Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 B 5 JÓN Þórir Jónsson tók á laugar- daginn við þjálfun 1. deildarliðs Breiðabliks í knattspyrnu en Jör- undi Áka Sveinssyni var þá sagt upp störfum. Jörundur Áki hafði þjálfað liðið í hálft annað ár en hann tók við því eftir að það féll úr úrvalsdeildinni haustið 2001. „Við fengum aðeins sjö stig í seinni umferðinni í fyrra og vorum aðeins komnir með eitt stig eftir fjóra leiki í ár, þannig að við töldum að gera þyrfti breytingar. Okkar samstarf við Jörund hefur verið gott, og auðvitað er það ekki sjálf- gefið að slæmt gengi sé alltaf þjálf- aranum að kenna en við ákváðum að fara þessa leið,“ sagði Magnús Skúlason, formaður knattspyrnu- deildar Breiðabliks. Jón Þórir er 36 ára og lék um árabil með Breiðabliki. Hann var um skeið þjálfari og leikmaður Dal- víkinga og síðan aðstoðarþjálfari Breiðabliks, síðast fyrir þremur ár- um. Fyrsti leikurinn undir stjórn Jóns Þóris var á kunnuglegum slóð- um fyrir hann, gegn Leiftri/Dalvík í Ólafsfirði. Blikar náðu þar að knýja fram sinn fyrsta sigur á tíma- bilinu, 3:2, en þeir höfðu aðeins skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum í deildinni. Magnús sagði að ekki væri frá- gengið hve lengi hann yrði með lið- ið. „Ef þetta fer vel af stað undir hans stjórn liggur beint við að hann haldi áfram, og við skoðum síðan framhaldið í haust,“ sagði Magnús við Morgunblaðið. Jón Þórir með Breiðablik í stað Jörundar Áka Eyjólfur heilsaði upp á leikmenn EYJÓLFUR Sverrisson, fyrr- um fyrirliði íslenska lands- liðsins, heilsaði upp á leik- menn í morgunverði á Hótel Loftleiðum fyrir leikinn á móti Færeyingum. Eyjólfur er fluttur heim til Íslands eft- ir glæsilegan feril hjá Herthu Berlín í Þýskalandi og hefur komið sér fyrir í húsi sínu í Kópavogi. Landsliðsþjálfar- arnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa ekki úti- lokað að Eyjólfur taki þátt í verkefnum landsliðsins síðar á árinu og hafa rætt við hann um þau mál. Eyjólfur gat ekki gefið kost á sér í leikina við Skota og Færeyinga vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann meira og minna undanfarna mánuði. Uni lagði skóna á hilluna síðastasumar vegna þrálátra meiðsla og starfar nú sem blaðamaður í Þórshöfn. Hann er annar markahæsti leikmaður færeyska landsliðsins í opin- berum landsleikjum frá upphafi, gerði sitt 8. og síðasta mark í 1:0 sigri á Liechtenstein snemma á síðasta ári. Aðeins Todi Jónsson (9) hefur skorað fleiri mörk fyrir Færeyjar gegn aðildarþjóðum FIFA. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Íslenska liðið var betra í heildina en eftir að Færeyjar skor- uðu datt leikur þess niður og ég var farinn að halda að nú væri komið að því að við myndum sigra Ísland. Sóknarleikur okkar var hinsvegar ekki nógu góður, liðið náði ekki að skapa sér marktækifæri, nema þetta eina, og nýtti það, sem er ágætur árangur útaf fyrir sig. Ég var farinn að reikna með jafn- tefli, okkar fólk var byrjað að syngja þjóðsönginn í stúkunni, en svo kom markið. Úrslitin voru vissulega sanngjörn en það var mjög slæmt fyrir okkur að fá þetta mark, svona á síðustu stundu. Við vorum svo nálægt því að fá stig. Ég sagði fyrir leikinn að þetta yrði góð- ur dagur fyrir Færeyjar ef staðan yrði jöfn fram á síðustu mínútu. Þá gæti hvort liðið sem væri skorað og unnið leikinn, og það var einmitt það sem gerðist.“ Uni var sérstaklega ánægður með fyrrverandi félaga sinn úr HB, hinn tvítuga miðvörð Jón Róa Jac- obsen. „Hann er frábær leikmaður, aðeins nýorðinn 20 ára en spilar eins og hann sé sá reyndasti í liðinu. Jón Rói er besti knattspyrnumaður sem komið hefur fram í Færeyjum á eftir Tóda Jónssyni. Hann spilar ávallt sem varnarmaður í landslið- inu en áður en hann gerðist leik- maður með Bröndby var hann í sókninni og ég spilaði þar með hon- um hjá HB. Hann er eflaust sá fljót- asti í liðinu og getur spilað hvort sem er í vörn eða sókn,“ sagði Uni Arge. „Vorum svo nálægt stigi“ UNI Arge, fyrrum landsliðsmaður Færeyja og leikmaður með Leiftri og ÍA, var