Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilborg Þor-finnsdóttir fædd- ist á Selfossi 14. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu hinn 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þorfinnur Tóm- asson ökukennari, f. 24. maí 1920, og eig- inkona hans, Magnea Guðmundsdóttir, f. 20. júlí 1919, d. 9. jan. 2000. Systur Vil- borgar eru: 1) Hjör- dís, f. 16. júní 1953, í sambúð með Agnari Péturssyni. Hjördís var áður gift Guðmundi Inga Karlssyni og eiga þau þrjú börn, Karl, f. 10. apríl 1974, kvæntur Emilíu Borgþórs- dóttur, barn þeirra er Ingi Snær, f. 18. febrúar 2003, Magnea Þóra, f. 17. mars 1978, í sambúð með Þórarni Böðvari Þórarinssyni, og Elín, f. 9. febrúar 1984. 2) Kristín, f. 21. maí 1958, gift Kristni Páls- syni. Hinn 14. sept. 1968 giftist Vil- borg eftirlifandi eiginmanni sín- um, Skúla G. Valtýssyni, f. 16. nóv. 1946 í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Valtýr Sigurður Ísleifs- son skipstóri, f. 21. apríl 1921, d. 28. des. 1969, og eiginkona hans, Halldóra Skúladótt- ir, f. 26. apríl 1925. Börn þeirra Vilborg- ar og Skúla eru: 1) Þorfinnur Skúlason, f. 21. mars 1971, kvæntur Kristrúnu Höllu Helgadóttur, f. 7. mars 1969. Barn þeirra er Embla, f. 6. apríl 1997. 2) Halldóra Skúla- dóttir, f. 18. júní 1976, gift Erlendi Stefánssyni, f. 31. des. 1975. Vilborg lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og prófi frá Kennaraskólanum ári síðar. Hún starfaði sem kennari í Lækjar- skóla árin 1968–70, Víðistaða- skóla 1970–76 og að lokum í Engidalsskóla frá 1979–2001 eða þar til veikindi hennar komu í ljós. Vilborg var fædd og uppalin í Ártúni 11 á Selfossi en dvaldi í Reykjavík þegar hún var við nám í menntaskóla. Vilborg og Skúli bjuggu alla sína hjúskapartíð í Hafnarfirði. Útför Vilborgar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Vil- borg Þorfinnsdóttir, er látin. Það var okkur mikið reiðarslag þegar Vilborg greindist með illkynja mein fyrir tveimur árum. Vilborg háði hetjulega baráttu við sjúkdóminn og sýndi fádæma æðruleysi. End- urspeglaðist þar sterkur persónu- leiki hennar. Jákvæði hennar og óbilandi von urðu þess valdandi að erfitt var að átta sig á hversu alvar- legur sjúkdómurinn var orðinn. Vilborg var einstaklega glæsileg kona. Hún hafði virðulegt fas og kom mér fyrir sjónir sem heims- kona þegar ég hitti hana fyrst. Hún var víðsýn og gædd góðum gáfum. Hún var metnaðarfull í orði og æði og dugnaðarforkur til vinnu. Orð hennar voru þrungin merkingu og vægi. Gildismat hennar og skoðanir urðu leiðarljós fyrir aðra í kringum hana. Vilborg var hreinskilin og blátt áfram við fólk og naut virð- ingar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa fyrstu búskaparár okkar Þorfinns á neðri hæðinni hjá Vil- borgu og Skúla. Ég minnist létts fótataks Vilborgar þegar hún kom niður og kíkti inn í spjall að aflokn- um vinnudegi. Það var á þessum tíma sem við Vilborg kynntumst af- ar vel. Hún hafði hlýtt viðmót og þægilega nærveru. Glaðværð henn- ar og góð kímnigáfa smituðu út frá sér og oftar en ekki enduðu sam- tölin með miklum hlátrasköllum. Embla, dóttir okkar, naut óskiptrar athygli Vilborgar enda eina barnabarn hennar. Þær bröll- uðu margt og áttu saman góðar stundir. Kennarahæfileikar Vil- borgar komu vel í ljós er hún leið- beindi barnabarni sínu. Henni varð tíðrætt um þann ramma sem börn- um væri nauðsynlegur. Hún hafði þann hæfileika að halda uppi aga og festu án þess að þurfa að hækka róminn. Vilborg kom úr samheldinni fjöl- skyldu og viðhélt þeirri venju. Hún var afar