Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í NÝLIÐINNI kosningabaráttu lagði Framsóknarflokkurinn mikla áherslu á að Íbúðalánasjóði yrði heimilað að veita íbúða- lán til allt að 90% af matsverði íbúðar- húsnæðis. Á bak við þær tillögur lágu vand- aðar hugmyndir að útfærslu þar sem tekið var tillit til flestra þeirra þátta sem að und- anförnu hafa skotið upp í umræðunni. Rétt er að undirstrika orðið hugmyndir í þessu sambandi, því að sjálfsögðu var gert ráð fyrir því að stigið yrði varlega til jarðar í þessum efnum, samráð haft við aðila á markaði og þess gætt að áhrifin yrðu ekki of mikil og skyndileg. Á þetta hefur Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagt ríka áherslu á undanförnum dögum, enda liggur fyrir skýr stefna ríkisstjórnarinnar um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og bæta kjör almennings. Forsenda fyrirhugaðra breytinga á íbúðalánakerfinu er sú grundvallarbreyt- ing sem orðið hefur á íslenskum skulda- bréfamarkaði á undanförnum mánuðum, þar sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest í íslenskum húsbréfum og húsnæðisbréfum fyrir milljarðatugi. Áhrif þessara fjárfest- inga erlendra aðila hafa nú þegar lækkað raunvexti húsbréfa á markaði um 1%. Í stað allt að 13% affalla er nú lítilsháttar yf- irverð á húsbréfum. Greiningardeild Landsbanka Íslands telur að á næstu mán- uðum muni þessi þróun halda áfram og að yfirverð á húsbréfum verði um 5% í árslok. Ástæða þess að erlendir fjárfestar kaupa nú húsbréf í miklum mæli er sú staðreynd að þau eru meðal allra hagstæðustu, tryggu skuldabréfum á alþjóðlegum fjármagns- markaði. Þar skiptir ríkisábyrgð og verð- trygging bréfanna miklu máli. Rík- isábyrgðin eykur eðlilega traust kaupenda á skuldabréfunum. Fyrir langtímafjárfesta skiptir verðtrygging íslenskra húsbréfa ekki síður miklu máli, því í verðtrygging- unni er falin ákveðin gengistrygging þar sem breytingar á gengi skila sér til baka að stórum hluta í verðtryggingu langtímalána. Á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði er talið að skuldabréfasjóðir þurfi að vera að minnsta kosti um 500 milljón bandaríkja- dalir að stærð svo fjárfestar telji vænlegt að fjárfesta í þeim. Það er um 40 milljarðar íslenskra króna. Það vill svo til að engin fjármálastofnun önnur en Íbúðalánasjóður hefur tök á sem eru stæ dala til að t festingu í ís svo dýrmæ eigin gjaldm bréfaflokka 500 milljón Gert er r lánasjóðs v markmiðin fjárhæð íbú tímabilsins munu því e eins og sum virðast hald meðal anna á nýbyggin lánakerfisi unarframk þeim tíma m erlendra að sjóðs fyrst Húsnæðislán fyrir al Eftir Björn Inga Hrafnsson Þeir sem fást við stjórnmál vel þann söng sem ávallt by hópi úrtölumanna þegar hr markmiðum af einhverju ta framkvæmd SKÓLAKERFIÐ íslenska þarf að vera í stöðugri þróun til að mæta þörfum nýs sam- félags. Samfélags sem byggist á því að hug- vit mannsins er virkjað í stað þess að byggja hagvöxt á rányrkju á viðkvæmum nátt- úruauðlindum. Þetta verður einkum gert með efldri menntun og meiri rannsóknum. Breytingar á skólakerfinu verða auðvitað að miða fram á við. Og því miður skortir stundum skilning á því að ekki horfa allar breytingar til framfara. Sumar eru fyrst og fremst til marks um hnignun, afturför