Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 21                     !  ! "    !   # #$ %     # #$ %  AFRÍKUVIKA hefst í dag með opn- un ljósmyndasýningarinnar „The Real Africa“ samtímis á kaffihús- unum Café Kulture og Te og kaffi á Laugaveginum kl. 17. Á sýningunni verða um sextíu myndir eftir fimm- tán ljósmyndara. Meðal ljósmynd- ara er Yasser Booley sem á einar fimmtán myndir á sýningunni. Yasser hefur tekið ljósmyndir í meira en áratug, en fyrstu mynd- irnar sem hann tók voru af minn- ingarathöfn sem haldin var í Höfðaborg til heiðurs hópi ráða- manna sem höfðu verið vegnir úr launsátri. „Mér hafði verið bannað að fara inn í borgina, en ákvað samt að fara til þess að sjá hvað væri um að vera og tók myndavél- ina með mér. Lögreglan skaut að okkur og notaði táragas. Æ síðan hefur myndavélin fylgt mér hvert fótmál,“ segir Yasser sem gerðist atvinnuljósmyndari fyrir tæpum þremur árum og tekur fyrst og fremst fréttaljósmyndir. Yasser leggur stund á fjölmiðla-, stjórn- mála- og sálfræði í heimaborg sinni, Höfðaborg. „Draumur minn er að geta ferðast um heiminn, tek- ið myndir og skrifað greinar með það að markmiði að gera fólk með- vitað um að við erum öll eins hvað sem öllum fjölbreytileika líður. Við erum jú öll manneskjur sem höfum sömu þarfir og deilum sömu plán- etunni. Ég vil leggja mitt af mörk- um til þess að auka víðsýni fólks og ef til vill breyta hugarfari þess,“ segir Yasser í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurður um komu sína til Ís- lands segist Yasser hafa hitt þýska konu í Mósambík í fyrra, þegar hann var þar á ferð, sem stakk upp á því að hann kæmi og hitti sig á Ís- landi. Eftir að hann ákvað að koma hingað frétti hann af því að halda ætti afríska daga og komst í kynni við skipuleggjendur daganna, þeirra á meðal Hildu Sigurbjörns- dóttur. „Hugmynd okkar með ljós- myndasýningunni var að sýna Afr- íku í jákvæðara ljósi. Yfirleitt fáum við bara að sjá neikvæða hluti frá Afríku, s.s. sveltandi börn, í frétt- unum. En við sem höfum ferðast til Afríku höfum séð svo margt já- kvætt þar og því fengum við bæði innfædda ljósmyndara og ljós- myndara sem hafa ferðast um land- ið til liðs við okkur,“ segir Hilda. Myndir Yassers á sýningunni eru bæði frá Mósambík og Höfðaborg. „Á sýningunni má t.d. finna myndir af daglegu lífi í Höfðaborg og af hátíðahöldum. Mig langar að kynna Höfðaborg fyrir Íslendingum og skapa tengsl milli landanna tveggja, Íslands og Afríku,“ segir Yasser. Aðspurður segir Yasser sér líða afskaplega vel hér á landi. „Mér fannst afar gott að geta séð til fjalla og vera svona nálægt sjónum því það minnir mig á Höfðaborg. Auk þess hefur það komið mér afar þægilega á óvart hve vingjarnlegt og elskulegt fólkið er,“ segir Yass- er sem bjóst við því að hér yrði miklu kaldara. Á Afríkuvikunni, sem stendur til 17. júní nk., verður m.a. boðið upp á afríska tónlist í Hinu húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 21, upp- lestur og tónlist í Máli og menningu á föstudag kl. 14 og málþing um málefni tengd Afríku í Norræna húsinu á laugardag kl. 14. Hægt verður að bragða á afrískum mat á Café Kulture um helgina, en þar verður auk þess hægt að fá upplýs- ingar um viðburði vikunnar. Afr- íkuvikunni lýkur með afrískum dönsum og tónlist á Ingólfstorgi síðdegis 17. júní nk. Afríkuvika í Reykjavík dagana 11.–17. júní „Við erum öll eins“ Ljósmynd/Yasser Booley Börn að leika sér með flugdreka á ströndinni í Mósambík. SAFN – heitir nýtt samtímalistasafn sem opnað verður í dag kl. 14. Þetta er einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur með fjölda verka þekktra erlendra og íslenskra samtímalistamanna, sem þau hafa safnað í meir en þrjátíu ár. Pétur og Ragna gerðu í janúar samning við Reykjavíkurborg um að almenningi yrði auðveldaður aðgangur að ein- stæðri safneign þeirra. Pétur og Ragna leggja einnig til eigið hús- næði á Laugavegi 37, sem lengstum hýsti fataverslunina Faco, en á síð- ustu mánuðum hefur verið unnið að betrumbótum á húsnæðinu með hlið- sjón af nýju hlutverki þess, en borg- in styrkir rekstur Safns. Verkin eiga það sameiginlegt að hafa verið keypt sem nýjustu verk hvers listamanns á hverjum tíma. Þar er að finna öndvegis listamenn mikilvægra listastefna seinni hluta síðustu aldar, svo sem mínimalisma, flúxus og hugmyndalistar. Þar eru verk af ólíkustu gerðum, högg- myndir, málverk, myndbönd, teikn- ingar, hljóðmyndir og ljósmyndir. Sem dæmi um listamenn sem eiga verk í Safni eru Donald Judd, Carl Andre, On Kawara, Karin Sander, Don Flavin og Dieter Roth. Af Ís- lendingunum má nefna Hrein Frið- finnsson, bræðurna Kristján og Sig- urð Guðmundssyni og Magnús Pálsson. Pétur Arason segir að vel hafi gengið að koma safninu upp, þótt það hafi verið mikil vinna, allt frá því að samningurinn við borgina var undirritaður í janúar. „Þá fór allt af stað. Það hafa verið gerðar miklar lagfæringar á húsnæðinu bæði í smíði, uppsetningu öryggiskerfis og fleiru.