Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 12
ÍSLENSKA 18 ára landslið kvenna var mjög nálægt því að komast í úr- slitakeppni EM sem verður í Rúss- landi í lok ágúst. Ísland endaði í öðru sæti í undanriðli í Hollandi. Fjögur lið voru í undanriðlinum en aðeins eitt lið komst áfram. Ís- lensku stúlkurnar sigruðu Búlg- aríu, 28:22, í gær og var Sólveig Kærnested markahæst með 6 mörk. Á laugardaginn töpuðu íslensku stúlkurnar, 23:22, á móti Hollandi en hollensku stúlkurnar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiks- ins. Stjörnustúlkan, Rakel Dögg Bragadóttir átti frábæran leik á móti Hollandi og skoraði 10 mörk. Á föstudaginn gjörsigruðu íslensku stelpurnar Kýpur, 30:16. Rakel Dögg Bragadóttir spilaði mjög vel í leikjunum þremur og endaði sem markahæsti leikmað- urinn í riðlinum. Misstu naumlega af EM Stoke fær greiðslu fyrir Ríkharð ENSK/ÍSLENSKA knatt- spyrnufélagið Stoke City á von á rúmlega fjögurra milljóna króna greiðslu frá Lilleström í Noregi, vegna Ríkharðs Daðasonar. Þegar Ríkharður fékk sig lausan frá Stoke og fór til Lille- ström á síðasta ári var um það samið að þegar hann hefði spilað 10 leiki fyrir Lilleström fengi Stoke þessa upphæð. Hann lék sjö leiki síðasta haust en tók síðan ekki þátt í sex fyrstu leikj- um Lilleström í norsku úr- valsdeildinni í vor, þegar hann var að jafna sig eftir meiðsli. Ríkharður hefur komið inn á sem varamaður í þremur síðustu leikjum og þar með var tölunni náð.  ÓLAFUR Ármann Sveinsson, sem hefur þjálfað yngri flokka í hand- knattleik hjá Gróttu undanfarin ár, hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennaliðsins Træff, sem leikur í 1. deild, þeirri næstefstu. Hann tekur við af öðrum Íslendingi, Hrafnkeli Halldórssyni, sem hefur stjórnað lið- inu síðustu árin.  GÍSLI Kristjánsson, línumaður úr handknattleiksliði Gróttu/KR, hefur gengið frá tveggja ára samningi við danska úrvalsdeildarfélagið Fred- ericia HK.  BRYNDÍS Jóhannesdóttir skoraði 5 mörk á 12 mínútna kafla og 7 mörk alls þegar ÍR vann yfirburðasigur á HSH, 11:2, í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu í síðustu viku. Leikurinn fór fram í Ólafsvík.  LEIKURINN í Ólafsvík var líka sögulegur fyrir þær sakir að mark- verðir beggja liða voru reknir af velli fyrir brot. Fyrst Sigurbjörg Mart- einsdóttir hjá ÍR og síðan Berglind Magnúsdóttir hjá HSH.  SVÍAR biðu ósigur gegn Túnis í vináttulandsleik í handknattleik um helgina, 29:27. Johan Pettersson var atkvæðamestur hjá Svíum með 7 mörk og Marcus Ahlm skoraði 5.  DANIR sigruðu Alsír, 21:19, en A- lið þeirra var tók þátt í móti í Frakk- landi á meðan B-liðið vann mótið í Belgíu sem Ísland tók þátt í. Nikolaj Jacobsen lék með Dönum á ný eftir langvarandi meiðsli og var marka- hæstur með 6 mörk.  DANIR sigruðu einnig Ungverja, 27:25, í Frakklandi. Þar var Christi- an Hjermind markahæstur með 6 mörk.  FRAKKLAND sigraði Danmörku, 26:23, í úrslitaleik mótsins. Nikola Karabatic skoraði 8 mörk fyrir Frakka og Patrik Cazal 6 en Lars Jörgensen skoraði 5 mörk fyrir Dani.  FORRÁÐAMENN enska knatt- spyrnufélagsins Luton Town, sem leikur í 2. deild, kanna nú þann möguleika að kaupa eða sameinast liði Wimbledon. Á dögunum var Wimbledon sett í fjárhagslega gjör- gæslu vegna erfiðrar stöðu en fyr- irhugað er að félagið flytji frá Lond- on til Milton Keynes, nágranna- borgar Luton.  JOHN Gurney, framkvæmdastjóri Luton, segir þennan kost vel þess virði að hann sé skoðaður vel. Ef af sameiningu eða yfirtöku verður, gæti Luton komist í 1. deildina, þar sem Wimbledon leikur. FÓLK Þetta var ansi gaman og kannskienn ánægjulegra að tveir leik- menn úr norsku knattspyrnunni skyldu skora eftir ákveðin ummæli eins manns í sjónvarpinu fyrir leikinn,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson við Morgunblaðið þegar hann var beðinn að lýsa sigurmark- inu á móti Færeyingum. ,,Ég fékk þau skilaboð frá Ásgeiri og Loga að skipta við Helga og það síðasta sem þeir sögðu mér var; reyndu að setja hann. Sendingin hjá Þórði var pass- lega há fyrir mig og ég mætti bolt- anum vel og svona smellhitti hann. Fyrir nokkrum árum hefði hártopp- urinn verið að þvælast fyrir mér í þessari stöðu en því var ekki að heilsa núna. Úr því sem komið var gátum við verið ánægðir með sigur- inn. Við vissum það vel fyrir leikinn að Færeyingar væru sýnd veiði en ekki gefin og það kom á daginn. Mér fannst við stjórna leiknum vel en eft- ir að Færeyingarnir jöfnuðu metin datt botninn nokkuð úr leik okkar og eitthvert andleysi greip um sig í lið- inu. En sem betur fer fór þetta vel í lokin og ég fann það þegar ég gekk inn á völlinn að ég myndi jafnvel skora.