Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ hagldir í gegnum dómstólana, ríkis- fjölmiðlana, öryggislögregluna og löggjafarstofnanir – ekki látið neinn bilbug á sér finna. Þvert á móti segja þeir að umbætur nú, seint og um síðir, jafngildi uppgjöf fyrir hinum „mikla Satan“, eins og sumir harðlínumenn kalla gjarnan Bandaríkin. Í staðinn vilja þeir fylkja sér um æðsta leiðtoga landsins, ajatollah Ali Khamenei, mann sem hefur ver- ið mjög gagnrýninn á umbótaað- gerðir Khatamis og hefur heitið því að láta aldrei undan Bandaríkja- mönnum. Og nú bendir ýmislegt til þess að íhaldsmennirnir muni ekki líða umbótasinnana öllu lengur. Ýmis blöð harðlínumanna hafa gengið svo langt að segja að um- bótasinnarnir séu hliðhollir Banda- ríkjamönnum. Eitt þessara blaða, Javan, hefur haldið því fram, að tilteknir um- bótasinnar hafi „átt leynilega fundi með yfirmönnum [bandarísku leyniþjónustunnar] við Persa- flóann“ til að samræma aðgerðir gegn írönskum stjórnvöldum. Sem dæmi um slíkar samræmd- AF ótta við að Íran sé nú orðið efst á lista Bandaríkjamanna yfir ríki sem áætlanir séu uppi um að ráðast á hafa umbótasinnar og íhaldsmenn í landinu nauðugir viljugir farið að rökræða hvað skuli taka til bragðs – róa umheiminn með umbótum eða búast til varnar. Síðan Bandaríkjamenn fóru að auka þrýstinginn á Írana eftir að herförinni í Írak lauk hafa stuðn- ingsmenn hins umbótasinnaða for- seta, Mohammads Khatamis, og harðlínusinnar skipst á um að saka hvora aðra um að ganga erinda óvinarins. „Ef við viljum ekki að okkur sé skylt að beygja okkur fyrir útlend- ingum verðum við að virða vilja al- mennings og stjórnarskrábundin, íslömsk réttindi hans og mannrétt- indi,“ sögðu flokkar umbótasinna nýverið í yfirlýsingu. „Leiðin til að bjarga Íran og hinni íslömsku stjórn er ekki að beita hervaldi, skriðdrekum og fallbyssum, heldur að ryðja úr vegi öllu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að verða við réttmætum kröfum um aukið frelsi og réttlæti.“ Fréttaskýrendur líta svo á, að umbótasinnar – sem vilja opna landið en hafa ekki náð sínu fram vegna harðrar mótstöðu valdamik- illa íhaldsmanna – séu að reyna að nýta sér sífellt herskárri afstöðu bandarískra stjórnvalda. „Svo lengi sem Khatami forseti og þingið sem nú situr eru til staðar munu Bandaríkjamenn ekki ráðast á Íran,“ segir Emmaddin Baghi, umbótasinnaður blaðamaður sem hnepptur hefur verið í varðhald. Sú hótun umbótasinna að segja af sér allir sem einn ef tveim lykil- frumvörpum – er miða að því að auka völd forsetans – verður alger- lega hafnað er því viðvörun til íhaldsmanna þess efnis að verði Khatami, með kurteisi sína og per- sónutöfra, ekki áfram andlit lands- ins út á við sé meiri hætta á að land- ið verði fyrir hernaðarárás. Umbótasinnum hótað En enn sem komið er hafa harð- línusinnarnir – sem hafa tögl og ar aðgerðir nefnir blaðið röð opinna bréfa eftir umbótasinna þar sem þeir kvörtuðu yfir því að hafa engin raunveruleg völd þrátt fyrir að hafa forsetaembættið og meirihluta á þinginu. Annað blað harðlínusinna, Kayh- an, segir að opna bréfaherferðin – 135 þingmenn skrifuðu Khamenei nýlega – hafi verið „runnin undan rifjum Bandaríkjamanna“. Ekki sér fyrir endann á þessum deilum í ljósi þess að sá maður sem hefur síðasta orðið í öllum málum varðandi ríkið, Khamenei, vill ekki heyra minnst á neinar málamiðlan- ir og hefur krafist þess að þessum þrætum verði hætt og valdahlut- föllin óbreytt. „Óvinir hins íslamska lýðveldis eru óvinveittir öllum hópum,“ sagði hann í síðustu viku, og voru það skýr skilaboð til umbótasinna um að gagnrýni þeirra væri á misskiln- ingi byggð. „Gagnrýni og mótmæli eru ekkert vandamál ... en maður verður að gæta þess að slíkar um- ræður og mismunandi viðhorf leiði ekki til deilna og átaka sem gagnast óvininum.“ Umbótasinnar í Íran vændir um svik AP Íranskar konur í borginni Bojnord í norðaustanverðu landinu halda á myndum af Khatami forseta á útifundi með honum á mánudag. Teheran. AFP. ÚTVARÐARSTÖÐ ísraelskra land- tökumanna sem rifin var í fyrrinótt að fyrirmælum ísraelskra yfirvalda var endurreist í gær, að því er land- nemaráð gyðinga tilkynnti. Alls rifu ísraelskir hermenn níu útvarðar- stöðvar landtökumanna á Vestur- bakkanum af fimmtán sem fyrirmæli hafa verið gefin um að verði rifnar. Zeev Boim, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Ísraels, greindi frá þessu. Í fimm af stöðvunum fimmtán eru íbúar, en alls eru rúmlega eitt hundr- að svona útvarðarstöðvar á Vestur- bakkanum, þar af hafa um 60 verið byggðar á