Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Mikil forvitni er einkennandi fyrir þig. Þú kýst að vita eitthvað um allt. Þig hungr- ar í vitneskju og lærdómur er leið til þess að öðlast hana. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Rökræður um fjármál eiga ekki upp á pallborðið hjá þér í dag. Ágreiningur um eignir mun reyna á þolrifin. Sýndu þann þroska að forðast rifrildi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það örlar á óöryggi hjá þér í dag. Þér finnst sem þú þurfir að verja skoðanir þínar. Veik- lyndi er þér ekki til fram- dráttar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sökum sterkra skoðana þinna á ákveðnum málefnum gæt- irðu gengið fram með offorsi. Þú getur ekki sannfært aðra ef þeir vilja ekki hlusta. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er í lagi að hugsa um eigin hag þegar þörf er á að deila hlutum. Þú hefur sýnt örlæti að undanförnu og það er ekki gott að láta nota sig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kýst að lifa í sátt og sam- lyndi við aðra vegna vinsælda sem af því hljótast. Fólk getur þó verið krefjandi og þú munt komast að því. Haltu ró þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Árekstrar í vinnu eru yfirvof- andi. Hafðu það hugfast að kurteisi kostar ekkert og með hana að vopni nærðu betri ár- angri en með frekju og ólát- um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef eitthvað kemur þér í upp- nám skaltu halda að þér hönd- um og telja upp að tíu. Eftir nokkurn tíma munt þú sjá að þetta var smáræði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ringulreið heimafyrir leiðir til opinskárra orðaskipta við ná- komna. Varastu að orsaka glundroða og leita þér að átökum. Það mun einnig koma niður á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér er það svo mikið í mun að sannfæra aðra um þínar eigin skoðanir að hið andstæða gæti gerst. Iðulega forðast fólk slíkan ákafa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kýst að gera eitthvað á þinn hátt í dag. Þér finnst hamingja þín vera í veði. Skiptir þetta svo miklu máli? Hugleiddu það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Forðastu árásargirni í sam- tölum við nákomna í dag. Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú gætir gengið of harkalega fram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag skaltu fara afar gæti- lega. Hafðu ávallt hugann við það sem þú ert að gera. Mis- tök gætu haft alvarlegar af- leiðingar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SÓLSTAFIRNIR Sé ég margan sumaraftan sólina blika á vesturhafi, svífur hún þá öldur yfir og á þær ritar gyllta stafi. Oft hefir mig langað að lesa letrið gyllta á vesturhafi, en haföldurnar hafa risið handan fyrir úr djúpu kafi og sagt: mér væri ei leyft að lesa letrið gyllta á vesturhafi, því dýrari mund en dauðleg hendi dregið hefði’ upp þessa stafi. Jón Þorleifsson LJÓÐABROT 70 ÁRA og 50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. júní,verður sjötugur Erling S. Tómasson. Hann, ásamt Þorsteini Á. Henryssyni, tengdasyni sínum sem varð fimm- tugur 15. maí sl., ætlar að taka á móti gestum í Þrótt- arsalnum í Laugardal frá kl. 17-20 í dag í tilefni þessara tímamóta þeirra tengdafeðga. Keppnisspilurum er alls ekki sama í hvaða áttum þeir sitja við spilaborðið. Sumir sækjast eftir því að vera í norður til að geta ráðskast með bókhaldið. Aðrir kæra sig ekki um að sitja í vestur, því hver vill vera „verstur“ við borðið. Þetta eru gild sjónarmið, en auðvitað skiptir samt mestu máli að sitja