Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 23 Við erum sérfræðingar í viðarvörn. Á rannsóknastofu Málningar er haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað viðarvörn frá okkur algjöra sérstöðu. Kjörvari 16 - þekjandi -- alkýðolíubundin þekjandi viðarvörn sem hefur góða viðloðun og frábært veðrunarþol. Fáanlegur í gríðarlegum fjölda lita. Kjörvari 12 - pallaolía - olíubundin viðarvörn á sólpalla. Smýgur einstaklega vel inn í viðinn og hefur frábært veðrunarþol. Fæst í meira en 300 litum. Kjörvari 14 - gagnsær - olíubundin viðarvörn á hvers konar við sem smýgur mjög vel inn í viðinn. Fæst í miklum fjölda lita. fyrir íslenskar aðstæður Sérhönnuð viðarvörn Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík ÞAÐ hefur orðið mikil breyting á lúðrasveitartónleikum í áranna rás. Marsar með nær öllu horfnir af dag- skrá og metnaðarfull tónverk og söngdansar æ meira áberandi. Tón- listarskólabyltingin íslenska hefur einnig orðið til þess að sveitirnar eru fullar af ungu vel menntuðu tónlist- arfólki og þegar mikið liggur við, einsog á þessum tónleikum, er hóað í fræga lúðrasveitarstjórnendur og sinfóníuspilara til að styrkja sveit- ina. Eina deildin þarsem gömlu jaxl- arnir ráða ríkjum er básúnudeildin með Björn R. Friðrik Theodórsson, Halldór Einarsson og Þórarin Ósk- arsson í broddi fylkingar og svo blæs gamall stjórnandi sveitarinnar enn í klarinettið: Guðmundur Norðdahl. Að vísu vantaði tvo í básúnudeildina í upphafsópusnum, Birdland eftir austuríska djassmeistarann Joe Zawinul; Björn R. hafði lagst undir hnífinn og hinn sautjan ára Sigur- björn Ari var að búa sig undir kons- ert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Rimskíj-Korsakoff er fylgdi í kjölfar Birdlands. Zavinul samdi þennan ópus fyrir frægustu bræðingsdjasssveit allra tíma, Weather Report, er hann stjórnaði ásamt Wayne Shorter. Þetta var Garden Party þeirra. Leikur hljómsveitarinnar var með miklum ágætum og átti ekki vold- ugur pákusláttur Steef van Oost- erhout hvað sístan þátt í því. Afturá móti var síðara bræðingslagið er sveitin lék, Cargo Fund eftir Hol- lendinginn Schaars, heldur lítilsiglt – hann fékk þó uppreist æru seinna á tónleikunum með ágætum útsetn- ingum á verkum Piazzola og Jobims. Sigurbjörn Ari stóð sig vel í konsert Rimskíj-Korsakoff og má búast við miklu af honum í framtíðinni haldi hann ótrauður áfram á listabraut- inni. Jungle Fantasy nefnist þjóðlag sem enginn veit hvaðan er og var út- sett af Japana og bárust dularfull frumskógarhljóð um salinn í upphafi og brassið urraði ellingtonískt yfir kröftugum hryn er pákan leiddi. Síð- asta verki fyrir hlé var Overture Jubilioso eftir Frank Erickson. Upp- blásinn lúðrasveitarkonsert af þeirri gerð er var mann lifandi að drepa á öllum lúðrasveitartónleikum þegar verið var að brjótast úr viðjum marsa og ættjarðarlaga til nýrri efn- istaka. Það bjargaði þó miklu að Lárus Halldór leiddi sitt fólk af festu og öryggi og það kunni á sín hljóð- færi. Eftir hlé réðu tangóar og söng- dansar ríkjum og fóru þá fyrir sveit- inni snillingarnir Tatu Antero frá Finnlandi og Ólafur Kjartan úr Vogahverfinu. Fyrst var boðið uppá þrjá gráa tangóa eftir Úrúgvæann Luis Pasquet. Nokkuð dapurlegir