Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Magnús-dóttir fæddist á Kolgröfum í Eyrar- sveit 13. september 1915. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 3. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Jónsson og Jóhanna Elísdóttir. Uppeldissystir Maríu er Áslaug Georgsdóttir, f. 17.10. 1924. María giftist hinn 7. júlí 1940 Ingvari Agnarssyni frá Haugi í Miðfirði, f. 26. des- ember 1912, d. 25. mars 1998. Börn Maríu og Ingvars eru: 1) Magnús, f. 7.6. 1941, býr í Kópa- vogi, kvæntur Kristínu Pálsdótt- ur, f. 14.7. 1949. Börn þeirra eru: a) Ingvar, f. 23.2.1974, sam- býliskona hans er Þorbjörg Pálmadóttir, f. 22.10.1973, b) Ólafur Páll, f. 14.11.1975, sam- býliskona hans er Hjördís Hilm- arsdóttir, f. 17.6.1976, og c) Agnar, f. 23.2.1980; 2) Jóhanna, f. 7.7.1945, býr í Kópavogi, gift Sigurði Baldurssyni, f. 30.9. 1952. Börn þeirra eru: a) Jó- hanna María, f. 3.1. 1975, b) Erna Guðrún, f. 29.10. 1981, c) Baldur, f. 28.1. 1983, og d) Ingv- ar, f. 30.3. 1985; 3) Gunnar Hall- dór, f. 1.9. 1948, býr á Kol- gröfum; 4) Elís, f. 18.12. 1950, býr í Kópavogi, kvæntur Bopit Kamjorn, f. 18.5. 1963; 5) Gróa Herdís, f. 9.9. 1956, býr á Akranesi, gift Ragnari Eyþórs- syni, f. 27.6. 1952. Börn þeirra eru: a) Ingvar, f. 1.8. 1979, sambýliskona hans er Fanney Reynis- dóttir, f. 21.8. 1980, barn þeirra er Stefnir Snær, f. 3.11. 2000, b) María, f. 17.8. 1982, sambýlismaður hennar er Atli Við- ar Halldórsson, f. 1.5. 1982, barn þeirra er Fríða Sif, f. 12.4. 2003, og c) Birna Rún, f. 21.7. 1989; 6) Guðríður Arndís, f. 14.8. 1960, býr í Mosfellsbæ, gift Lúðvík Hermannssyni, f. 4.10. 1954. Börn þeirra eru: a) Elísabet Inga, f. 15.5. 1991, og b) Berg- lind Rut, f. 18.8. 1994. María ólst upp á Kolgröfum og veturinn 1936–1937 var hún við nám í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. María og Ingvar ráku bú á Kolgröfum frá 1940 og til ársins 1982 en þá hætti Ingvar að búa vegna heilsu- brests. Gunnar sonur þeirra tók þá við rekstri búsins en María og Ingvar sáu áfram um rekstur heimilisins og María allt til dán- ardags. Útför Maríu fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður að Setbergi í Eyr- arsveit. Elsku mamma, það er erfitt að trúa því að þú sért dáin. Þú sem varst svo hress upp á síðkastið. Við áttum góða stund með þér á sunnu- daginn þegar við komum í heimsókn til þín. Þú varst svo hress og kát og gerðir að gamni þínu við okkur öll. Einnig þegar ég talaði við þig í síma klukkustund áður en þú lést. Þú varst svo hress og glöð og tal- aðir um allt mögulegt. Þú sagðir mér svo margt á þessum fáu mínútum sem við töluðum saman. Svo hringdi Gunnar, bróðir minn, og sagði, að mamma væri dáin. Hún hefði orðið bráðkvödd í eldhúsinu. Ég ætlaði ekki að geta trúað þessu. Einum klukkutíma eftir að við töluðum sam- an. Mamma var mjög sterk og dugleg og vildi ekki gefast upp. Hún náði sér ótrúlega vel upp úr hjartaáfalli sem hún fékk fyrir 12 árum. Í fyrrasumar lá hún lengi á sjúkrahúsi, en hún komst aftur heim og náði allgóðri heilsu. Það var alltaf gott og gaman að koma til þín og pabba í heimsókn. Allir sátu við eldhúsborðið og fengu sér kaffi og kökur. Það voru góðar stundir og skemmtilegar. Þá var rætt um allt milli himins og jarðar og hlegið mikið. Mamma las mikið og fylgdist með öllum fréttum. Hún var mjög minn- ug á allt sem hún las og heyrði. Þá fylgdist hún alltaf með veðurfréttum eins og pabbi var vanur að gera, enda var mikið undir veðri komið með störf í sveitinni. Mamma var mjög minnug, bæði á nöfn og liðna atburði. Hún hafði gaman af að ræða um þau mál, sem voru efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni. Hún hafði sínar skoð- anir, en tók alltaf tillit til skoðana annarra. Mamma talaði aldrei illa um nokk- urn mann. Hún kaus að sjá það góða í fari allra. Mikil gestrisni var á mínu heimili og foreldrar mínir tóku öllum opnum örmum. Var þá sama hvort um var að ræða ættingja og vini eða þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðurs eða bilana á farartækj- um. Eitt sinn, áður en brúað var yfir Slýána innst í Kolgrafarfirði, voru 24 menn í vandræðum þar vegna mikils vatns í ánni. Allir fengu gistingu og góðgerðir í litla bænum á Kolgröf- um. Það var alltaf nóg pláss. Mamma var mikil prjónakona og prjónaði margar lopapeysur, vett- linga og sokka á okkur systkinin og síðar á börnin okkar. Mamma var mjög heimakær og elskaði sveitina sína og þar vildi hún alltaf vera. Hún fæddist á Kolgröf- um og dó á Kolgröfum og ég veit að hún hefði ekki viljað deyja annars staðar. Henni fannst mjög gaman að fara í bíltúra, t.d. í kringum Eyrarfjall. Það þurfti ekki langa bíltúra til að hún væri ánægð. Hún þekkti öll kennileiti með nafni. Mamma og pabbi fóru í margar bændaferðir. Höfðu þau mikla ánægju af þessum ferðum með sveit- ungum sínum. Þá hittu þau aðra bændur og gistu hjá þeim. Oft mynd- aðist góður kunningsskapur milli manna frá ólíkum landshlutum eftir slíkar ferðir. Þeim varð tíðrætt um þessi ferðalög og allt það góða fólk sem þau hittu og kynntust. Eitt sinn fóru þau til útlanda, en það var með mér og fjölskyldu minni til Svíþjóðar þegar við bjuggum þar. Þetta var ógleymanlegur tími. Þau nutu þess að skoða allt sem fyrir augu bar, hvort sem það voru kon- ungshallir eða bændabýli. Þó held ég, að sænsku búskaparhættirnir hafi vakið meiri áhuga hjá þeim en stórar og fínar hallir. Mamma og pabbi voru mjög sam- rýnd og þegar pabbi missti heilsuna stóð mamma eins og klettur við hlið hans allan tímann þar til hann dó. Pabbi og mamma voru mjög barn- elsk og allir kepptust um að sitja við hliðina á pabba í eldhúsinu á koffort- inu við matarborðið. Og það var mik- ið hlegið. Þetta voru skemmtilegustu stundirnar. Mamma og pabbi tóku marga stráka til sín yfir sumarið og færri komust að en vildu. Svo var komin röðin að barnabörnunum að fá að vera í sveitinni á sumrin. Þar á meðal voru Baldur og Ingvar nokkur sumur að hjálpa til við búskapinn og eiga þeir margar góðar minningar frá þeim tíma. Góðar minningar um afa, ömmu og Gunnar frænda, sem var löngu tekinn við búinu þegar þeir fóru að vera í sveitinni. Þú varst vön að sitja við eldhús- gluggann og dást að fegurðinni úti. Þér leið best heima. Elsku mamma mín, með söknuði kveð ég þig og þakka þér fyrir allar góðar minningar. Ég veit að núna ertu hjá pabba. Vertu sæl, elsku mamma. Jóhanna, Sigurður og börn. Elsku mamma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem) Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín dóttir Guðríður Arndís (Dísa). Nú er hún amma okkar í sveitinni dáin. Hún sem var alltaf svo góð við okkur. Við hlökkuðum alltaf til að fara í sveitina þar sem amma tók ávallt fagnandi á móti okkur. Amma var alltaf til í að baka pönnukökur fyrir okkur og ef við vildum ekki borða það sem var í matinn fengum við að fara í búrið og gá hvort þar væri ekki eitthvert góðgæti. Alltaf var amma tilbúin að spila og oft var spilað tímunum saman. Ef við vorum í sveitinni þegar ísbíllinn kom sá amma til þess að við fengjum fullt af ís. Á vorin hringdi amma til okkar þegar kindurnar okkar voru búnar að bera og sagði okkur frá lömbun- um, hvernig þau væru á litinn og hvernig þau döfnuðu. Það verður