Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 15 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Sumartilbo› 2003 Allar innréttingar til afgrei›slu af lager sérsni›nar fyrir sumarhúsi› flitt. Furuinnréttingar SÉRLEGUR erindreki Sameinuðu þjóðanna sagði í gær líklegt að her- foringjastjórnin í Burma myndi láta Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræð- ishreyfingarinnar í landinu um langt árabil og friðarverðlaunahafa Nób- els, lausa „innan tveggja vikna“. Suu Kyi hefur verið í varðhaldi síðan á föstudag en sendimaður SÞ, Razali Ismail, segir Suu Kyi hafa virst við bestu heilsu er þau hittust í fyrra- dag. „Ég held að þeir muni láta hana lausa innan tveggja vikna,“ sagði Razali er hann sneri aftur til Kuala Lumpur í Malasíu úr fimm daga heimsókn til Burma. Hann hitti Suu Kyi á síðasta degi heimsóknarinnar, en áður hafði hann rætt við leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Razali sagðist hafa farið fram á það við ráðamenn í Rangoon, höfuð- borg Burma, að þeir slepptu Suu Kyi tafarlaust. Þeir hefðu hins vegar sagt að grandskoða yrði alla þætti málsins áður en það gæti orðið. Hörð átök í norðanverðu Burma Suu Kyi var færð í varðhald, „sér til verndar“ samkvæmt upplýsingum herforingjastjórnarinnar, eftir að átök höfðu blossað upp á milli stuðn- ingsmanna hennar og meðlima úr stuðningshópi stjórnarinnar í norð- urhluta landsins. Stjórnin sagði fjóra hafa fallið og 50 særst í átökunum en orðrómur hefur verið á kreiki um að allt að 70 manns hafi fallið. Suu Kyi var sögð hafa fengið höfuðmeiðsl í átökunum en því vísuðu ráðamenn á bug. Suu Kyi virðist vera við bestu heilsu Kuala Lumpur. AFP. ÍRSK stjórnvöld hófu í gær mála- rekstur fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag í Hollandi með það fyrir aug- um að kjarnorkuendurvinnslustöð- inni í Sellafield á vesturströnd Bret- lands verði lokað. Írar höfða mál sitt á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóðanna um lög og rétt á hafi úti (UNCLOS) en þeir segja bresk stjórnvöld hafa gerst brotleg við „fjölda atriða“ í sáttmálanum. Írsk stjórnvöld segja að yfirvöld í Bretlandi hafi ekki haft nægilegt samráð við þau áður en heimiluð var starfsemi vinnsluvers í Sellafield sem vinnur blandað oxíð (MOX). Þá telja Írar ekki að Bretar hafi látið fara fram formlegt mat á umhverfis- áhrifum MOX-versins og þeim flutn- ingum geislavirkra efna um Írlands- hafið sem starfsemi þess fylgja. Ráðamenn í Dublin hafa lengi haft af því áhyggjur að geislavirk efni, sem frá Sellafield koma, menguðu Írlandshaf. Þannig hefur Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, m.a. lýst kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni í Sellafield sem „helstu ógn- inni“ sem að umhverfi Írlands steðji en stöðin stendur við Írlandshafið – í lítilli fjarlægð frá þéttbýlustu svæð- um Írlands, þ.m.t. Dublin. Áhyggjur Íra hafa hins vegar magnast enn frekar eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, enda telja þeir að stöðvar eins og sú, sem er rekin í Sellafield, kunni að verða skotmörk alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Dermot Ahern, sjávarútvegsráð- herra Írlands, kvaðst eiga von á því að málareksturinn fyrir dómstólnum í Haag tæki um þrjár vikur. Þá sagði hann ljóst af viðbrögðum breskra stjórnvalda að þau hygðust verjast af krafti í málinu. Írski umhverfis- ráðherrann, Martin Cullen, kvaðst harma að til þessa skyldi hafa þurft að koma en bráðnauðsynlegt væri að verja hagsmuni Íra. Hefja málarekstur vegna Sellafield Dublin. AFP. MANNRÆNINGJAR tóku 60 manns í gíslingu í afskekktum fjallahéruðum Perú á mánu- dag. Ræningjarnir, sem sagðir eru hafa verið 60 talsins, réð- ust inn í búðir hátt uppi í And- esfjöllum en þar dvöldu verka- menn sem unnið höfðu við að leggja gasleiðslur á svæðinu. Komið hefur fram að mann- ræningjarnir