tangóar leiknir glæsilega uppá finnsku af Kantomaa, sérí lagi sá síð- asti þarsem lífsgleðin var farin að láta á sér kræla. Svo kom klassíski slagarinn alkunni Csardas eftir Monti og loks einn af hápunktum tónleikanna; Adios Nonino eftir Astor Piazzola, frumherja nýja tangósins og helsta meistara hans. Kantomaa lék listavel þarna og sveitin fín undir styrkri stjórn Lár- usar. Piazzola var argentínskur og næst var haldið í norður til Brasilíu og leitað fanga hjá höfuðtónskáldi sömbunnar, Antonio Carlos Jobim, og Ólafur Kjartan söng sömbu hans sem þekktust er undir enska heitinu How Insensitive og Tatu lék með. Þarna var í lagi að nota enskuna en þegar verk Rússans Rimskíj-Korsakoffs er nefnt Conc- erto for trombone and band þurfa menn að vara sig að lenda ekki í pytti kvikmyndaskrifara er nefna flestar myndir uppá ensku en geta ekki frummálsins og íslenska ekki nema stundum. Ólafur er frábær söngvari, en ef það er eitthvað sem hrópar ekki á sterka rödd óperuættaða er það samban. Hún á meirað segja erf- itt að sætta sig við krúnerana. Hann var betri í söngdansi Harold Arlens Over The Rainbow og fór síðan á kostum í Here’s That Rainy Day eft- ir þá van Hausen og Burke. Þar lék Tatu ljúfan sóló og sveiflan var bara góð hjá þeim félögum og sveitinni. Fyrra aukalag var smellur Jimmy McHuges: On The Sunny Side Of The Street þarsem sauð á keipum í kraftmiklum söng og ekkert gefið eftir. Ólafur lauk tónleikunummmeð bravúr: I Feel A Song Coming On. Ólafur er glæsilegur barrýton og söng flott sem slíkur þótt þessi lög hæfi frekar rödd krúnerana. Hef ég ekki heyrt íslenskan óperusöngvara syngja jafn djassað og Ólaf sé Krist- inn Hallsson undanskilinn, en um margt er Ólafur líkur Kristni og er þar ekki leiðum að líkjast. Afturá móti heyrði ég fínan ungan barrýton (sem ég í fákænsku minni hélt tenór, vitandi þó að Bing Crosby hefði ver- ið barrýton) krúna lög Oddgeirs Kristjánssonar með eligans í vetur nær óperulaust. Hafsteinn Þórólfs- son heitir hann, Oddgeir langafi hans og lofar hann góðu. Ósvikin skemmtun TÓNLIST Borgarleikhúsið Tuttugu málmblásarar, tuttugu og átta tréblásarar auk sjömanna hrynsveitar undir stjórn Lárusar Halldórs Grímssonar. Einleikarar með sveitinni voru Sigurbjörn Ari Hróðmarsson básúnuleikari og Tatu Antero Kantomaa harmonikkuleikari. Söngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Þriðjudagskvöldið 27.5. 2003. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet GOSPELKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20 annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Í kórnum eru 25 meðlimir og starfar hann undir stjórn Óskars Einars- sonar. Á þessum tónleikum kemur kórinn fram ásamt átta manna hljómsveit og mörgum einsöngvurum. Hljómsveitina skipa: Jóhann Ásmundsson, Eyþór Gunn- arsson, Halldór G. Hauksson, Agnar Már Magnússon, Ómar Guðjónsson, Sigurður Flosa- son, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson. Gesta- söngvarar eru Fanny K. Tryggvadóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Gunnars- dóttir, Maríanna Másdóttir og Páll Rósinkranz. Allur ágóði rennur til ABC- hjálparstarfs. Sungið til styrktar hjálpar- starfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.