Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                               ! # $         " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÓTRÚLEGA hörð geta þau örlög verið sem slys skapa fólki. Ung ís- lensk stúlka, Lóa Taylor, búsett í Bandaríkjunum, er nú bundin við hjólastól og í öndunarvél vegna skelfilegs áreksturs sem hún og sex önnur ungmenni lentu í fyrir nokkru. Lóa er dóttir Þorbjargar Sigurð- ardóttur, en foreldrar hennar, Sig- urður Þorsteinsson og Edda Kon- ráðsdóttir, fluttu til Bandaríkjanna með sex börn sín um 1970. Margir muna eflaust eftir ævintýramann- inum Sigurði Þorsteinssyni, sem seldi allar eigur sínar og keypti gömlu Sæbjörgu af Landhelgis- gæslunni, sigldi ásamt konu og börnum út í hinn stóra heim og settist loks að í Bandaríkjunum. Þorbjörg, ein af börnunum þeirra sex, var fyrir rösku ári í bíl með dóttur sinni Lóu 18 ára, sem ók, og fimm öðrum ungmennum. Þau lentu í skelfilegum árekstri og slösuðust fimm ungmennin mikið. Mest þó Lóa, hinn ungi bílstjóri. Rúmu ári eftir áreksturinn er hún lömuð upp að hálsi og í öndunarvél. Hún hefur verið sykursjúklingur frá barnsaldri og er bati hennar enn hægari af þeim sökum. Móðir hennar Þorbjörg hlaut sjö beinbrot og verður aldrei jafngóð. Bróðursonur Þorbjargar þarf að fara í lýtalækningar síðar vegna mikilla skurða á andliti. Síðasta ár hefur vegna afleiðinga þessa slyss verið fjölskyldunni geysilega erfitt, Lóa er heima og foreldrar hennar sinna henni með aðstoð. Álagið er ótrúlega mikið og ofan á allan sársaukann er fjárhag- ur fjölskyldunnar kominn í þrot. Öll hjálpartæki fatlaðra eru þarna mjög dýr, öndunarvél, hjólastóll, lyfta, sérhannaður bíll og ótalmargt fleira sem þurft hefur að kaupa. Hús fjölskyldunnar varð að stækka og breyta svo Lóa gæti komist um á hjólastólnum sem hún stýrir, ásamt tölvu, með hökunni. Sjúkrahúsvist og endurhæfing hinna fimm fórnarlamba slyssins úr hópi fjölskyldunnar hefur einnig kostað gífurlegt fé. Mest allan þennan kostnað hefur fjölskyldan orðið að bera sjálf. Lóa Taylor hefur frá upphafi ver- ið mikill námsmaður og átti hún að hefja læknanám í haust og hafði hlotið til þess fjögra ára námsstyrk vegna frábærs námsárangurs. Skólafélagar hennar söfnuðu fyrir heimferð hennar með sjúkraflugvél frá Kaliforníu til Seattle, sú ferð kostaði 1,5 milljónir íslenskra króna. Hún stundar nú háskólanám í einu fagi með aðstoð skólafélaga. Lóa er með íslenskan ríkisborg- ararétt og mjög mikill Íslendingur í sér, talar góða íslensku þótt hún hafi alist upp í Bandaríkjunum. Við, ættingjar Lóu og fjölskyldu, höfum gefið fé inn á reikning sem við höfum opnað í nafni Lóu Taylor í Sparisjóði vélstjóra. Við vitum að foreldrar Þorbjargar, Sigurður og Edda, eiga marga vini og kunningja hér á landi og marga þeirra fýsir sennilega að rétta þeim nú hjálp- arhönd á þessari stund neyðarinnar. Það munar um allt þegar svona illa stendur á – allt hjálpar. Hægt er að leggja framlög inn á 1175-18-670374, – kennitala er 110284-2079. UNNUR KONRÁÐSDÓTTIR, 210230-4089, Eskihlíð 6, 105, Reykjavík. Hörð örlög Frá Unni Konráðsdóttur: Í GÓÐAN áratug hefir undirritaður háð baráttu við yfirvöld Garða- bæjar vegna hávaða frá umferð um Hafnarfjarðarveg, en hús mitt stendur á horni hans, ca 40 metra frá gangstéttarbrún, og Lyngáss sem er í 15 metra fjarlægð. Barátta okkar hérna á þessu svæði hefir hingað til ekki borið árangur þrátt fyrir fögur fyrirheit til margra ára. En nú kemur nokkuð furðulegt í ljós sem þarfnast ígrundunar og umfjöllunar um yfirnáttúrleg fyr- irbæri, sennilega rétt að fá sálar- rannsóknarfélög til liðsinnis. Fyr- irbærið er að sama umferðin sem er að æra Silfurtúnsbúa (er að mæl- ingum bæjaryfirvalda yfir löglegum hávaðamörkum og bærinn þar með brotlegur) rennur ljúflega um fjór- ar akreinar um svo til hallalausan veg í amk. fjórfaldri fjarlægð frá næstu húsum, miðað við hús okkar, en hreyfir varla db-mæla hérna á ljósunum, bæði við Vífilsstaðaveg og Lyngás. Dæmi hver fyrir sig hávaðann af rennandi, jafnri um- ferð og þegar runan fer af stað frá ljósum. Mér er ómögulegt að skilja þá forgangsröðun að rjúka til og hrúga upp heilu fjalli í óþökk íbúa Silfurtúns meðan við hérna við Lyngásinn og Hraunsholtið höfum orðið að þola óbærilega hávaða- mengun í áratugi án aðgerða. Og svo er hamast við að gera hljóð- manir í nýja Ásahverfinu þar sem umferðin er aðeins brot af þeirri um Hafnarfjarðarveginn. En kannske vænkast hagur Strympu nú þegar ljóst er orðið að lög eru brotin á okkur og næsta mál er að athuga hve lengi hefir verið brotið á okkur hérna megin lækjar. Kannske á maður vel fyrir útförinni þegar skaðabæturnar koma. ÁSGEIR LONG, Lyngási 2, Garðabæ Undur gerast í Garðabæ Frá Ásgeiri Long

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.