trygg og trú þeim sem hún kynntist á lífsleiðinni. Það var engu líkara en hún myndaði eins konar samskiptamiðstöð í því stóra tengslaneti sem umvafði hana. Heimilið var oftar en ekki fullt af gestum og síminn hringdi án afláts. Vilborg naut sín vel í þessu hlut- verki, umvafin vinum og ætt- mennum. Hún leysti úr hvers manns vanda með ótakmarkaðri umhyggju sinni og hjálpsemi. Óeig- ingirni hennar virtist mér á stund- um óendanleg. Það er erfitt að sætta sig við missi Vilborgar og söknuðurinn er sár. Ég hugga mig við fallega minn- ingu um einstaka konu og gott veganesti sem hún gaf okkur. Kristrún Halla Helgadóttir. Ég ætla að skrifa nokkur kveðju- orð um frænku mína, Vilborgu Þor- finnsdóttur, sem hvarf okkur út í sólarlagið að kvöldi hins 28. maí síð- astliðinn. Vilborg var elst af heimasætun- um þremur í Ártúni 11 á Selfossi, dætrum Þorfinns, móðurbróður míns, og konu hans, Magneu Guð- mundsdóttur. Vilborg ólst upp við alúð og ást- ríki. Heimilið í Ártúni 11 var mikil miðstöð frændfólks, vina og ná- granna, og réð þar mestu um hug- arfar og hjartalag húsráðenda. Þangað leituðum við frændsystkin- in, þegar við þörfnuðumst góðra ráða og hjálpar í hvers kyns málum. Oftast voru gestir í eldhúsinu hjá Möggu, alltaf var pláss fyrir einn stól í viðbót, og ævinlega mætti manni hlýlegt viðmót og hjálpfýsi. Í þessu andrúmslofti atorkusemi og góðvildar ólst hún frænka mín upp og það var hluti af auðæfum henn- ar. Því lengur sem ég lifi, þeim mun skýrari verður mér sú staðreynd, að auðna manna felst í hugarfari þeirra; án góðs hugarfars gagnast þeim ekki hin jarðnesku gæði. Þegar Magga lést á níræðisaldri mögluðum við að vísu, en skildum, að hér voru lögmál lífsins að verki. En þegar Vilborg var kölluð „af velli heim að bæ um miðjan dag“, þá finnst okkur almættið hafa ruglast í ríminu; við skiljum ekki „þetta verkalag“. Vilborg Þorfinnsdóttir var greind og glæsileg kona og það var heilnæmt að vera í návist hennar. Hún var mjög öguð og yfirveguð og laus við æðibunuganginn, sem ein- kennir mörg af okkur hinum. Árið 1975 settist undirrituð að í Þýskalandi. Við slíka skipan mála verður ljóst, hvílíkur fjársjóður það er að eiga góða að. Skúli tók að sér að sjá um fjármál mín hér heima, og þau hjónin reyndust mér í hvívetna drengir góðir öll þessi ár, og fæ ég þeim seint fullþakkað. Nú hefur sól brugðið sumri. Því syrgjum við Vilborgu Þorfinnsdótt- ur svo sárt, að okkur þótti svo vænt um hana. En ég fékk að vera sam- ferða henni í 56 ár og fyrir það er ég þakklát. Um leið og ég þakka henni samfylgdina kveð ég hana með orð- um Sókratesar, „ … að góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum, og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hagi hans …“ Þetta vil ég hafa fyrir satt. Ég sendi Skúla, börnum þeirra Vilborgar, tengdabörnum og barna- barni, Þorfinni móðurbróður mín- um, systrunum Hjördísi og Krist- ínu og eiginmönnum þeirra, vinum Vilborgar og ættingjum innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau. Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Skjótt hefur ský dregið fyrir sólu. Kær vinkona og yndisleg frænka, Vilborg Þorfinnsdóttir, er öll, langt um aldur fram, í blóma lífsins. Vilborg var elst þriggja dætra Magneu systur minnar og Þorfinns. Alla tíð voru samskipti fjölskyldna okkar afar náin. Vilborg var jafnaldra elsta sonar míns, Björns, sem dvaldi á hennar heimili um tíma við lok grunnskóla. Bjössi og Vilborg voru ætíð miklir mátar, ekki síst eftir þessa samveru. Í þrjá vetur átti ég því láni að fagna að hafa Vilborgu