skrýtið að koma í sveitina og engin amma verður til að taka á móti okkur en hún er nú hjá Guði þar sem hún er búin að hitta afa Ingvar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Takk fyrir allt, amma María. Elísabet Inga og Berglind Rut. Elsku amma. Þegar ég frétti á þriðjudaginn að þú værir dáin, þá ætlaði ég bara ekki að trúa því. Þú sem varst svo hraust og kát þína síð- ustu daga, þú gerðir öll heimilis- störfin. Ég þakka fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Það var mjög gott að koma í sveitina. Ég minnist þeirra stunda þegar við krakkarnir vorum í sveitinni og það var alltaf spilað á kvöldin. Þegar ég varð eldri, þá fór ég að vera í sveitinni allt sumarið. Þessi sumur voru góð og eftirminnileg. Venjulega var mikið að gera á sumr- in. Ég vann úti með Gunnari, en amma sá um heimilið. Þegar stund gafst, sátum við amma í eldhúsinu og töluðum saman. Hún gat rætt um hvað sem var og veitti öllum mínum áhugamálum athygli. Þegar ég var búinn að reisa háa loftkastala, sagði hún gjarnan: „Já, heldurðu það?“ og hló svo dátt. Já, hún hló góðlega, en gerði aldrei lítið úr frjálsu ímynd- unarafli mínu. Síðar, þegar ég eignaðist hesta, hafði hún mikinn áhuga á að heyra um þá og hvernig gengi. Rifjaði hún þá oft upp þegar hestar voru hjá henni. Þegar mamma talaði við ömmu í símann, þá spurði amma alltaf um hestana og allt sem að þeim sneri. Hún hafði alltaf áhuga á öllu sem við gerðum, en það leyndi sér ekki, að það sem tengdist bústörfum, vakti mestan áhuga hennar. Enda var amma fædd í sveit, á Kolgröfum, og starfaði þar alla sína ævi. Amma var alltaf í góðu skapi. Hún var jákvæð og talaði vel um alla. Þannig á ég góðar minningar úr sveitinni og um ömmu mína. Guð blessi þig. Ingvar Sigurðsson. MARÍA MAGNÚSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Mar- íu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Garðabæjar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verð- ur haldinn fimmtudaginn 19. júní nk. kl. 20.00 að Garðatorgi 7, Garðabæ. Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir aðalfundinn verður haldin grillveisla fyrir utan Garðatorg 7 og hefst hún kl. 18.00. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. KENNSLA Orkubrautir og vöðvaáhrif 16. 18. 19. og 20. júní. Upplýsingar í síma 557 5000, 557 9736 og 691 3736. Um er að ræða nám í dagskóla sem tekur tvær annir (einn vetur). Vélfræðinám er sveigjanlegt, spennandi nám sem opnar þér fjölbreytta möguleika í atvinnulífinu. Menntunin veitir mikilvæg alþjóðleg starfsréttindi auk þess sem hún hefur gildi stúdentsprófs við inntöku í háskóla. Inntökuskilyrði: Eins árs siglingatími staðfestur með sjóferðabók og að umsækjandi sé 22 ára eða eldri. Sveinar í rafiðngreinum þurfa ekki fyrrnefndan siglingatíma og fá auk þess ýmsa áfanga metna. Námsskipulag Hraðferðin byggist á því að almennar greinar, t.d. raungreinar og tungumál, eru felldar út sem styttir nám til 750kW réttinda úr 83 einingum í 48 einingar. Umsóknir um skólavist: Skriflegar umsóknir berist til Vélskóla Íslands fyrir 12. júní n.k. Haustönn hefst mánudaginn 25. ágúst. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 551 9755 alla virka daga frá kl. 8 til 16. Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík Sími: 551 9755 Fax: 552 3760 Netfang: vsi@velskoli.is Vefsíður: www.velskoli.is og www.maskina.is Vélskóli Íslands HRAÐFERÐ TIL 2. STIGS VÉLSTJÓRANÁMS SEM VEITIR 750kW RÉTTINDI Vélskóli Íslands Skólameistari N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 5 6 2 • sia .is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.