Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Jónsson,fyrrverandi framkvæmdastjóri, fæddist á Úlfarsá í Mosfellssveit 26. janúar 1928. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss 2. júní síðastliðinn. Foreldrar Páls voru Jón Guðnason, bóndi á Úlfarsá og trésmiður í Reykja- vík, f. 1889, d. 1968, og Jóna Þorbjarn- ardóttir, f. 1897, d. 1982. Föðurforeldrar Páls voru Guðni Símonarson, bóndi í Breiðholti í Reykjavík, og Sol- veig Sigurðardóttir. Móðurfor- eldrar: Þorbjörn Finnsson, bóndi í Ártúni í Reykjavík, og Jónía Jónsdóttir. Systkini Páls eru: Þorbjörn, f. 1922, d. 1981; Sverr- ir, f. 1924, d. 1992; Sólveig, f. 1930; og Gunnar, f. 1932. Páll var tvíkvæntur. Fyrri eig- inkona hans var Emilía Jóhanna Baldvinsdóttir, f. 1926. Börn þeirra eru: 1) Jón Baldvin flug- vallarstjóri, f. 1949, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 1949; börn laugu Ragnarsdóttur þroska- þjálfa, f. 1966, börn þeirra eru: Sigurlaug Sól, f. 1999, og Þór Elí, f. 2002; 6) Höskuldur Einar framkvæmdastjóri, f. 1971, kvæntur Beintu Eliasen hár- greiðslumeistara, börn þeirra eru: Alfred, f. 1990, og Aron, f. 2001; 7) Arnar háskólanemi, f. 1977, sambýliskona Fríða Björg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1977. Eftir nám í vélvirkjun starfaði Páll í Vélsmiðjunni Keili árið 1945 og síðan Landsmiðjunni frá 1950, rak eigið vélaverkstæði í Reykjavík frá 1955, varð fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar frá 1963, annar eigandi og verksmiðjustjóri í Plast- og stálgluggum frá 1968, kaupfélagsstjóri Fáskrúðsfirð- inga frá 1970, kosningastjóri Framsóknarflokksins í alþingis- kosningunum árið 1974, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Hafn- firðinga frá árinu 1974, framkvæmdastjóri Þörunga- vinnslunnar frá 1975, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka frá 1976 og fram- kvæmdastjóri Meitilsins í Þor- lákshöfn frá 1982. Páll lauk starfsferli sínum sem ráðgjafi hjá lögfræðideild Byggðastofn- unar frá árinu 1989. Hann sat einnig í stjórn fjölda hlutafélaga. Páll er jarðsunginn í dag frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. þeirra eru: Páll Freyr, f. 1974, Her- dís Elín, f. 1979, og Sigurður Högni, f. 1975; 2) Þorsteinn rafiðnaðarkennari, f 1955, fyrrverandi eiginkona Sigríður Árnadóttir skóla- stjóri, f. 1959; börn þeirra eru: Steinunn Arna, f. 1977, Guðjón Örn, f. 1979, og Anna, f. 1989; 3) Guðjón Heiðar fram- kvæmdastjóri, f. 1958, kvæntur Guð- rúnu Björk Emilsdóttur garð- yrkjufræðinema, f. 1960, börn þeirra eru: Andrés Jakob, f. 1978, Emilía Jóhanna, f. 1981, og Friðrik Jónatan, f. 1997. Páll kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni 12. júní 1965, Jó- hönnu Þórunni Þorbjarnardótt- ur, f. 1934. Börn þeirra eru: 4) Páll Már flugumferðarstjóri, f. 1965, kvæntur Þóru Sigríði Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 1967; börn þeirra eru: Ólafur Páll, f. 1991, Jóhanna Þórunn, f. 1996, og Einar Páll, f. 2002; 5) Guðfinnur Þór rekstrarstjóri, f. 1967, kvæntur Rögnu Sigur- Páll var alla tíð mikill athafna- maður og frumkvöðull. Fyrst í eigin rekstri. Síðar „sóttu Sam- bandsmenn að honum“ eins og einn vinur sagði og vildu fá hann í þróun og endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja sambandsins. Páll starf- aði markvisst að „hugvitsvæðingu í sjávarútvegi“ enda maður með djúpa innsýn í hagfræðina. Hann var rýninn. Hann var það sem er kallað á enskri tungu „fixer“ og hafði mikla ánægju af því að reisa við fyrirtæki í erfiðum rekstri, veita atvinnu í bæjarfélög og fá hjól at- vinnulífsins til að snúast aftur og á réttan hátt. Afskipti af stjórnmálum voru honum þess vegna tækifæri til persónulegra samskipta og tæki til sátta. Pabbi var afskaplega hagur í