- fangakeðjunni, þeim Tim Water- stone, stofnanda Waterstone-bóka- búðanna, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á því að eignast Hamleys-leikfangakeðj- una. Fyrirtæki sem ekki hefur gengið sem skyldi að undanförnu. Í greininni spyr hún sjálfa sig að því hvort þeir séu einungis fullvaxin börn sem enn elski leikföng eða þeir telji sig geta snúið þróuninni við hjá versluninni og breytt henni í arðbær- an rekstur. Fjöldi gesta ekki nóg Í Financial Times kemur fram að verslanir Hamleys séu heimsþekktar og alls sæki um fjórar milljónir keðj- una heim árlega. Það sé hins vegar ekki nóg þar sem einungis 1,4 millj- ónir gesta versli, aðrir komi til að skoða þann töfraheim sem helsta verslun Hamleys við Regent Street í London þykir vera. Hamleys glími við þann vanda að þurfa að reiða sig mjög á ferðamenn en Hamleys tapaði 890.000 pundum á árinu 2001 vegna samdráttar í ferðamannastraumi til London í kjölfar atburðanna 11. sept- ember. Keðjan hefur hins vegar ekki birt uppgjör fyrir síðasta rekstrarár sem lauk um mánaðamótin mars/apríl sl. Á fréttavefnum Timesonline í gær kemur fram að Hamleys hafi skrifað undir bindandi samkomulag um að Baugur fjármagni kaupin á Hamleys fyrir tvo af stjórnendum fyrirtækis- ins, þá John Watkinsson aðalfram- kvæmdastjóra og Ian Parker fjár- málastjóra, en fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að stjórn Hamleys hefði gefið þeim leyfi til að leita fjármagns til að kaupa fyrirtækið. Sagt er að þeir hafi gengið til samstarfs við Baug eftir að hafa leitað hófanna hjá nokkr- um fjárfestum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ekki verið gert neitt bindandi samkomulag um sölu á Hamleys enda liggi ekki fyrir form- legt tilboð í verslunina. Í Financial Times í síðustu viku kom fram að Baugur Group væri að undirbúa yfirtökutilboð í Hamleys í samstarfi við John Watkinsson, aðal- framkvæmdastjóra félagsins. Þar kom fram að talið væri að tilboð Baugs muni hljóða upp á allt að 46,2 milljónir sterlingspunda, eða 190 til 200 pens á hlut. Í síðustu viku voru Tim Waterstone og fjárfestingarfyrirtækið HgCapital nefnd ásamt Baugi sem líklegir til- boðsgjafar í Hamleys. Verslunin var stofnuð árið 1760 af William Hamley. Keðjan rekur fimm verslanir undir Hamleys-vörumerkinu, 31 verslun undir vörumerkinu Bear Factory auk fjögurra annarra verslana. Væntanleg kaup á Hamleys vekja athygli Verslun Hamleys við Regent Street. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.