undanförnum tveim árum, síðan Ariel Sharon varð forsætisráð- herra Ísraels. Samkvæmt ákvæðum Vegvísisins, alþjóðlegrar friðaráætl- unar sem Ísraelar hafa samþykkt, skulu þær lagðar niður. Útvarðarstöðin sem endurbyggð var í gær heitir Amoa og er dæmi- gerð fyrir þessar stöðvar, sem oft eru reistar á útjöðrum stærri land- tökubyggða. Hún er lítið annað en varðturn á hæð skammt frá ísr- aelsku byggðinni Ofra, norðaustur af palestínska bænum Ramallah. Í öðr- um stöðvum eru fáein hjólhýsi og nokkrir íbúar. Palestínumönnum þótti lítið til þessara aðgerða Ísraela koma. Yass- er Abed Rabbo, ráðherra í palest- ínsku heimastjórninni, sagði niðurrif útvarðarstöðvanna „blekkingarleik“ er miðaði að því að réttlæta tilvist margra tuga annarra landtöku- byggða sem reistar hafi verið í valda- tíð Sharons. Ísraelar rífa fleiri útvarð- arstöðvar „Blekkingarleikur“ til að reyna að réttlæta aðrar landtökubyggðir, að sögn ráðherra í Palestínustjórn Jerúsalem, Amona á Vesturbakkanum. AFP, AP. ÞESSIR ungu, ísraelsku land- tökumenn fóru í gær með morg- unbæn á milli tveggja hjólhýsa í út- varðarstöðinni Tel haim, sem er í útjaðri Beit El-landtökubyggð- arinnar skammt frá Ramallah á Vesturbakkanum. Þessi litla útvarðarstöð er meðal þeirra sem ísraelsk yfirvöld hafa ákveðið að verði jafnaðar við jörðu og hafa landtökumennirnir gert ráðstafanir til að veita ísraelska hernum mótspyrnu er hann kemur með stórvirkar vinnuvélar til að rífa stöðina. Beit El-byggðin var reist fyrir 25 árum og þar búa um fimm þúsund manns. EPA Morgunbæn í útvarðarstöð VERA kann að íraski fjöldamorðinginn Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efna- vopna-Ali“, sé enn á lífi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Don- alds Rumsfelds, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna í Wash- ington. Talið hafði ver- ið að „Efnavopna-Ali“ hefði fallið í loftárás Bandaríkjamanna á heimili hans í Basra í Suður-Írak. „Við telj- um að ógnarstjórn Efnavopna-Alis hafi runnið sitt skeið á enda,“ sagði Rumsfeld 7. apríl þegar skýrt var frá loftárásinni. Ali Hassan al-Majid var herstjóri Saddams Hussein Íraksforseta í suðurhluta landsins. Hann fyrskipaði árás á þorp Kúrda í Norður-Írak árið 1988 en þá voru um 5.000 óbreyttir borgarar myrtir með eiturgasi. „Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið drepinn og nú hafa komið fram get- gátur um að hann sé á lífi. Ég veit ekki hið rétta í málinu,“ sagði Rumsfeld á fundi með blaðamönnum. Rich- ard Myers, forseti her- ráðsins, sagði að yf- irheyrslur yfir Írökum hefðu leitt í ljós að al- Majid kynni að hafa lif- að loftárásina af. Íbúar í nágrenninu þar sem loft- árásin var gerð hafa jafnan haldið því fram að „Efnavopna-Ali“ hafi ekki verið í byggingunni sem ráðist var á. Fjöldi óbreyttra borgara týndi lífi í árásinni. Er „Efnavopna- Ali“ enn á lífi? Ali Hassan al Majid, svonefndur „Efna- vopna-Ali“. Washington. AFP. DONALD T. Regan, sem var um árabil fjár- málaráðherra og síðar skrifstofustjóri Ronalds Reagans í forsetatíð hans á níunda áratugn- um, lést í gær, 84 ára að aldri. Regan varð að segja af sér árið 1987 vegna aðildar sinnar að svonefndu contra- vopnasöluhneyksli. Hann gaf árið 1988 út æviminningar sínar og sagði þar m.a. frá því að Nancy Reagan, eigin- kona forsetans, leitaði oft ráða hjá stjörnuspámönnum. Menn voru almennt á því að Regan hefði staðið sig vel sem fjármálaráð- herra en hann var á sínum tíma for- stjóri eins öflugasta fjármálafyrir- tækis heims, Merill Lynch. Eftir að hann varð skrifstofustjóri komst hann fljótt upp á kant við forsetafrúna sem fannst hann vera of einráður. Regan var í fylgdarliði Reagans er leiðtogafundur forsetans og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, var haldinn í Reykjavík 1986. Notaði Regan þá tækifærið og skoðaði leifarnar af gamalli varðstöð skammt frá Reykjavík. Regan var á stríðsárunum í liði Bandaríkjamanna hér á landi og gegndi m.a. störfum í varðstöðinni. Er þess var minnst árið 1996 að tíu ár voru liðin frá leiðtogafundin- um var Regan meðal ræðumanna á fundi í Reykjavík. Hann sagði að margir fjöl- miðlar hefðu talið fundinn misheppn- aðan en þar hefðu þeir mistúlkað veruleikann. Það sem hefði verið merkilegt við Reykjavíkurfundinn hefðu verið tillögurnar um [afvopnun] sem þar voru lagðar fram, ekki að samkomulagið skyldi ekki nást þá. „Þegar þessir hlutir voru einu sinni komnir á borðið varð ekki snúið aft- ur,“ sagði Donald Regan. Donald Regan látinn Donald T. Regan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.