höndunum og naut þess að skapa og vinna að sínum áhugamálum en þar voru hafið og báturinn hans helsta hugðarefni. Laxárnar áttu einnig hug hans og áttum við bræður sem deildum þessum áhuga með honum góðar stundir á árbakkanum og til marks um áhugann fjárfesti pabbi jafnvel í ám og vötnum og oft átti hann minnst einn dag í viku fastan til veiða. Okkur þótti það tilkomu- mikið, bræðrunum, og þá sérstak- lega vegna þess að eyðsla, mont og mikilmennska voru þyrnir í augum hans. Hann var bara að veiða. Pabbi hafði einn galla en hann vildi frekar gefa en þiggja. Mætti jafnvel halda að hann hafi verið háð- ur hvoru tveggja. Hann var alltaf nálægur til að aðstoða okkur bræð- urna hvort sem það var til að byggja frá grunni stálstiga í húsið okkar, innréttingar í fyrirtækið okk- ar eða smærri viðgerðir á lúnum bifreiðum og ekki trufluðu jakkaföt- in hann í slíkum tilvikum. Svona var hann; fyrirmynd andstæðna. Það eru forréttindi að umgangast persónu sem er áhugasöm og víð- sýn. Pabbi var heimspekingur og hafði ótrúlegt innsæi. Hann er son- ur lífsins og tilveran athafnasvæði hans. Hann var stórhuga um fólkið í landinu og við áttum margar skemmtilegar og leiftrandi djúpar samræður um heim og geim. Hon- um var mjög umhugað um okkar hag og kenndi margt um hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni án þess þó að stýra vilja okkar. Það var margt innleggið frá honum sem þó stýrði okkur á rétta leið, hann kenndi einurð og að besta leiðin til farsældar í lífinu væri hjálpsemi, hreinskilni og manngildisstefnan. Athafnagleðin er okkur í blóð borin. Þannig var hann. Fjölskyldan var hans ástríki og „heimkvaðningarnar“ voru mann- margar, afar líflegar og hann sá til að engum leiddist. Öll barnabörnin fengu alltaf eitthvað að gera hjá afa og ömmu. Það er komið að kveðjustund. „Okkar tími, okkar líf – það er okk- ar fegurð“, segir í Atómstöðinni og það er gott að geta litið til baka þeg- ar á endann er komið og hugsað með sér: „Ég gerði gott“ og vertu fullviss – það er gott. Guðjón Heiðar Pálsson. Með söknuði kveð ég nú tengda- föður minn, Pál Jónsson. Lífsviljinn var mikill, eftir erfiða skurðaðgerð barðist hann hetjulega fyrir lífi sínu í fjórar vikur. Hann ætlaði sér að sigrast á veikindum sínum, en því miður varð hann að lúta í lægra haldi. Páll hafði góðan og traustan mann að geyma. Hann var mikill at- hafnamaður, sérlega verklaginn og sýndi hverju því sem hann kom nærri brennandi áhuga. Ávallt var hann reiðubúinn að liðsinna okkur og hjálpa í hverju því sem til féll og vart var hægt að hugsa sér úrræða- betri mann. Þegar ég flutti á Sunnuveginn til sonar Páls varð ég aðnjótandi ást- úðar og vináttu þeirra hjóna sem aldrei bar skugga á. Þau voru ekki einungis hjón, heldur bestu vinir og félagar því vart var nafn annars nefnt nema hitt fylgdi með. Þau voru einstaklega samhent í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var að halda boð eða sinna áhugamálum hvort annars eins og að gera upp bátinn Jóa fé- laga, sigla út á sjó og veiða. Eftir að Páll og Jóhanna fluttu í Dalaland varð styttra á milli heim- ilanna og því auðveldara fyrir börn- in mín að koma við hjá afa og ömmu og horfa á Tomma og Jenna með afa og þiggja góða súpu hjá ömmu. Stundum var erfitt að greina á milli hver hafði meira gaman af, afinn eða börnin. Fyrir börnin mín eru það forrétt- indi að hafa átt afa eins og Pál, sem alltaf var til taks þegar barið var að dyrum. Við eigum öll eftir að sakna þess að Páll taki á móti okkur á stigapallinum með sínu hlýlega við- móti og gleðibrosi. Eftir fráfall Páls er missir Jó- hönnu mikill en afabörnin ætla nú að gæta ömmu vel og vera dugleg að líta eftir henni í framtíðinni. Ég bið góðan Guð að styrkja tengdamóður mína á þessari erfiðu stund. Ég