Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 8
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU 8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA kvennaboðhlaups- sveitin fékk brons, bæði í 4x100 og 4x400 metra hlaupum, á laugardag- inn. Fyrra bronsið var allsögulegt því mótshöldurum tókst að klúðra því eins og mörgu öðru á leikunum. Vilborg Jóhannsdóttir hljóp fyrsta sprett fyrir Ísland og eftir að mikið vesen hafði verið með tæki og tól ræsis tókst loks að koma stúlkunum af stað en þegar þær höfðu hlaupið tæpa 50 metra hvað við hátt bíbb-bíbb-hljóð. Stúlkurnar hægðu á sér og Vilborg stoppaði, sneri við en sá þá að keppinautarnir héldu áfram. Hún tók þá á rás en munurinn var auðvitað orðinn það mikill að vonlaust verk var að skjót- ast upp í annað sætið þannig að stúlkurnar urðu að sætta sig við þriðja sæti. Gerð var athugasemd við fram- kvæmd mótsins og hlaupið kært en heimamönnum tókst að humma það fram af sér og ekkert var gert. Í 4x400 metra hlaupi fengu stúlk- urnar einnig brons, en sveitina skipuðu, auk Vilborgar, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Silja Úlfarsdóttir og Sunna Gestsdóttir. Karlasveitin í 4x100 metrunum varð síðust eftir að fyrsta skipting mistókst. Í 4x400 varð það sama upp á teningnum. Þrátt fyrir að all- ar skiptingar hefðu gengið þokka- lega þá skustust Mónakómenn fram úr íslensku sveitinni og fimmta sæt- ið var niðurstaðan. Brons í boðhlaupunum Við misstum taktinn og brotnuðumhreinlega niður sem lið – það er eina sem hægt er að segja um þennan leik. Einstaklings- framtakið var ríkjandi á lokakafla leiksins og úrslit leiksins eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem við stefndum á gullverðlaun,“ sagði Guð- mundur en hann var í liði Íslands sem vann gullið fyrir áratug – á Möltu. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum, og var yfir að loknum fyrsta leik- hluta, 24:20, og staðan í hálfleik var 42:36, Íslendingum í vil. Damon Johnson fékk fjórar villur er annar leikhluti var rétt hálfnaður og hafði það nokkur áhrif á liðið í framhaldinu þar sem Kýpurmenn sóttu hart að Damon í vörninni það sem eftir lifði leiks. Í þriðja leikhluta var útlitið bjart hjá íslenska liðinu er Friðrik Stefáns- son kom liðinu í 14 stiga forskot, 58:42, og munurinn var 11 stig í lok þriðja leikhluta, 63:52. Fjórði leikhluti var skelfilegur hjá íslenska liðinu og skoruðu Kýpur- menn 12 stig gegn engu í upphafi leikhlutans og staðan var 65:66, Kýp- ur í vil. Fannar Ólafsson, Gunnar Einarsson og Páll Axel Vilbergsson skoruðu næstu sjö stig leiksins og staðan var 72:66 þegar um þrjár mín- útur voru eftir af leiknum. Á loka- kaflanum skriðu íslensku leikmenn- irnir inn í skel og aðeins Damon Johnson og Guðmundur Bragason náðu að skora stig og Kýpur fagnaði sigri, 77:79, en Logi Gunnarsson átti síðasta skot leiksins, fyrir utan þriggja stiga línuna rétt áður en leik- tíminn rann út, en skotið geigaði. Damon Johnson var atkvæðamest- ur í liði Íslands og lék vel þrátt fyrir að vera með 4 villur megnið af leikn- um þökk sé vafasömum dómum frá slökum dómurum leiksins. Gunnar Einarsson, Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon áttu fína spretti en því miður var lokakafli leiksins liðinu að falli. „Við klúðruðum þessu sjálfir og ég tel að við höfum afhent þeim sigurinn – þeir unnu okkur ekki af því að þeir eru betri en við – við hentum þessu frá okkur,“ sagði Damon Johnson eftir leikinn en hann var afar von- svikinn með niðurstöðuna. „Við ætl- uðum okkur að vinna þetta mót, allur okkar undirbúningur miðaðist við gullið og nú verða menn að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis. Við hættum að gera það sem okkur er ætlað að gera, hlutverkin eru á hreinu í þessu liði og menn hættu að hafa trú á eigin getu og fóru þess í stað að huga að afleiðingunum ef skotin myndu ekki fara ofaní – ég er sár og svekktur þessa stundina,“ sagði Damon og var hvorki sáttur