Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR skömmu hafði ég svo til lokið við pistil sem átti að birt- ast miðvikudaginn 28. maí, fæðingardag minn fyrir margt löngu, átti aðeins eftir að ydda hann eins og það heitir. Sama dag skyldi aðalfundur fé- lagsins Íslenzkrar grafíkur hald- inn og skrifið hugsað sem eins konar afmælisgjöf mín, sælla að gefa en þiggja. Fjallaði um mik- ilvægi þess að gera verkstæði fé- lagsins/Hafnarhúsi að opinni og öflugri miðstöð grafíklistar á Ís- landi. En þá bilaði vinnutölvan, skrifaði í skyndi annan vikupistil á ferðatölv- una til vara, vonaði þó að ég fengi vinnutölv- una svo fljótt úr stillingu að ég næði að klára hinn í tíma, sem ekki varð. Í yfirferð hrundi tölvan, sennilega vírus að verki og þar töpuðust miklar heimildir, fékk hana tóma til baka, þar ekki ein báran stök frekar en fyrri daginn. Var því aftur á byrj- unarreit og þurfti að skrifa alveg nýjan pistil, en fyrir vikið fannst mér seta mín á staglfundi þýðing- arlaus, lét mér nægja að leggja inn áskorun, eggja fundarmenn lögeggjan um heilbrigðar athafnir. Mál er, að ég hef lengihaft mikinn áhuga áað leggja mitt afmörkum til að veita blóðflæði í rekstur grafíkverk- stæðisins, gera það að lifandi vett- vangi sýnilegra athafna, með áherzlu á döngun íslenzkrar graf- íklistar vítt og breitt. Mér er vel kunnugt um þróunina allt um kring, að orðið hafa gífurlegar breytingar á hlutunum, verk- stæðum fækkað og stöðugt erf- iðara að nálgast nauðsynleg föng, þótt úr hafi rætzt á allra síðustu árum vegna endurvakins áhuga á gömlu aðferðunum. Má helzt þakka það framsæknum lista- mönnum á öllum aldri sem láta ekki tízkusveiflur og viðhengiþörf í nafni alþjóðavæðingar ráða ferð- inni, svo og fórnfúsum áhuga- mönnum um þennan heillandi geira myndlistar. En á sama tíma hefur það gerzt að kostnaðurinn við að kaupa sér tíma á verk- stæðum hefur í þeim mæli rokið upp að fæstir hafa efni á þeirri þjónustu, nema um fræga lista- menn eða sérverkefni sé að ræða, vinnan kostuð af öðrum eða verk- stæðinu sjálfu sem þá gefur upp- lagið út. Sá andi, sem ríkir á þróuðum grafíkverkstæðum, ásamt þeirri þekkingu sem menn ganga þar að hjá fagmönnum varðandi und- irbúning og þrykkingu mynda, verður aldrei yfirfærður í heima- hús né skóla frekar en dýpri hliðar listnáms, það vita allir sem á ann- að borð vilja vita. Þannig ennþá fjögurra ára nám að verða meist- ari í steinþrykki, eða ámóta og til að mynda ljúka prófi í arkitektúr, og við bætist drjúgur ávinningur ef í framhaldinu afli menn sér reynslu af fleiri en einu verkstæði. Það gerði til að mynda Peter Jo- hansen, annar stofnandi og nú að- aleigandi grafíkverkstæðisins Hostrup Petersen & Johansen í Valby, í útjaðri Kaupmannahafnar. Hann var aðalþrykkjari við Listháskólann í Berlín í fjögur ár og önnur fjögur í hinu víðfræga verkstæði Clot & Bramsen í París, hélt þá heim og stofnaði eigið verkstæði sem nafnkennt er orðið. Hinn ungi Søren Ellitsgaard, ann- ar aðalþrykkjarinn í Valby á síð- ustu árum, hefur einnig reynslu af verkstæðum í Bandaríkjunum hvar hann dvaldi í tvö ár eftir að hann fékk meistararéttindi. Hvor- ugur þessara manna er skapandi listamaður nema ef vera skyldi í sjálfu faginu en þar eru þeir meira en vel heima, einnig um skipulagn- ingu