Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 16
NEYTENDUR 16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 0 6 Ingvar Helgason notaðir bílarIngvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 TILBOÐSDAGAR – hjá Ingvari Helgasyni á notuðum bílum dagana 11. – 20. júní GÓÐIR TILKEYRÐIR NOTAÐIR BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI JARÐARBER eru táknrænn ávöxtur rómantíkurinnar og ást- arinnar og hver fellur ekki fyrir súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum og góðu kampavíni. Jarðarber eru jú flest hjartalaga, segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, sem tekið hefur saman eftirfar- andi pistil fyrir garðyrkjubændur þar sem íslensku jarðarberin eru komin á markað. Jarðarber eru að upplagi ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarð- arberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eig- inlegu aldin jarðarbersins sem hvert um sig geymir lítið fræ. Líkt og brómber og hindber er jarð- arberið samsettur ávöxtur, þó svo að uppbygging þess sé eilítið frá- brugðin og mun þéttari. Jarðarber þykja ekki aðeins hnossgæti nú á tímum. Þau voru tínd á tímum Rómverja og jarð- arberjarækt var stunduð af indján- um í Ameríku og Frökkum frá því á 15. öld. Sú tegund jarðarberja og þau sem þá uxu villt eru mun smærri en þau sem helst eru rækt- uð nú á tímum. Reyndar þekkjum við Íslendingar þessa smávöxnu tegund jarðarberja sem vaxa villt sumstaðar á lyngmóum og eru ræktuð í heimagörðum. Villtu jarðarberjaplönturnar sem vaxa hérlendis kallast fragaria vesca en vegna aðstæðna og tíðarfars ná þær því miður oft á tíðum ekki full- um þroska. Snemma á 18. öld náðu Frakkar fyrstir að rækta fram jarðarberið í þeirri stærð sem við þekkjum í dag og notuðu til þess blöndun villijarðarberja frá Chile við evrópskar tegundir. Í dag eru jarðarber ræktuð víðsvegar um heiminn og þau má fá allt árið um kring en þó helst snemma sumars. Fyrir áhugasama jarðarberja- unnendur má nefna nokkur af- brigði jarðarberja. Fyrst er það Gorella, sem er eins og nafnið bendir til, stórvaxið og óreglulegt afbrigði og fremur snemmspr- ottið. Red Gauntlet er annað af- brigði sem þroskast þegar nær dregur hausti og er reglulegra að lögun. Fraise du bois eru þekkt, smágert, villi- eða skógarafbrigði og virkilega ljúffeng og bragð- mikil. Farið er að rækta þau sér- staklega af þeim sökum. Litur jarðarbersins er marktæk- ur mælikvarði á þroskastigið, en það sama þarf ekki að vera satt um bragðið. Ber sem eru ljós að lit og bragðdauf eru ekki fullþroskuð, þó ber að athuga að til eru ljós og nærri hvít afbrigði jarðarbersins. Eftir því sem berin eru rauðari því meiri er ilmurinn, en bragðið þarf ekki endilega að vera meira fyrir vikið. Bragðið er háð ræktunar- aðstæðum og til dæmis eru gróð- urhúsaræktuð jarðarber oftar bragðminni þó að þau séu rauð og falleg. Bragðið kemur gjarnan best fram ef berin eru borin fram við stofuhita. Jarðarber eru flest hjartalaga en lögun þeirra getur þó verið mismunandi eftir af- brigðum. Þegar velja skal jarðarber er mikilvægt að þau séu stíf, þurr og vel rauð á litinn. Gæta þarf vel að skemmdum berjum og hætta er á að ef eitt ber í bakkanum er mygl- að að fleiri séu það einnig. Mik- ilvægt er að krónublöðin og jafn- vel stilkurinn séu á og best er að fjarlægja það ekki fyrr en rétt áð- ur en jarðarberin eru skoluð og borðuð. Ef krónublöðin hafa verið fjarlægð er hætta á að jarðarberin sjúgi í sig vatn og linist upp þegar þau eru þvegin. Sykri ætti heldur ekki að strá á jarðarberin fyrr en rétt fyrir neyslu því sykurinn dregur í sig safann og berin linast upp. Jarðarber eru oftast borðuð fersk eins og þau koma fyrir, gjarnan með ís eða rjóma og sykri og ekki sakar að hafa þau með ör- lítilli stökkri súkkulaðibráð til há- tíðabrigða. Fersk jarðarber eru falleg í skreytingar ýmiskonar og einnig, ásamt öðrum ávöxtum, sem hollt snakk á ávaxtabakka, jafnvel með ostum og fersku grænmeti. Jarðarber má einnig nota í ým- iskonar eftirétti, ís, shake, salöt, bökur og kökur. Laga má sósur, hlaup og sultu úr jarðarberjum og þau má sjóða niður. Við það að sjóða berin niður breytist áferð þeirra mikið og þau verða lin og maukkennd. Eftir frystingu og niðursuðu henta þau best í grauta, sultu, hlaup og ábætisrétti. Þegar frysta á jarðarber er best að skola þau skamma stund undir rennandi köldu vatni með krónu- blöðunum á, setja þau á sigti og láta vatnið renna af, velta þeim rökum upp úr sykri og frysta á bökkum þar sem þau snerta ekki hvert annað. Þegar berin eru gegnfrosin má pakka þeim í aðrar umbúðir og frysta þannig. Þegar þíða á berin á nýjan leik er það gert með því að dreifa þeim á bakka með góðu bili á milli. Helstu næringarefni jarðar- berja eru C-vítamín og fólasín sem þau eru mjög rík af. Einn bolli eða um 100 g af ferskum jarðarberjum inniheldur aðeins 45 he, en meira en ráðlagðan dagskammt af C- vítamíni. Margir telja að jarðarber hafi þvagræsandi áhrif og séu því góð gegn gigt. Morgunblaðið/Árni Torfason Jarðarber tákna rómantík og ást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.