við sjálfan sig né félaga sína í íslenska landsliðinu. Stig Íslands: Damon Johnson 31, Logi Gunnarson 15, Gunnar Einars- son 13, Fannar Ólafsson 6, Friðrik Stefánsson 5, Guðmundur Bragason 4, Páll Axel Vilbergsson 3, Sverrir Þór Sverrisson 2, Helgi Magnússon 2, Jón Nordal Hafsteinsson, Magnús Gunnarsson, Baldur Ólafsson kom ekki við sögu í leiknum. „Vinnum og töpum sem lið“ „Við vinnum leiki sem lið og töpum leikjum sem lið, ég sem þjálfari hefði getað gert ýmislegt betur í þessum leik líkt og leikmennirnir. Það eru mikil vonbrigði að ná ekki gullinu. Allir sem koma að þessu liði hafa unnið fagmannlega að því að ná gull- verðlaunum á Smáþjóðaleikunum enda er áratugur síðan við unnum þetta mót síðast. Því miður tókst okk- ur það ekki og í fljótu bragði er skýr- ingin sú að við hættum að skjóta úr þeim færum sem við vitum að við get- um hitt úr. Menn hikuðu í aðgerðum sínum og það má bara ekki gerast,“ sagði Friðrik Ingi en hrósaði leik- mönnum sínum jafnframt fyrir dugn- aðinn. „Það er mjög sorglegt að okk- ur skyldi ekki takast að fara yfir þennan þröskuld sem hefur verið fyr- ir framan okkur í langan tíma. Strák- arnir lögðu sig fram í allt sem þeir gerðu en það eru aðeins lokamínútur þessa leiks gegn Kýpur sem gera það að verkum að við erum með silfur um hálsinn en ekki gull. Sú tilfinning sem við upplifum núna sem lið er ekki góð, við erum með yfirhöndina í 90% af leiknum en við verðum að taka þessu af karlmennsku og horfa fram á veginn,“ sagði Friðrik. „VIÐ fórum að hugsa of mikið um að halda okkar hlut þegar við náðum 14 stiga forskoti. Á sama tíma slökuðum við á í vörninni þannig að leikmenn Kýpur fengu auðveld skot og fengu sjálfstraust síðustu fimm mínútur leiksins,“ sagði Guð- mundur Bragason að loknum síðasta landsleik sínum þar sem Ísland tapaði gegn Kýpur, 79:77, í úrslitaleik um gull- verðlaun á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Guðmundur lék 169 landsleiki og var í byrjunarliði Íslands að þessu sinni ásamt þeim Gunnari Einarssyni, Frið- riki Stefánssyni, Helga Magn- ússyni og Damon Johnson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Damon Johnson treður í körfu Kýpverja í úrslitaleiknum. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Karlaliðið henti frá sér gullinu Steindór taldi að aðrar þjóðir áSmáþjóðaleikunum hefðu sýnt miklar framfarir undanfarin misseri, Andorra hefði náð í eitt gull í fyrsta sinn, Mónakó væri í fram- för og Lúxemborg væri með enn sterk- ara lið en áður. Íslendingar settu fjögur Íslandsmet að þessu sinni og náði Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Ól- ympíulágmarki í 50 metra skrið- sundi og var Steindór sammála því að heilt yfir væri árangur liðsins góð- ur. „Það er alltaf á svona mótum að einhverjir eru að synda hægar en við eigum að venjast, aðstæðurnar eru aðrar, mikill hiti, maturinn er öðru- vísi og svona mætt lengi telja en það voru 6 keppendur að stíga sín fyrstu skref á Smáþjóðaleikum og flestir þeirra voru að synda við sína bestu tíma eða voru að bæta sig. Það er mikil gróska í sundíþrótt- inni á Íslandi en sem landsliðsþjálf- ari kem ég ekki mikið að þjálfun ann- arra sundmanna en þeirra sem eru hjá okkur í ÍBR. Það má segja að starf landsliðsþjálfara sé fram- kvæmdastjórn, ég reyni að láta mis- munandi áherslur sundþjálfara passa inn í okkar starf hjá landslið- inu.