“ Pétur segir að um helm- ingur safns þeirra Rögnu verði til sýnis við opnunina, en eins og kveðið var á um í samningnum við borgina fara verk úr safninu til láns á sýn- ingar í Listasafni Reykjavíkur. „Ég hugsa þetta fyrst og fremst sem safn, og þar eru lykilverk sem ég vil hafa sem mest uppi, kannski helst stærri verkin, en þó verður ein- hverju skipt út fyrir önnur verk. Við verðum til dæmis með kynningar á ýmsum listamönnum og þá með fleiri verkum sem taka þá pláss af öðru. Eins eru fyrirhugaðar sýn- ingar á verkum ungs fólks sem er nýbyrjað að skapa sér nafn. En stærri verkin vil ég helst ekki taka út. Mér finnst það vera vandamál á söfnum á Íslandi að maður getur ekki gengið að ákveðnum hlutum á vísum stað, og mér finnst það viss ókostur.“ List sem hægt er að hafa heima „Það hefur lítið sést hér að ís- lenskir listamenn kallist á við er- lenda, og einn aðaltilgangur safnis er að sýna íslenska list á móti list eft- ir heimsþekkta listamenn.“ Pétur segir það líka mikilsvert, eins og margir þeirra erlendu lista- manna sem eiga verk í safninu hafa bent á, að húsnæðið henti afar vel fyrir samtímalist. „Við erum vön stórum sölum með mikilli lofthæð, en hérna er listin í þeim arkitektúr sem sýnir að það er hægt að hafa hana heima hjá sér. Við höfum alltaf kynnst nútímalistinni þannig að hún sé bara fyrir söfn. En hér sjáum við að það er vel hægt að hafa hana inni hjá sér, og ég legg mikla áherslu á að sýna fram á það.“ Á laugardag var Safn opnað fyrir boðsgesti og til að kynna það sem þar er. Pétur segir að viðbrögð gesta þá hafi verið mjög jákvæð. „Það hefur verið svolítill pirringur í listamönnum vegna þeirra fjármuna sem safnið hefur fengið, en meira að segja þeir sem voru að skrifa á móti þessu komu að skoða. En það hefði verið betra að fólk kæmi fyrst að skoða en að byrja á því að skrifa um eitthvað sem það veit ekkert um.“ Safn er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Aðgangs- eyrir er 200 krónur en frítt fyrir skólafólk og eldri borgara. Safn – nýtt samtímalistasafn á Laugavegi 37 opnað almenningi í dag „Vil hafa lykil- verkin uppi“ Morgunblaðið/Arnaldur Frá Safni, samtímalistasafninu á Laugavegi 37. Bókin Um víðerni Snæfells er eftir Guð- mund Pál Ólafsson, náttúrufræðing og ljósmyndara. Hún er sú fyrsta í ritröð sem ber heitið Öræfi Íslands – tign og töfrar, þar sem einstökum svæðum á öræfunum verða gerð ítarleg skil í máli og myndum. Bókin er unnin í samstarfi við þrjá kunna ljósmyndara, Friðþjóf Helgason, Jóhann Ísberg og Ragnar Ax- elsson. „Fjallað er um staði á hálendinu sem fáir þekkja, en allt stefnir í að stór hluti þeirra muni brátt hverfa undir lón Kárahnjúkavirkjunar. Að því leyti er þessi bók minning um land sem var, stórbrotinn óður í máli og myndum um náttúru sem hefur verið fórnað,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Guðmundur Páll er þekktur fyrir verk sín um íslenska náttúru, meðal annars bókina Hálendið í náttúru Íslands en fyrir hana fékk hann Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fræðibóka árið 2000. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 135 síður, prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Guðjón Ingi Eggertsson en ljósmynd á kápu tók Friðþjófur Helgason. Hálendið Morgunblaðið/Golli Vigdís Finnbogadóttir tekur við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi Guðmundar Páls Ólafssonar. HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 8–12 ára dag- ana 18.–28. júní nk. Lögð er áhersla á tjáningu, jákvæð samskipti, leik- ræna túlkun og leiki. Leiðbeinendur eru leikkonurnar Vala Þórsdóttir og Ingibjörg Þóris- dóttir. Kennt verður alla daga frá 10–14 nema sunnudag 22. júní. Leiklist fyrir 8–12 ára börn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.