á heimili mínu á með- an hún stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Vilborg var mikill sólargeisli inn í strákager okkar á Háaleitisbrautinni og féll vel inn í hópinn. Hún lét aldrei strákana vaða ofan í sig og var oft fjör á heimilinu. Ætíð dáðist ég að vinnu- og samviskusemi Vilborgar, við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Vilborg var mér mjög kær alla tíð og ég þakka af alhug þann tíma sem hún dvaldist á heimili okkar. Í MR kynntist Vilborg eftirlif- andi eiginmanni sínum, Skúla Val- týssyni, miklum sómapilti. Það var hamingjusöm stúlka sem kom með hann Skúla sinn í fyrsta sinn á Háa- leitisbrautina og kynnti hann fyrir fjölskyldunni. Voru þau frá fyrstu tíð óaðskiljanleg. Vilborg og Skúli bjuggu öll sín hjúskaparár í Hafnarfirði og þar eignuðust þau börnin sín tvö, Þor- finn og Halldóru. Vilborg var mjög frændrækin og vorum við í nánu sambandi alla tíð. Þegar Vilborg veiktist var það fjölskyldunni mikið reiðarslag. Vil- borg hélt ótrauð áfram og lét aldrei deigan síga. Fram á síðasta dag hafði hún fótavist og segja má að það hafi verið hún sem stappaði í okkur hin stálinu. Á raunarstundu er hugur minn hjá Skúla og börnum, tengdabörn- um og barnabarni, systrum og föð- ur. Megi Guð vera með ykkur og styrkja okkur öll. Hrefna Guðmunds- dóttir og fjölskylda. Í erlendu dægurlagi segir að dag einn ljúki öllu góðu. Lífsskeið Vil- borgar móðursystur okkar var gott en því lauk alltof fljótt. Baráttu- þrekið að þrotum komið og tími kominn fyrir góða sál að hvílast á góðum stað. Hvernig sem á það er litið var Vilborg glæsileg kona sem setti fjölskyldu og vini í fyrsta sæti og hafði alltaf tíma til að hlusta og styðja við mann. Heimili þeirra Skúla og verðlaunagarðurinn bera vott um þann glæsileika og hlýjuna sem stafaði af henni. Heimilið hefur verið okkur systkinum alltaf opið og einlægur áhuginn á því sem maður hafði fyrir stafni hvatti okk- ur til dáða. Sérstaklega voru hádeg- in í Fjóluhvamminum eftirminnileg. Það eru vandfundin íslensk nútíma- heimili í þéttbýli þar sem öll fjöl- skyldan kemur saman til að borða hádegismat í rólegheitunum. Okkur fannst það töluverð forréttindi að taka af og til þátt í þessum hádeg- isstundum. Eldhúsborðið hlaðið brauði og áleggi, píanóbekkurinn drifinn undir gestina, kaffiilmurinn sveimaði og allir lögðu eitthvað til málanna. Þær verða aldrei eins, fjölskyldu- stundirnar hjá litlu stórfjölskyld- unni frá Ártúninu. Skarðið sem Vil- borg skilur eftir sig er stórt. Hún var skynsemin uppmáluð, græsku- laus og hláturmild. Við eigum eftir að sakna hennar, hvort sem er við hátíðarsamkomur fjölskyldunnar eða innlit í Fjóluhvamminn. Við biðjum góðan Guð að taka Vilborgu frænku í faðm sér og veita Skúla, Þorfinni, Halldóru, Höllu, Ella og Emblu litlu styrk á þessum erfiðu tímum. Dægurlagið erlenda hefur ekki alls kostar rétt fyrir sér því að minningin um góða frænku okkar mun lifa um ókomna tíð. Karl, Magnea Þóra og Elín. Há, grönn, glæsileg og smart. Þannig mynd af Vilborgu kemur upp í hugann er ég minnist okkar fyrstu kynna. Það var haustið 1963 er við hófum báðar nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lentum í sama bekk. Við urðum fljótlega vin- konur og við nánari kynni varð mér ljóst hvílík perla hún var; ákveðin, greind, umhyggjusöm og hlý. Við áttum saman fjögur skemmtileg ár í MR í frábærum vinahópi. Og framtíðin beið björt og spennandi. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Kennaraskólann og báðar gerðum við kennslu að ævistarfi. Við giftum okkur sama ár skólabræðrum okk- ar og eignuðumst börn um svipað leyti. Það var því margt sem tengdi okkur saman og vináttan efldist. Við deildum saman gleði og sorg, skiptumst á skoðunum um kennslu og barnauppeldi, þjóðfélagsmál og einkamál. Við vorum vinkonur í 40 ár, bundnar vináttuböndum sem aldrei slitnuðu. Betri vinkonu er vart hægt að hugsa sér, svo traust, einlæg og gefandi sem hún var. Og nú þegar komið er að leið- arlokum leita ég í sjóð minning- anna. Myndirnar streyma fram hver af annarri; við tvær við nám og leik, ferðalög innanlands og utan með fjölskyldunum, skíðaferðir og aðrar ógleymanlegar samveru- stundir með okkar góða vinahópi. Í öllum þessum minningarbrotum er myndin af Vilborgu skýr og sterk; bjart brosið, hlý nærvera og geisl- andi persónuleiki. Baráttan við krabbameinið stóð í tvö ár. Þar skiptust á skin og skúr- ir, sigrar og tap en þrátt fyrir það sýndi Vilborg ótrúlega seiglu og æðruleysi. Hún leit á veikindin sem verkefni sem þyrfti að ljúka við og baráttan einkenndist af einkunnar- orðunum: ég vil, skal og ég get. Hún lifði lífinu lifandi og átti í raun margar góðar stundir með fjöl- skyldu og vinum á þessum tveimur árum. Fyrir það ber að þakka. Það er sárt að þurfa að kveðja svo kæra vinkonu en ég hugga mig við það að Vilborg var hamingjusöm manneskja. Hún átti góðan eigin- mann, yndisleg börn og tengdabörn sem dáðu hana og studdu. Við Þór- arinn og börnin okkar kveðjum Vil- borgu með söknuði og þökkum ára- langa vináttu sem aldrei brást. Skúla vini okkar, Þorfinni, Höllu og Emblu litlu, Halldóru og Ella, Þorfinni eldri og Hjördísi og Krist- ínu, Dóru og öllum öðrum sem syrgja Vilborgu sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Megi bjart- ar minningar um yndislega konu ylja okkur í framtíðinni. Anna Kristín Þórðardóttir. Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi þögul augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, – ó fjarra störnublik, ó tæra lind – og eins þótt fölni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfan leystu hann og lyki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. (Halld. Laxness.) Þótt graflín hjúpi form okkar kæru vinkonu Vilborgar Þorfinns- dóttur mun minning hennar verða okkur gimsteinn í hjarta um ókomna framtíð. Þessi prúða, rólega og fallega stúlka sem varð ferðafélagi okkar í blíðu og stríðu allt frá því við kynnt- umst í Menntaskólanum í Reykja- vík þurfti að játa sig sigraða eftir tiltölulega stutta en snarpa baráttu við almættið. Hún gerði það með VILBORG ÞORFINNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL JÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Dalalandi 12, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut mánu- daginn 2. júní, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju á morgun, miðvikudaginn 11. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Jóhanna Þórunn Þorbjarnardóttir, Jón Baldvin Pálsson, Kristín Sigurðardóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðjón Heiðar Pálsson, Guðrún Björk Emilsdóttir, Páll Már Pálsson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Guðfinnur Þór Pálsson, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Höskuldur Einar Pálsson, Beinta Eliasen, Arnar Pálsson, Fríða Björg Leifsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, er lést þriðjudaginn 3. júní, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 13.30. Guðrún Stefánsdóttir, Einar Ólafsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Magnús H. Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.