grafíkverkstæða, Ellitsgaard til viðbótar sérfræðingur í bók- verki og mikill áhugamaður á því sviði að gefa út bækur með grafík og um grafíklistamenn. Hið mikla ritverk 220 steinþrykk Per Kirke- bys mikið til hugmynd hans, auk þess að yfirgnæfandi hluti þeirra er þrykktur á verkstæðinu í Valby. Þá búa þessir menn einnig yfir þekkingu til að þrykkja stórar tré- ristur í fjölföldunarpressu fyrir litógrafíu (steinþrykk) og yfirhöf- uð í öllu sem veit að þrykki. Eng- inn sem ekki hefur unnið á slíku verkstæði getur gert sér í hug- arlund hve ávinningurinn er mikill við að fá allt fyrirhafnarlaust upp í hendurnar, geta í einu og öllu ein- beitt sér að hugmyndavinnunni. Þetta heilbrigða ferli full-komlega útilokað ef umtilviljunarkennda ígripa-vinnu gerendanna sjálfra er að ræða og þessvegna verður á hverju verkstæði að vera í það minnsta einn slíkur fagmaður í fullu starfi. Hann sér þá um skipu- lagningu verkstæðisins, ber ábyrgð og hefur umsjón með því, aðstoðar þá sem hverju sinni hafa aðgang að pressunum, sér um inn- kaup á öllu sem til þarf, sem er þá allt til staðar um leið og menn hefja vinnu sína. Þá veit hann upp á hár hvar bezt og hagkvæmast er að leita aðfanga og getur sinnt sérþörfum einstakra, yfirleitt með stuttum fyrirvara eða sem nemur afgreiðslu- og sendingartímanum. Þetta fullt starf og meira til, skipt- ir öllu að í það veljist áhugasamur og hlutlægur aðili, fagmaður sem einfaldlega skilar sínu verki sam- vizkusamlega, síður listamaður í hlutastarfi, hversu fær sem hann nú annars er í þrykkingu mynda á sínu sérsviði. Það hefur farið mjög í mínar fínu taugar að horfa upp á allar þessar fullkomnu þrykkpressur á verkstæðinu í Hafnarhúsi, sem flestar standa óvirkar, sér kannski í einn og einn að puða í þeim. Eng- inn þarf að segja mér hve mikill ávinningur það væri fyrir íslenzka grafíklistamenn að geta unnið hnitmiðað að ákveðnu verkefni einhvern afmarkaðan tíma á ári hverju, íslenzkri listmennt um leið. Hið mikilvægasta; uppörvandi spennandi og hlýlegt umhverfi, sem einkennir grafíkverkstæði hér ekki til staðar. Öllu frekar hefur maður á tilfinningunni að vera í hrollköldu vélaverkstæði og fyrir utan skipulagsleysi eru engir rekkar fyrir litógrafíusteina, sem kemur kannski minna að sök í ljósi þess hve fáir þeir eru. Og í því sambandi ættu einhverjir að geta svarað því hvar réttmæt eign graf- íkfélagsins af kalksteinum frá Solnhofen í Bæjaralandi, og sem ekki hefur verið skilað, er nið- urkomin. Um það mál allt hlýt ég að vera beztur heimildarmaður sem tók á móti hverjum einasta þeirra á sínum tíma og var þá ekki að skara eld að eigin köku þar sem ég gat líkast til hirt heila klabbið sjálfur. Þá hefur það haft forgang í þróun mála sem hvarvetna ann- ars staðar mætir afgangi, sinnir eðlilegri þörf sem kemur í fyllingu tímans líkt og fljótandi á fjöl. Nefni hér kaffistofu, gesta- vinnustofu, skúffugallerí, sýning- arsal og skurðarhníf til niðursneið- ingar rammalista, en eftir situr sjálft einmana verkstæðið og grætur. Tilefni að vísa endurtekið til þess, að jafnvel færeyskir lista- menn eru hér öllu betur settir um aðgengi að vinnuaðstöðu sem þjón- ar öllum fyrrnefndum þörfum og þó er þar engin kaffistofa, gesta- vinnustofa, skúffugallerí, sýning- arsalur né skurðarhnífur, heldur