Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 B 3 CAFU, fyrirliði brasilísku heims- meistaranna í knattspyrnu, hefur gert tveggja ára samning við ítölsku Evrópumeistarana í AC Mil- an. Þeir fá hann án greiðslu frá Roma, þar sem hann hefur leikið frá árinu 1997. Samningur Cafu, sem er 33 ára, við Roma var runn- inn út. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur spilað þrjá úrslitaleiki í röð í heimsmeistarakeppninni en hann var í sigurliðum Brasilíu 1994 og 2002 og í silfurliðinu 1998. Cafu er sókndjarfur hægri bak- vörður og það kom því ekki á óvart að fyrir helgina fékk danski bak- vörðurinn hjá AC Milan, Thomas Helveg, skilaboð um að hann væri ekki lengur inni í myndinni hjá Ancelotti, þjálfara félagsins. Cafu samdi við AC Milan „ÉG vissi ekkert hver staðan var úti á velli þegar ég var að ljúka leik á síðustu holunni. Kylfuberinn minn vissi það en vildi ekki segja mér neitt,“ sagði Anna Lísa Jóhanns- dóttir, kylfingur úr GR eftir sinn fyrsta sigur í mótaröði GSÍ. „Það var kannski eins gott því ég fékk skolla á holuna og ef ég hefði vitað hversu spennandi þetta var er aldr- ei að vita nema ég hefði klúðrað þessu. Ég fékk tvo skramba í röð á 13. og 14. holunni þannig að maður veit aldrei,“ sagði Anna Lísa. Hún sagðist nokkuð ánægð með hvernig hún spilaði á Akranesi um helgina. „Völlurinn var alveg frá- bær og í eins góðu standi og hann getur orðið held ég. Markmiðið hjá mér var að spila almennilegt golf og fyrir síðasta daginn að halda í við Katrínu Dögg og Þórdísi, en þær áttu eitt högg á mig. Ég var með Ragnhildi og Þórdísi fyrstu tvo hringina og það er frábært að spila með þeim, þær hafa svo mikla reynslu. Ég hef stundum verið rög við að treysta því sem ég er að gera en núna ákvað ég að treysta sjálfri mér og því sem ég hef verð að gera og það gekk bara vel,“ sagði Anna Lísa. Um framhaldið sagðist hún vonast til að vinna fleiri mót því það væri svo miklu skemmtilegra en að vera neðar á listanum. „Fyrst og fremst reynir maður samt að spila það golf sem maður veit að maður á að geta,“ sagði sigurvegari dagsins á Akranesi. Kylfuberinn vissi stöðuna en sagði mér ekkert Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Anna Lísa Jóhannsdóttir, Íslenska A-landsliðið í handknatt-leik lenti í þriðja sæti á æfinga- móti í Hollandi sem lauk á sunnu- daginn en Danir lentu í fyrsta sæti. Margir af bestu leikmönnum Ís- lands léku ekki á mótinu og notaði Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari, tækifærið og leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig. Ísland tapaði fyrir Serbum ,31:32, á laugardaginn en á sunnudaginn kom sigur hjá Íslend- ingum gegn Dönum, 29:26. Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Örn Jónsson voru markahæstir gegn Serbum með sjö mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk. Á móti Dönum var Einar Hólmgeirsson atkvæðamestur með 9 mörk, Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson gerði 6 mörk. Morgunblaðið náði tali af Einari Þorvarðarsyni, aðstoðarþjálfara ís- lenska landsliðsins, í gærdag og var hann ánægður með hvernig til tókst á mótinu. „Miðað við að við vorum að prófa marga af ungu leikmönnunum í mótinu, tókst þetta nokkuð vel og við erum sáttir við hvernig til tókst. Ungu leikmennirnir spiluðu stóru hlutverkin á mótinu og þeir sinntu þeim vel. Allir ungu strákarnir voru að skila sínu, til dæmis Vignir Svav- arsson sem spilaði aðallega í vörn- inni og stóð sig mjög vel. Við færð- um Guðjón Val Sigurðsson úr vinstra horninu og notuðum hann mikið í vinstri skyttunni. Það tókst mjög vel og hann endaði sem marka- hæsti leikmaður mótsins.“ Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður mótsins með 21 mark. Snorri Steinn Guðjónsson var annar markahæsti Íslendingur- inn með 17 mörk en það dugði hon- um í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn mótsins. Einar Hólm- geirsson endaði í 5. sæti yfir marka- hæstu leikmenn mótsins en hann skoraði 13 mörk. Ísland í þriðja sæti  ÍRAR sluppu með skrekkinn á móti Albönum í undankeppni Evr- ópumótsins í knattspyrnu á laugar- daginn. Adrian Aliaj gerði sjálfs- mark fyrir Albana á 90. mínútu og tryggði Írum 2:1 heimasigur. Robbie Keane kom Írum yfir en Ervin Skela jafnaði metin fyrir Albana tveimur mínútum síðar.  EISTLAND sigraði Andorra, 2:0 á heimavelli. Teet Allas og Kristen Vi- ikmäe skoruðu mörkin. Eistland hef- ur komið á óvart í keppninni og er í öðru sæti í sínum riðli, einu stigi á undan Króatíu og Belgíu, og hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa.  FINNLAND sigraði Serbíu-Svart- fjallaland, 3:0 á heimavelli. Sami Hyypia, Joonas Kolkka og Mikael Forssell skoruðu mörkin.  ÚKRAÍNA marði sigur gegn Armeníu, 4:3 á heimavelli, en sigur- markið kom ekki fyrr en á 90. mín- útu. Það var Sergei Fedorov sem skoraði úrslitamarkið.  HOLLAND sigraði Hvíta-Rúss- land, 0:2 á útivelli. Marc Overmars og Patrick Kluivert skoruðu í síðari hálfleik.  MATTIAS Jonsson skoraði þrennu fyrir Svíþjóð gegn San Mar- ino. Svíar sigruðu, 1:6 á útivelli. Marcus Allbäck gerði 2 mörk og Fredrik Ljungberg skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð.  TYRKIR unnu Slóvakíu, 0:1 á úti- velli. Kahveci Nihat gerði eina mark leiksins. Tyrkir eru í efsta sæti í sjö- unda riðli, tveimur stigum á undan Englandi en Englendingar eiga leik til góða.  GRIKKLAND kom á óvart þegar liðið sigraði Spán, 0:1 á Spáni. Stel- ios Giannakopoulos var hetja gest- anna en hann skoraði sigurmarkið.  PFULLINGEN tryggði sér um helgina áframhaldandi sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik, þrátt fyrir stórtap, 38:28, gegn Post Schwerin. Pfullingen vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 33:21. Robert Licu, rúmenska stórskyttan, skoraði 13 mörk fyrir Post Schwerin en þau dugðu ekki til að koma liði hans upp um deild.  HEIÐAR Davíð Bragason, kylf- ingur úr GKj, lék mjög stöðugt golf á Toyotamótaröðinni á Akranesi um helgina. Síðasta daginn fékk hann par á fyrstu braut, fugl á næstu og í kjölfarið fylgdu 15 pör þar til hann fékk skolla á síðustu holunni.  LIVERPOOL hefur komist að samkomulagi við Fulham um kaup á írska landsliðsbakverðinum Steve Finnan. Rick Parry, framkvæmda- stjóri Liverpool, sagði í gær að sam- ið hefði verið við bæði Fulham og Finnan sjálfan og gengið yrði frá fé- lagaskiptum hans um mánaðamótin. FÓLK Birgir Leifur var með forystu áAkranesi allan tímann, lék fyrsta hringinn á 71 höggi eins og Helgi Birkir Þórisson úr GS gerði raunar einnig. Næsta dag jafnaði Birgir Leifur vallarmetið á Garða- velli þegar hann lék á 69 höggum og Heiðar Davíð Bragason úr GKj, sem sigraði á fyrsta mótinu á mótaröð- inni, lék einnig á 69 höggum þann daginn og var því með þeim félögum í síðasta ráshóp á sunnudeginum. Birgir Leifur gerði keppnina óþarflega spennandi í lokin því þeg- ar lítið var eftir var hann með nokk- uð örugga stöðu. Eftir þrettán holur síðasta daginn