þakka samfylgdina og það veganesti sem Páll gaf mér og fjöl- skyldu minni. Blessuð sé minning hans. Þóra Sigríður Ólafsdóttir. Þetta er sá gamli, þannig hófust öll símtöl frá Páli tengdaföður mín- um en hann kallaði mig stelpuna og hann var sá gamli. Símtölin voru ótal mörg, sér í lagi á meðan fjöl- skylda mín bjó í Danmörku og eftir að við fluttum til Vestmannaeyja, því Páll hugsaði vel um sína. Ætíð var hann boðinn og búinn að hjálpa okkur og var hann fljótur til, ef hon- um fannst ástæða til að lagfæra eitt- hvað á heimili okkar. Öll möguleg tæki og tól átti hann í bílskúrnum og ef það fannst ekki þar vissi hann hvar hægt var að nálgast þau. Páll var þúsundþjalasmiður og lék nán- ast allt í höndunum á honum og má þar nefna að hann gerði upp þrjá báta og smíðaði sumarbústað og húsbíl. Þetta kallaði hann hobbý sem fyrir öðrum myndi teljast þrek- virki. Páll var fróður maður og víðles- inn og aldrei kom ég að tómum kof- unum ef mig vantaði góð ráð. Við vorum þó ekki sama sinnis í pólitík og í vor, er hann var að láta mig taka kosningapróf á netinu, valdi ég annan forsætisráðherra en hann og sagði þá sá gamli: Ég sem hélt að þú værir svo skynsöm stelpa. En ekki datt honum í hug að hafa áhrif á skoðanir mínar og virti öll sjón- armið. Hann var mikill afi og gladd- ist mjög hverju nýju barni sem kom í fjölskylduna. Var hann óþreytandi að taka undir bossann og hafa börn- in okkar Guðfinns ekki farið var- hluta af því. Löngum gat hann setið með dóttur mína og horft á Tomma og Jenna á myndbandi og mátti ekki á milli sjá hvort þeirra skemmti sér betur. Við kveðjum Pál með söknuði, betri tengdaföður og afa er ekki hægt að hugsa sér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragna S. Ragnarsdóttir. Síðastliðin fjögur ár hafa verið hluti af mínum bestu árum hingað til. Á þessum árum kynntist ég Páli og tengdist honum sterkum böndum þar sem ég bjó á heimili hans og Jó- hönnu í Dalalandinu. Mörgum stundum sátum við Páll í stofunni og spáðum í málefni líðandi stundar. PÁLL JÓNSSON Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn. Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar, því vorið kemur sunnan yfir sæinn. Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar. Þannig yrkir Reykjavíkur- skáldið Tómas Guðmundsson í kvæðinu Austurstræti. Reykvík- ingar vita vel hvað í orðunum felst. Reykjavík er aldrei fegurri en á vorin þegar snjóa leysir og skammdeginu léttir. Það er sem húsin fæði Reykvíkinga eftir níu mánaða meðgöngu, sem þeir velta út á göturnar. Skriðnir úr vetrar- hamnum spóka þeir sig með sól- roða í vöngum í Austurstræti Tóm- asar. Synd að vorið endist ekki út árið. En best við að búa í Reykjavík er sú dásamlega tilfinning að kom- ast frá Reykjavík. Skemmtilegasta bíómyndin er Reykjavík í bakspeglinum. Sumir fljúga, aðrir sigla, en ég mæli ekki með því að ganga. Þá komast menn ekki nógu langt frá Reykjavík. Hún er orðin svo ægi- lega stór. Og sá sem kemst frá Reykjavík ratar aðeins í næsta þéttbýli. Því borgar sig að söðla öflugri fararskjóta en tvo jafn- fljóta. Frelsistilfinningin sem fylgir því að komast úr steinsteyptu og mal- bikuðu amstri umferðarhnúta og manngrúateppu er ólýsanleg. Breytt landslagið nærir sálina, meira að segja í gegnum bílrúðuna – gróðurinn og fjöllin. Ef heppnin er með finnst lyktin af taðinu á túnunum. Og nöfnin á húsunum öðlast þýðingu. Það hefur litla merkingu að kenna Reykvíkinga við götuheitin og götunúmerin. Annað gildir um Þórð á Strjúgi, 16. aldar mann og gott rímnaskáld: Við skulum ekki hafa hátt; hér er margt að ugga. Eg hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga. Þegar ekið er framhjá Strjúgi eða Strjúgsstöðum kviknar í hug- anum mynd af Þórði í fjósinu. Ef til vill stytti hann sér