sem oftast í suður, því suður er fæddur sagnhafi! Norður ♠ KG5 ♥ K874 ♦ ÁK86 ♣Á9 Suður ♠ ÁD10963 ♥ Á32 ♦ G54 ♣K Suðursætið er autt og samningurinn er sjö spað- ar. Hvernig er best að spila með laufi út? Sagnhafi ætti að gera út á tígulinn, því þá á hann þrjá möguleika á þrett- ánda slagnum: (a) að tígul- drottningin komi niður önnur; (b) að tígullinn brotni 3-3; (c) að sá mót- herji sem er með tígul- drottningu fjórðu, sé líka með lengdina í hjarta. Skoðum þetta betur. Sagnhafi tekur trompin af vörninni og spilar svo ÁK í tígli. Láti drottningin ekki sjá sig, er tígulgosa hent í laufás og tígull stunginn. Ef liturinn fellur ekki, er einn möguleiki eftir – þvingun í tígli og hjarta: Norður ♠ KG5 ♥ K874 ♦ ÁK86 ♣Á9 Vestur Austur ♠ 874 ♠ 2 ♥ G9 ♥ D1065 ♦ 97 ♦ D1032 ♣DG10752 ♣8643 Suður ♠ ÁD10963 ♥ Á32 ♦ G54 ♣K Trompunum er spilað í botn og blindur skilinn eftir með K8 í hjarta og einn tígul, en heima á sagnhafi ásinn þriðja í hjarta. Austur kemst ekki hjá því að gefa frá sér hjartavaldið og suður fær þannig síðasta slaginn á hjartahund. Það er skemmtilegast að sitja í suður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 10. júní, er fimmtug Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, Hóf- gerði 16, Kópavogi. Föstu- daginn 13. júní taka hún og eiginmaður hennar, Einar Pétursson, á móti gestum í sal íþróttahússins í Smár- anum til kl. 20:30 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. júní, eru sextug-ir bræðurnir Björn Arason og Hallgrímur Arason. Af því tilefni taka þeir á móti ættingjum og vinum í kvöld kl. 20.00 á Græna Hattinum. 1. d4 Rf6 2. e3 g6 3. Bd3 d6 4. f4 Bg7 5. Rf3 Rbd7 6. O-O O-O 7. Rbd2 e5 8. fxe5 dxe5 9. c3 c5 10. De1 He8 11. Dh4 exd4 12. exd4 cxd4 13. cxd4 Rf8 14. Rc4 Re6 15. Bg5 Rxg5 16. Rxg5 h6 17. Rxf7 Kxf7 18. Re5+ Kg8 19. Bxg6 Hf8 20. Hf4 Be6 21. Haf1 Rd5 22. Hxf8+ Bxf8 Staðan kom upp í Stigamóti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sigurð- ur Daði Sigfússon (2381) hafði hvítt gegn Lenku Ptácníkovu (2221). 23. Bh7+! Kh8 hvorki gekk upp að leika 23... Kg7 24. Dg4+! Bxg4 25. Hf7+ Kh8 26. Rg6# né heldur 23... Kxh7 24. De4+ Kg8 25. Dg6+ Bg7 26. Dxe6+ Kh7 27. Dg6+ Kg8 28. Hf7 og hvítur vinnur. Eft- ir textaleikinn tapar svartur drottningunni. 24. Hxf8+! Dxf8 25. Rg6+ Kg7 26. Rxf8 Hxf8 27. Be4 Rf4 28. Bf3 Hf6 29. De1 Bxa2 30. De7+ Bf7 31. d5 Rg6 32. Dc7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Tilboð 20% afsláttur af dömublússum og vestum út þessa viku Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu DHLOPEN Keppnin er 18 holu höggleikur og er leikin í I. og II. flokki. Leikin er punktakeppni í báðum flokkum með 7/8 forgjöf. I flokkur: grunnforgjöf lægri en 9,4 II flokkur: forgjöf 9,5 til 36 Sigurvegari mótsins í I. flokki, á besta skori, án forgjafar í punktakeppni, vinnur þátttökurétt í "SHOOT-OUT" sjónvarps- og boðsmóti Nesklúbbsins 2003, sem haldið er til styrktar langveikum börnum. Boðsmótið er styrkt af DHL. Þátttökugjald er kr. 3.500 með veitingum. Skráning á golf.is og fyrir I. flokk (forgangsskráning) í síma 561 1930. DHL Golf á Nesvellinum, föstudaginn 13. og laugardaginn 14. júní 2003. Sólarhringsgolf - miðnæturgolf N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 9 6 3 9 HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 Steypusögun Vegg- og gólfsögun Múrbrot Vikursögun Malbiksögun Kjarnaborun Loftræsti- og lagnagöt Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-SÖGUN Sími 567 7544 • Gsm 892 7544 ÁRNAÐ HEILLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.