Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 1
2003  ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLENSKA KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ KOMIÐ TIL LITHÁENS / B4, B12 PÉTUR Gunnarsson skotmaður gerði sér lítið fyrir og náði Ól- ympíulágmarkinu í leirdúfu- skotfimi á laugardaginn á Smá- þjóðaleikunum á Möltu. Pétur náði þessum áfanga í undan- úrslitum mótsins og fékk þar 118 stig þar en lágmarkið er 114 stig. Pétur, sem er eini Íslendingurinn sem hefur náð ÓL-lágmarki í greininni fyrir leikana í Aþenu, endaði í fjórða sæti. Pétur náði Ólympíu- lágmarki ÍSLENSKIR keppendur hrepptu 18 verðlaun og settu 11 Íslandsmet á opna breska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem fram fór í Sheffield um helgina. Kristín Rós Hákonar- dóttir fékk 5 gullverðlaun og Gunn- ar Örn Ólafsson tvenn en auk þess fékk Gunnar Örn þrenn silfurverð- laun og ein bronsverðlaun, Bára Bergmann Erlingsdóttir fékk þrenn silfurverðlaun og ein brons- verðlaun, Bjarki Birgisson fékk tvenn silfurverðlaun og Guðrún Lilja Sigurðardóttir ein brons- verðlaun. Gunnar Örn setti hvorki fleiri né færri en sex Íslandsmet á mótinu, Bjarki þrjú og Bára tvö. Tíu Íslend- ingar tóku þátt í mótinu en kepp- endur komu víða að úr heiminum og mótið því sterkt. Átján verðlaun og ellefu met í Sheffield LOGI Ólafsson aðstoðarlandsliðs- þjálfari landsliðsins verður ekki næsti þjálfari Fram en nafn hans hefur sterklega verið orðað við starfið eftir að stjórn knatt- spyrnudeildar Fram sagði Kristni Rúnari Jónssyni upp störfum í síð- ustu viku. ,,Framarar settu sig í samband við mig og óskuðu eftir viðræðum varðandi þjálfarastarfið. Ég sagði þeim hins vegar að ég gæti ekki hitt þá þar sem ég væri upptekinn í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands og ekki stæði til að ég tæki að mér önnur verkefni með því,“ sagði Logi í samtali við Morg- unblaðið í Kaunas í Litháen í gær þar sem hann er staddur með ís- lenska landsliðinu. Logi neitaði Frömurum Íslendingar vörðu titla sína í kvenna-flokki og unglingaflokki og urðu í fyrsta skipti Norðurlandameistarar í opnum flokki. Ragnar Ingi Sigurðs- son varð Norðurlandameistari í opn- um flokki og Guðrún Jóhannsdóttir sigraði í kvennaflokki. Í opnum ung- lingaflokki varð Sigríður María Sig- marsdóttir í fyrsta sæti en hún sigraði einnig í unglingaflokki stúlkna. Sævar Lúðvíksson varð Norður- landameistari í 13-14 ára drengja- flokki og Ingibjörg Guðlaugsdóttir sigraði í 13-14 ára stúlknaflokki. Í 10-12 ára drengjaflokki var það Andri Már Guðmundsson sem tryggði sér fyrsta sætið. Ragnar Ingi, Norðurlandameistari í opnum flokki, var mjög sáttur við ár- angurinn hjá sér og öðrum Íslending- um þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Ég stefndi að því að sigra í opnum flokki en þetta er í fyrsta sinn sem ég verð Norðurlandameistari í opnum flokki. Fyrst maður var á heimavelli kom ekkert annað til greina en að taka titilinn. Í heildina gekk mótið mjög vel og það var vel skipulagt í alla staði. Það var skemmtilegt hve íslensku keppendunum gekk vel og það er glæsilegur árangur að sigra í öllum einstaklingsflokkunum. Það eru efni- legir krakkar í unglingaflokkunum, til dæmis Sigríður María sem sigrar í opnum unglingaflokki og vinnur stráka á svipuðu aldri. Hún er mikið framtíðarefni og þetta var frábær ár- angur hjá henni.“ Á sunnudeginum fór fram liða- keppni en fimm lið tóku þátt í henni. A-lið Íslands sigraði og Finnar lentu í öðru sæti. Andri H. Kristinsson, Hró- ar Hugosson og Ragnar Ingi Sigurðs- son kepptu fyrir hönd A-lið Íslands. Heiðursgestir á Norðurlanda- mótinu voru Sophie G. Dumas Jó- hannesson, sem hefur verið baráttu- kona fyrir framgöngu skylminga- íþróttarinnar á Íslandi, Berent Th. Sveinsson, einn af elstu skylmingar- mönnum Íslands og Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Íslendingar Norðurlanda- meistarar í skylmingum NORÐURLANDAMÓT í skylmingum með höggsverði fór fram um helgina í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppt var í sjö flokkum í einstaklingskeppni og urðu Íslendingar Norðurlandameistarar í öll- um flokkum. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á sínu þriðja móti í röð hér á landi um helgina. Hann sigraði árið 2000 í Grafarholtinu og einnig árið1996 á sama stað. Sjá nánar B3. HAFSTEINN Ægir Geirsson, siglingakappi, náði að krækja sér í bronsverðlaun í keppni á Laserbátum á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Haf- steinn náði fjórða sætinu í áttundu og síðustu umferð keppninnar á Laserbátum. Þessi árang- ur Hafsteins Ægis í síðustu umferð dugði hon- um til að krækja sér í þriðju verðlaun og brons- verðlaunapening. Þetta er í fyrsta sinn sem siglingamaður vinnur til verðlauna á stóru móti erlendis. Haf- steinn Ægir stóð sig vel á leikunumog nú hyggst hann reyna að tryggja sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu að ári en hann keppti á síðustu leikum – komst inn á boðskorti – en ætlar sér nú að komast inn á leikana á eigin verðleikum. Nils Daníelsson hafnaði í 12. sæti í sama flokki og Hafsteinn Ægir. Hafsteinn fékk brons á Möltu MICHAEL Ballack, miðjumaður Þýskalands, er óánægður með spila- mennsku Þýskalands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Á móti Skotum, síðastliðinn laugardag, lék Ballack sinn fyrsta landsleik á árinu. Þrátt fyrir nærveru Ballacks náðu Þjóðverjar aðeins, 1:1, jafntefli gegn baráttuglöðum Skotum og hef- ur Ballack gagnrýnt spilamennsku Þjóðverja. „Miðað við það að við lentum í öðru sæti á HM síðasta sumar ætt- um við að leika með miklu meira sjálfstrausti en við höfum gert í und- anförnum leikjum. Okkur virðist vanta sjálfstraust í riðlakeppninni til að sækja stíft gegn mótherjum okk- ar og þetta er vandamál sem við verðum að fást við,“ sagði Ballack. Þjóðverjar hafa fengið mikla gagnrýni í þýskum fjölmiðlum fyrir spilamennskuna í riðlakeppninni. Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti þýska knattspyrnusambandsins, tók undir þessa gagnrýni eftir leikinn á móti Skotum. „Lykilleikmenn eins og Michael Ballack, Bernd Schneider og Mirosl- av Klose léku langt undir getu og það háði þýska landsliðinu. Miðju- mennirnir léku illa og þeir sem áttu að búa til færin fyrir sóknarmennina brugðust,“ sagði Vorfelder. Þjóðverjar leika á miðvikudaginn við Færeyinga í Færeyjum og ekk- ert annað en sannfærandi sigur Þjóðverja dugir til að þagga niður í gagnrýnisröddunum. Michael Ballack óánægður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.