var hann á fjórum höggum undir pari, Helgi Birkir og Heiðar Davíð voru þá báðir á parinu. Birgir Leifur fékk skramba á 14. braut og annan á 15. þannig að allt í einu var hann kominn niður á parið í heildina. Helgi Birgir var á einu höggi yfir pari og Heiðar Davíð var á parinu. Birgir Leifur fékk fugl á 16. braut en síðan skolla á síðustu og var því á parinu. Heiðar Davíð fékk skolla á síðustu og var á einu yfir pari eins og Helgi Birkir og urðu þeir því að leika bráðabana um annað sætið og þar hafði Helgi Birkir betur þegar kapparnir léku 18. holuna öðru sinni. „Ég tók tvær rangar ákvarðanir á 14. og 15. braut sem gerði þetta óþarflega spennandi í lokin,“ sagði Birgir Leifur sem sagðist einfald- lega hafa verið of ákafur. „Það er minn stíll en það slapp til að þessu sinni, en maður þarf stundum að vera á bremsunni,“ sagði hann en þegar hér var komið sögu átti hann fjögur högg á næsta mann. Birgir Leifur lék síðasta í móta- röðinni hér á landi árið 2000 þegar hann vann í Grafarholtinu og þar áð- ur árið 1996 þegar hann vann einnig í Grafarholti. „Það eru komnir þrír sigrar í röð!“ sagði hann sigrihrós- andi. Fyrsti sigur Önnu Lísu Anna Lísa Jóhannsdóttir fagnaði sínum fyrsta sigri á mótaröðinni á Akranesi á sunnudaginn. Hún var í næst síðasta ráshóp og vissi því ekki stöðu mála þegar hún lauk leik þar sem þær þrjár, sem leikið höfðu best daginn áður, voru á eftir henni. Í síðasta ráshóp lokahringsins voru Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Katrín Dögg Hilmarsdóttir úr GKj og Þórdís Geirsdóttir úr GK. Með Önnu Lísu í hópnum á undan voru Nína Björk Geirsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir, báðar úr GKj. Þegar þær komu á 14. holu átti Ragnhildur tvö högg á Önnu Lísu en á næstu náði hún að jafna metin. Ragnhildur náði einu höggi á 16. braut og á meðan Anna Lísa lauk leik á síðustu braut, eftir að hafa fengið par á 17. braut, lenti Ragn- hildur í miklu veseni á 17. brautinni, sem er 330 metra löng par fjórir. Hún lék hana á þremur höggum yfir pari og var kominn 24 högg yfir par en Anna Lísa lék síðustu holuna á skolla og leik á 23 yfir pari. Ragn- hildur þurfti því að leika síðustu hol- una, sem er par 3 á tveimur höggum til að jafna en það gerði hún ekki, heldur lék hún á pari og varð höggi á eftir Önnu Lísu. Birgir Leifur og Anna Lísa sterkust á Garðavelli BIRGIR Leifur Hafþórsson úr GKG og Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR sigruðu á Ostamótinu, öðru móti Toyota-mótaraðar GSÍ um helgina en leikið var á Garðavelli á Akranesi. Birgir Leifur lék hring- ina þrjá á pari, 216 höggum, en Anna Lísa á 23 höggum yfir pari og bæði urðu þau einu höggi á undan helstu keppinautum sínum. borðtennis á Smáþjóðaleikum Morgunblaðið/Brynjar Gauti TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, sagðist bíða eftir því hvað Brynjar Björn Gunnarsson, James O’Connor, Clive Clarke og Marcus Hall en þeir eru allir með samningstilboð í höndunum frá Stoke. Paul Warhurst, sem var í láni hjá Stoke á lokakafla síðasta tímabils, og Roland Edge, fyrrum leikmaður með Gillingham, hafa verið sterk- lega orðaðir við Stoke. „Edge er ákveðinn valkostur en ég er spennt- ari fyrir því að fá jákvæð svör frá þeim sem fyrir eru hjá okkur. Við getum fengið Paul Warhurst, sem stóð sig frábærlega með okkur, en við munum flýta okkur hægt,“ sagði Pulis við dagblaðið Sentinel í gær. Pulis bíður enn svara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.