á meðal áhorfenda á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hann var í hópi 700 Færeyinga sem komu á leikinn með leiguflugi Atlantic Airways og sagði við Morgunblaðið að þetta væri besta að- sókn Færeyinga á leik á útivelli síðan þeir spiluðu gegn Dönum í Kaupmannahöfn árið 1990. Eftir Víði Sigurðsson Þetta var skrýtinn dagur fyrir migog öðruvísi tilfinning að vera orðinn fyrirliði liðsins. Allt í einu var maður með band á hendinni og líðanin var öðruvísi en venjulega. Þetta var mikil stund fyrir mig og mikill heiður að fá að gegna þess- ari stöðu. Ég lít á þetta sem stórt skref á ferlinum og ég vona að ég geti þróast enn betur í þessu hlutverki,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið. Varst þú lengi að ákveða þig þegar Ásgeir spurði þig hvort þú værir tilbúinn í að gegna fyrirliðastarfinu? ,,Nei. Okkar samtal stóð yfir í ein- hverjar tvær mínútur þar sem ég lýsti því yfir að ég væri tilbúinn að axla þessa ábyrgð. Ég þurfti ekkert að hugsa mig um og það var enn sæt- ari sigur fyrir mig að fyrsti leikurinn þar sem ég er fyrirliði skyldi vinnast. Ég viðurkenni að það kom mér skemmtilega á óvart þegar Ásgeir fór þess á leit við mig að ég tæki við fyrirliðabandinu.“ Eiður Smári fékk nokkur ágæt færi í leiknum en hann hafði ekki heppnina með sér. ,,Ég fann það í seinni hálfleik að ég hafði ekki spilað leik í nokkuð langan tíma. Það var samt eitthvað með þennan fyrirliðadag að hvernig sem ég reyndi þá tókst mér ekki að skora. Ég var í færum og kom mér í góða stöðu en skotin hjá mér eða skall- arnir fóru alltaf nokkrum sentímetr- um framhjá markinu. Sigurinn var torsóttur og við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Fótboltinn í dag er orðinn þannig að flest öll lið spila varnar- leikinn mjög skipulega og sérstak- lega þau sem ætla sér ekki að sækja mikið. Það getur reynst erfitt að brjóta niður þannig lið og sérstak- lega ef fyrstu tvö til þrjú færin fara forgörðum. Ég var hins vegar mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við spila skemmtilegan fót- bolta og við sköpuðum mörg ágæt færi. Seinni hálfleikurinn hefði mátt vera betri af okkar hálfu. Við gáfum aðeins eftir þegar við skoruðum markið í stað þess að láta kné fylgja kviði. Ég var óhress með að við skyldum láta Færeyingana skora úr föstu leikatriði en það er hlutur sem við höfum oft og iðulega hamrað á að láta ekki gerast. Ég segi ekki að ég hafi verið úrkula vonar um að við skyldum fara með öll stigin. Ég hélt í vonina um að annað markið kæmi og sem betur fer gerðist það. Markið var vel útfært. Bæði var aðdragand- inn góður og afgreiðslan hjá Tryggva til fyrirmyndar.“ Eiður segir að úrslitin í leikjum riðilsins um helgina geri það að verk- um að leikurinn við Litháa annað kvöld sé gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í keppninni. ,,Ef okkur tekst að ná í þrjú stig á móti Litháunum verður virkilega gaman að sjá hvað gerist í framhald- inu. Aðalatriðið að mínu mati er að við töpum ekki leiknum. Það yrði mjög gott að fara heim með eitt stig en best væri ef þau yrðu þrjú. Við gerum okkur grein fyrir því að leik- urinn verður gríðarlega erfiður og til þess að ná hagstæðum úrslitum þarf í raun allt að ganga upp hjá okkur.“ Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen var færeysku vörninni stöðugur ógnvaldur í leiknum og hér fylgist Jákup Mikkelsen, markvörður Færeyinga, áhyggjufullur með honum. Eiður Smári Guðjohnsen bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum „Mikill heiður að fá að gegna þessari stöðu“ LEIKURINN við Færeyinga markaði tímamót á knattspyrnuferli Eiðs Smára Guðjohnsen en hann bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í 23. landsleik sínum. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari ákvað að gera Eið Smára að fyrirliða en Rúnar Kristinsson hefur gegnt því hlutverki eftir að Eyjólfur Sverrisson ákvað að hætta með liðinu. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Kaunas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.