“ Tryggvi segir ánægjulegt að hafa fengið tækifæri og ekki hafi það skemmt fyrir að skora sigurmarkið. Tryggvi skoraði eins og áður segir í sigurleiknum við Möltu fyrir rúmum tveimur árum en þá var hann í byrj- unarliðinu. ,,Eftir þann leik byrjuðu leiðir mínar og Atla að fjarlægjast. Ég var nánast úti í kuldanum svo ég var býsna glaður þegar ég fékk kall- ið á nýjan leik,“ sagði Tryggvi. Náði að klemma boltann með hnjánum Helgi Sigurðsson kom Íslending- um yfir í leiknum á móti Færeying- um og líkt og Tryggvi var hann ánægður með að hafa brotið ísinn og náð að skora fyrir landsliðið í fyrsta sinn síðan í leiknum við Möltu ytra fyrir tveimur árum. ,,Þetta var kannski svolítið skond- ið mark en mark engu að síður og það telur. Þegar boltinn fór í slána eftir aukaspyrnu Eiðs hrökk hann til mín. Ég var óviðbúinn en náði ein- hvern veginn að klemma boltann með hnjánum og stýra honum inn. Ég hefði bara viljað skora fleiri mörk. Ég fékk virkilega gott færi þegar Eiður átti sendinguna inn fyr- ir vörnina. Ég ætlaði að þruma bolt- anum á milli fóta markvarðarsins en hann sá við mér. Ég get alveg við- urkennt að ég var orðinn ansi svart- sýnn á að við myndum hafa þetta en Tryggvi átti frábæra innkomu fyrir mig og það var sérlega ánægjulegt fyrir hann og okkur að honum skyldi takast að skora undir lokin,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Þetta var fyrsti leikur Helga með landsliðinu í ár og hann var virkilega ánægður með eigin frammistöðu og ekki síður sigurinn torsótta á Fær- eyingum. ,,Ég var mjög glaður að fá tæki- færi í byrjunarliðinu og þá í minni stöðu en ekki úti á kanti eins og ég fékk oft að reyna undir stjórn Atla. Ég fann fyrir leikinn að ég naut trausts hjá þjálfurunum og þegar svo er verður sjálfstraustið miklu meira. Það var því ansi gaman að sýna þeim að ég var traustsins verð- ur,“ sagði Helgi sem fékk högg á lærið í síðari hálfleik sem varð til þess að hann fór að velli. Helga var ekki meint af og þegar Morgunblað- ið spjallaði við hann á ferðalagi landsliðsins á leið til Litháen fann hann ekki fyrir eymslum í lærinu. Helgi segir að leikurinn við Fær- eyinga hafi að mörgu leyti verið ágætur af hálfu íslenska liðsins en framundan sé mjög erfiður leikur og ansi þýðingarmikill. ,,Staðan í riðlinum er orðin galopin og ef okkur tekst að ná í þrjú stig í Litháen sem við að sjálfsögðu stefnum að er allt mögulegt. Maður heyrði á ansi mörgum eftir tapið á móti Skotum að þetta væri búið spil fyrir okkur en eftir úrslin um helgina þarf ekki nema að líta á töfluna og sjá að við eigum vel möguleika á að gera góða hluti. Sigurinn á laugar- daginn gefur okkur gott sjálfstraust fyrir leikinn á móti Litháum og ég er ekki í nokkrum vafa um að við mun- um leggja okkur allir 100% fram og reyna eftir fremsta megni að ná þremur stigum og í það minnsta einu.“ Helgi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson skoruðu síðast á móti Möltu 2001 „Hárið var ekki að þvælast fyrir mér“ Morgunblaðið/Einar Falur Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson fagna hetju íslenska liðsins, Tryggva Guðmundssyni, í leikslok á laugardaginn. Þeir sendu Tryggva inn á sem varamann stundarfjórðungi fyrir leikslok. HELGI Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson þökkuðu traust- ið sem landsliðsþjálfararnir sýndu þeim og skoruðu hvor sitt markið í sigrinum á Færey- ingum á laugardaginn. Þeir Helgi og Tryggvi voru ekki alveg í náðinni hjá Atla Eðvaldssyni fyrrum þjálfara landsliðsins. Helgi oftar en ekki á vara- mannabekknum og Tryggvi fékk fá tækifæri undir stjórn Atla. Segja má að þeir tvímenningar hafi verið búnir að bíða lengi eftir mörkum sínum en báðir skoruðu þeir síðast með lands- liðinu í sigurleiknum á móti Möltu, 4:1, á útivelli 25. apríl 2001. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Kaunas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.