Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ALCOA hefur valið bandaríska fyr- irtækið Bechtel og íslensku verk- fræðisamsteypuna HRV til að hanna og reisa Fjarðaál, nýtt álver Alcoa í Reyðarfirði. HRV saman- stendur af fyrirtækjunum Hönnun, Rafhönnun og Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, VST. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er vinna HRV við þetta verkefni á næstu fjórum árum metin á nærri tvo milljarða króna og gætu skapast vel á annað hundrað ársverk við hönnun álversins og eftirlit á fram- kvæmdatíma. Alls er reiknað með að bygging álversins skapi um 2.300 ársverk og síðar starfi 450 manns við álverið sjálft. Alcoa tilkynnti val sitt á verktök- unum í gær og í fréttatilkynningu segir m.a. að Bechtel og HRV muni nýta sér þjónustu íslenskra verk- taka og verkafólks við verkefnið að því marki sem hægt sé. Bechtel mun annast verkefnisstjórnun, stjórn verkfræðiþáttarins og inn- kaup frá áldeild sinni í Montreal í Kanada. Að sögn Eyjólfs Árna Rafnssonar, framkvæmdastjóra Hönnunar, má jafnvel búast við að Bechtel ráði til sín fleiri íslenska undirverktaka, viðræður um það hafi farið fram þar sem markmiðið sé að hámarka hlut innlends vinnu- afls eins og kostur sé. Hann segir HRV-hópinn geta verið ánægðan með að fá verkefnið en hörð sam- keppni hafi farið fram á alþjóða- markaði og einnig hér á landi. Hann segir ennfremur að Bechtel hafi lagt sig fram um að kynna sér allar aðstæður hér á landi. Fyrirtækin á bakvið HRV eru ekki að starfa saman í fyrsta sinn. Samsteypan varð upprunalega til þegar Norðurál fór af stað á Grund- artanga en hefur einnig komið að undirbúningi álvers í Reyðarfirði allt frá árinu 1997, fyrst með Norsk Hydro og síðar Alcoa, nú síðast vegna umhverfismatsvinnunnar. Jarðvegsvinna í lok næsta árs Vinna við hönnun verksmiðjunnar hefst á síðari hluta þessa árs, jarð- vegsframkvæmdir gætu hafist í lok árs 2004 en ekki er gert ráð fyrir að sjálf byggingarvinnan hefjist fyrr en á síðasta fjórðungi ársins 2005. Stefnt er að því að verksmiðjan verði tilbúin síðari hluta árs 2007 og er gert ráð fyrir að kostnaður verði um einn milljarður bandaríkjadala eða rúmlega 72 milljarðar króna. Bechtel og íslensk fyrirtæki valin til að hanna og reisa álver Alcoa Hönnun álversins gæti skapað allt að 200 ársverk BECHTEL er einkafyr- irtæki og eitt hið þekkt- asta í heimi á sviði verk- fræði, byggingarstarfsemi og verkefnastjórnunar. Meðal helstu verkefna sem það hefur komið nálægt er Hoover-stíflan í Bandaríkjunum, göngin undir Ermarsund milli Bretlands og Frakklands, flug- völlurinn í Hong Kong og nýlega gerði Bechtel nærri 50 milljarða króna samning við bandarísk stjórnvöld um uppbyggingarstarf í Írak. Fyrirtækið var stofnað af Warren A. Bechtel árið 1898 í tengslum við lagningu járnbrauta í Bandaríkj- unum og er enn utan al- menns hlutabréfamark- aðar. Aðalforstjórinn, Riley Bechtel, er lang- afabarn stofnandans en eigendur eru innan við 40 og starfa allir hjá fyrirtækinu, jafnt afkomendur Bechtels sjálfs sem aðrir lykilstjórnendur. Meðal þeirra sem sæti eiga í stjórn er George Shultz, fv. utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Hjá Bechtel starfa um 47 þús- und starfsmenn í fleiri en 60 löndum víðs vegar um heim. Vinnur við uppbyggingu í Írak KÖRFUBOLTAMÖNNUM frá íþróttafélaginu Þór á Akureyri var vel fagnað í Smáralindinni í gær eftir að hafa rakið bolta á undan sér vel á sjöunda hundrað kílómetra leið frá Egilsstöðum, annar hóp- urinn norður um landið og hinn suður. Körfuboltunum var „driplað“ hringinn í kringum landið til stuðnings Regnbogabörnum, samtökum gegn einelti. Þórsarar lögðu upp frá Egilsstöðum á fimmtudag í tveim hópum og fór annar hópurinn norðurleiðina en hinn suðurleiðina. Þeir mættust svo við Rauðavatn og „dripluðu“ síðasta spölinn saman. Með þessari frækilegu ferð vildu þeir vekja at- hygli á fjársöfnuninni, sem stendur nú yfir, og því grettistaki