Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var um helgina sterklega orðaður við ný- krýnda Evrópumeistara AC Milan frá Ítalíu. Haft var eftir varafor- manni ítalska félagsins, Adriano Galliani, í enska blaðinu The Sun að Beckham væri efstur á óskalista fé- lagsins. „Við sækjum fast á að fá hann og munum gera allt sem í okk- ar valdi stendur til að það gangi eft- ir,“ sagði Galliani. En á sama tíma neitaði stjórn- armaðurinn Ariedo Braida þessum fréttum. „Við höfum engan áhuga, þetta eru bara getgátur sem hafa verið magnaðar upp í fjölmiðlum. Beckham er frábær leikmaður en það er ekkert til í þessu,“ sagði Braida. Silvio Berlusconi, forseti AC Mil- an, sló enn frekar á fréttirnar í gær. „Það er ekki skynsamlegt að eyða gríðarlegum fjármunum í einn leikmann,“ sagði Berlusconi. Forráðamenn Manchester United staðfestu aftur á móti í gær að félög á Ítalíu og Spáni hefðu sýnt mikinn áhuga á að kaupa Beckham. „Nokk- ur félög hafa haft samband við ráð- gjafa Beckhams, og við erum í stöð- ugu sambandi við þá um þróun mála,“ sagði talsmaður ensku meistaranna. Joan Laporta, sem hefur boðið sig fram í forsetakjöri hjá Barcel- ona um næstu helgi, hefur lýst því yfir að hans mesta baráttumál, nái hann kjöri, verði að fá Beckham til félagsins. AC Milan á eftir David Beckham? ÍSLENSKA 18 ára landslið karla sigraði í undanriðli EM í Litháen og leikur í úrslitakeppni Evrópu- keppninnar í Slóvakíu, 8-17 ágúst. Ísland sigraði í báðum leikjunum sínum í riðlinum en aðeins þrjú lið voru í riðlinum eftir að Bosnía dró sig úr keppni. Íslendingar sigruðu Dani 27:26 á laugardaginn eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 13:13. Danir eru með mjög sterk landslið í þessum aldursflokki og er þetta því mjög góð frammistaða hjá íslensku strák- unum. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti frá- bæran leik á móti Dönum og skoraði 15 mörk í 18 skottilraunum. Arnór Atlason spilaði einnig mjög vel og gerði 7 mörk. Varnarleikur Íslend- inga var mjög öflugur, hann lagði grunninn að sigri Íslendinga. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Ís- lands, var mjög ánægður með hvernig strákarnir léku. „Þetta var meiriháttar frammistaða hjá strák- unum. Leikurinn á móti Dönum var frábærlega spilaður en Danir eru með mjög gott lið og fyrirfram var talið að þeir væru með sterkasta lið- ið. Stemningin og einbeitingin hjá strákunum á móti Dönum var mjög góð og það sást þegar leikurinn var að byrja. Það þurfti að hækka tvisv- ar sinnum í þjóðsöngnum í höllinni þar sem strákarnir yfirgnæfðu þjóð- sönginn og það var frábært að fylgj- ast með þessu.“ Aðspurður um möguleika Íslands í úrslitakeppni EM sagði Heimir að íslensku strákarnir ætluðu sér að ná góðum árangri á EM. „Stefnan hjá okkur verður að fá tækifæri til að spila um verðlaunasæti og á góðum degi getum við gert mjög góða hluti. Þetta er gríðarlega samheldinn og góður hópur og flestir í hópnum eru búnir að vera saman í tvö ár. Það eru allir í liðinu sem geta tekið af skarið og það er mikill kostur.“ Ásgeir skoraði 15 gegn Dönum og Ísland á EM Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Örn Hallgrímsson Ég hefði alveg eins getað gefiðleikinn þar sem ég fékk maga- kveisu um morguninn áður en leik- urinn fór fram en ég vann fyrstu tvær lot- urnar en síðan var allur kraftur úr mér eftir það. Ég ætlaði mér að ná í þrenn gullverðlaun á mótinu en það tókst ekki en við erum samt sem áður mjög ánægðir með árangurinn,“ sagði Guðmundur sem er tvítugur að aldri og leikur með sænsku félagsliði þessa stundina eft- ir að hafa dvalið í Noregi síðari hluta ársins í fyrra. „Ég er undir handleiðslu kín- versks þjálfara sem er að slípa mig til í öllum þáttum leiksins, það hef ég gert í nokkuð langan tíma og ég ein- beiti mér aðallega að því að æfa mig þessa stundina og laga smáatriði í leik mínum.“ Borðtenniskeppnin á Smáþjóða- leikunum fór fram á eyjunni Gozo sem er rétt norður af Möltu og þar var liðið í „einangrun“ alla keppn- isdagana og sá ekkert af öðrum við- burðum á Möltu. „Það fór vel um okkur á Gozo og ég hef yfir engu að kvarta. Mótið hefur aldrei verið eins sterkt og nú en það lið Möltu og Kýp- ur mættu til leiks með leikmenn frá Búlgaríu og Ástralíu og leikmaður- inn sem ég tapaði fyrir í úrslitum einliðaleiksins er upprunalega frá Rúmeníu en leikur nú með liði Lúx- emborgar. Reglurnar eru skrítnar hvað þetta varðar á Smáþjóðaleik- um, íþróttamenn þurfa aðeins að hafa verið búsettir í landinu sl. þrjú ár til þess að geta leikið undir merkj- um annars lands og við teljum að það sé auðvelt að fara framhjá þeirri reglugerð. En við sögðum í okkar hópi að við værum einfaldlega með besta liðið,“ sagði Guðmundur en hann hefur verið í íslenska landslið- inu á Smáþjóðaleikum allt frá árinu 1995 eða í fimm skipti alls. Guð- mundur fékk tilboð um að leika með félagsliðum á Spáni og í Þýskalandi en ákvað að vera í Svíþjóð áfram. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi þar en ég ætla að fara heim til Íslands núna og fara í golf – enda er um ár síðan ég fór síðast í golf,“ sagði Guð- mundur en hann er með 8,7 í forgjöf og á best 2 yfir pari á „heimavell- inum“ í Öndverðarnesi þar sem fjöl- skyldan er með sumarbústað. Ekki mikil breidd á Íslandi Markús Árnason var einnig í ís- lenska karlaliðinu í borðtennis og náði í tvenn gullverðlaun í liðakeppn- inni, í einliða- og tvíliðleik. Markús sagði mótið hafa verið erfitt, mikið álag sé á keppendum þar sem keppt sé nánast alla keppnisdagana. Mark- ús er 22 ára og leikur með Víkingum í deildinni á Íslandi og stundar nám við hagfræði við Háskóla Íslands en hann lék síðast á Smáþjóðaleikum árið 1997 í Liechtenstein þar sem ís- lenska liðið náði í silfur í liðakeppni og hann vann til bronsverðlauna í tvíliðaleik. Markús sagði að hann hefði æft mikið fyrir Smáþjóðaleik- ana en námið á veturna gerði það að verkum að hann hefði ekki eins mik- inn tíma til þess að æfa og hann kysi sjálfur. „Það er ekki nógu mikil breidd í borðtennisíþróttinni á Íslandi þar sem fimm lið eru frá Víkingum í 1. deildinni og eitt frá KR. Ég veit ekki hvernig best er að ná betri út- breiðslu íþróttarinnar sem er ávallt mikið stunduð í félagsmiðstöðvum og í skólum. En það eru ekki margir sem fara að stunda borðtennis sem keppnisíþrótt. Að auki er Víkingur að verða eina félagið sem er með mikla starfsemi, KR-ingar eru að reyna að rífa þetta upp hjá sér en það er ekkert að gerast úti á landi – sem var áður sterkasta vígi íþrótt- arinnar. Þessu þurfum við að breyta og vonandi verður þessi árangur okkar til þess að kveikja neista í borðtennisíþróttinni á ný,“ sagði Markús. Guðmundur og Markús unnu til fyrstu gullverðlauna Íslands í „Vorum einfald- lega bestir“ Borðtennisspilararnir Guð- mundur og Markús stóðu sig vel á Möltu. BORÐTENNISMENNIRNIR Guðmundur Stephensen og Markús Árnason unnu til tvennra gullverðlauna í liðakeppni á Smáþjóða- leikunum, í einliða- og tvíliðaleik og er þetta í fyrsta sinn sem ís- lenskir borðtennismenn ná slíkum árangri. Guðmundur lék einnig til úrslita í einliðaleik en tapaði þar 3:2. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu HELENA Ólafsdóttir valdi fjóra ný- liða í sinn fyrsta landsliðshóp kvenna í knattspyrnu sem hún tilkynnti um helgina. Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvellinum næsta laugar- dag. Alls eru átta leikmenn í hópnum sem ekki voru með í síðasta lands- leik, gegn Bandaríkjunum í febrúar, og sex leikmenn sem fóru þangað eru ekki í hópnum að þessu sinni. Nýliðarnir fjórir eru þær Ólína G. Viðarsdóttir úr Breiðabliki, Margrét Lára Viðarsdóttir úr ÍBV, Embla Grétarsdóttir úr KR og Dóra María Lárusdóttir úr Val. Þær fjórar sem bætast við frá Bandaríkjaleiknum eru þær Edda Garðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, sem þá voru frá vegna meiðsla, Laufey Ólafsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir. Úr hópnum fara hinsvegar Auður Skúladóttir, Rósa Júlía Steinþórs- dóttir, Rakel Logadóttir, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Hólmfríður Magn- úsdóttir og Elfa B. Erlingsdóttir. Hópurinn í heild er þannig skip- aður: Markverðir: Þóra Björg Helgadóttir, KR 24 María B. Ágústsdóttir, Stjörnunni 3 Aðrir leikmenn: Ásthildur Helgadóttir, KR 51 Olga Færseth, ÍBV 37 Erla Hendriksdóttir, FVK 36 Edda Garðarsdóttir, KR 19 Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR 14 Laufey Ólafsdóttir, Val 5 Laufey Jóhannsdóttir, Val 3 Dóra Stefánsdóttir, Val 2 Hrefna Jóhannesdóttir, KR 2 Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðab. 1 Íris Andrésdóttir, Val 1 Málfríður Sigurðardóttir, Val 1 Dóra María Lárusdóttir, Val 0 Embla Grétarsdóttir, KR 0 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 0 Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðablik 0 Morgunblaðið/Sverrir Helena Ólafsdóttir, lands- liðsþjálfari kvenna. Helena valdi fjóra nýliða Samningur Friðriks runninn út TAPLEIKUR íslenska lands- liðsins í körfuknattleik gegn Kýpur um gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum á Möltu var jafnframt endapunkt- urinn á samningi Friðriks Inga Rúnarssonar við KKÍ. „Ég veit ekki hvað mun ger- ast í framhaldinu, mínum samningi er lokið og það hef- ur ekkert verið rætt um framhaldið. Það er langt í næstu verkefni A-landsliðs- ins, í september á næsta ári. Það eina sem ég veit er að ég þjálfa Grindavík næsta vet- ur,“ sagði Friðrik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.