Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef alltaf sagt að Mývatnssveit bjóði upp á einstaka möguleika til tónlistarstarfs og menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Fyrir hendi er góð aðstaða til tónlistar- iðkunar, hljómgóð hús, vönduð hljóðfæri, bæði flygill og orgel, náttúrufegurð og fjölbreytileg afþrey- ing, og, síðast en ekki síst, sterk hefð fyrir menningu og tónlist. Ég tel mikilvægt að styrkja menningar- ímynd landsbyggðar- innar og sanna styrk hennar gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Sumar- fegurð við Mývatn ásamt faglegum metn- aði í tónlist og öruggri skipulagningu býður upp á sterkan valkost fyrir söngglatt ferða- fólk, bæði til þátttöku í söng og hlustun. Það má segja að það sé þjóðaríþrótt að syngja.“ Í fjögur ár hefur Margrét Bóas- dóttir staðið fyrir Menningarhátíð við Mývatnssveit dagana kringum 17. júní. Í fyrra varð draumur Mar- grétar um að fá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til samstarfs við hátíð- ina að veruleika. Þá var slegið sam- an í 80 manna kór með fólki víðs- vegar úr Þingeyjarsýslu og kórinn flutti Krýningarmessuna eftir Moz- art með hljómsveitinni. „Það var svo mikil gleði yfir þessu og þetta tókst svo vel, að því hefur varla linnt síðan að kórafólkið spyrji hve- nær við gerum eitthvað slíkt aftur. Ég fór að velta þessu fyrir mér og hugsa um það fyrirbæri sem ég þekki úr Færeyjum og margir ís- lenskir kórar hafa kynnst erlendis, en það eru kórastefnur. Ég fór fyrir fimm árum með Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu til Færeyja á slíka hátíð, og það var ólýsanlega skemmtilegt. Nú ég fór bara að vinna við að skipuleggja þetta og safna peningum, en það er alltaf þyngsti hlutinn af svona löguðu, – en það gengur þó. Nú er þetta að verða að raunveruleika, og kóra- stefnan verður haldin aðra vikuna í júní, rétt áður en mesti ferðamanna- straumurinn brestur á. Þetta verður því líka ákveðin búbót fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveitinni, sem er gleðilegt, og sýnir okkur að menn- ingin getur líka skilað arði, þótt það sé ann- ars staðar. En ég safna peningum til að prógrammið geti orð- ið vandað og glæsi- legt. Ég get ekki látið fólk borga dýr þátt- tökugjöld, því það þarf að borga sjálft fæði og húsnæði, en ferðaþjónustu- aðilarnir hafa komið til móts við okkur með því að gera okkur góð tilboð.“ Margrét segir að skipulagið verði þannig að kórarnir sem sækja stefnuna geti bæði sýnt sig með því að syngja það sem þeir hafa verið að æfa um veturinn, en taka líka þátt í flutningi stærra verks undir stjórn færustu leiðbeinenda, verks sem væri of viðamikið fyrir hvern og einn þeirra að ráðast í. Níu kórar syngja saman og hver í sínu lagi Fimmtudagskvöldið 12. júní koma fyrstu þrír kórarnir saman og halda tónleika í Skjólbrekku. „Með- al þessara kóra er Söngfélagið Sálu- bót, fínn blandaður kór í Þingeyj- arsveit.“ Á föstudag verður hafist handa við að æfa sameiginlega efn- isskrá allra kóranna undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og æft frameftir kvöldi. „Þetta eru dásamleg kórverk, bæði kirkjuleg verk eftir Felix Mendelssohn og svo Sígaunaljóð eftir Jóhannes Brahms. Sígaunaljóðin og hluti verka Mend- elssohns verða flutt í íslenskum þýðingum Kristjáns Vals Ingólfs- sonar og Sigurðar Loftssonar. Pí- anóleikari okkar verður Aladár Rácz sem kemur frá Húsavík.“ Eft- ir tónleikana verður samvera og söngur í Gamla bæ. Á föstudags- kvöldið verða aðrir þrír kórar með tónleika, kórar Reykjahlíðar- og Skútustaðakirkju, Kór Húsavíkur- kirkju og Kvennakór Akureyrar. Að þessum tónleikum loknum verður slegið upp hlöðuballi í Vogafjósi. Á laugardeginum verður enn æft þar til hátíðarkvöldverður hefst í Hótel Reynihlíð. Enn er gamanið ekki bú- ið, því eftir kvöldverðinn verða „fjárlögin“ sungin saman í Gamla bænum. Á sunnudag kl. 15.00 verða svo hátíðartónleikar í Skjólbrekku þar sem kórarnir sameinast í hátíð- arkór og flytja verkin sem æfð hafa verið sameiginlega, en auk þess syngja þá Kór Glerárkirkju og kór- ar af Austurlandi. „Það verða því níu kórar sem hittast í Skjólbrekku á þessari fyrstu kórastefnu hérlend- is. Næsta ár stefnum við svo aftur að samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, og þá er ætlunin að flytja Sköpunina eftir Haydn.