og metnaðarleysi. Ný menntastefna þarf nefni- lega ekki alltaf að vera betri en sú sem fyrir var. Að undanförnu hafa stjórnvöld verið að brydda upp á nýjungum í skólastarfi. Þau hafa t.d. ákveðið að styrkja af almannafé nýjan einkarekinn framhaldsskóla, Hrað- braut í Garðabæ, en í starfi þess skóla felst sú nýjung að námið á að fara fram á tveimur árum en ekki fjórum, eins og hefð er fyrir í íslenskum framhaldsskólum. En lýsir það metnaði að stytta skóla- göngu einstaklingsins? Fyrir því hafa verið ákveðin fagleg rök að hafa framhaldsskól- ann fjögur ár. Þannig hefur markmið fram- haldsskólans verið að undirbúa nemendur á breiðum grundvelli fyrir framhaldið, hvort sem er í háskóla, á vinnumarkaði eða í ann- ars konar menntun. Til að ná þessu mark- miði hefur þótt við hæfi að veita menntun á sem flestum sviðum til að nemandinn öðlist víðtæka og almenna þekkingu. Gegn þessum faglegu rökum má vita- skuld tefla öðrum faglegum rökum. Í um- ræðum um Hraðbrautina hefur hins vegar ekki heyrst mikið af slíku, nema þá helst að nauðsynlegt sé að fólk komist fyrr út á vinnumarkaðinn eða í annað nám. Þau rök duga hins vegar í sjálfu sér skammt. Ef ávinningurinn af því að fá fólk snemma út á vinnumarkaðinn er svo mikill, að af þeim sökum sé æskilegt að skera niður árafjölda til framhaldsnáms, væri líklega best að leggja niður allt framhaldsnám og senda fólk út á vinnumarkaðinn 16 ára. Þróunin í nútímasamfélagi hefur verið önnur og fyrir því eru vissar ástæður. Sú menntun og þjálf- un sem af henni fæst er nefnilega svo mik- ilvæg að hún vegur margfalt upp þann ágalla að ekki sé hægt að senda unglingana í verksmiðjurnar 16 ára. Þörfum vinnumark- aðarins er best sinnt með því að á honum sé vel menntað og upplýst fólk. Í ljósi þessa er einkennilegt að umræða um framha virðist ekki skólans hel vegna þess ákvarðanir ræða um in því að ræða vel út á pap að hægt sé reglustiku mánuð hér staðar, tryg fyrir að þá kannski vak hagræðime árum sé hæ kosta minn reka kenna bak við tölv irtæki þar s verði til og kvæmt reik engin verðm En hafa Vantar beittari tannhj Eftir Katrínu Jakobsdóttur Umræðan um hraðsoðið og mótast af þeirri hugmynd a afurð skólakerfisins sé sta beittur námsmaður sem st ákveðið eftir einstigi menn NÆSTA haust tekur til starfa nýr einka- rekinn framhaldsskóli í Hafnarfirði sem ber nafnið Menntaskólinn Hraðbraut. Um er að ræða róttæka nýjung í skólalífi Ís- lendinga. Fram til þessa höfum við búið við það úrelta fyrirkomulag að útskrifa stúd- enta almennt tvítuga, eftir fjögurra ára nám. Í því felst mikil tíma og mann- auðssóun og ekki er gætt að þörfum ein- staklinganna. Hraðbrautin fjölgar valkost- unum og gerir duglegustu nemendunum kleift að nýta tíma sinn og orku miklu betur en áður. Býður þeim upp á þann sjálfsagða valkost að ljúka námi sínu á tíma sem fyrir þeirra getu og metnað er eðlilegur. Þetta vekur upp umræðu um hvernig komið er fyrir framhaldsskólunum og hvernig hið opinbera hefur staðið sig í því að tryggja það að skólarnir séu sniðnir að þörfum einstaklinganna. En ekki eingöngu hagtalna og reiknilíkana. Beinir sjónum að því metnaðarleysi sem ríkt hefur í mennta- málum okkar um árabil. Metnaðarleysi sem kristallast í lágum launum kennara, háu brottfalli úr