“ Heimsmeistaramótið í sundi verð- ur í Barcelona í lok júlí og hafa sjö sundmenn hafa nú þegar náð lág- mörkum á. Steindór segir að Ólymp- íuleikarnir í Aþenu á Grikklandi á næsta ári verði hápunkturinn hjá sundfólkinu. „Við höfum sett okkur það markmið að sundmenn sem taki þátt á næstu Ólympíuleikum fari þangað til þess að bæta sinn besta árangur, þeir verði því búnir að ná Ólympíulágmörkunum nokkuð fyrir leikana og mæti því ekki „flatir“ á ÓL til þess eins að ná ekki sínum besta árangri. Við vonumst til þess að einn sundmaður nái í verðlaun á Ólympíuleikunum,“ og þar átti Steindór við Örn Arnarson. „Að auki eru sundmenn á borð við Jakob Jó- hann Sveinsson og Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur sem við vonumst til þess að nái í milliriðla og vonandi í A- úrslit. Þetta eru hinsvegar aðeins vangaveltur að sjálfsögðu og tíminn einn mun leiða það í ljós hvernig til tekst – en við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni,“ sagði Steindór. Steindór Gunnarsson landsliðsþjálfari í sundi er sáttur við árangurinn á Möltu „Meiri sam- keppni frá öðr- um þjóðum“ „VIÐ unnum ekki eins mörg verðlaun á þessum Smáþjóðaleikum en samt sem áður erum við sátt við okkar hlut þegar á heildina er lit- ið,“ sagði Steindór Gunnarsson þjálfari íslenska landsliðsins í sundi sem vann til 11 gullverðlauna, 14 silfurverðlauna og 8 brons- verðlauna á leikunum á Möltu. Steindór bætti því við að íslenska sundfólkið væri með mismunandi áherslur í sínu æfingaferli á móti sem slíku, sumir mættu „ferskir“ á mótið og úthvíldir á meðan aðrir höfðu æft stíft fram að mótinu og ekki tekið sér hvíld. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu BJÖRN Margeirsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í 1.500 metra hlaupi karla síðasta keppnisdaginn á Smáþjóðaleikunum á Möltu, fékk tímann 3.48,53 sekúndur og bætti eigin árangur um tæpar fimm sekúndur. Hlaupið hjá honum var sérlega vel útfært, hann byrjaði á því að taka forystu strax í upphafi og hélt henni allt þar til Kýpurbúi fór fram úr honum eftir 800 metra. Þegar þeir komu inn í síðustu beygj- una bætti Björn í á meðan dró af keppinaut hans, skellti sér utan með honum og framúr og kom fyrst- ur í mark. Ég held að allir hafi búist við að þetta yrði taktískt hlaup og þar sem ég veit að einhverjir þarna eru eitthvað hraðari en ég á endasprettinum ákvað ég að gera þetta svona, ég vildi ekki lenda í einhverju kraðaki og veseni í lokin. Ég fæ ekki mörg hlaup á ári af þessum styrkleika þannig að það var um að gera að nýta sér það, klúðrið hjá okkur í 800 metr- unum hjálpaði líka til, maður vildi reyna að bæta að- eins fyrir þá vitleysu. Annars var ég búinn að ákveða fyrir löngu hvernig ég ætlaði að hlaupa þetta og það stóðst,“ sagði Björn eftir sigurinn. Spurður hvort hann hefði ekkert óttast að missa Kýpurbúann of langt frá sér eftir 800 metrana sagði Björn: „Nei, ég var ákveðinn í að sleppa honum ekki of langt frá mér og var í raun feginn að hann fór fram úr mér þarna vegna þess að hringurinn frá 800 metrunum og að 1.100 eða 1.200 metrunum er oft erfiðasti kaflinn í hlaupinu, þá eru menn orðnir þreyttir en það er of langt í mark til að spretta úr spori. Ég hefði sjálfsagt samt getað hafið lokasprett- inn fyrr, en þetta var allt á áætlun hjá mér, ég hljóp til dæmis fyrstu 800 metrana á 2.01 sem er nákvæm- lega sá tími sem ég hafði lagt upp með,“ sagði Björn. – Hvenær vissir þú að þú myndir hafa Kýpur- búann? „Þegar ég sá að hann var farinn að stífna aðeins í öxlunum rétt áður en við komum í síðustu beygjuna. Ég fann að ég átti nóg eftir og vissi að ég gæti kom- ist fram úr honum,“ sagði meistarinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn Margeirsson fangaði vel sigr- inum í 1.500 metra hlaupinu. Glæsilegt hlaup og sigur hjá Birni í 1.500 metrunum MALTA sigraði Kýpur 64:42 í úr- slitaleik kvennaliða í körfuknatt- leik á Smáþjóðaleikunum á Möltu og er þetta í fyrsta sinn sem Malta sigrar í körfuknattleik á Smáþjóða- leikum. Færri komust að en vildu á úrslitaleikinn en leikurinn var einn- ig sýndur í beinni sjónvarpsútsend- ingu í ríkissjónvarpi Möltu og á veitingastöðum var víða hægt að sjá heimamenn jafnt sem ferða- menn fylgjast með útsendingunni. Þegar úrslitin voru ráðin brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal leikmanna Möltu sem og áhorfenda og var eins og liðið hefði sigrað á Ólympíuleikum eða öðru álíka stór- móti – slík voru lætin. Gríðarlegur fögnuður Möltubúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.