“ Mar- grét segir að undirbúningur kór- anna fyrir kórastefnu sé nokkur, þrjár foræfingar fyrir sameiginleg- an hluta stefnunnar verði fyrir norðan, og reyndar líka hér fyrir sunnan, þar sem söngfólk héðan hyggst leggja stóra kórnum lið. Reyndar er það svo að áhugasamir kórsöngvarar hvaðanæva eru vel- komnir til þátttöku í stóra kórnum og geta haft samband við Margréti óski þeir nánari upplýsinga. „Þetta er yndisleg tónlist, en ekki svo erf- ið, sérstaklega ekki þar sem stór hluti textanna er á íslensku.“ Sumartónleikaröðin vex Hálfum mánuði eftir að kóra- stefnunni lýkur hefjast árlegir Sumartónleikar í Reykjahlíðar- kirkju, en Margrét Bóasdóttir hefur líka veg og vanda af skipulagningu þeirra. „Tónleikarnir hafa hingað til verið á laugardagskvöldum, en nú ætlum við að bæta sunnudagskvöld- inu við líka, og vera með aðra tón- leikana í Skútustaðakirkju, enda er komið þar svo gott orgel smíðað af Björgvini Tómassyni.“ Fyrstu helgina, 5. og 6. júlí, verður Mar- grét sjálf með tónleika ásamt Guð- mundi Sigurðssyni organistia. Aðra helgina í júlí koma fram þau Páll Óskar og Monika Abendroth. Næstu gestir verða Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Krist- inn Árnason gítarleikari. Síðustu vikuna í júlí leikur djasstríó, en um verslunarmannahelgina verður tón- leikahaldið fært yfir í kirkjuna í Dimmuborgum, þar sem stúlkna- kórinn Pfälzische Kurrende frá Þýskalandi undir stjórn Carolu Bischoff syngur. „Við höfum gert þetta á hverju ári, og haft þarna helgistund sem um 200 manns hafa sótt á undanförnum árum. Fólk fær sálmatexta á staðnum, og svo er tónlistin á eftir. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Lokatónleikarnir verða aðra helgina í ágúst, en þá koma fram Svava Ingólfsdóttir mezzósópran, Ingibjörg Guðlaugs- dóttir básúnuleikari og Magnús Ragnarsson, organisti og píanóleik- ari. Þjóðaríþrótt að syngja Kórsöngur í kvöldsólinni í Mývatnssveit í fyrrasumar. Fyrstu tónleikarnir að þessu sinni verða á morgun. Margrét Bóasdóttir VAR Jón Arason biskup skúrkur eða helgur maður? Hann varð und- ir, og gjarnan afbökuðu sagnrit- arar sigurvegarans orðspor og gerðu orðstír þess sigraða klénan. Biskup hálshöggvinn í landi „svo fjarri heimsins vígaslóð“! Kaþólsk- ur biskup í þokkabót sem flestir Íslendingar eiga ættir sínar til að rekja. Svo helgur að blindir fengu sýn við að snerta kistu hans. Allir sem að þessari lögleysuaftöku stóðu 6. nóvember 1550 dæmdu sig um leið úr leik, þannig dæmdi þjóðarsálin þessi voðaverk. Söngdagskráin á Hólum var nú flutt á fjórða viðkomustað lista- fóksins, sem fylgdi þeirri leið sem líkfylgd Jóns Arasonar fór í maí 1551, en áður hafði dagskráin verið flutt í Skálholti, í Reykholtskirkju og í Blönduóskirkju. Heima á Hól- um var endastöð líkfylgdar Jóns biskups og sona hans, séra Björns og Ara lögmanns, sem Norðlend- ingar fluttu þangað frá Skálholti. Nútímasagnfræðingar reyna í auknum mæli að auka skilning okkar og færa í nánari snertingu við sögusviðið, þannig er sviðið af- markað til að varpa gleggra ljósi á innviði sögunnar og gera okkur færari um að setja okkur í fótspor persóna hennar, með öðrum orðum að gera okkur kleift að skyggnast betur á bak við lífstjald hins horfna og greina þau lífsskilyrði og lífsmið sem þessar manneskjur bjuggu við. Á vissan hátt að lifa sig inn í viðkomandi tíðaranda, lifa í huganum því lífi sem þá var lifað og forðast dóma sem við teljum okkur geta fellt útfrá okkar „núi“, en eru í raun oft fordómar sprottn- ir af skorti