krefjist einnar milljónar dollara í lausnar- gjald. Getgátur eru uppi um að skæruliðahópurinn Skínandi stígur standi að baki árásinni. Huntley aft- ur í fangelsi IAN Huntley, sem ákærður hefur verið fyrir morðið skóla- stúlkunum Holly Wells og Jessicu Chap- man síðasta sumar, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir að hafa náð sér eftir sjálfs- morðstilraun. Yfir 20 lög- reglumenn voru honum til verndar er hann var fluttur í fangelsi. Hann mun hafa tek- ið of stóran skammt af þung- lyndislyfjum í fangelsinu. Er hann sagður hafa safnað lyfja- skömmtunum saman í tepoka. Geimflaug á leið til Mars GEIMFLAUG til rannsókna á reikistjörnunni Mars var skot- ið á loft í gær frá Canaveral- höfða í Flórída í Bandaríkjun- um. Ráðgert er að ferðalagið standi í sjö mánuði. Tvö far- artæki, „Flakkararnir“, á stærð við golfbíl, munu leita vísbendinga um að eitt sinn hafi verið nægilegt vatnsmagn á Mars til að líf hafi getað þrif- ist á rauða hnettinum. Waksal hlaut sjö ár SAM Waksal, stofnandi bandaríska líftæknifyrirtækis- ins ImClone, var í gær dæmd- ur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir aðild að innherjasvikum. Að auki var honum gert að greiða fjögurra milljón dollara sekt. Hann viðurkenndi að hafa látið dóttur sína vita að lyfjaeftirlitið ætlaði að hafna krabbameinslyfi sem ImClone hafði búið til. Vinur Waksal, kaupsýslukonan Martha Stew- art, hefur verið ákærð í tengslum við innherjasvik en hún seldi einnig hlutabréf sín í ImClone tæka tíð. Jarðskjálfti í Taívan JARÐSKJÁLFTI sem mæld- ist 6,5 á Richter reið yfir Taív- an í gær. Engar skemmdir urðu eða slys á fólki en skjálft- inn fannst um alla eyjuna og byggingar í höfuðborginni léku á reiðiskjálfi. Upptök skjálftans voru á hafi úti um 35 km frá austurströnd eyjar- innar og 27,6 km undir sjáv- armáli. STUTT Rændu 60 manns í Perú Ian Huntley NORSKA þjóðin myndi samþykkja Evrópusambandsaðild ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá í netútgáfu Aftenposten. Þar segjast 64% vilja aðild en 36% myndu segja nei. Thorbjørn Jagland, fyrrum for- maður norska Verkamannaflokksins, segir að næstu þingkosningar í land- inu, sem haldnar verða 2005, eigi að snúast um aðild Noregs að Evrópu- sambandinu. Hann segir að sam- þykki Pólverja fyrir inngöngu um helgina hljóti að breyta umræðunni. Eftir því sem fleiri lönd gangi inn í sambandið verði erfiðara að standa utan þess. „Mér finnst sjálfsagt að allir flokkar taki málið til alvar- legrar skoðunar og geri grein fyrir skoðun sinni á ESB-aðild svo kjósendur viti hvar hver flokkur stendur.“ Formaður Verkamannaflokksins, Jens Stoltenberg, tekur undir orð flokksbróður síns og segir að koma eigi af stað víðtækri umræðu um ESB-aðild fyrir kosningarnar 2005. Hann segir að niðurstaðan í Póllandi styrki rökin fyrir því að Noregur gangi einnig í sambandið. Í fyrrnefndri skoðanakönnun á meðal almennings í Noregi kemur fram að 28% þeirra sem höfnuðu að- ild í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1994 vilja inngöngu nú, en einugis 3% þeirra sem vildu aðild þá myndu segja nei nú. Af þeim 1000 sem spurð- ir voru sögðust 55% vilja aðild, 31% vera henni mótfallnir en 14% voru óá- kveðnir. Fylgjendur aðildar eru í meirihluta hjá báðum kynjum og í öll- um aldurs-, tekju- og menntahópum. Meirihluti Norðmanna vill aðild að ESB Jagland segir kosningarnar 2005 eiga að snúast um aðild Thorbjørn Jagland HUGSANLEGT er að níu manns í viðbót hafi smitast af apabólu í mið- vesturríkjum Bandaríkjanna og eru nú alls 37 taldir smitaðir. Sýkin er talinn hafa komið frá jarðíkornum, sams konar og á myndinni, í gælu- dýraverslun í Milwaukee en þeir eru taldir hafa smitast af risarottu frá Gambíu í búðinni. Óttast er að fólk kunni að sleppa smituðum jarð- íkornum út í náttúruna. AP Óttast apabólu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.