stundir yfir mjöltum við að yrkja Fjósa-rímur, en í þeim leiddi hann ýmis stór- menni sögunnar til fundar við sig í fjósið. Þessi vísa varð fleyg: Karla-Magnús keisari dýr kenndi trúna hreina aldrei hann fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Strjúgur er eitt sérkennilegra bæjarnafna við hringveginn og þýðir m.a. „bein úr nautgripum eða þorskhausum, látin meyrna í súrri mjólk (sýru) þar til þau eru etin“. Þau eru mörg skemmtileg bæjarnöfnin og setja svip á sveit- irnar, s.s. Miðsitja í Blönduhlíð, Seyla á Langholti og Helgavatn í Vatnsdal, en eftir aldamótin 1600 áminnti Guðbrandur Biskup Þor- láksson bóndann þar, Jón Jónsson, í bréfi fyrir samneyti við álfamenn og annað óguðlegt athæfi. Það er stúdía út af fyrir sig að leggja bæina á minnið og sögu þeirra. Og vekur væntumþykju um landið. Þegar ekið er úr Víðidaln- um og Vatnsdalurinn nálgast blas- ir við Gröf. Það yljar manni að vita að þar var Bjarni Jónsson úrsmið- ur á Akureyri fæddur. Hann kenndi sig við bæinn og var talandi skáld: Hér er bölvuð ótíð oft og aldrei friður. Það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Maðurinn er einfaldlega þannig gerður að til þess að náttúran öðl- ist fyrir honum merkingu þá þarf hún að heita eitthvað. Mýrin hjá Þóroddsstað í Hrútafirði er lítt fyr- ir augað, nema fyrir þá sem vita að þar var Þorgeir öxnamegn veginn af hreysti- og ógæfumanninum Gretti Ásmundarsyni. Hann hefndi þar með Atla bróður síns, sem dó með þessi orð á vörunum: „Þau tíðkast nú hin breiðu spjót- in.“ Steinninn í Bakkaselsbrekk- unni í Öxnadal er svo sem ekkert merkilegri öðrum steinum, nema fyrir þær sakir að þar vó Þórður hreða Sörla sterka: Lurkasteini er liggur hjá leið vor einu sinni, drekkum, sveinar! saman þá Sörla beina minni. Vísan er kveðin hjá Lurkasteini; og minnið var virkilega drukkið í ósviknu Akureyrar-brennivíni, að sögn höfundar, heimspekingsins Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi. Einhvern veginn er það svo að sá tími sem varið er í Reykjavík verður moðsuða minninga, þar sem fátt stendur upp úr og augna- blikin renna saman í eitt. Um leið og farið er úr bænum, þá festast minningarnar í hugann. Ef til vill vegna þess að þær eru bundnar stöðum, sem maður hefur ekki fyr- ir augunum alla sína daga. Í hvert skipti sem ég ek framhjá Akri minnist ég þess þegar ég var lítill krakki og litla stelpan á bænum beit mig. Sem var svo sem allt í lagi, því mamma tók mig í fangið og kyssti á bágtið. En þegar ég var settur á gólfið aftur og hún kom skríðandi varð ég gripinn slíkri ofsahræðslu að ég rak upp skað- ræðisöskur og minningin um það hefur læst sig í hugann á mér. Ég hef víst aldrei verið mikil hetja. Þannig vaxa minningarnar eins og mosi á áningarstaðina á lands- byggðinni, útilegur í Vaglaskógi, flugurnar í Herðubreiðalindum, reyðin við Mývatn, fyrsti laxinn í Selá, gönguferðin með Eymundi afa á Þingvöllum og svo mætti lengi telja. Ef maður þekkir stað- ina og á minningar þaðan, þá fara kennileitin að hafa gildi. Það er til lítils að lesa Íslandssögu eða landa- fræði fyrir þá sem aldrei hafa kom- ið út fyrir höfuðborgarsvæðið. Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson vissi vel hvers virði náttúran var, eins og sést á eft- irfarandi broti úr fjallgöngu- kvæðinu Urð og grjót, þar sem hann yrkir af fjallstoppinum eftir að hafa hvílt beinin: Standa aftur upp og rápa. Glápa. Rifja upp og reyna að muna fjallanöfnin: náttúruna. Leita og finna eitt og eitt. Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt. Reykjavík í bakspegli Breytt landslagið nærir sálina, meira að segja í gegnum bílrúðuna – gróð- urinn og fjöllin. Ef heppnin er með finnst lyktin af taðinu á túnunum. VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.