á innsæi og oft forvitni. Söngdagskráin „Líkfylgd Jóns Arasonar“ var í senn leiðsögn á vit tíðaranda 16 aldar, vegvísir inn í það líf sem Jón Arason lifði og síð- ast en ekki síst listræn miðlun í orðum og tónum á kviku mannlífs- ins, sem færði mann nær atburð- unum í tíma, jók skilning og dró úr þeim þversögnum sem ég varpaði fram hér í upphafi. Mjög var vand- að til dagskrárinnar, sem Ásgeir Jónsson á mestan heiður af að setja saman. Þarna hljómuðu: raddir annálaritara, rödd Jóns sjálfs í bundnu máli, rödd tíðar- andans, rödd trúarskálda og rödd hins forna messusöngs. En það afl sem breytir hinum gamla bjöllu- klið líkfylgdar Jóns Arasonar í bjöllutón sem hrífur þessa stór- brotnu sögu inn í okkar vöku, inn á okkar hrifsvið, er tvímælalaust tónlistin. Kirkjuklukka Hóladóm- kirkju stillti með hljómi sínum áheyrendur inn á rétta móttöku- bylgju. Forspilið við sálm sem aldrei var sunginn er áhrifamikið orgelverk eftir Jón Nordal, þar sem teflt er saman sterkum áhrif- um einsyngjandi stefja og stríðari hljómtjalda, og var túlkun Kára Þormars næm og vönduð. Þá söng Gerður einradda Boðun Maríu úr kaþólskum tíðarsöng og færði okk- ur með smekklegum söng inn á sögusviðið, sem Hjörtur Pálsson hóf að kynna með sinni rómuðu upplestrarrödd og túlkun, en í fyrstu kunngerði hann þær sak- argiftir sem lesnar voru yfir Jóni Arasyni fyrir dauðadóminn í Skál- holti haustið 1550. Þó söguefnið sé myrkt þá tókst þó að láta spaugi- leg atriði létta lundina, svo sem skemmtileg samskipti Ara lög- manns við Martein Einarsson úr fangavist þess síðarnefnda á Möðruvöllum. Örlygur Benedikts- son er ungur að árum og leggur nú stund á tónsmíðar í Pétursborg, báðir söngvarnir sem hann hafði samið fyrir þessa dagskrá gefa fyr- irheit um að hér sé á ferðinni tón- skáld með bjarta framtíð. Lagið við Ljómur sem jók trúartúlkun og lagið Bóndi nokkur bar sig að sig fullt af gáska með dunandi dans- undiröldu. Túlkun Gerðar og Kára á þessum lögum var með miklum ágætum. Gerður er með þróttmikla rödd og með glæsilega framkomu. Best naut Gerður sín í mýkri og veikari söng. Stundum bar á því að ákafinn og mikill kraftur bæri hana af leið á kostnað tóngæða. Þannig fannst mér að gullfallegt lag Gunnars Reynis við Lilju Ey- steins munks nyti sín ekki til fulln- ustu, en lagið er mjög vandasamt og sérstaklega viðkvæmt. Dagskráin í heild var fulllöng miðað við að hafa ekki hlé og er ég viss um að gamla skólareglan með 40 – 45 mínútna tíma og frímínútur á fullan rétt á sér, ekki síst sé mið tekið af hörðum kirkjubekkjum. En þessi dagskrá og flutningur hennar er þó lofsverður og til mik- illar fyrirmyndar um hvernig hægt er að blása í glæður gamalla sagna og að kveikja eld sem færir okkur þann innri merkingarhita, sem læt- ur okkur „finna til“ í því efni er sagan fjallar um. Ég vil hvetja þennan góða hóp að láta hér ekki staðar numið, bæði á þessi dagskrá tvímælalaust að heyrast víðar, m.a. í útvarpi, auk þess sem margir sögulegir viðburðir bíða þess að ljósi verði varpað á þá með slíkum hætti. TÓNLIST Hóladómkirkja Líkfylgd Jóns Arasonar. Hátíðartónleikar á Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju. Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal fyrir orgel. Sönglög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Árna Björns- son. Tvö sönglög sérstaklega samin fyrir þessa dagskrá við kvæði Jóns Arasonar af Örlygi Benediktssyni, en kvæðin voru Ljómur og Bóndi nokkur bar sig að. Ásamt íslenskum kvæðalögum og kaþ- ólskum fornum þáttum tíðasöngva. Flytj- endur: Gerður Bolladóttir sópran, Kári Þormar á orgel. Hjörtur Pálsson upp- lesari og sögumaður. Gerð dagskrár og skipulag: Ásgeir Jónsson. Sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. SÖNGDAGSKRÁ Líkfylgd Jóns Ara- sonar lauk á Hólum Gerður Bolladóttir söng einradda Boðun Maríu úr kaþólskum tíðarsöng. Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.