Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET Bretadrottning og her- toginn af Edinborg virða hér fyrir sér heimili sitt, Buckingham-höll, í smækkaðri mynd en þau heimsóttu Lególand-skemmtigarðinn í Wind- sor í gær. Heimsóknin var liður í átaki sem á að vekja athygli á Bret- landi sem ferðamannastað en sú grein hefur ekki verið með blóm- legasta móti í Bretlandi undanfarið. Auk drottningarinnar og hertogans heimsóttu átta aðrir meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar ferðamanna- staði í Englandi, Wales og Skot- landi. Reuters Drottningin skoðar höllina sína DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viður- kenndi í gær að her- námsliðið í Írak kynni að standa frammi fyrir skipulegri andspyrnu og sagði að það myndi taka marga mánuði að uppræta leifarnar af ör- yggissveitum Saddams Husseins. Hann kenndi þeim um skæruhernað í Írak sem hefur valdið vaxandi mannfalli með- al bandarískra og breskra hermanna síð- ustu vikurnar. Tuttugu og níu bandarískir her- menn hafa fallið í árásum frá 1. maí þegar Bush lýsti því yfir að hernaðin- um væri að mestu lokið. „Ég tel að leifarnar af Baath-flokknum, Píslar- vottum Saddams og mjög líklega Lýðveldisverðinum séu þarna enn. Þetta eru þeir sem hafa gert árásir á hernámsliðið og stundum hafa þær heppnast,“ sagði Rumsfeld. „Tel ég að þeir hverfi á næstu tveimur eða þremur mánuðum? Nei. Það mun taka tíma að upp- ræta leifarnar af stjórn Saddams Husseins og við ætlum að gera það.“ Að því er leiðtogi Íraska þjóðarráðsins, öflugs hóps sem var út- lægur í valdatíð Sadd- ams, Ahmed Chalabi, tjáði fréttastofu AFP í gær sást nýverið til Íraksforsetans fyrrver- andi norður af Bagdad. Að sögn Chalabis greiðir Saddam hverjum þeim sem drepur banda- ríska hermenn verðlaunafé. Alls hafa 205 bandarískir og bresk- ir hermenn beðið bana og 627 særst í Írak frá því að stríðið hófst 20. mars. 135 féllu í árásum Íraka og 70 létu líf- ið í slysum eða árásum sem innrás- arliðið gerði fyrir mistök. Sveitum Saddams kennt um árásir Fé til höfuðs hermönnum? Bagdad, Lissabon. AFP, AP. Donald Rumsfeld GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í fyrradag að hann væri „algjörlega sannfærður“ um að Bandaríkjamenn myndu finna sann- anir fyrir því að Írakar hefðu verið með ólöglega „vopnaáætlun“ fyrir stríðið í Írak. Hann sagði hins veg- ar ekkert um hvort hann teldi að efna- eða sýklavopn myndu finnast í landinu. Bush og háttsettir embættismenn í stjórn hans fullyrtu fyrir stríðið að stjórn Saddams Husseins, einræðis- herra Íraks í meira en tvo áratugi, réði yfir ólöglegum vopnum og þeir eru nú sakaðir um að hafa hagrætt eða gert of mikið úr leyniþjónustu- gögnum um vopnaeign Íraka í því skyni að afla stuðnings við hern- aðinn. Þar sem engin slík vopn hafa fundist í Írak þrátt fyrir mikla leit eru þeir farnir að draga í land með þetta og tala um „vopnaáætlun“ í stað þess að fullyrða að Írakar hafi átt gereyðingarvopn og falið þau áður en stríðið hófst. Bush notaði orðið „vopnaáætlun“ þrisvar í ummælum sínum um mál- ið í fyrradag. „Írakar voru með vopnaáætlun,“ sagði hann. „Leyni- þjónustugögn frá öllum áratugnum sýndu að þeir voru með vopnaáætl- un. Ég er algjörlega sannfærður um að með tímanum munum við komast að því að þeir hafi verið með vopnaáætlun.“ Auðveldara að finna sannanir fyrir áætlun en sjálf vopnin Ástæða þess að Bush leggur nú svona mikla áherslu á orðið „vopna- áætlun“ er að öllum líkindum sú að miklu auðveldara er að sanna þessa fullyrðingu en ásökunina um að Írakar hafi átt gereyðingarvopn skömmu fyrir stríðið. Til að sanna að Írakar hafi verið með vopnaáætl- un getur Bandaríkjastjórn skírskot- að til skjala og tækja sem fundist hafa í Írak og frásagna fyrrverandi embættismanna, sem hernámsliðið hefur handtekið, þótt engin ólögleg vopn finnist. Embættismenn stjórnar Sadd- ams Husseins viðurkenndu að efna- og sýklavopn hefðu verið þróuð í Írak á níunda áratugnum og í byrj- un síðasta áratugar. Þeir fullyrtu hins vegar að hætt hefði verið við þessar vopnaáætlanir og Írakar hefðu ekki átt nein bönnuð vopn þegar stríðið hófst í mars. Íraskir vísindamenn sem eru nú í haldi hafa sagt það sama. „Heimurinn er friðsamlegri eftir ákvörðun okkar“ Bush sagði að það myndi ekki grafa undan trúverðugleika Banda- ríkjanna ef engin ólögleg vopn fyndust í Írak. „Trúverðugleiki landsins byggist á sterkum vilja okkar til að gera heiminn friðsam- legri,“ sagði hann. „Og heimurinn er friðsamlegri eftir ákvörðun okk- ar [um að steypa stjórn Saddams].