glaðklakkalegt verkstæði sem hlær og trallar. Á undangengnum árum hafa nokkur umskipti átt sér stað í grafíkheiminum, sem skrifast má á offramboð og græðgi kaupahéðna, einnig falsanir. Málið er að ef ekki er gætt ýtrustu nákvæmni á há- tæknitímum er lítið mál að falsa grafíkmyndir í stórum stíl, ekki síður en peningaseðla, einkum eft- ir að stafræn prentun kom til skjalanna. Þarf þekkingu og þjálf- un skynfæranna til að greina mun með berum augum, kemur hér brjóstvitið til skjalanna, skylt því að dýrin í skóginum sjá mun á æt- um og eitruðum gróðri þótt hann sé svo til eins í formi, lit og lögun. Mönnum vill oftar en ekki yfir- sjást þetta eðlisbundna og þrosk- aða næmi þegar listaverk eru ann- ars vegar, sem þó er í flestum tilvikum öruggasta haldfestan í fölsunarmálun, þ.e. þjálfuð eðlis- hvötin. En eru betur með í gangi mála ef um er að ræða greiningu skyldra fuglategunda, margir blindir fyrir en þjálfað auga sér og skynjar strax, einnig hvort egg sé ferskt eða stropað. Vel að merkja greina blindir ekki þungun kvenna, en skynja á einum vett- vangi ef þeir þukla kvið þeirra. Þá er til frásagnar, að þegar allt í einu kom fram gríðarlegt fram- boð á verkum meistara grafíklist- arinnar fyrir nokkrum árum, runnu á marga tvær grímur. Fyr- irtæki, sem maður þekkti lítið til og verður lítið var við er svo er komið, spruttu upp og blómstruðu sem aldrei fyrr, skyldleikinn við íslenzka verðbréfamarkaðinn hér nokkur og létu margir draga sig á asnaeyrum. Við þetta bættist ein- þrykkjafaraldurinn sem gekk eins og logi yfir akur, þannig að þrykk- ið í sjálfu sér var orðið mikilvæg- ara en sjálft sígilda grafíkferlið sem er öllu erfiðara viðfangs. Í framhjáhlaupi má minna á að mik- ill meirihluti þeirra sem nema listasögu velja nútímalist sem kjörfag, að sögn vegna þess að það útheimtir minnsta fyrirhöfn. Sam- anlögð öfugþróunin hefur því mið- ur lækkað verð grafíkverka al- mennt á meðan sannanleg frumverk stórmeistaranna hafa hækkað upp úr öllu valdi á slóðum þar sem verðmyndun fer eftir gild- um markaðslögmálum en ekki ósk- hyggju. Ef við lítum á stöðuna í dag, þarf að gera átak til skilnings á listgrafík og eðli grafíkmarkaðs- ins, að um gild frumverk er að ræða, um þau gilda svipuð mark- aðslögmál og til að mynda frí- merki. Þetta verður helzt gert með því að grafíkverkstæðið rísi úr öskustó, verði vettvangur metn- aðarfullra og rismikilla vinnu- bragða, hér sitji ekki hver í sínu horni og álíti sig útvalinn af guð- unum, hinir óhreinir. Og svo þegar sá dagur rís að sýning á því sem gert hefur verið á verkstæðinu verður að veruleika, helzt árviss- um viðburði, mun hann hæglega geta orðið mesti sigurdagur ís- lenzkrar grafíklistar, jafnframt um markaðssetningu innan lands sem utan. Að lokum er tækifæri til aðminna á og vísa til, að núum stundir er á landihér ekki til einkasafnari á myndlist með opna og víða yf- irsýn. Örfáir á afmörkuðum svið- um, en grafík í það heila hefur þá sérstöðu að slíkir finnast trauðla, ekki ennþá í öllu falli. Í raun dap- urlegt hlutskipti allrar svartlistar að vera mestmegnis vænleg gjafa- vara, almennur söluvarningur í blönduðum listmunaverzlunum, og lítill metnaður að þeirri sérstöðu. Þannig lífsspursmál að hér verði umsnúningur, blásið hraustlega til