sem þyrfti að lyfta gegn einelti. Það rigndi bæði og blés á körfuboltakappana í byrjun en um helgina batnaði veðrið og varð hið prýðilegasta. Hátt í þrjár milljónir hafa safnast Í gær höfðu hátt í 3 milljónir safnast en mark- miðið með söfnuninni er að strax í haust verði til nægilegt fjármagn til þess að hefja starfsemi í þjón- ustumiðstöð Regnbogabarna fyrir börn af öllu land- inu. Söfnunin mun standa til mánaðamóta. Morgunblaðið/Arnaldur Þórsarar röktu körfuboltann síðasta spölinn að Smáralind í Kópavoginum um hádegisbilið í gær. Rekja boltann síðustu metrana „ÞEIR voru að ferja okkur frá Kabúl yfir til Úsbekistan þar sem skipt er um flugvél. Þeir tóku helminginn í þessa rútu og ég var svo heppinn að vera í seinni rút- unni sem fór einum degi síðar,“ sagði Magnús Hartmann Gíslason, íslenskur friðargæsluliði í Afgan- istan, í samtali við Morgunblaðið, en hermdarverkaárás var gerð á fyrri rútuna á laugardag með þeim afleiðingum að fjórir þýskir friðar- gæsluliðar létust og tólf eru alvar- lega slasaðir. Magnús kom heim í fyrrakvöld og verður hér á landi í tíu daga leyfi áður en hann heldur aftur til frið- argæslustarfa í Afganistan, en hann hefur verið þar undanfarna þrjá mánuði. Hann sagði að um hefði verið að ræða 32 manna rútu, en hópurinn hefði verið ferjaður í tvennu lagi með dags millibili út á flugvöllinn í Kabúl. Þaðan hefði verið flogið með þýskum herflutningavélum til Úsbekistan og þaðan á herflugvöll í Köln í Þýskalandi. Í fyrri rútunni hefðu eingöngu verið þýskir frið- argæsluliðar en í þeirri síðari fólk af fleiri þjóðernum. Árásin hefði verið gerð á leiðinni út á flugvöllinn í Kabúl frá herstöðinni sem væri höfuðstöðvar friðargæsluliðsins. Hann sagði að mönnum hefði brugðið illa við árásina, enda væri um að ræða fyrstu skipulögðu árásina á öryggisgæslusveitinar í Afganistan. Áður hefðu sveitirnar orðið fyrir óhöppum. Ekið hefði verið á jarðsprengjur og skotið hefði verið á sveitirnar af handa- hófi, „en þetta er fyrsta skipulagða árásin og menn hafa áhyggjur af því ef þessu heldur fram, svona sjálfsmorðsárásum,“ sagði Magn- ús ennfremur. Árásin fór þannig fram að bíl var ekið upp að rútunni og hann sprengdur í loft upp með fyrr- greindum afleiðingum. Magnús sagði að talið væri að í bifreiðinni sem sprengd var í loft upp hefðu verið um 130 kíló af TNT sprengi- efni. Fjórir hefðu látist og tólf væru alvarlega slasaðir, en allir sem verið hefðu í rútunni hefðu slasast eitthvað. Magnús sagði að þetta væru mjög slæmar fréttir og kæmu í kjölfar þess að flugvél hefði farist yfir Tyrklandi fyrir skömmu með 62 spænskum friðargæsluliðum innaborðs sem hefðu verið á leið heim til sín og einnig hefði þýskur friðargæsluliði ekið á skriðdreka- sprengju á léttum jeppa með þeim afleiðingum að hann hefði látist og félagi hans slasast. Fjórir létust og tólf særðust í árás á friðargæsluliða í Afganistan „Heppinn að vera í seinni rútunni“ Magnús með dóttur sinni Krist- ínu Helgu við komuna til Kefla- víkurflugvallar í fyrrakvöld. GÓÐ síldveiði hefur verið nálægt lögsögu Svalbarða undanfarna daga en bátarnir byrjuðu að tínast inn til löndunar á Austurlandi um helgina. „Þetta er blönduð síld og það er áta í henni,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri út- gerðar hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað, en Beitir NK og Birt- ingur NK komu þangað með full- fermi á sunnudag, Beitir með um 1.150 tonn og Birtingur um 650 tonn, og fór síldin öll í bræðslu. Skipin fóru út fyrir viku en sigl- ingin á miðin tekur hátt í þrjá sólar- hringa frá Neskaupstað. „Þeir tínast í land einn af öðrum, en þeir þurfa að sækja hana mjög langt og hún þarf að fara að finnast nær. Við vit- um af henni en hún er ekki búin að þétta sig ennþá,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Beitir NK og Birtingur NK lönduðu síld í Neskaupstað um helgina. Bátarnir að tínast inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.