“ Forsetinn áréttaði ennfremur ásakanir sínar um að stjórn Sadd- ams hefði verið viðriðin hryðju- verkasamtökin al-Qaeda. Bush skír- skotaði til Jórdanans Abu Musabs Zarqawis, eins af foringjum al- Qaeda sem hefur verið bendlaður við morð á bandarískum stjórnarer- indreka, Laurence Foley, í Jórd- aníu í fyrra. Bandarískir leyniþjón- ustmenn hafa sagt að Zarqawi hafi starfað í Írak, meðal annars í Bagd- ad, þótt engar óyggjandi sannanir séu fyrir því að stjórn Saddams hafi haft samstarf við al-Qaeda. „Samtök Zarqawis í Bagdad fyr- irskipuðu morð á bandarískum borgara,“ sagði Bush. „Tíminn mun leiða í ljós að Bandaríkjastjórn tók hárrétta ákvörðun þegar hún ein- setti sér að frelsa írösku þjóðina úr klóm Saddams Husseins.“ Fyrir stríðið var Bush oft af- dráttarlaus í yfirlýsingum sínum um að Írakar ættu bönnuð gereyð- ingarvopn. „Írakar eiga og fram- leiða efna- og sýklavopn,“ sagði hann til að mynda í ræðu sem hann flutti 7. október. Hann fullyrti einn- ig að öryggi Bandaríkjanna yrði stefnt í hættu ef því yrði frestað að afvopna Íraka. „Ef við vitum að Saddam Hussein ræður yfir hættu- legum vopnum – og við vitum það – er þá nokkurt vit í því að bíða með að láta til skarar skríða gegn hon- um þangað til honum vex ásmegin og hann þróar jafnvel enn hættu- legri vopn?“ Bush fullyrti einnig nokkrum dögum fyrir stríðið að upplýsingar vestrænna leyniþjónustustofnana sýndu að enginn vafi léki á því að Írakar ættu enn „nokkur af hættu- legustu vopnum sem nokkru sinni hafa verið þróuð“. Óttast Írakar enn Saddam? Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, neitaði því í fyrradag að stjórnin hefði misnot- að leyniþjónustugögn um Írak í pólitískum tilgangi. Hann sagði ennfremur að skorturinn á óyggj- andi sönnun fyrir því að Saddam Hussein hefði látið lífið í stríðinu kynni að hafa torveldað leitina að bönnuðum vopnum. „Þar sem ekki hefur verið sannað að hann sé ekki á lífi óttast ef til vill margir Írakar að hann kunni að koma aftur,“ sagði Rumsfeld. „Og óttist þeir að hann komi aftur eru þeir ef til vill tregari en ella til að segja það sem þeir vita þegar þeir eru yfirheyrðir.“ Bush mildar ásakanir sínar um vopn Íraka Kveðst nú sannfærður um að sannanir finnist fyrir „vopnaáætlun“ Saddams AP George W. Bush Bandaríkjaforseti og John Snow fjármálaráðherra ræða við fréttamenn á mánudag. Bush sagði að niðurstaða Íraksstríðsins myndi skipta mestu þegar upp væri staðið, ekki hvort gereyðingarvopn Íraka fyndust. Fyrir stríðið fullyrti hann að Írakar réðu yfir slíkum vopnum. Washington. Los Angeles Times. KVEÐINN hefur verið upp í Tékklandi fyrsti fangelsisdóm- urinn vegna innrásar Sovét- manna í Tékkóslóvakíu 1968. Karel Hoffman, sem er tæp- lega áttræður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu, en á þessum tíma var hann yfirmað- ur fjarskiptamála í landinu. Kvöldið fyrir innrás sovéska hersins lét hann loka fyrir út- sendingar útvarps og sjónvarps og kom með því í veg fyrir, að forysta tékkóslóvakíska komm- únistaflokksins gæti fordæmt innrásina. Fram að því höfðu fjölmiðlarnir sagt frá hrotta- skap innrásarherjanna. Skýrði BBC, breska ríkisútvarpið, frá þessu í gær. Innrás Sovétmanna var gerð til að binda enda á „Vorið í Prag“, tilraun Alexanders Dubceks, leiðtoga tékkóslóvak- íska kommúnistaflokksins, til að koma á „mannúðlegum kommúnisma“ í landinu. Verjendur Hoffmans sögðu í gær, að dóminum yrði áfrýjað. „Vorið í Prag“ Fyrsti fangelsis- dómurinn SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) skip- uðu í gær Dimitri Perricos nýjan yfirmann vopnaeftirlitsnefndar SÞ. Perricos mun taka við af Svíanum Hans Blix er hann lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Blix stýrði ár- angurslausri leit að ólöglegum vopnum í Írak en Perricos hefur verið aðstoðarmaður hans í nefnd- inni síðastliðin þrjú ár. Perricos, sem er grískur, hefur mikla reynslu af vopnaleit og stýrði m.a. leitinni í Írak að efna-, sýkla og kjarnorkuvopnum Saddams Huss- eins. Perricos var í 28 ár vopnaeftir- litsmaður hjá Alþjóðakjarnorku- málastofnuninni, IAEA, en gekk til liðs við vopnaeftirlitsnefnd SÞ árið 2000, skömmu eftir að hún var stofnuð. Vopnaeftirlit SÞ Perricos nýr yfirmaður SÞ. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.