sóknar… Grafíkverkstæði SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Utagawa Toyokuni (1769-1825): Leikarinn Sawamura Söjurö sem Óboshi Yuranosuke, trérista, Þjóðlistasafnið í Tokyo. LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar heldur áfram tilraunamennskunni sem hófst með Sölku miðli í haust. Sá þröngi húsnæðisstakkur sem félag- inu hefur verið sniðinn hefur neytt þau á braut nýsköpunar og er félagið á góðri leið með að skapa sér afger- andi sérstöðu meðal íslenskra áhugaleikfélaga, eða hreinlega í ís- lenska leikhúsheiminum. Verkið núna, Þið eruð hérna, er samt eðlisólíkt Sölku. Hér liggur handrit til grundvallar, og mun lengra gengið í skoðun á sambandi leikara og áhorfenda – það verður hér að aðalefni leikritsins, sem segir frá erfiðu lífi Ísabellu sem er með þeim ósköpum gerð að eiga ósýni- lega vini – áhorfendur. Samskipti hennar við harðneskjulegt umhverfi sitt mótast mjög af þessari sérstöðu hennar. Það er engum greiði gerður með því að rekja efnisþráðinn frekar – svo mjög sem verkið treystir á við- brögð áhorfenda. Þó verð ég að finna að því við höfundinn að hann treystir að mínu mati um of á óþarfar meló- dramatískar klisjur til að skapa sam- úð með hetjunni; andstyggilega ofsa- trúarmenn, sadískar geðhjúkkur og kynóðan sálfræðing. Og í leit sinni að mörkum leikara og áhorfenda stíga höfundar sýningarinnar á einum stað að mínu mati yfir þau á óleyfi- legan hátt. Viðkvæmu fólki og börn- um er ráðlagt að koma ekki á sýn- inguna og ber að taka þau skilaboð alvarlega. Allt um það er verkið um margt frumlegt og vel skrifað sem leikhús- verk, sérstaklega natúralískari hlut- ar þess, en þar myndast einnig sterkasta spennan milli hins sýni- lega og ósýnilega. Og að flestu leyti er unnið verulega vel með samband Ísabellu og áhorfenda. Ber ekki síst að þakka það aldeilis frábærri frammistöðu Lilju Nóttar Þórarins- dóttur í aðalhlutverkinu sem hún skilar af að því er virðist áreynslu- lausu öryggi og aðdáunarverðri hóf- stillingu innan um allar öfgarnar. Sviðsetning verksins er líka firna- vel leyst hjá leikstjórunum tveimur – þeir vinna með „Promenade form“, þar sem leikrýmin „fljóta“ um stóran auðan sal og áhorfendur laga sig að hverju nýju leiksvæði. Þetta er lítið notað form hér á landi en öryggið í beitingu þess hér er verulega eftir- tektarvert. Fyrir utan fyrrgreinda hópa er rétt að hvetja fólk til að sækja Leik- félag Hafnarfjarðar heim. Óhætt er að lofa eftirminnilegri kvöldstund, og því að gestir eru leystir út með sterkum myndum og ótal spurning- um suðandi í höfðinu. LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur: Lárus Húnfjörð. Leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson og Lárus Hún- fjörð. Hafnarfjarðarleikhúsið 6. júní. ÞIÐ ERUÐ HÉRNA Ósýnilegir vinir Þorgeir Tryggvason Agnar Már Magnússon og Ástvald- ur Trausta- son hafa gefið út geisladisk- inn „Tónn í Tómið“ og voru útgáfu- tónleikar í Salnum í Kópavogi. Diskurinn var hljóðritaður á tónleikum í nóvember 2002 en þeir tónleikar voru haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Tónlistin er, eins og nafnið gefur til kynna, dúett á tvo flygla. Tónlistin tengist zen-hugleiðslu og er mjög impróv- íseruð. Píanótónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.