framhaldsskólum, fjár- sveltu skólastarfi, verk- og listnámi í djúp- stæðum vanda og óviðunandi aðbúnaði margra skóla. Skóli sniðinn að einstaklingnum Samanburðarlönd Íslendinga útskrifa stúdenta yfirleitt 18 ára og kemst unga kynslóðin sem því nemur fyrr út á vinnu- markaðinn. Þjóðfélagsleg hagkvæmni þessa blasir við og þarfnast varla rökstuðn- ings. Það hlaut því að koma að því að einka- rekinn framhaldsskóli á þessum forsendum liti dagsins ljós. Þar sem ríkið hefur ekki sinnt þeirri skyldu sinni að sníða skólakerf- ið að þörfum einstaklinganna og tryggja að allir finni sína fjöl og þroski kosti sína en hætti ekki námi allt of snemma eins og brottfallið ilvægt og þ í framhalds námsbraut konar. Nám kerfinu og Aðdrátta braut er au mikla neme landsins bj kost. Vitað hafa viljað innan skóla fjölbreytile fyrir daufu haldsskólu bært starf, Hraðbraut til stúdents Eftir Björgvin G. Sigurðsson Aðdráttaraflið við Menntas Hraðbraut er augljóst fyrir d og kraftmikla nemendur þa framhaldsskólar landsins b þeim ekki upp á þennan va TILLÖGUR HAFRÓ SAMSKIPTI VINAÞJÓÐA Í samtali við Morgunblaðið sl.föstudag, sagði Halldór Ás-grímsson, utanríkisráðherra, að íslenzk stjórnvöld teldu loft- varnir algera nauðsyn fyrir Ísland og bætti síðan við: „Það kemur ekkert fram í bréfi forsetans (þ.e. bréfi Bush til Davíðs Oddssonar um málefni Keflavíkurflugvallar. Inn- skot Mbl.) sem bendir til að þeir (þ.e. Bandaríkjamenn) séu á öðru máli.“ Þegar samskipti Íslands og Bandaríkjanna vegna framtíðar varnarsamstarfs þjóðanna tveggja eru komin á æðsta stig, þ.e. í bréfa- skiptum á milli forseta Bandaríkj- anna og forsætisráðherra Íslands, er að sjálfsögðu ekki hægt að taka mark á öðru en þeim sjónarmiðum, sem fram koma í bréfi Bandaríkja- forseta. Af tilvitnuðum orðum Hall- dórs Ásgrímssonar er ljóst, að hvergi í bréfi Bandaríkjaforseta er sett fram sú skoðun, að orustuþot- ur varnarliðsins og björgunarsveit- in skuli hverfa frá Íslandi. Hitt fer ekki á milli mála, að inn- an bandaríska stjórnkerfisins hafa þær skoðanir lengi verið uppi og þá ekki sízt í varnarmálaráðuneytinu. Sl. laugardag birti AFP -fréttastof- an frétt þess efnis, að í bréfi Bandaríkjaforseta kæmi fram, að Bandaríkin þyrftu á þessum flug- vélakosti að halda annars staðar. Jafnframt hafði fréttastofan eftir ónefndum embættismönnum að Bandaríkjamenn mundu innan tíðar flytja þessar vélar á brott. Það er daglegt brauð í Wash- ington að stríð á milli hinna ýmsu aðila í stjórnkerfinu sé háð með því að leka fréttum í fjölmiðla. Aug- ljóst er að frétt AFP hefur verið lekið í fréttastofuna af embættis- manni í Pentagon í því skyni að hafa áhrif á andrúmsloft og umræð- ur á Íslandi og viðræður milli Ís- lendinga og Bandaríkjamanna. Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð í samskiptum á milli tveggja vinaþjóða, sem hafa átt langt og mikið samstarf í rúma sex áratugi, samstarf, sem hefur ekki síður ver- ið Bandaríkjamönnum til hagsbóta en Íslendingum. Það kann að gefast embættismönnum í Washington vel að beita slíkum starfsaðferðum inn- anlands í Bandaríkjunum en þau eiga ekki við í samskiptum á milli þjóða, ef Bandaríkjamenn hafa þá á annað borð einhvern áhuga á því að viðmælendur þeirra gangi til mál- efnalegra viðræðna við þá um skoð- anamun, sem uppi kann að vera. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á sunnudag var flutt frétt, sem byggð var á heimildum, sem ekki var getið, þess efnis, að íslenzk stjórnvöld hefðu neitað Bandaríkja- mönnum um leyfi til að flytja fjórar orustuþotur tímabundið til Banda- ríkjanna í kjölfarið á atburðunum þar í landi hinn 11. september 2001 til þess að verja bandarískar borgir árásum hryðjuverkamanna. Án þess að Morgunblaðinu sé kunnugt um þetta tiltekna mál ætti Bandaríkjamönnum þó að vera ljóst, að hafi þetta orðið niðurstaða íslenzkra stjórnvalda væri hún ekki að tilefnislausu. Bandaríkjamenn hafa áður flutt varnartæki á brott frá Keflavíkurflugvelli með loforði um að þau kæmu aftur en ekki staðið við þau fyrirheit. Þeim sem til þekkja er að sjálf- sögðu ljóst hvaða aðilar það eru í bandaríska stjórnkerfinu, sem hér eru að verki. Ekki er hægt að sjá annan tilgang með þessum vinnu- brögðum en að reynt sé að koma í veg fyrir að viðræður íslenzkra og bandarískra stjórnvalda geti farið fram í jákvæðu og uppbyggilegu andrúmslofti. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur frá gamalli tíð haft meiri þekkingu á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna en önnur ráðu- neyti þar í landi. Forystu fyrir þeirri sendinefnd, sem hingað kom til viðræðna við íslenzk stjórnvöld sl. fimmtudag hafði háttsettur að- stoðarráðherra í utanríkisráðuneyt- inu, Elizabeth Jones. Óskandi væri að hún beitti áhrifum sínum til þess að viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga geti á næstu vikum farið fram við aðrar og betri aðstæður en þær, sem mótast af rangsnúnum fréttalekum úr Pentagon. Allt ann- að væri í ósamræmi við þá farsæld, sem einkennt hefur samskipti þess- ara þjóða í meira en hálfa öld Tillögur Hafrannsóknastofnunarum veiðar úr fiskistofnum í kringum landið á nýju fiskveiðiári hafa oft valdið svartsýni og jafnvel óhug. En að þessu sinni eru þær til þess fallnar að vekja bjartsýni. Eins og raunar hafði komið fram hjá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra snemma í vor, að búast mætti við, leggur Hafró til að þorskveiðar verði auknar um 30 þúsund tonn en jafnframt að ýsuveiðar verði auknar um 20 þúsund tonn. Talið er að út- flutningstekjur landsmanna geti aukizt um 10 milljarða króna af þessum sökum. Töluverðar sviptingar hafa verið í kringum Hafrannsóknastofnun í langan tíma. Sjómenn hafa gagnrýnt stofnunina. Hún hefur sjálf orðið að viðurkenna alvarleg mistök í út- reikningum. Og nokkrir einstakling- ar halda því fram að aðferðafræði fiskifræðinga okkar sé í grundvall- aratriðum röng. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, hefur beitt sér fyrir því, að í ákvörðunum um aflamagn sé komið til móts við sjónarmið sjó- manna eða tillit tekið til fiskifræði sjómannsins eins og hann hefur komizt að orði. Hvað sem öllum deilum líður er ljóst að við Íslendingar, sem byggj- um afkomu okkar á fiskveiðum nú ekki síður en áður eigum ekki betri kosta völ en fylgja ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Þess vegna eigum við að veita stofnuninni þann stuðning sem hún þarf á að halda til þess að bæta vinnubrögð sín og full- komna þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.